Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. des. 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hitaveiian HITAVEITA Reykjavíkur er án efa eitt hið allra glæsi- legasta fyrirtæki, sem í hefir verið ráðist hjer á landi, og hún á sennilega engan sinn líka í veröldinni, í þeirri mynd, sem hún er. Þetta fyrirtæki er enn á tilraunastigi og þess vegna ekkert að undra, að ýmsir byrjunarörðugleikar komi í ljós, meðan verið er að prófa sig áfram. En til þess að unt verði að sigrast á erfiðleikunum og koma Hitaveit- unni í það horf, sem vonir manna stóðu til, verður að ríkja gott samstarf milli allra aðilja, sem að fyrirtækinu standa, en þeir eru: forstjóri Hitaveitunnar, stjórn bæjar- ins og borgararnir. ★ Hitaveitan bar á góma á síðasta bæjarstjórnarfundi. Virðast umræður þær, sem þar fóru fram, yfirleitt hafa verið með þeim hætti, að góðs má af þeim vænta. Aðalgallinn, sem fram hefir komið við Hitaveituna til þessa er, að vatnið, sem náðst hefir í leiðslurnar, hefir reynst minna en það var, meðan uppspretturnar voru óvirkjaðar. Áður en hafist var handa um virkjun að Reykj um, mældist heita vatnið úr holunum 250—260 sekúndu- lítrar. En eftir virkjunina í fyrra vetur reyndist vatnið ekki nema 170—180 sek. lítrar. Síðan hefir tekist að auka vatnið, þannig að nú er talið að það sje um 225 sek. lítrar. Að sjálfsögcu verður að leggja höfuð áherslu á að auka heita vatnið, en meðan verið er að vinna að því, verður að grípa til annara úrræða, til þess að bæta úr þeim ágöll- um, sem í ljós hafa komið. . ★ Ekki geta verið skiftar skoðanir um það, að fyrsta hlut- verk Hitaveitunnar á að vera, að sjá borgurum bæjarins fyrir hita í íbúðum sínum. Ber því að sjálfsögðu að leggja megináherslu á, að fullnægja þessu ætlunarverki. Hvort unt er að veita mönnum önnur og meiri þægindi, verður að vera undir því komið, hvort meira vatn er fyrir hendi en nota þarf til upphitunar. Eins og borgarstjóri upplýsi á bæjarstjórnarfundi, var upphaflega áætlað, að heita vatnið yrði ekki látið renna beint í kranana til þvotta og baða, heldur yrði þar aðeins frárenslisvatn, sem kælt væri orðið í hitalögnum hússins. En svo var horfið frá þessu og mun nú langsamlega meiri hluti allra húsa í bænum fá rensli beint úr hitalögnun- um. Ekki er að efa, að þetta eru mikil þægindi fyrir heim- ilin. En á hitt ber að líta, að meðan þannig er ástatt, að mörg hús í bænum fá ekki nægilegt vatn í ofnana, til þess að hita upp húsin í frostum, verður að takmarka eða afnema alveg heita vatnið til þvotta, því að þar er án efa mjög mikil eyðsla. Reynslan hefir sýnt, að ekki er hægt að treysta á þegn- skap fólksins að spara vatnið. þegar þess er^brýn þörf. Reynslan með óhófseyðsluna á kalda vatninu hefir marg- sannað þetta. Alveg sama verður niðurstaðan með heita vatnið, enda þótt það sje selt gegn um mæli. Þetta upp- lýsti líka borgarstjóri, er hann sagði, að heita vatnið minkaði alveg sjerstaklega í sumum hverfum bæjarins á mánudögum, en þá væru víða þvottar. Á það var minst á bæjarstjórnarfundi, að til athugunar væri að fá húsráðendur stórhýsa í bænum til að taka upp kyndingu miðstöðva og draga á þann hátt úr notkun heita vatnsins. Þeíta er sjálfsagt að reyna. En ef í ljós kemur að þetta nægir ekki til þess að hægt verði að hita upp allar íbúðir manna á hitaveitusvæðinu, verður að grípa til annara úrræða, m. a. að taka af heita vatnið til þvotta. ★ Vonandi tekst forstjóra Hitaveitunnar og bæjarstjórn að finna þá lausn á þessu máli, sem bæjarbúar mega við una. Og bæjarbúar verða sjálfir að sýna liðlegheit og falla fúslega frá auknúm þægindum, meðan veriö er að prófa sig áfram. Þétta ætti að vera því ljúfara, þar sem miklar líkur eru fyrir því, að takast megi að auka vatnið á Reykjum, en það getur tekið nokkurn tíma. Skútuöldin: Merkilegl ril um merkilegl límabil í DAG kemur á bókamarkað inn fyrri hluti mikils rits um merkilegt tímabil í sögu ís- lenskrar útgerðar. Er það Skútu öldin, eftir Gils Guðmundsson. Út er bók þessi gefin af bóka- útgáfu Guðjóns Ó. Guðjónsson- ar, og er þetta fyrra bindi 590 blaðsíður í stóru broti með um 200 myndum af útgerðarstöð- um, útgerðarmönnum, skipstjór um og skipum. Er fjöldi mynda þessara gamall og fágætur. Jeg hefi átt tal við höfund- inn, og spurt hann um verkið. Honum segist svo frá, að verk- ið hafi tekið um ár að vinna, og hafi heimildaöflun verið all- miklum erfiðleikum bundin, svo sem kunnugt er. Höfund- ur hefir ferðast um Vestur- og Norðurland til heimildasöfnun- ar, en ritið fjallar um þilskipa útgerð í þessum landshlutum. Ekki er ritað samfelt um þil- skipaútgerðina á Suðurlandi, en það er af þeim orsökum, að saga hennar verður rakin í jminningarriti skipstjórafjel. Öldunnar, sem Vilhj. Þ. Gísla- son hefir samið. I Seinna bindi ritsins hefir þó að geyma frásagnir Sunn- lenskra Skútumanna. í þessu fyrfa bindi, sem nú er komið út, er sögð saga þil- skipanna alt frá dögum Skúla fógeta og þar til er seglskipaút- gerðin leið undir lok. Greint er frá skipum, skipstjórum og út- gerðarmönnum, seglútbúnaði skipa og veiðarfærum lýst, einn ig lífinu á skútunum og mörgu fleiru. j í síðara bindinu, sem kemur væntanlega út í mars n. k., en það tafðist vegna prentaraverk fallsins, verða sögur um svaðil- farir og sjóhrakninga á þilskip ,um, og einnig þættir úr endur- jminningum gamalla skútu- manna. Verða einnig í því bindi margar myndir. i Það mun óhætt að taka und ir orð höfundar í formála um þýðingu þilskipanna fyrir efna- hag landsmanna, en hann seg- ir svo: „Þilskipin eiga sjer mikla og merkilega sögu. Óhætt er að fullyrða, að útgerð þeirra var einhver traustasta undir- staða allra framfaranna, sem ,hjer urðu á öldinni sem leið. jAldrei hefði íslendingum tekist að rjetta við eftir áþján margra ! alda, ef þeir hefðu haldið áfram jað dorga dáðlaust upp við sand“. | Því er vel, að saga þessa merkilega tímabils skuli hafa verið skráð. Hún er snar þáttur í sögu framfaranna hjer með !oss íslendingum. Það er því (saga, sem ekki á að gleymast og við fljóta yfirsýn getur ^manni vart dulist að í rit það, |Sem hjer er komið, geti lands- menn sótt kjark og áræði til nýrra þroskandi og auðgandi framtaka. J. Bn. ^ \Jilwerji ílrijar: | lyir da g iecj ci iíji Unglingar skrásettir. LONDON: Fyrir skömmu voru allir 16 ára piltar í Bret- ,landi skrásettir, þar sem verið getur, að þeir verði kvaddir til starfa fyrir ríkið. Einn alsherjar rekstur MÁLVANDUR skrifar: Herra Víkverji: — Það er alveg furðu- legt, hve jafnljótt og leiðinlegt orð og orðið „rekstur" er notað mikið í íslensku máli. Áður fyrr þótti nóg að reka hross og kýr og kindur, en nú er farið að reka alt milli himins og jarðar. Versl- anir eru reknar, flugferðir rekn- ar (hvert?), fyrirmyndarbúskap ur er rekinn af miklu kappi. Áð- ur þótti tiltækilegt að segja að maður byggi búi sínu, nú rekur hann það. — — Nýlega var sagt frá því, að Edmskipafjelag íslands ætlaði að fara að reka flugferðir og gisti- hús, og þótti mönnum, sem skildu þetta bókstaflega, engin furða þótt Eimskipafjelag vildi losa sig við samkeppni með því að víkja jafnleiðum fyrirbærum úr landi, eins og flugferðum. En meining in átti víst að vera önnur. Þá er óneitanlega nokkuð óviðkunnan- legt að sjá orð eins og búrekstur í dómum hæstarjettar. Og svo voru það hjónin sem ráku skóla í mörg ár. Ætli þau hafi ekki verið farin að þreytast? • Kvikmyndahús rekin. „ALLMIKLAR umræður hafa orðið um það, hvort ekki ætti að gefa rekstur kvikmyndahúsa frjálsan hjer í bænum, og úrslit- in virðast hafa orðið þau, að nú er hverjum manni heimilt að reka kvikmyndahúsin í bænum hvert á land sem er, ef hann „uppfyllir viss skilyrði", eins og tekið er fram. — Svo er hernað- urinn rekinn um allar jarðir í frjettunum, ekki síst frjettum út varpsins, þar er nú eins og sje verið að siga hundum á rekstr- ana, og gífurlegar eru þær fjár- hæðir, sem fara til þess „að standa straum af hernaðarrekstr inum“, eins og sagt er. — Og þó er, eins og oft hefir verið tekið fram, til ágæt íslensk sögn, sem heitir að herja. Menn herja en þeir reka ekki hernað- inn. Ef hann væri rekinn, myndi ekkert stríð vera. Menn búa, en reka ekki búskapinn, nema á ambögumáli því, sem alt rekur. • Fólk haft í húsgrunna. ÞÁ SKULUM við ekki rekast í rekstrinum meira, en snúa okk ur að öðru endeminu: Nú er ekki auglýst eftir nokkurri manneskju í stöðu, nema þetta fólk sje á- byggilegt. Á að nota það í hús- grunna? Hvað á að byggja á því? Á íslensku er sagt, að menn sjeu áreiðanlegir, að hægt sje að reiða sig á þenna og hinn, — en að byggja á aumingja fólkinu! Eru ósköp til þess að vita, að auglýs- ingastjórar blaðanna skuli ekki vera það málvandir menn að þeir afmái svona meinlokur úr blöð- um sínum. <1 Mánaðarmót. ,,ÞÁ ER EIN ambagan enn að ryðja sjer til rúms í málinu. Nú eru aumingja mánuðirnir í alman akinu farnir að mæta sjálfum sjer í stað þess að mæta hinum næsta á eftir. Það er orðið al- veg ótrúlega algengt að segja og skrifa „mánaðarmót“, en von- andi eru það altaf tveir að minsta kosti sem mætast, og leiðinlegt að bráðum yrði farið að tala um ársmót í stað áramóta. Einnig þetta veður á súðum í auglýsing- um og enda víðar“. Þrengslin á dansleikj- unum. MIKIÐ ER kvartað yfir þvr UIU hjer í bæ, að selt sje óhófslega mikið af aðgöngumiðum á dans- leiki með þeirri afleiðingu, að alt verður yfirfullt í samkomuhúsun um og enginn getur skemt sjer fyrir þrengslum. Á dansgólfinu er fólkinu þrengt saman eins og síld í tunnu og ekki verður mikil ánægja að dansi við slíkan aðbún að. Nokkur brjef hafa mjer borist um þetta efni, þar sem nafn- greindir eru staðir og fjelög,, , sem þykja verst í þessum efnum. |Mjer finst að þetta mál ætti að heyra undir lögregluna eða ein- ^hvér önnur öryggisyfirvöld. Þeir, j sem verða fyrir óforsvaranlegum þrengslum á dansleikjum, ættu j að kæra það til yfirvaldanna og sjá hvern árangur það ber. Því I fyrir utan óhollustu og slysa- j hættu, t. d. við eldsvoða, sem staf j ar af því að troða miklum mann- fjölda á einn þröngan stað, eru það bókstafleg svik við menn, sem kaupa miða á dansleiki þessa oft fyrir okurverð. Auðveldast væri, að ákveða — ef það hefir ekki þegar verið gert — hve margir menn megi koma saman í einu í hverju einasta samkomuhúsi og hafa strangt eft irlit með að ákvæðum um það sje fylgt, en ella komi háar fjár- sektir. Samskot Hjörtur Hansson hefir látið af framkvæmdastjórastörfum fjár- söfnunarnefndar Hallgrímskirkju Framhald af áður birtum gjöfum og áheitum, afhent á skrifstofu „Hinnar almennu fjársöfnunar- nefndar" Hallgrímskirkju, Banka stræti 2.: M. O. L. Ó. (áheit) kr. 50,00, G. S. (áheit) kr. 50,00, K. Þ. (áheit) kr. 20,00, stúlka (gam- alt áheit) kr. 20,00, J. B. (áheit) kr. 100,00, S. H. (áheit) kr. 20,00, A. B. (áheit) kr. 20,00, G. P. (á- heit), kr. 50,00, K. S. G. (áheit) kr. 50,00, Gömul kona (áheit) kr. 10,00, Guðrún (áheit) kr. 10,00, S. A. (áheit) kr. 20,00, J. B. (á- heit) kr. 100,00, S. G. (áheit) kr. 10,00, S. K. (áheit) kr. 50,00, N. j N. (áheit) kr. 20,00, Skaftfellsk 'kona (áheit) kr. 15,00, Stúlka kr. j 10,00, G. G. G. (áheit) kr. 200,00, ,N. N. (áheit) kr. 10,00, — Sam- I tals kr. 835. — Áður birt kr. 120.090,21, eða als samtals kr. 120.925,21. — Kærar þakkir. F. h. „Hinnar alm. fjársöfnunarnefnd- ar“, Iljörtur Hansson. — í sam^ bandi við ofanskráða skilagrein tilkynnist, að jeg vegna annríkis, ihefi látið af framkvæmdarstjóra- ! störfum fyrir „Hina almennu fjársöfnunarnefnd“ Hallgríms- kirkju, og flytjast störf mín yfir á skrifstofu herra biskups Sigur- geirs Sigurðssonar. Samt sem áð- ur geta þeir, er finst það hægra, |komið gjöfum eða áheitum eftir ' sem áður til mín, á vegum „Hinn jar alm. fjársöfnunarnefndar", er jeg nú hefi verið skipaður í. — Hjörtur Hansson, Bankastr. 2. Sekt fyrir framleiðsluna. London: Nýlega voru ung hjón í London sektuð um all- mikla fjárhæð fyrir það, að hafa búið til snyrtivörur, án þess að hafa leyfi eða kunnáttu til þess. — Skortur á slíkum vörum er mikill í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.