Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Skattarnir nýju FYRSTA skattafrumvarp fjármálaráðherrans er. kom- ið fram á Alþingi. Það er um tekjuskattsauka, sem inn- heimtur verður á árinu 1945. Þessi skattauki verður lagð- ur á 8000 króna skattskyldar tekjur og yfir, eftir að búið er að umreikna tekjurnar samkvæmt reglum skatta- laganna. Fjármálaráðherra segir í greinargerð fyrir frumvarp- inu, að 8000 kr. skattskyldar og umreiknaðar tekjur svari til 30 þúsund króna nettó tekna hjóna með tvö börn. — Skattaukinn nær ekki til þess hluta tekna, sem er yfir 200 þúsund krónur, því að þar nær stríðsgróðaskattur- inn hámarki. Hið nýja skattafrumvarp er birt á öðrum stað í blaðinu. Skattstigi frumvarpsins er svipaður að byggingu og skatt- stigi sá, sern verðlækkunarskatturinn 1943 var miðaður við. en mun lægri í þessu nýja frumvarpi. Fjármálaráðherrann áætlar, að hinn nýi skattauki muni nema a. m. k. 6 miljónum króna. Ætti þessi tekju- auki því að nægja til þess að taka af tekjuhallann, sem nú er á fjárlagafrumvarpinu. ★ Eins og kunnugt er, var verðlækkunarskatturinn, sem á var lagður 1943, mjög óvinsæll, enda kom hann harka- lega niður á þá skattgreiðendur, sem harðast verða úti í útsvarsálagningunni, en það eru þeir, sem miðlungstekj- ur hafa. Þessi nýji skattauki mun einnig koma þungt niður á mörgum gjaldendum. Þó ber á það að líta, að skattstiginn er nú mun lægri en sá, sem farið var eftir 1943. Sem dæmi má nefna, að af 10 þús. króna skattskyldum tekjum nem- ur skattaukinn samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra 60 kr., en var 150 kr. 1943. Af 12 þús. kr. er skattaukinn 160 kr. (240 1943); af 17 þús. 490 (600 ’43); af 20 þús. 730 (870 ’43); af 25 þús. 1180 (1370 ’43); af 30 þús. 1680 (2020 ’43); af 100 þús. 9980 (í 14620 ’43) o. s. frv. Þessi samanburður sýnir, að fjármálaráðherrann hefir reynt að fara vægt í þenna skattstofn, sem svo mjög er á hlaðinn fyrir. En fjármálaráðherran hefir ekki í mörg hús að venda, þar sem hann þarf að fá tekjur ríkisins auknar um 26—30 miljónir króna, til þess að ríkissjóður fái stað- ið undir útgjöldunum, sem á honum hvíla. Þessum tekju- auka verður ekki náð, nema víða sje gripið niður. ★ Eins og þegar er að vikið, verður hinn nýi tekjuskatts- auki aðeins lítill hluti af þeim auknu álögum, sem nú verður að leggja á landsmenn, til þess að koma fjármálum ríkisins í lag. Tekjuskattsaukinn nægir aðeins til þess að mæta hallanum á fjárlögum. En þá er eftir að afla tekna til dýrtíðarráðstafana. — Þar eru hinir stóru útgjaldaliðir til niðurgreiðslu á verð- lagi landbúnaðarvara á innlendum markaði og uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Sagt er, að þessar fúlgur nemi um 20—23 milj. kr. á ári. Það er vissulega ekkert sældarbrauð fyrir fjármálaráð- herrann, að finna tekjustofna til þess að ná inn þessari miklu fúlgu. En hjá því verður ekki komist. Ríkissjóður verður að greiða þessar upphæðir á næsta ári. En tekj- urnar vanta, til þess að standast þau útgjöid. Þær verður að fá með einhverjum hætti. Fjármálaráðherrann er önnum kafinn við að finna leið- ir, til þess að afla þessara tekna* Má því áreiðanlega vænta nýrra skattafrumvarpa frá honum, áður en þessu þingi lýkur. Vissulega eru það engin gleðitíðindi fyrir þjóðina, að eiga nú von á nýjum álögum, sem nema tugum miljóna. En þetta er afleiðing stjórnarfarsins, sem hjer hefir ríkt að undanförnu. Hinum nýju sköttum verður varið í al- þjóðarþarfir, en ekki í bitlinga, sukk og óreiðu, eins og oft hefir verið áður. Og þeim verður afJjett strax og búið er að fullnægja brýnustu þörf ríkissjóðs. Skrautútgáfa af ís- in- „ISLENSKAR ÞJOÐSOGUR OG ÆVINTÝRI“ heitii'' bók, sem er að koma í bókaversl- anir. Er þetta gríðarmikið og skrautlegt rit. Dr. Einar Ól. Sveinsson hefir valið sögurnar í ritið, en það er skreytt teikn- ingum og málverkum eftir ís- lenska listamenn. Dr. Einar skrifar forspjall að bókinni og eftirmála, fróðlegt mjög og skemtilegt, en ritinu er skift í 12 meginkafla. Huldu fólkssögur, Sæbúar, Tröll, Draugar, Ófreskisgáfur, Galdr- ar, Úr nátíúrunnar ríki, Helgi- sögur, Úr sögu lands og lýðs, Útilegumenn, Æfintýri og gam- ansögur. Það er auðsjeð á bók þessari, að ekkert hefir verið til spar- að, að gera hana sem best úr garði og hefir það tekist, því öllu vandaðri útgáfa af þjóð- sögnum vorum mun vart vera til. — Leiftur' h.f. hefir gefið bókina út. „Langf úf í lönd- um"; Ferðasðgu- safn 29 íslenskra hðfunda „LANGT ÚT í LÖNDUM“ heitir ferðasögusafn, sem verið er að gefa út hjer í bænum. Er það safn af ferðasögum merkra Islendinga, sem skrifað hafa um ferðir sínar erlendis. Eru höf- undarnir samtals 29. T. d. er í bókinni nærri öll ferðasaga jEiríks á Brúnum, ferðasaga eft ir Jón Indíafara, Tómas Sæ- mundsson, Þorstein Erlingsson og Matthias Jochumsson. Af nú Jlifandi höfundum má nefna .Halldór Kiljan Laxness, Helga Pjeturss, Jakob Kristinsson og Steingrím Matthíasson. Um 30 myndir fylgja bókinni og er frágangur hennar allur hinn besti. Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. hefir sjeð um. útgáf una, en Guðmundur Thorodd- sen prófessor skrifar formála Ferðasögur eru vinsælar mjög meðal Islendinga, sem sjest m. ia. á því, að mikið hefir verið þýtt af ferðasögum eftir erlenda (menn. Við eigum hinsvegar jmikið og gott safn af ferðasög- jum eftir marga af okkar ritfær iustu mönyum, eins og sjá má af þessu safni. Útgefandi bókarinnar er Menningar og fræðslusamband alþýðu. \Jikverji álrijc lyfr clcig íeej ci ítjintt Yfirlýsins; VEGNA marg ítrekaðra fyr irspurna, hvort jeg skrifii Keflavíkurbrjef bau, er birt- ast hjer í blaðinu með undir- skriftinni „Leynir", vil jeg taka fram að svo er ekki. -Jeg var frjettaritari blaðs- ins aður en ljet af því starfi árið 1941, enda notaði jeg þá' undirskriftir ýmist Svj. eða frjettaritari. Syerrir Júlíusson. Keflavík. Vika til jóla. NÚ ER aðeins vika til jóla. -— Gera má ráð fyrir að það verði erilsöm vika hjá mörgum, því margí er eftir ógert, sem gera þarf fyrir hátíðina. Hjer á dög- unum var jeg að minnast á þann sið, að geyma alt til síðustu stundar. Það er slæmur ávani. Ekki missir sá, er fyrstur fær. Það er góð regla, að nota fyrra fallið þegar því verður við kom ið og er þá komið að tilgangi þess ara orða.en hann er sá, að hvetja fóik til að gera innkaup sín sem allra fyrst í búðunum, panta tímanlega mat og drykk til jól- anna. Fara heldur fyrr en seinna á rakarastofur og hár- greiðslustofurnar o. s. frv. Það er öllum til þæginda að það sem gert er sje gert tíman- lega. Afgreiðslufólkinu í versl- unum og öðrum, sem vinna fyr- ir almenning. Þeir, sem fara eft- ir þeirri reglu, að ljúka því af, sem þeir ætla sjer að gera, munu og komast að því, að það marg- borgar sig. Munið eftir því, að síðasta vik an fyrir jól líður fljótt. • Illa farið með peninga. ÞAÐ ERU fleiri peningar í um ferð hjer í þessum bæ, en nokkru sinni hefir áður verið. Sam- kvæmt skýrslum bankanna eru nærri 150 miljónir króna í um- ferð í landinu. Margir fara illa með peninga í orðsins fylstu merkingu. Það er hörmulegt að sjá óhreina, rifna og margbögl- aða peningaseðla ganga manna á milli. Fyrir utan hve þetta er ljót meðferð á verðmætum, er það blátt áfram sóðaskapur af verstu tegund. Verstir eru krónu peningarnir, enda prentaðir á ó- hentugan pappír. Það er mest fyrir kæruleysi og sóðaskap, að peningaseðlar eru í því ásigkomulagi, sem raun ber vitni. Ef menn gerðu sjer að reglu að geyma peninga betur en gert er, væri ástandið í þess- um efnum öðruvísi. Frjáls aðgangur að iðnmentun. ÁHUGI er vaknaður hjá hugs andi mönnum fylir því, að fleiri ungum mönnum verði gefinn kostur á því að læra ýmsar iðn- greinar, en allmikil höft hafa ver ið á því, að ungir menn kæmust að sem lærlingar í ýmsum iðn- greinum. Þær hafa verið lokað- ar sem kallað er. Mál þetta var tekið fyrir á als- herjarþingi Vinnuveitendafje- lags íslands sem haldið var hjer í bænum fyrir skömmu og þar var kosin nefnd til að athuga „með hvaða hætti helst væri unt að bæta úr þeim brýna skorti, sem nú er á faglærðum iðnaðar- mönnum, og afnema þær hömlur, sem nú eru á því, að ungir menn hafi frjálsan aðgang að fullkom5- inni iðnmentun“. Nefndin hefir nýlega auglýst og óskað eftir því, að þeir ungir menn, sem áhuga hafa á að læra ýmsar iðngreinar snúi sjer til nefndarinnar og gefi henni upp- lýsingar. Eiga þeir, sem þessu vilja sinna, að senda brjef til Fje lags íslenskra iðnrekenda hjer í bæ og merkja það „Iðnám“. Enginn vafi leikur á því, að fjöldi manns mun skrifa nefnd- inni, því þeir eru margir ungu mennirnir hjer á landi, sem gjarna vilja og hafa áhuga fyrir að læra iðn, en hafa ekki fengið tækifæri til þess vegna lokunar- innar. Þetta mál hefir verið rætt all- mikið í blöðunum undanfarið og yfirleitt af sanngirni. Þetta er líka stórmál, sem ekki má gera pólitískt eða kæfa í fæðingunni. © Burt með gerfimensk- una. GERFIMENSKAN hjá okkur þarf að hverfa. Við íslendingar erum ekki þannig á vegi stadd- ir, að við höfum ráð á að fúska, eða hafa fúskara í iðnaðarstjett. Islenskir iðnaðarmenn, sem feng ið hafa tækifæri til að læra sína iðn standa fyllilega annara þjóða iðnaðarmönnum á sporði í flest- um greinum. En undanfarin ár, er atvinna varð meiri en áður, hefir þurft að grípa til gerfi- smiða á mörgum sviðum og það hefir dregið iðnað okkar niður á við á mörgum sviðum. Mikil framfaraöld er væntan- lega að hefjast hjer á landi. Við þurfum á lærðum og vel æfðum mönnum að halda á svo ótal mörgum sviðum. Það verða aldrei of margir kunnáttumenn til. En það er vanþekkingin og gerfi- menska, sem er hættuleg. - Norður™Nore«ur Framh. af bls. 2. hann, „jeg hefi að láni 75 pró- sent af fötunum, sem jeg er í, barn mitt er á víðavangi og kona mín dáin“. Sjálfur hefir hann tvisvar verið tekinn til fanga af Þjóðverjum. Við spyrjum hann: „Hvernig er hugarástandið hjá fólkinu?“ Og hann svarar. „Fólkið tekur þessu þunglega, en það er samt hughraust. Nú er nauðsynlegt að fá húsaskjól fyrir alla og ná þeim, sem flúið hafa til fjalla, til bygða aftur. Og vitneskjan um það, að fulltrúar konungs- ins og ríkisstjórnarinnar eru aftur komnir á norska grund, mun að lokum gera menn bjartsýna". Jólakveðjur frá Danmörku teknar á plötur MORGUNBLAÐIÐ fann í gær að mistökum þeim, sem Ríkisútvarpinu varð á,’ að endurvarpa ekki jólakveðjum frá Danmörku. í gær fjekk blað ið eftirfarandi frá Ríkisútvarp- inu: „Fyrir all-löngu síðan gerði Ríkisútvarpið tilraun, gegnum ^ utanríkismálaráðuneytið, að setja sig í samband við Stats- .radiofonen í Kaupmannahöfn varðandi væntanlegar jóla- kveðjur frá Íslendingum í Kaup mannahöfn, en fjekk ekkert svar. Engar tilkynningar hafa enn borist varðandi þessar kveðjur. Eigi að síður komu þær óvörum síðastliðið fimtu- dagskvöld og gat, af þeim á- stæðum, ekki orðið endurvarp að, enda sendar á óhentugasta tíma vegna dagskrár Ríkisút- j varpsins. I Kveðjur þessar munu fram- 'vegis verða teknar upp á plöt- ur og útvarpað síðar samkvæmt nánari ákvörðun útvarpsráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.