Morgunblaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 1
16 síður 31. árgangur. 258. tbl. — Laugardagur 16. desember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Pólland fær Austur-Prússlcmd, Danzig Aþenu í gærkvöldi. Eínkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STEPHEN SARAPHIS hers-' hofðingi, sem stjórnar ELAS- skæruliðasveitunum, hefir sent Rpnald Scobie hershöfðingja bandamanna í Grikklandi, orð- sendipgu. Ekki er kunnugt um efni orðsendingarinnar, en bú- ist er við, að hún verði birt al- menningi á morgun (laugar- dag). Viðræður hafa farið fram hjer í Aþenú milli stjórnmála- leiðtoga hinna ýmsu flokka," og eru samkomulagshorfur nú tald ar miklu betri en þær hafa áð- ur verið. Talið er, að ELAS-menn og aðrir skæruliðar muni geta fall ist á að leggja niður vopn, ef gengið væri endanlega frá því, að konungdómurinn verði lagð ur niður í Grikklandi og lýð- veldið endurreist. Ennfremur er það talið eitt skilyrði af hendi uppreisnarmanna, að erki biskupinn af Aþenu taki að sjer ríkisstjórastarfið í Grikklandi, þar til almennar kosningar geta farið fram í landinu. Þessari sögu er hvorki neit- að, nje heldur hefir hún feng- ist staðfest opinberlega. Harðir bardagar. En meðan á samkomulagstil raunum stendur milli uppreisn armanna og stjórnarsinna, er barist af mikilli heift. I Aþenu og Pyræus hafa staðið yfir harð ir bardagar. Bretum hefir borist mikill liðsauki, bæði loftleiðis og með skipum. Er talið, að Bretar muni þá og þegar láta til skar- ar skríða gegn uppreisnarmönn um. í Aþenu hafa ELAS-menn sprengt margar byggingar, til þess að loka götum, sem talið var að Bretar gætu notað tii að senda skriðdreka og önnur her gögn gegn ELAS-sveitunum. Skæruliðar hafa komið fyrir sprengjum víða í borginni. Von wn samkomulag í Grikkland Enn er þó barist af mestu heift Rússar stefna til Vínarborgar Hrapaði á bóndabæ. LONDON: — Fyrir skömmu hrapaði sprengjuflugvjel á bóndabæ einn nærri York í Bretlandi, og fórst alt fólkið á bænum, tveir karlmenn og ein kona, og öll áhöfn flugvjelar- innar, en í henni voru 5 mehn. Frökkum. RUSSAR hafa undanfarið sótt fram í Ungverjalándi og nálgast nú óðum landamæri Austurríkis, en þaðan er i.utt til höfuðborgar Austuríkis, Vínarborgar. Á upp- drættinum hjer að ofan sjest hvert Rússar eru komnir á austurvígstöðvunum. 7. ameríski herinn fer inn í Þýskaland London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAU TÍÐINDI hafa helst gerst á vesturvígstöðvunum í dag, að 7. herinn ameríski hefir brotist inn yfir landamæri Þýska- lands á 25 km breiðu svæði skammt frá Wissembourg og 17 km fyrir austan Lauterbourg. Braust herinn þarna í gegn þrátt fyrir harða skolhríð úr Siegfriedvirkjabelti Þjóðverja. Skotið á Karlsruhe Sjöundi ameríski herinn er um 16 km frá Karlsruhe. — Skjóla Bandaríkjamenn á borg in úr fallbyssum sínum. Þessi ameríski her er sá 6. af herjum bandamanna, sem nú berjast á þýskri grund. I dag voru liðnir rjettir fjórir mán- uðir síðan her þessi kom á land í Frakklandi. Gagnálilaup við Colmar Þjóðverjar hafa gerl nokk- ur gagnáhlaup við Colmar í dag og unnið eitlhvað á til að byrja með, en síðan var öllum gagnáhlaupum þeirra hrundið. í Saar hafa engar breytingar orðið á vígstöðunni, en þar hafa Þjóðverjar fengið liðsauka. Sóknin við Diiren Fyrir sunnan Duren hafa bandamenn sótt nokkuð fram. Bandaríkjamenn hafa sótt fram á nýjum stað til árinnar Rör og þar með klofið í tvent lið Þjóðverja, sem enn var til varn ar vestan Rör. Sókn 8. hersins á Italíu London í gærkveldi. ÁTTUNDI herinn breski hef ir sótt fram fyrir norðan Ra- venna á Adriahafsströndinni og m. a. komist yfir svæði, þar sem mikið er um ár og læki. Hersveitir bandamanna á ítalíu hafa nú fengið vetrar- klæðnað sinn, því farið er að kólna mjög í veðri. Þess er get- ið í fregnum, að vetrarklæðnað ur hersveita Bandaríkjanna sje helmingi betri í ár en hann var í fyrravetur. — Reuter. Breska stjórnin styður landakröfur Rússa í Póllandi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. PÓLVERJAR eiga að fá alt Austur-Prússland frá Þjóð- verjum að ófriðnum loknum og einnig Danzig. En í stað þess verða þeir að láta af hendi við Rússa landsvæði sitt alt að Curzonlínunni. Churchill forsætisráðherra skýrði frá þessu í ræðu, sem hann hjelt við umræður um Pól- landsmálin í neðri deild þingsins í dag. Urðu umræður langar og harðar og stjórnin gagnrýnd allmikið fyrir stefnu sína í Póllandsmálunum. Rússar fara á nýjum stað inn í Tjekkóslóvakíu London í gærkveldi: — í her- stjórnartilkynningu Rússa í kvöld er frá því skýrt, að rúss- neski herinn hafi farið inn í Tjekkóslóvakíu á nýjum stað í dag, frá Ungvefjalandi, um 50 kílómetra fyrir norðan Buda- pest. í Norðaustur-Ungverjalandi hafs Rússar tekið 30 bæi og þorp í dag. í gær segjast Rússar hafa tekið 1000 fanga í Ungverja- landi, eyðilagt 15 þýska skrið- dreka og skotið niður 29 flug- vjelar Þjóðverja. — Reuter. Ný landganga á Filippseyjum Washington í gærkveldi. HERSVEITIR MacArthurs hershöfðingja gengu í dag á land á eyjunni Mindoro í Fil- ippseyjaklasanum. Mótspyrna Japana var lítil, því landgang- an kom þeim algjörlega á ó- vart. Mindoro er ein af stærstu Filippseyjunum og hin vest- asta. Fluglið Bandaríkjamanna hefir haldið uppi hörðum árás- um á flugvelli Japana í dag og eyðilagt um 250 flugvjelar " á jörðu fyrir Japönum. Fatasöfnun í Chigago London: Rotaryfjelögin í Chigago ætla að safna fatnaði handa 100.000 manns, sem hafa mist heimili sín í loftárásum London og öðrum enskum borgum. Hjónavígslum fjölgar *í NÝÚTKOMNUM Hagtíð- indum er skýrt frá því, að tala hjónavígslna á öllu landinu ár- ið 1942 háfi verið 1070. Það. ár hafa því komið 8.7 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna og er það nokkru hærra hlutfall heldur en árið á undan, en þá var það 8.4 af þús., og miklu hærra heldur en verið hefir mörg undanfarin ár. Breska stjórnin styður kröfn Rússa. Churchill hóf mál sitt með að vitna í ummæli, sem hann hefði haft í deildinni, er hann i kom heim af Teheranráðstefn- unni. Hann sagðist þá hafa bent Stalin marskálki á, að Bretar hefðu farið í stríð til þess að standa við skuldbindingar sín- ar við Pólland, er Þjóðverjar rjeðust á það. Stalin hefði þá lýst því yfir, eins og hann hefði oft gert síðar opinberlega, að hann vildi að Pólland yrði á- fram sjálfstætt og öflugt veldi. ,,Við höfum hinsvegar aldrei lofað að tryggja Pólverjum nein ákveðin landamæri. Sann leikurinn er sá, að við Bretar vórum á móti því, að Pólverjar hernámu Vilna 1922 og stefna okkar var mörkuð 1919 og kom fram í tillögunni um Curzon- línuna". ,,Jeg hefi mikla samúð með Pólverjum", sagði Churchill, „en jeg hefi líka samúð með Rússum". Það. sem Pólverjar eiga að fá. Churchill sagði, að ekki hefði verið ráð fyrir því gert, að á- kveðnar yrðu neinar breyting- ar á landamærum fyrr en við friðarborðið, nema þar sem um gagnkvæmt samkomulag væri að ræða, einsog segði í Atlants- hafssáttmálanum. (Þessu mót- mælti einn þingmanna og sagði, að Churchill hefði víst ekki les ið Atlantshafssáttmálann, því að ekkert stæði í honum um þetta atriði.) Bretar gætu vel fallist á kröf ur Rússa, því í staðinn fyrir það landsvæði, sem Rússar fengju frá Pólverjum, ættu Pólverjar að fá Austur-Prússland alt, austan Königsberg, og ennfrem ur Danzig. Myndu þeir þannig fá um 320 km. strandlengju við Eystrasalt. í ráði væri að flytja alla Pólverja frá því svæði, sem Rússar fá, en þeir eiga, auk*landsvæðis þess, sem markast af gömlu Curzonlín- unni, að fá borgina Lvov. Þjóðverja, sem búa í Austur Framh. a 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.