Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. des. 1944 MOKGUNBLAÐIÐ 5 n Hjó okkur iúið þið: Alt í jólabaksturinn í jólamatinn: Hangikjöt Hvítkál Gulrófur Gulrætur Niðurs. bl. grænmeti — gr. baunir — gulrætur — aspargus — beans — rauðrófur —- spinach — corn Capers Þurk. apricots — bl. ávextir — perur — ferskjur •— epli SVESKJUR Búðingar og búðingshlaup Egg Á jólaborðið: Ávaxtamauk 5 teg. Ávaxtahlaup Marmelaði Sardínur í olíu og tomat Síld alskonar, Murta Agurkusalad Pickles, margar teg. Piccalilli (Sinnep pickles) Hnetusmjör Hunang Sandwich spread Majonese Súkkulaðiduft Ananas-saft Appelsínu-saft Tomat-saft Sveskju-saft Grap fruit-saft Lemon-saft Lime-saft Orangade Coðktail-Ber Sælgæti alskonar Saltar möndlur Hnetur, 4 tegundir. Einnig kerti, innl. og útlend. Spil og vindl- | ar. Ö1 og gosdrykkir :j ■ ■> Sendið pantanir yðar sem fyrst. | Jón Hjartarson & Co.! Hafnarstræti 16. — Sími 2504. Þórdís Jóiisdóttir 85 ára. Hinn 17. þ. m. verður þessi mæta kona, Þórdís Jónsdóttir í Haukadal í Dýrafirði, 85 ára. Hún er fædd árið 1859 á Sveins- eyri í Dýrafirði, dóttir Jóns Há- konarsonar, bónda þar, og Þor- bjargar Ólafsdóttur, mikilla merkishjóna, en systir Elinborg ar í Haulcadal, sem jeg nýtega mintist hjer í blaðinu, móður Bjargar, konu Sigurðar ráðu- nauts og alþingismanns. Þær systurnar Elinborg og Þórdís voru báðar miklar myndarkonur í sjón, en enn ■ meiri þó í allri raun hvor í sín- um verkahring að manndygð- um og kvengildi, hjálpfýsi og hjartagæsku. Þórdís var gift ágælum manni, Eggerti Andrjessyni skipstjóra, bróður Kristjáns Andrjessonar í Meðaldal, sem látinn er fyrir fáum árum, en var um skeið einn fremsti skip sþjóri og búhöldur á Vestfjörð- um. Hjónaband þeirra Eggerts var mjög ástúðlegt og þau sam- hent í öllu. Þau bjuggu síðan mörg ár á Skálará í Keldudal og er það í Hraunssókn. Síðan fluttu þau inn í Haukadal og þar misti hún mann sinn 1930, eftir 47 ára sambúð- Þau hjónin eignuðust 5 börn og ólu upp 2 fósturdætur, og komust þau öll á legg nema ein dóttir, sem andaðist í æsku. Elstur var Þorbex’gur efnismað- ur, sem lærði og tók próf í Flensborgarskóla, en í mann- skaðaveðri 1906, er mörg skip fórust, var hann á skipi, er Sophie Whitleay hjet og fórst með því, harmdauði mjög for- eldrum og frændum. Annar sonur Magnús var ekki þroska- mlkill í bernsku, en gjörðist dugmaður og ágætur og um- heilsuna. hyggjusamur sonur og þótti hinn mesti mannskaði er hann fórst með fiskipi Valtý 1920. Þriðji sonurinn, Þorleifur, hef- ir einnig mannast vel og fengið góða mentun í Núpsskóla. En fyrir nokkrum árum misli hann heilsu og er um sinn á Vífils- stöðum; hefir þó fótavist. Dótt- irin Ástríður er gift Jóni Guð- mundssyni og Eiinborgar; eru þau systrabörn, og búa á föð- urleifð Jóns í Haukadal, og dvelur nú Þórdís hjá þeim, en eftir lát manns síns var hún hjá Þorleifi syni sínum og konu jhans þangað til hann misti Jeg flyt henni nú ao leiðar- lokum okkar þakklæti fyrir minningai'nar og árna henni allrar blessunar ] I Kristinn Damelsson. Hans Agnsí Kristjánssoii Hinningarorð Á MORGUN, mánudaginn 18. des. verða til moldar bornar í Fossvogskirkjugai’ði, jarðnesk ar leifar Hans Ágústs Kristjáns sonar, bónda frá Ketilsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu, er and- aðist hjer í sjúkrahúsi 11. þ. m. Hann vSr fæddur að Dunk í Hörðudal 5. ágúst 1897. Foreldr ar hans eru hjónin Kristján Guðmundsson og Olafía Hans- dóttir bónda á Gautastöðum.%— Bjuggu þau lengi í Dölum, en eru flutt hingað til bæjarins fyrir mörgum árum. I móður- ætt var Hans Ákúst afkomandi hins alkunna prests síra Snorra Bjöi'nssonar á Húsafelli (5. mað ur frá honum). Má rekja þenna alkunna ættlið, til stórmenna fyrri tíma, og er hjá honum að finna flest þau einkenni, er notadrýgst hafa orðið þjóð- vorri. Hans Ágúst var í uppvexti hjá foreldrum sínum og síðar hjá venslafólki, og gei'ðist brátt efnilegur maður. Árið 1918 fór hann til föðurbróður síns, Helga hreppstjóra á Ketilsstöðum. Á þeim árum er hann var hjá hon urn, var hann í Hólaskóla í 2 vetur. Árið 1922 giftist hann fræbku sinni Ingi'íði Ijósmóður dóttur Helga hi’eppstjóra. — Reistu þau bú ári síðár á Ketils stöðum, á nokkru af jörðinni, en tóku hana alla eftir nokkur ár, og bjuggu þar síðan alla tíð. Þau eignuðust f jögur börn, einn dreng og þrjár stúlkur, sem öll eru efnileg og mannvænleg, og nú að mestu uppkomin. Á Ketilsstöðum gerði Hans Ágúst miklar húsabætur; bygði þar vandað íbúðarhús úr stein- steypu og bygði og endurbætti fjenaðarhús. Þá gerði hann einnig miklar túnabætur, og aðrar endurbætur, því hann var bæði áhugamaður um það er til bóta horfði, og verkmaður x allra besta lagi. Við störf innan sveitar og hjeraðs kom hann flestum fremur; var oftast í hreppsnefnd, og stundum odd- viti hennar, safnaðarstjórn og í stjórn Kaupfjel. Hvamms- fjarðar. Leysti hann öll þessi störf vel af hendi. Hans Ágúst var prýðilega vel greindur maður, og skýr í hugs un og máli. Fylgdist hann vel með málefnum lands og þjóð- ar, og hafði þar um fastmótaðar skoðanir, sem erfitt mun hafa verið að hnika, því þótt hann væri mesti friðisemdarmaður, var hann þjettur fyrir ef þvi var að skipta. Vinfastur og vin- sæll var háhn svo af bar, glað ur og gamansamur, og vilcÖ hverjum manni vel, enda var ánægjulegt að heimsækja hann og konu hans, því hjá þeim hjelst hjálpfýsin, góðvildin og gestrisnin í hendur. Þau áttu indælt heimili, er þau höfðu skapað sjálf, þar sem ætíð ríkti hinn ágætasti heimilisbragur. jHans Ágúst var meðalmaður á [hæð, fríður sýnum og vel vax- inn og að öllu vel á sig kominn. Gæfumaður var hann. Átti góða foreldra og sýstkini; eign aðist ágæta konu og efnileg böi'n. Var ævinlega fjárhags- lega sjálfstæður, virtur og vel metinn af sveitungum sírupn, og öðrum er þektu hann. Farðu í friði, tryggi vinur. Góður guð leiði þig og leiðbeini þjer í Ijóssins og sælunnar lör;d um, og sendi geisla vonar og huggunar í hug og hjörtu ást- vina þinna og vina, er nú sakna þín. A. J. J. Préfessor Nordal os> sr. Björn Magnússon. TVÖ FRUMVÖRP varðandl « ITáskólami voru afgreitM tiV 3. umr. í n.d. í gær. AnnatS var um að leysa Sigurð Nor- dal frá kensluskyldum, en hittf um dósentsembætti á nafn sr« Björns Magnússonar. Menta- málanefnd deildarinnar hafðil mælt með báðum þess'uiut frumvörpúm. Tilkynning frá Landssímanum um jóla- og nýársskeyti. Til þess að flýta afgreiðslu jóla- og nýársskeýta, má afhenda á allar landssímastöðvar jóla- og nýársskeyti með eftirfarandi textum, og geta sendendur símskeyt- anna valið á milli textanna: A. Gleðileg jól gott og farsælt nýár. B. Bestu jóla og nýársóskir, vellíðan, kveðjur. C. Bestu jóla og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D. Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Skeyti þessi kosta kr. 4.00 á skrauteyðublöðum, — inn,- anbæjar þó aðeins kr. 2.50. Að sjálfsögðu mega send- endur jóla- og nýársskeyta orða textann samkvæmt eig'in ósk eins og áður, ef þeir kjósa það heldur. Jólaskeytin óskast afhent eigi síðar en á hádegi 22. desember og nýársskeytin eigi síðar en 29. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.