Morgunblaðið - 31.08.1945, Síða 10

Morgunblaðið - 31.08.1945, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. ágúst 1945, 1 LítiB afmælisgrein m Eyjólf á Hvoli MENN eldast miðíljótt. Eyj- ólfur Guðmundsson á Uvoli er fæddur 31. ágúst 1870 — það stendur í „Hver er maðurinn“, sem hefur það væn'tanlega frá honum sjálfum eða þá úr kirkju bókinni, þetta hlýtur þá svo að vera: hann er hálfáttræður í dag. En hann var ekki þess legur að sjá, þegar við hittumst seinast. Ókunnugur maður hefði vel getað haldið hann fullum áratug yngri. Einhverjum kann að þykja það vænlegt til endingar að vera eins bg traf í öskjum og þreyta sig ekki á veraldarvafstr inu. Ekki á þó Eyjólfur á Hvoli hreysti sína því að þakka, að hann hafi hífft sjer við starfi samtíðarinnar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður, hefur ekki látið tímann líða fram hjá sjer. Fyrir góðri hálfri öld, þegar hann kom af Flens- borgarskólanum og gerðist barnakennari þar eystra, hófst nýtt tímabil í hjeraðinu, og var Eyjólfur þá einn forsprakkinn: Þeir fóru að stofna málfunda- fjelag, lestrarfjelag, bindindis- fjelag; alt komst á ið og hreyf- ingu, þeir fóru að ræða um allan þremilinn, bollaleggja alls kon- ar breytingar og framfarir. Svo settist Eyjólfur um kyrt og gerðist bóndi á Hvoli og gekk að eiga sína ágætu konu Arn- þrúði Guðjónsdóttur frá Þóru- stöðum í Eyjafirði. Þau áttu börn og buru, og nú reyndi á búmanninn. Og Eyjólfur gerð- ist brátt einn hinna gildustu bænda í hjeraði, heimili þeirra varð með mikilli prýði; Mýr- dælingar urðu fljótrr til að færa sjer í nyt nýjungar 1 bú- skap, og Eyjólfur var þar eng- inn eftirbátur. En rækt hans við heimili og bú dró hann ekki út úr fjelagsmálunum: hann átti þátt í stofnun rjóma- bús, sparisjóðs, ungmennafje- lags, talsímafjelags, átti þátt í samtökum Skaftfellinga um bát til flutninga á vörum þangað austur, var formaður búnaðar- fjelags o. s. frv. Hann varð hreppstjóri, sýslunefndarmað- ur, sóknarnefndarformaður . . . Oft hlaðast störf á menn vegna metorðagirndar og framgirni; það var áhuginn á málefnun- um, framförunum, sem olli því, hve víða hann kom við sögu. Það er • eitthvað eldlegt í fari hans, lífsfjör og hreyfing, sem veldur því, að hann getur ekki setið hjá, verður að styðja að því, að hlutirnir gerist. Búskapur og hagnýt störf megnuðu ekki að binda allan áhuga hans nje þrengja áhuga- svið hans. Hann hefur alla tíð haft mjög gaman af bókment- um, bæði fornum og nýjum, og ekki aðeins innlendum. Hann hefur aldrei látið sjer óvið- komandi andleg mál, sem efst hafa verið á baugi með þjó^- inni. Hann hafði gaman að gera slíkt að umræðuefni, braut oft upp á óvæntum viðfangsefnum, og hann er bráðskemtirtn í við- ræðum. Hann er ágætur og þaulvanur ræðumaður, gáfu- maður, og oft er sem orð hans glampi af f jöri og andríki. Þetta gáfnafar kalla Frakkar, að mað- ur sje „spirituel“. Það var sagt um einn íslending í fornöld, Sighvat skáld, að hamm kynni Verður 75 ára í dag fjf§§& ■■" ! 1 mu * fáésfy, ■ Eyjólfur Guðmundsson við skrifborðið. vel að vera með tignum mönn- um —- hann var frjálsmannleg- ur án þess að þurfa að reka sig á hvað eina. Bóndinn á Hvoli er hofmaður í framkomu — í besta skilingi þess orðs. Flann hefur sjerlega mikla kímnigáfu, kann þá miklu list að sjá hlutina í senn frá tveim hliðum, alvöru og gamans, og kemur manni þá oft á óvart, og eru það ær og kýr fyndinna manna. Þá er eins og glampar Brjóstlíkan af Eyjólfi á Hvoli, eftir Einar Jónsson, mynd- höggvara. leiki um andlitið, og hann hlær sínum snögga hlátri. Það kann að þykja sitt úr hverri áttinni, þegar jeg segi í sömu andránni, að hann sje alvörumaðúr: það er að skilj.a, hann hefir fasta lífsstefnu, er göfugmenni og trúmaður. Framfaramaðurinn, upplýs- ingarmaðurinn, sem skygnist í allar áttir eftir nýjum aðferð- um og tækjum, gleymir þó ekki, að gott er að lifa í góðu sam- býli við vættir landsins. Hann stendur sterkum fótum í jarð- vegi sinnar þjóðar. Og hann sjer víða. Framfaraóróinn villir hon um ekki sýn um verðmætin, þau eru margvísleg, sum tíma- bundin, önnur eru óbundin við tíma og stað, nefnd mðrgum nöfnum og þó mjög söm við sig, þrá mannsins upp á við mundu sumir kalla það, aðrir þráðinn að ofan. Eyjólfur á Hvoli hefur lengi verið mörgum kunnur, bæði hjer og þar. Á síðari árum hefir hann orðið kunnur hverju manhsbarni um land alt. Valda því ritverk hans, einkum ritin „Afi óg amma“ og „Pabbi og mamma“, sem segja frá ætt hans svo langt sem hann man eða hefur sagnir af. Jeg skal ekki fara að fjölyrða um þessi rit, þau hafa sjálf getið sjer þann orðstír, að höfundurinn mun nú af öllum landslýð tal- inn meðal merkari rithöfunda landsins. Þetta gerir hann á því aldursskeiði, þegar flestum öðr- um tekur að förlast, og er það myndarlega af sjer vikið. Að sjálfsögðu eiga þessi rit sína forsögu, langt er síðan hann fór að huga að þessum efn- um. Og hann á margt enn í fórum sínum, sem hann er ekki búinn að ganga frá, en á eftir að auka enn ritfrægð hans. Vil jeg ljúka þessu greinar- korni með því að þakka „af- mælisbarninu" fyrir gamalt og nýtt og árna honum allra heilla á þessum afmælisdegi, óska honum góðrar heilsu og margra ára og að hann eigi eftir að skrifa mikið ennþá. E. Ó. S. I • • • " Danlr mlnltust 29. ápst Kaupmannahöfn í gær. DANIR minntust 29. ágúst í gær um allt landið. Var minnst þeirra 2000 manna, sem fjellu í frelsisbaráttunni. Var tveggja mínútna þögn. Grafin höfðu verið upp 106 lík af mönnum, sem annað- hvort höfðu fallið eða verið teknir af lífi, og voru þati jarðsett með miklum hátíðleik í nývígðum grafreit á Ryvang þar sem Þjóðverjar höfðu af- tökustað. 100000 þöglir á- hörfendúr stóðu meðfram göt- unum, sem líivfylgdin fór um, en hún var 4 km. á lengd. Konungshjónin voru viðstödd jarðarförina. Páll. — Trainii Framhald af 1. síðu Að lokum hrósaði Truman Bretum fyrir það, að standa staðfastir í baráttunni, þrátt fyrir allt, sem yfir þá hefði dunið, og kvað þá með þessu hafa gert'bandamönnum öllum mikið i gagn. ; ,,j •,», Reg.u.s.pat.ofk Sprautu- og pensillökk fyrir bifreiðir fyrirliggjandi. Látið DU PONT vörur halda bílnum við. Bíla- og málning arvöruverslun FRIÐRIK BERTELSEN Hafnarhvoli. Símar 2872, 3564. Einnig DIJCO bílabón og bón-hreinsir. i Húsgagnafjaðrir 9 og 10 tommu háar, fyrirliggjandi Cj a r Í a r Qu L Reykjavík. a ó o n Sími 1500. f Unglingspiltur með bílprófi, óskast við heildsöluverslun. Umsóknir með meðmælum, ef fyriír hendi eru, merkt „Ötull“, sendist blaðinu. Landakort I (Skólakort) tökum við upp næstu daga. Sýnishorn á | I Fræðslumálaskrifstofunni. Innkcíup h.f. | Hverfisgötu 21. •w W '/A j llöfysi' fyriríiggjandi Allskonar efni til raflagna. Eimiig mikið úrval af vatnsþjettum lömpum í böð, þvottahús o. fl. ICajtœljaVerái. oCjóó Cf^Jktl | I Laugaveg 79. — Sími 5184. á> \ X /■ • \ ' 'ri . i/. Best að audfsa í ik unblaðinu • •■ t v > l ‘ i rt • .H 1 f i ■ r r . f i X . *■< • t .: * , f M * ■**■* *■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.