Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 17. des. 1944 „Það er nú ekki svo margt, sem þarf að segja þjer, Tamea. Það þarf aðeins að skýra þjer í stuttu máli frá siðum okkar, sem frábrugðnastir eru þeim, er þú átt að venjast. Þú hljópst til dæmis illilega á þig áðan1’. „Nei!“ ,,Jú! Þú varst mjög ókurteis við ungfrú Morrison“. „Þú átt við Danna?" ,.Já , „En það var aðeins sannleik urinn, sem jeg sagði“. ,.Oft má satt kyrt liggja. Þú heldur, að ungfrú Morrison sje ástfgngin af Danna?“ „Jeg veit, að hún er það“. ,,En hann. veit það ekki, og öll heimsins auðæfi myndu ekki geta komið henni til þess að viðurkenna það íyrir hon- um“. „Sú er vitlaus! Hversvegna ekki?“ „Það er siður hjer“, sagði hann. „Jeg má þá ekki segja Danna, að jeg elski hann?“ „Ekki nema hann segi þjer fyrst, að hann elski þig“. Hún hló lágt og fyrirlitlega. — „Hef ir hann þá sagt þjer það?“ „Með augum sínum — já“. f „Það er ekki nóg. Það getur aðeins hafa verið aðdáun, en ekki ást, sem þú sást í augum hans. Þú verður að vera þögul, þar til hann segir þjer það með berum orðum. Ella óvirðir þú sjálfa þig“. Þau voru nú komin inn í borð stofuna. Maisie og Danni komu á eftir þeim, bæði steinþegj- andi. Þegar þau voru setst, rauf Tamea þögnina. „Jeg hefi víst hagað mjer heimskulega og illa áðan“, sagði hún, og sár iðrunarsvipur var á andliti hennar. „Jeg hefi móðgað þig, Maisie, og í þínum augum, hlýt jeg að vera æru- laus kona, Danni. Mjer þykir svo innilega fyrir þessu. Viljið þið fyrirgefa mjer, bæði tvö?“ „Veslingurinn litli!“ sagði Maisie og hló, og Mel til mik- illar undrunar var ósvikinn glettnisglampi í augum hennar. Hún reis á fætur og gekk yfir að stól Tameu og kysti hana á kinnina. „Auðvitað fyrirgefum við þjer. Ekki gast þú vitað það, Tamea, að við Danni værum heitbundin. Það hefir sennilega enginn sagt þjer frá því. Danni minn — sagðir þú Tameu ekki frá trúlofun okkar?“ „Auðvitað ekki“, byrjaði hann, bæði undrandi og reiður. En Mel var fljótur að grípa fram í fyrir honum. „Haltu þjer saman“, hvíslaði hann. „Ætlarðu að eyðileggja alt saman?“ Maisie settist aftur. Hún var rjóð í kinnum og augu hennar leiftruðu. Mel vissi, að með. þessu höfðu þau lítjllækkað í’ameu meira en orð fái lýst. — En Tamea virtist ekki harma það. Hún skemti sjer við að hori'a forvitnislega á Danna, eins og hún sæi hann nú í fyrsta sinn. „Nú held jeg, að við ættum öll að hressa okkur á hvítvíni“, sagði Mel. Þegar pau höfðu skálað, sneri hann sjer að Maisie og sagði stríðnislega: I „Heyrðu, Maisie — þú fyrirgef ; ur, að jeg þúa þig, en mjer finsl jeg hafa þekt þig frá því að þú fæddist-------hvað hafið þið Danni annars verið trúlof- uð lengi?“ Danni gaut augunum illilega til hans. Maisie brosti blíðlega. „Ja, svei mjer, ef jeg man það, Mark. Danni, ástin min, hvenær baðst þú mín í fyrsta sinn?“ „Maisie, þú ert hræðileg“, svaraði Daníel. „Sagði Danni þjer, að hann elskaði þig, Maisie?“ spurði Tamea nú. j „Jeg held að hann hafi aldrei sagt það með berum orðum, Tamea —“. j „Ó! Hann hefir þá sagt það með augunum?“ I „Hversvegná spyrðu að því, Tamea?“ „Jeg spyr til þess að fá svar“. Maisie ypti öxlum. „Jeg býst I við því, já“. | Tamea leit á Mel, og var fyr- irlitning í augnaráðinu. Hún á- varpaði hann á frönsku. „Það ,Iítur út fyrir, að hegðunarregl- ur^ hjer sjeu eins brotnar af landsmönnum sjálfum og fá- vísum útlendingum. — — Nú líður mjer aftur vel. Þetta er prýðileg súpa!“ Tamea sá að Maisie hafði ekki skilið hana. Og það var rjett, því að þótt Maisie hefði lært frönsku í mentaskóla tal- aði Tamea alt of hratt til þess að hún gæti fylgt henni eftir. „Jeg vona að þú verðir mjög hamingjusöm“, sagði Tamea við Maisie, sem þakkaði henni fyr ír með hrifandi brosi. Við Mel sagði hún: ',,Jeg veit svo sem vel, að hún verður það ekki! Þetta er annars fjeleg sam- kunda! Þessi kona hugsar ekki um annað, en ná frá mjer mann inum, sem jeg elska. En hún hef ir ekkert að gera á móti mjer, því að hún hefir ekki hugrekki og dyrfsku til þess að taka sjálf það sem hana langar í“. „Nei, því miður hefir hún það ekki, Tamea. En skeð get- ur, að hún kunni að sýna undra verða dirfsku seinna meir“. Tamea yppti öxlum. „Jeg er óhrædd. Það, sem jeg þrái, tek jeg, og það, sem jeg einu sinni hefi náð í — hygg jeg að jeg geti haldið“. „Jæja. Jeg held að við ættum að snúa talinu að öðru“, sagði Mel. „Og ef þú getur ekki j fylgst með samtali okkar, skaltu þegja“. | í stað þess að svara honum, sneri Tamea sjer að Danna. — „Þessum stóra vini þínum Igeðjast ekki að mjer“. „Auðvitað, Tamea. Öllum hlýtur að geðjast vel að þjer“, sagði Maisie, sem vildi um , fram alt vera vingjarnleg við hana. „Nei, Maisie. Mel er fljótur að hugsa, og hann talar eins ' fljótt og hann hugsar. Og hann hugsar skýrt. — Jeg vildi gjarn í an eiga hann fyrir vin. Jeg kæri mig ekki um heimska menn. — Mel er heiðarlegur og hreinskilinn. Jeg held að hann muni berjast dyggilega — en það geri jeg einnig“. „Já, það mætti segja mjer það", sagði Mel. „Voru þeifr ekki ægilega herskáir, forfeður þínir á Riva?“ „Móðir mín var dóttir kon- ungsins, sem var af konungum kominn. Og á Riva verður kon- ungurinn að vera góður her- maður". „Eiga konur á Riva fleiri en einn mann?“ spurði Danni, sem til þessa hafði setið steinþegj- andi. „Jeg veit ekki við hvað þú átt, Daníel Pritchard", ansaði Tamea. „Jeg á við, hvort konum þar leyfist að eiga fleiri en einn eiginmann. Og velja" þær sjálf ar menn sína? — Hjer eru það venjulega karlmennirnir, sem velja eiginkonur sínar“, flýtti hann sjer að bæta við. flHKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM^ I Bíll 1 | Húsgögn | s Vil kaupa góðan 4—5 E H manna bíl, ekki eldra mod ý = el en 1934. Gæti smíðað 1 | vönduð húsgögn strax eft s = ir nýár upp í einhvern i = hluta verðsins. — Tilboð i Í merkt „Bíll. Húsgögn“ §§ = sendist afgr. blaðsins fyr- i ir mánudagskvöld. M 'inimirmii5TniiiniHB«maww«B3*iHiiiiimiiimj* iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnim | Vil kaupa ( | vel með farið eintak af i II bók frú Curie fyrir hátt E \ i verð. Uppl. í síma 3827. = j§ Á sama stað er til sölu = Í gott útvarpstæki og rafmagnsofn. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja á þriðjudag.'- Jgirlllllf5 til Snæfellsneshafna og Flateyj- ar. — Vörumóttaka árdegis á morgun (mánudag). Rómverskt æfintýr Eftir Naorni Mitchison. 9. ingju sofnaði jeg aftur, og þegar jeg vaknaði svo aftur, var kominn morgunn og jeg sá hlutina í alt öðru ljósi. Rjettarhöldin áttu ekki að byrja fyrr en að aflíðandi há- degi. Við lögðum af stað til borgarinnar, þegar farið var að verða heitt og fólk var farið að halda sig innan- húss. Við fórum ekki allir saman, heldur um hin ýmsu borgarhlið, aðeins tveir eða þrír í hóp, og reyndum að sýnast eins friðsamlegir og' mögulegt var. Fyrst þótti mjer það gaman, en þegar jeg sá dómhúsið og dómarana standa þar úti fyrir og tala saman, áður en þeir fóru inn, þá fór mjer að líða ilia. Giamund sá þetta og sagði mjer að bíða hjá hestunum, þar sem jeg var vopnlaus og gat þar að auki ekki notað hægri hendina. Dómendur söfnuðust sam- an og gengu inn fylktu liði, rólegir og virðulegir eins og. þeir höfðu gert öldum saman í Rómaveldi. Gotarnir fóru inn, ásamt öðrum áhorfendum, en jeg beið í skugga súl- unnar, sem stóð á miðju torginu. Þar beið jeg meðan skuggarnir lengdust. Þetta var snoturt torg með hvítum marmara kringum dyr húsanna og glugga og mátti sjá trje iðjagræn yfir garðana umhverfis húsin. Dúfur flugu um og tíndu kornið, sem fjell úr fóðurpokum hestanna okkar. Alt var kyrt, og úti var steikjandi hiti. Hestarnir voru ókyrrir og njeru höfðunum við framfæturna. Mjer vár talsvert ilt í handleggnum. Alt í einu var kyrðin rofin. Hestarnir spertu eyrun og tóku að ókyrrast. Fólk hljóp æpandi til og frá, því datt ekki í hug að sýna mótþróa, og jeg skammaðist mín þess vegna. Það var aðeins kastað nokkrum steinum, þegar Gotarnir komu hlaupandi til hesta sinna með gamla frændan hlekkjaðan með sjer. Jeg sá, að þeir voru líka með nokkra fanga, og úonaði að enginn hefði verið drep- inn. En hjer var enginn tími til að spyrja neins, við stukkum á bak og hleyptum á sprett, og dundu strætin undan hófum hestanna. >ör Börsson er Blómabúðin GARÐUR! Skreyttar jólakörfur og skreyttir Kertastjakar, Rafmagnsluktir, skreyttár Kertaluktir og allskonar jólaskreytingar. GERIÐ PANTANIR YÐAR FYRIR 19. þ. m. Blómabúðin GARÐUR I Garðastræti 2. — Sími 1899. >M\t, i\.r riiGiv' MtILih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.