Morgunblaðið - 12.09.1945, Page 7
Miðvikudagur. 12. sept. 1945
MORGUNBLAÐIÐ
7
Prófastshjónin á Akranesi
stofna „Blómasjóð
Akraneskirkju“
PRÓFASTSHJÓNIN Á AKRANESI, frú Emelía og sr. Þor-
Steinn Briem stofnuðu J sumar sjóð, sem hlaut nafnið „Blóma-
sjóður Akraneskirkju". Var stofnupphæð sjóðsins krónur
5.000.00, en þá upphæð færðu sóknarbörn Akraneskirkju sókn
arpresti sínum á sextugsafmæli hans þann 3. júlí s.l.
Frá kirkjunefnd Akraness-
kirkju hefir Morgunblaðið feng
ið eftirfarandi til birtingar um
sjóð þenna:
Beglugerð sjóðsins.
1. Blómasjóður Akranes-
kirkju er stofnaður 3. júlí 1945
og er stofnfje hans 5.000.00 kr.
•— fimm þúsund krónur — er
sóknarbörn Akranessóknar
færðu sóknarpresti sínum, síra
Þorsteini Briem, að gjöf á sex
tugsafmæli hans þann dag.
2. Af stofnfje sjóðsins skal
leggja 1000.00 kr. í Söfnunar-
sjóð Islands með þeim skilmál
um, að jafnan þá er ártal stend
ur á heilum tug eða hálfum,
greiðist 9/10 vaxta til stjórnar
sjóðsins, en hin árin leggjast all
ir vextir við höfuðstól. — Að
öðru leyti skal ávaxta fje sjóðs
ins í Sparisjóði Akraness eða
Landsbanka Islands, að svo
miklu leyti sem það verður ekki
notað samkvæmt 4. grein.
3. Stjórn sjóðsins er kirkju-
nefnd Akraneskirkju, en hana
skipa sjö konur, kosnar á safn
aðarfundi Akranessóknar.
4. Kirkjunefnd ráðstafar
handbæru fje sjóðsins á hvern
þann hátt, er henni þykir við
eiga til þess að prýða kirkjuna
eða kirkjulífinu til eflingar á
annan veg, er prófastur sam-
þykkir. Á sama hátt skal og
verja því fje, er sjóðnum kann
síðar að áskotnast.
5. Kirkjunefnd semur árlega
reikning sjóðsins og afhendir
sóknarnefnd Akraneskirkju af-
rit af honum til þess að hann
verði lagður fyrir safnaðar- og
hjeráðsfund, ásamt reikningi
kirkjunnar.
Akranesi, 6. júlí 1945.
Emilía P. Briem. Þorsteinn
Briem.
Ávarp safnaðarbarna.
I línum þeim, sem fylgdu gjöf
inni til prófastsins, stóð m. a.:
„Sóknarbörn yðar standa í mik
illi þakkarskuld við yður fyr-
ir framúrskarandi þjónustu í
þágu safnaðarins og fyrir marg
þætt störf, Akranesi og íbúum
þess til gagns og blessunar. —
Upp í skuld þessa sendum vjer
yður hjer með litla afborgun
og biðjum yður að taka af oss
þann vanda að velja yður ein-
hvern hlut, til minja um merk-
isdaginn 3. júlí 1945, sem er
sextugasti afmælisdagur yðar“.
Þakkir kirkjunefndar.
Kirkjunefnd Akraneskirkju
birtir svofelda þakkir:
Þar sem prófastshjónin hafa
heldur kosið að ráðstafa gjöf-
inni samkvæmt því, er reglu-
gjörð þeirra ber með sjer, þá
þakkar kirkjunefndin fyrir
hönd safnaðarins hjer með hjart
anlega fyrir gjöl'ina og væntir
þess, að sjóður þessi megi eflast
og aukast sem mest, kirkjunni
til hagsældar á ókomnum tím-
um.
Gjafir og áheit.
Undirritaðar konur. sem nú
eiga sæti í kirkjunefnd Akranes
kirkju, taka -á móti gjöfum og
áheitum til sjóðsins fyrst 'um
sinn. Síðar höfum við hugsað
okkur að láta prenta minningar
spjöld, sem seld verða sjóðnum
til eflingar.
Akranesi, 23. ágúst 1945.
Valdís Böðvarsdóttir, Emilía
Þorsteinsdóttir, Friðmey Jóns-
dóttir, Margrjet Jónsdóttir, Val
gerður Halldórsdóttir, Emilía P.
Briem, Ingunn Sveinsdóttir,
Bjarnfríður Björnsdóttir.
„Leyf mjer þig að
leiða"
TJARNARBÍÓ. sýnir þessa
dagana kvikmyndina „Gomg
my way“, eða „Leyf mjer þig
að leiða“, eins og hún er kölluð
á íslensku. Þeir, sem eru hrifn-
ir af söng Bings Crosby og þeir
eru margir, munu verða fyrir
ánægjulegri uppgötvun, en hún
er sú, að það var hægt að kenna
Bing að leika sæmilega. Þetta
er eiginlega í fyrsta sinni, sem
óþarfi er að vorkenna Bing, sem
altaf hefir verið eins og hann
væri í vandræðum fyrir fram-
an kvikmyndavjelina, þar til
nú.
Þá munu kvikmyndahúsgest-
ir hjer sem annarsstaðar dáðst
að og skemmta sjer af hinum
fyrirtaks góða leik Barrys
Fitzgerald, sem leikur gamlan
prest af þvílíkri snilld, að slikt
sjest ekki nema sjaldan í kvik-
myndum. Söngurinn og hljóm-
listin í þessari mynd er með
skárra móti og auk Bing á
operusöngkonan Rise Stevens
frá Metropolitanoperunni sinn
mikla þátt í því og ennfremur
ágætur drengjakór.
Það er ekki of mikið sagt, að
þetta er með betri kvikmyndum
sem hingað hafa komið all-
Iengi.
Hin kvikmyndahúsin sýna
bæði góðar <myndir um þessar
mundir. I nýja Bíó er söngva-
mynd: Sönghallarundrin. Aðal-
hlutverkin leika þau Nelson
Eddy, Susanna Foster og
Claude Rains, sem hjerumbil
ávalt er hægt að reiða sig á að
fer vel með hlutverk sín.
Söng Nelsons Eddy þekkja
allir kvikmyndahúsgestir og
vita að röddin er góð. Væri ósk
andi að hægt væri að segja um
hann eins og Bing, að honum
hefði farið fram hvað leik snert
ir, en sennilegt er að leikstjór-
arnir hafi hafi algjörlega gefist
upp á að gera úr honum leik-
ara og láti sönginn nægja.
„Fyrir föðurlandið" heitir
kvikmyndin, sem Gamla Bíó
sýnir núna. Er það saga um
flughetjur og ástir. Rosalind
Russel er altaf gaman að sjá og
þeir, sem þola Fred MacMurray
á annað borð halda mikið upp
á hann.
Aukamynd er af atomsprengj
unni og fleira og mun marga
fýsa að sjá hana. En verst er
áð menn fá sjaldan að njóta
aukamynda í friði fyrir eftir-
legukindunum, sem aldrei geta
mætt á rjettum tíma.
Hsndknalileiksmót
Hafnarfjarðar
Handknattleiksmót Hafnar-
fjarðar í kvenna- og karlaflokk
um, var háð á Sýslumannstún-
inu í Hafnarfirði s.l. sunnudag.
Fyrst var keppt í kvenflokki.
Þátttakenduiworu FH og Hauk
ar. Haukar unnu þann leik, eft-
ir að fjelögin höfðu skilið jöfn
að venjulegum leiktíma liðnum
2:2. Var leikurinn svo fram-
lengdur og skoruðu þá Hauka-
stiuxurnar 2 mörk gegn engu.
Sömu fjelög tóku þátt í kepni
Ka:ia, sem fór fram þegaf að
hinum leiknum loknum. — Var
það tvísýnn leikur og spepnandi
| og lauk svo, að FH sigjaði með
8 mörkum gegn 7.
•**
♦**
í
X
4»
❖
t
<♦
±
Y
±
?
I
s
Ý
t
Peningaskápar
fyrirliggjandi.
Columbus h.í.
Sænsk íslenska frystihúsinu.
Símar 6460 og 2760.
1
y
y
y
y
j
y
•i
♦
Nýtt íbúðarhús
í Ilöfðahverfi til sölu. Laust til afnota 1.
okt. n. k. Upplýsingar gefur málflutnings-
skrifstofa Sveinbjörnar Jónssonar og
Gunnars Þorsteinssonar, Thorvaldse, tr
6. Sími 1535.
t<**t"<..t**t-.t..t*'<í.*t-*J^c*»t*-*í*.t*-t*-t*-t.*:—:—t*.t**t*.t.-t*-t—í**:**t—t—t**t*<-<**:*»i*<.*:*.:..:.*:-.:—: - ■:**:**;**:
*:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**3
UNGLIMGA
f
A
vantar til að bera blaðið til kaupenda
*:»
\ _ ♦♦♦
við Lindargötu
•j* •:♦
| LaugavegIIIinstihluti §
Hringbraut |
og Grettisgötu f
Talið strax við afgreiðsluna, Sími 1600. '*
or9
un
Sendisveinar
óskast 15. þ. mán. til Ijettra sendiferða,
or^uu
bla&Lci
Toiletpappír
nýkominn.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
U nglingsstúlka
vön afgreiðslu getur fengið atvinnu við sjerverslun í
miðbænum nú þegar. — Umsóknir ásamt ljósmynd og
meðmælum óskast send blaðinu fyrir næstkomandi
fööstudag 14. þ. m., merkt „O. K.“
Strauvjel
Kentug fyrir Þvottahús eða hótel,
fyririiggjandi.
Jð. Jðtefánóóon CCo. h.f. - ^JÍafna rhúóinu
Sími 5579.
Ennþá
er þó nokkuð eftir af vindla- og sigarettukveikjurum,
þar á meðal teguuir sem lifir á í vindi.
Lögur (Linghter-fluid), Tinnusteinar (Fliht’s).
Það getur komið sjer vel að eiga góðan kveikjara.
Uriótof, Uankaótrtíéti
AUGLtSlNG Eft GULLS tGJLDI