Morgunblaðið - 12.09.1945, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.09.1945, Qupperneq 5
Miðvikudagur. 12. sept. 1945 MOKGUNBLAÐlö 5 Nokkur utriði úr úætlunum utvinnumúlu Evrópu nusistu um nýskipun ið unni stríði Á ÞEIM árum styrjaldarinn- ar, sem þróunin gekk Þjóð- verjum í hag, var um fátt rit- að og rætt meira í Þýskalandi en atvinnumálalega nýskipan Evrópu að stríðinu loknu. Jeg skal hjer í stuttu máli gera grein fyrir því, hvernig naz- istarnir hugsuðu sjer þessum málum komið fyrir. Að sjálf- sögðu verð jeg að fara fljótt yfir sögu, því í einni stuttri blaðagrei'n er ekki unt að gera einstökum atriðum svo um- fangsmikils máls nokkur veru- leg skil. Áform nazista voru að gera Evrópu, að undanteknu Stóra- Bretlandi, að einni skipulags- og framleiðsluheild, sem standa átti undir yfirstjórn möndul- veldanna, Þýskalands og Italíu. Allar Evrópuþjóðirnar skyldu haga uppbyggingu atvinnulífs síns þannig, sem þarfir Evr- ópu sem heildar krefðust, þ. e. a. s. framleiddar skyldu fyrst og fremst þær vörur í hverju landi, sem þörf væri fyrir á Evrópumörkuðunum annars- vegar og allar þjóðir álfunnar skyldu leitast við að kaupa frá löndum Evrópu, en ekki annars Etaðar frá þær vörur, sem þær þyrftu að flytja inn hinsvegar. M. ö. o.: Evrópa sem heild skyldi verða sem óháðust við- skiftum við lönd utan álfunn- ár, hinsvegar áttu hin einstöku lönd innan Evrópu ekki að verða óháð hvort öðru við- skiftalega sjeð. Þetta verslun- arlega sjálfstæði (,,Autarkie“) átti aðeins að snerta lífsnauð- synjar, svo sem matvælí og nauðsynleg hráefni. En þær vörur, sem hægt væri að vera' án, ef á þyrfti að halda, mætti gjarna flytja inn frá löndum utan Evrópu. Þannig átti Evr- ópa að geta bjargað sjer sjálf efnislega sjeð, ef til ófriðar kæmi og aðflutningar stöðvuð- ust alveg. Fyrirbrigði þetta kölluðu Þjóðverjar ,,Die europáische Grossraumwirtschaft" og mætti e.t.v. kalla það á íslensku ,,evrópiskan heildarbúskap“. Þar sem margskonar nauðsyn- legir hlutir, svo sem ýmsar nytjajurtir, ekki geta þrifist í Evrópu þegar af landafræði- legum ástæðum, var álitið nauðsynlegt að Afríka sem hrá- efnalind yrði með í þessari evrópisku skipulagsheild, enda væri Afríka „náttúrulegur við- auki“ Evrópu viðskiftalega sjeð. Þannig myndi svæðið hafa náð yfir flest breiddarstig jarðar og gæti notið þeirrar fjölbreytni í jurtagróðri og dýralífi, sem því er samfara. Gert var ráð fyrir, að jafn- framt myndu aðrar hliðstæðar skipulagsheildir („Grosswirt- schaftsráume“) myndast í heiminum, nefnilega: 1. austurasíaska „velmegun- arsvæðið“ („die ostasiatische Wohlstandsspháre“) — en svo kölluðu Japanir það — undir yfirstjórn Japans. 2. Norður- og Suður-Amer- íka undir yfirstjórn Bandaríkj- anna. Etlis d*. r»v. peL Magnús Sigurðss®n 3. Rússland. 4. breska heimsveldið. Að Evrópu meðtalinni væri heiminum öllum þannig skift í fimm skipulagsheildir, sem hver fyrir sig myndu reyna að vera svo óháð hinum, hvað lífs nauðsynjar snerti, að alger einangrun, ef til stríðs kæmi, gæti ekki grandað þeim. Versl- unin milli hinna einstöku svæða myndi því aðeins ná til vara, sem hægt væri að vera án í styrjöld. En það var látið skýrt í ljós, að æskilegt væri, að slíkum viðskiftum væri haldið uppi, þegar friður væri. Þó að því væri haldið fram, að breska heimsveldið mynd- aði eina af þessum skipulags- heildum framtíðarinnar, mun það hafa verið ætlun Þjóð- verja, þegar sóknin í Rússlandi gekk sem best, að ná landsam- bandi við skipulagssvæði Jap- ana gegn um Indland og flytja þannig inn nauðsynleg hráefni úr auðæfum Suðausturasíu. Jafnframt hefði slíkt samband auðvitað haft mikla hernaðar- lega þýðingu. I þessu sambandi má minna á starfsemi Indverjans S. S. Bose, sem bæði í Þýskalandi og í Austurasíu barðist á stríðs- árunum fyrir stuðningi Ind- lands við möndulveldin og all- ir munu kannast við. Hefðu áform Þjóðverja tek- ist og Japönum hepnast að ná undir sig m. a. Ástralíu og Nýja-Sjálandi, þá væri óneit- anlega höggvið djúpt skarð í breska heimsveldið og mögu- leikar þess til einnar skipu- lagsheildar í ofangreindum skilningi vissulega minkaðir! Hvað Rússland snertir, skal það tekið fram, að meining nazistanna var að innlima þau rússnesku svæði, sem Þjóðverj ar voru búnir að hernema eða myndu hernema, í skipu- lagsheild Evrópu, þannig, að rússneska skipulagsheildin næði aðeins yfir svæðið aust- an þeirra takmarka. Samkvæmt aðstöðu Þýska- lands og Italíu í skipulagsheild Evrópu, áttu ríkismarkið og líran að vera þær myntir, sem sköpuðu gjaldeyrislegan grund völl undir viðskiftin innan Evrópu og allar aðrar myntir álfunnar áttu að miðast við. Milliríkjagreiðsla í viðskiftum innan svæðisins skyldi fara fram yfir Clearing, sem hefði aðalaðsetur sitt í Berlín. Þessi Clearing eða vöruskifti áttu ekki að vera aðeins tvíhliða (,,bilateral“), eins og áður hafði tíðkast, heldur marghliða (,,multilateral“), þannig, að ekki væri nauðsynlegt, að tvö lönd skiftust á jafnmiklum vör um eða jöfnuðu vöruskifti sín á milli, heldur gæti væntanlegur mismunur orðið jafnaður upp í viðskiftum við önnur lönd. Ef t. d. land A á inni fyrir vöru sölu í landi B og land B á inn- eign í landi C, þá getur land A gert innkaup í lándi C o. s. frv. Þetta er auðvitað mikil fram- för frá tvíhliða Clearing. Ekki var gert ráð fyrir því, að gullið myndi verða mikið notað til alþjóðagreiðslna inn- an Evrópu. Því var aðeins ætl- að það hlutverk, að jafna viss- an mismun („Spitzen") í greiðslujöfnuðinum, sem ekki gæti jafnast við vöruskifti. Enn fremur kynni gullið að verða notað að vissu takmarki í við- skiftum við hinar skipulags- heildirnar. Slík einangrun Evrópu, sem þessi nýskipun stefndi að, hefði haft margar og örlagaríkar af- leiðingar. í flestum löndum álfunnar myndi nýskipunin hafa krafist mikilla breytinga á byggingu (,,Struktur“) at- vinnulífsins, þó þær hefðu orð- ið mismunandi djúptækar. T.d. hefðu Norðurlöndin orðið að breyta tilhögun sinnar fram- leiðslu og síns atvinnulífs yfir- leitt að miklum mun. Atvinnu- líf þessara landa er og hefir verið um langt skeið mjög háð mörkuðum, sem liggja utan meginlands Evrópu. Sú breyt- ing, sem hjer hefði orðið að komast á, ef nýskipun Þjóð- verja hefði verið gerð að veru- leika, hefði hlotið að hafa í för með sjer, að lífskjör fólksins hefðu versnað. Enda viður- kendu Þjóðverjar, að svo kynni að fara fyrir Norðurlöndunum, en það myndi þó aðeins verða á vissu stigi, nefnilega á með- an á breytingum þessum stæði og löndin væru að stilla atvinnu lífinu eftir Evrópumörkuðun- um. Eftir það myndu einnig Norðurlöndin hljóta blessun af. Þegar löngu fyrir stríð lögðu Þjóðverjar sjerstaka áherslu á að auka viðskifti sín við Suð- austurevrópu og tryggja sjer markaðina þar, einkum frá því 1934, eftir að hin svokallaða „Nýja áætlun“ („Der Neue Plan“) hafði verið gerð. Þá voru gerðir verslunarsamning- ar við Balkanríkin, sem gerðu ráð fyrir auknum viðskiftum. Balkanríkin seldu Þýskalandi einkum matvörur og hráefni, en Þýskaland greiddi með ým- iskonar iðnaðarvörum, m. a. vjelum til landbúnaðarins. Möguleikar aukinna viðskipta voru þannig fyrir hendi. I marsmánuði 1939 gerði Þýskaland nýjan viðskiftasamn ing við Rúmeníu, sem mun hafa átt að gilda í*5 ár. Þessi samningur var mun víðtækari en venjulegir verslunarsamn- ingar eru, enda var hann ekki kallaður ,.Handelsabkommen“, heldur „Wirtschaftsabkomm- en“. I samningi þessum var gert ráð fyrir talsvert miklum breytingum á byggingu rúm- ensks atvinnulífs, sem Þýska- land með fjárframlögum (ekki aðeins lánum) og á annan hátt ætlaði að styðja að. Þýsk áhrif hlutu því að fara vaxandi í Rúmeníu. J Þessi samningur við Rúmeníu var alment skoðaður sem fyr- irmynd þeirra samninga, sem skyldu skapa grundvöll milli- ríkjaviðskiftanna innan Evrópu í hinni fyrirhuguðu skipulags- heild. Sú hugmynd,t að Evrópulönd in ættu að slá sjer meira eða minna saman viðskiftalega sjeð, er, eins og kunnugt er, ekki ný, þ.e.a.s. miklu eldri en nazistastjórnin þýska. Það er ekki rúm til þess hjer að rekja sögu þessa máls. Jeg skal held- ur ekki fara hjer út í það, hvaða möguleikar eða hagfræðileg skilyrði fyrir slíkri samvinnu kynnu að vera fyrir hendi. En hitt er vist, að slíkt er ekki hægt að knýja fram á nokkr- um árum með hernaðarvaldi,' ef vel á að fara. Þegar hin póli- tíska andúð gegn stjórnmála- fyrirkomulagi nazismans myndi — eins o£ líka þegar raun bar vitni um — hafa í för með sjer, að Evrópuþjóðirpar neituðu slíkri samvinnu við Þýskaland og neituðu að láta banna sjer viðskifti við lönd utan Evrópu, ef þau álitu slík viðskifti vera sjer í hag, yfirleitt neituðu að láta Þýskaland ráða því, hvern ig þær kæmu viðskiftamálum sínum fyrir. Ef Þýskaland þrátt fyrir slíka andstöðu ætlaði að framkvæma nýskiþun sína, þá varð það að grípa til valdsins, eða kannske öllu heldur halda áfram að beita því í herteknu löndunum. Það hefði því neytt upp á Evrópulöndin nazistisku stjórnarfyrirkomulagi, sem,eins og í Þýskalandi, hefði grund- vallast á ófrelsi og kúgun. Sennilega hefðu hinar einstöku nazistastjórnir ekki getað hald ist við, nema með virkri hern- aðarlegri hjálp Þýskalands, a. m. k. hvað mörg lönd snertir. Hjer hefði því áðeins verið um leppstjórnir Þýskalands í Evr- ópulöndunum að ræða, sem hefðu trygt Þýskalandi yfirráð og hina raunverulegu stjórn allra þessara ríkja. Um eðlilega þróun atvinnumálanna hefði ekki verið að ræða, heldur ó- heilbrigðan búskap ófrjálsra manna, sem andleg kúgun og ofbeldi annaðhvort hlaut að gera að viljalausum reköldiim hernaðarstefnunnar, eða að þeir hefðu með hjálp utan að risið upp og hrint af sjer ok- inu fyrr eða seinna. Það er auðsætt, hversu mikla hernaðarlega þýðingu það hefði haft fyrir Þýskaland, ef því hefði tekist að ná varanlegum yfirráðum yfir allri Evrópu og hefði getað skapað þar skipu- lagsheild, sem ekki væri háð aðflutningum frá löndum utan skipulagssvæðisins. En ömurleg hefði framtíð Evrópuþjóðanna orðið, ef áform nazistanna hefðu hepnast. Dr. Magnús Sigurðsson. Dr. Skadhauge ritar um ísland Khöfn í gær. DR. SKADHAUGE hefir rit- að neðanmálsgrein í National- tidende um hinar miklu tækn- islegu og fjárhagslegu framfar ir, sem»orðið hafa á íslandi síð- ustu 15 árin, þar á meðal Hita- veituna, rafmagnsstöðvar og flugvjelakaup. Skadhauge endar á því að segja, að eitt aðeins sje óbreytt, hin stórkostlega íslenska gest- risni. Hann segir, að hvarvetna á Islandi sje hægt að finna hlýtt hugarþel í garð Dana, og hafi það vel komið fram, er Dan- mörk varð frjáls. Landssöfnun- ina segir hann hafa verið eins mikið gerða sem vináttumerki, eins og til þess að hjálpa. „Jeg held að Danir, sém heimsóttu ísland á þessu ári, hafi verið jafn undrandi og jeg yfir þeim innileika, sem Dön- um er sýndur þar á landi“, seg- ir Skadhauge ennfremur. — Páll. Losað um hömlur á hernámssvæði Rússa London í gærkveldi: TLLKYXT var í Berlín í dag að Zukov marskálkur hefði skipað svo fyrir, að Rússar tækju ekki lengur afganginn; a f 1 andbú n a ð arf r aml eið sl u þýskra bænda, heldur mættu jieir selja það, sem þeir fá'um fram þarfir af mjólk, kjöti og eggjum. Var sagt, að þetta væri gert til þess að Jiyetja menn til meiri afkasta- við, landbúnaðarframleiðsluna. Þá var tilkynt, að bankar og sparisjóðir hefðu verið opnað- ir aftur og veittu mönnum lán til einkaframkvæmdá. Auk Jiessa var sagt, að Rússar hefðu lánað ýmsum sveitar og bæjarfjelögum á hernámssvæði sínu í Þýskalandi f.je, alls að upphæð 200 miljónir ríkis- marka. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.