Morgunblaðið - 12.09.1945, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.09.1945, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur. 12. sept. 1945 U f—■■—“—~—»——w Jef er JÓNATAN SCRIVENER * a M—irf (dlaitcle ^JdoucjLtoix M— M— „ M 22. dagur Þótt íeg vissi enn lítið um það, er mestu máli skifti, var jeg engu að síður talsvert fróð- aii um Scrivener en áður. Og heíði jeg vitað, hvernig skilja bæri orðið „einkennilegur“ í munni Winkworth, myndi jeg el til vill hafa verið einhverju rær um það, hvernig sálarlífi Lúsbónda míns væri háttað. Þegar jeg talaði fyrst við Winkworth, hafði hann sagt, að Scrivener væri einkennileg- ur. Síðar hafði hann notað þetta sama orð um föður hans og föðurbróður. Það gat verið, að Winkworth liti svo á, að allir menn væru einkennileg- ir, sem væru á einhvern hátt öðruvísi en hann. Orð, sem við notum til þess að lýsa Öðru.m með, gefa oítast betri hugmynd um okkur sjálf en þá, sem við erum að lýsa. Um jólin hjelt jeg mig heima við og notaði tímann til þess að reyna að komast til botns í því, sem Winkworth hafði sagt mjer. Jeg var á því, að.sú stað- hæfing hans, að Scrivener hyrfi oft af landi brott, þegar hann væri orðinn leiður á umhverfi sínu, væri það mikilvægasta, sem hann hefði sagt — hvort sem jeg hafði rjett íyrir mjer í því eða ekki. Þetta var auð- vitað ekki annað en staðhæfing Winkworths, en það var áreið- anlegt, að Pálína, Francesca og Middleton höfðu öll átt von á því að hitta Scrivener heima. Á hipn bóginn var aðeins skamt síðan hann hafði kynst þeim, og ekkert þeirra hafði orðið mjög undrandi yfir því. að hann skyldi vera farinn frá Eng- landi. En þar eð jeg var eng- an veginn viss um, að Fran- cesca og Middleton væru öll, þar sem þau væru sjeð, gat jeg ekki treyst orðum þeirra. Þegar eftir jólin hjelt þokan innreið sína í Lundúni. Köld og grá læsti hún sig utan uih hús- in og smaug inn í hvern krók og kima. Borgin tók á sig ann- arlegar myndir — mennirnir sýndust eins og risavaxnar vofur, er liðu eftir götunum með fáránlegum limaburði. Á kvöldin varð þokuveggurinn húmsvartur og ógagnsær — og faldi alt. Jeg fór lítið út og enginn heimsotti mig, þar til Middleton skaut alt í einu upp. Þá var þokan búin að vera í þrjá eða fjóra daga. Það var auðsjeð, að hann hafði fengið sjer dálítið neðan í því, og hann bað mörgum sinnum afsökunar á því, að hann skyldi gera mjer ónæði. Hann gekk fram og aítur í bókaher bergin u. ,,Guð minn góður! Þvílík borg! Hún er eins og borg þeirra fordæmdu. Jeg hefi verið að ráhglast um þetta víti í allan dag“. Hann nam staðar og tók að líta á bækurnar. ..Scrivener hofir undartegan bókasmekk“, míildraði hann, : gíðan tók hann aftur að skálma.. um. hei bergið.. Þaó var augljóst, að hann hafði aðeins komið vegna þess, að hann var einmana, og hann blygðaðist sín hálft í hvoru fyrir, að hann skyldi ckkert hafa að segja. Jeg kendi í brjósti um hann, en jeg vissi, að það myndi gagnslaust að spyrja hann eða reyna að fá hann til þess að leysa frá skjóðunni. Eftir langa þögn spurði hann snögt: ,Hafið þjer enga hugmynd um það ennþá, hvenær Scriv- ener muni koma?“ „Nei“, svaraði jeg. „Mig langar til þess að hitta hann — og þó langar mig ekki til þess“. sagði hann hægt. „Þá geðjast yður að honum — og geðjast þó ekki að hon- um“, svaraði jeg. „Já! Hvernig í skollanum vissuð þjer það? Hann kom mjer á óvart, svo að jeg gleymdi mjer. Jeg mun ef til vill skýra það betur síðar. Jeg hefi hugsað mikið um samtal okkar á knæpunni í Soho“. „Hafið þjer dvalið í Lundún- um um jólin?“ „Nei“, svaraði hann og hleypti brúnum. „Jeg dvaldi hjá þessum eina ættingja, sem jeg á hjer í Englandi, mjer til mikils ama. Jeg ætla að segja yður frá því, ef yður leiðist það ekki“. „Nei —- mjer leiðist það ekki“. Hann kveikti sjer í vindlingi og settist við arininn. „Jeg var hjá bróður mínum. Hann á stórt sveitasetur. Hann var í hernum áður en stríðið skall á, og eft- ir að friðurvar saminn, kvænt- ist hann konu, sem átti pen- inga. Hún er metorðagjörn, vill eiga heima í hópi ,,fína“ fólks- ins, og þau hegða sjer rjett eins og þau væru nákomnir ættingj- ar konungsins. Jeg get borið um það vegna þess, að jeg hefi haft nægan tíma til þess að virða þau fyrir mjer undanfar- ið“. Hann hló stuttaralega og hjelt síðan áfram: „Bróðir minn var fyrirtaks náungi áður en hann giftist. En það skiftir engu máli. Jeg dvaldi hjá þeim, þegar jeg var heima fyrir þrem árum. Þau hafa ekkert breyst síðan — en þá sá jeg ekkert athugavert við hegðun þeirra“. „Og nú?“ spurði jeg. „Nú verð jeg óður og upp- vægur, sje jeg einhvers staðar nálægt þeim. Jeg dvaldi fjóra daga á heimili þeirra. Þar var margt gesta. Mjer fanst það að- eins fánýtur hópur heimskra manna og kvenna, sem ljek skrípaleik vísvitandi — hjelt dauðahaldi í lífsskoðanir og tilveruform, sem löngu síðan er úrelt. Jeg sat og horfði á þau og beið þess, að eitthvert þeirra ræki upp hlátur, æpti eða yrði brjálað. En því var ekki að heilsa. Þau hjeldu áfram sjálfs- blekkingunni og hræsninni. Þau hjeldu áfram að leika skrípaleikinn, eins og ljelegir viðvaningar í leiklistinni. Og þá lann sannleikurinn upp fyr- ir mjer í allri sinni nekt: það var jeg, sem hafði. breyst. Ug að jeg öfundi þetta fólk“. það sem verra var, jeg held, „Hvers vegna?“ „Vegna þess, að í þessum skrípaleik var ekkert hlutverk við mitt hæfi“. Hann fleygði vindlingnum í eldinn. „Jeg skal segja yður“, sagði hann hægt, „að jeg kom hingað í kvöld vegna þess, að mjer var hreint og beint orðið það ofviða að reika einn um í þessari dæma- lausu borg. Þjer voruð eina mannlega veran í allri Lund- únaborg, sem jeg gat heimsótt. Þess vegna kom jeg. Og þjer megið í guðs bænum ekki ætla, að jeg sje að reyna að sýna fram á, að jeg eigi sjerstæðan persónuleika eða sje yfirleitt öðruvísi en fólks er flest. Jeg er ósköp venjulegur maður — það er ógæfa mín“. „Jeg er litlu nær“, svaraði jeg, „nema þjer skýrið, hvern- ig „venjulegur maður“ er að yðar hyggju“. „Jeg get ekki skýrt neitt“, ansaði hann önuglega. „Jeg hefi lát.ið vaða á súðum eins og versta kjaftatífa í hvert sinn, sem jeg hefi hitt yður, svo að þjer crúið því sennilega ekki, að jeg sje að eðlisfari hlje- drægur maður. — Þegar jeg segist vera venjulegur maður, á jeg ekki við annað en það, sem felst í orðunum. Jeg var vanur að trúa á alt það, sem nokkurn veginn heiðvirður og vel upp alinn maður trúir á. Síðar komst jeg að því, að það var alt blekking og þeir, sem á það trúðu, heimskingjar. Venjulega eru það aðeins þeir, sem eru eitthvað frábrugðnir öðrum mönnum, sem komast að þessu, og það særir þá ekki vegna þess, að þeir eiga sjer undankomu auðið. Jeg hefi verið skógarhöggsmaður og vatnsberi og sjeð, hve hvort- tveggja er fánýtt starf. Hjerna — getið þjer gefið mjer eitt- hvað að drekka?“ sagði hann alt í einu. „Já, auðvitað. Þjer verðið að afsaka, að jeg skyldi gleyma að bjóða yður það“. „Jeg hefi að vísu drukkið nóg í kvöld. Jeg hefði aldrei komið hingað að öðrum kosti“. Jeg rjetti honum whiský- sjúss. „Þökk fyrir. Svo að jeg snúi mjer aftur að því, sem jeg var að tala um áðan, þá er Scriv- ener ágætt dæmi“. „Þjer eigið við, að þar eð hann sje frábrugðinn öðrum mönnum, þá geti hann komist af án þess að trúa á það, sem alment er ætlað sannleik- ur?“ „Já. Jeg vildi, að jeg hefði sagt honum það. Hann er und- arlegur — skolli undarlegur“. Eftir stutta þögn hjelt hann á- fram: „Samt er jeg ekki á því hreina méð, hvernig hann fer að því að lifa í þessum heimi. Það er dálítið, sem mig langar „til þess, að spyrja yður um“. ; „Hvað.er .það?“ . , , i „Hefir konan komið hingað n'ftur? Páiína’ Mandeville. Stríðsherrann á Mars 3, e n g j a s a cj a Eftir Edgar Rice Burroughs. 22. Um leið og hann talaði, komst jeg ekki hjá að sjá slægð- arglampa í augum hans, og þótt mjer fyndist orð hans rök- ræn, fannst mjer einhvern veginn, að þau dyldu einhverja illa fyrirætlun Hinn Þerninn sneri sjer að honum með augljósri undrun, en þegar Lakor hafði hvíslað nokkrum orðum í eyra hans, dró hann sig einnig í hlje og hneigði höfUðið til samþykkis við spurningu yfirboðara síns. „Haltu áfram ferð þinni, John Carter”, sagði Lakor, „en vita skaltu það. að ef Thurid yfirvinnur þig ekki, þá munu hjer bíða þeir, sem sjá svo um, að þú komir aldrei upp á yfirborð jarðar aftur”. Meðan við ræddumst við, hafði Woola altaf verið að urra og reisti bursta, þar sem hann stóð við hlið mjer. Stundum leit, hann á mig og ýlfraði, eins og hann væri að biðja mig að skipa sjer að ráðast á hina tvo Þerna. Hann virtist líka skilja þorparaskapinn, sem faldist að baki hinna kurteislegu orða. Fyrir aftan Þernina voru nokkrar dyr út úr varðher- berginu; og Lakor benti mjer á þær, sem voru lengst til hægri. „Ef þú ferð hjer, þá finnurðu Thurid”, sagði hann við mig. En þegar jeg ætlaði að kalla á Wolla og segja honum .að fylgja mjer, urraði hann og vildi ekki hieyfa sig, en hljóp að lokum að dyrum þeim, sem voru lengst til vinstri. Þar staðnæmdist hann og hvatti mig með gelti, til þess að fylgja sjer eftir. Jeg leit spyrjandi á Lakor. „Hundurinn er nokkuð naskur“ sagði jeg, „og þótt jeg efist ekki um að þú vitir betur en jeg, Þern, þá held jeg að jeg geri rjett, ef jeg hlusta á þá rödd kærleika og trygð- ar, sem nú talar”. Um leið og jeg talaði, glotti jeg harðneskjulega, svo hann gæti sjeð, að jeg vantreysti honum. „Eins og þú vilt, svaraði náunginn og yppti öxlum. „Að lokum kemur þetta þó allt í sama stað niður”. — Og hvað ætlar þú að gera góða min, þegar þú ert orðin eins stór og hún mamma þín? — Taka mjer matarkúr. ★ — Mamma, jeg er svo ner- vcs, sagði litla telpan. — Hvaða vitleysa er í þjer, þú veist ekki einu sinni hvað það er að vera nervös. — Jú. víst, það er eins og maði.r sje að flýta sjer um all- an skrokkinn. ★ Bóndinn: — Jeg fer altaf á fætur, þegar fyrstu geislar sól- arinnar koma inn um glugg- ann minn Borgarbúinn: — Það geri jeg lika. Bóncfinn: Lika á sumrin. Borgarbúinn: — Já. glugg- inn minn snýr í vestur. ★ Konan í stólnum hjá tann- lækninum var í meira lagi málhreif. Satt að segja var læknirinn orðinn hundleiður á rausinu í henni. — Rekið þjer út úr yður tunguna, sagði læknirinn. Konah hlýddi shipuninhi, en þá greip læknirinn í tungaþa þjehingsfast ög sagði:Jæja, kelli mín, kannske jeg geti nú komist að. ★ Móðirin: — Ó, Villi, nú hef- urðu aftur fengið blátt auga og fötin þín eru öll rifin og tætt. Hvað oft á jeg að segja þjer, að þú átt ekki að vera að leika þjer við óþektarormana hans Jónsa? Sonurinn: — Lít jeg út fyr- ir að hafa verið leika mjer við einhvern. ★ — Þekkirðu hana svo vel, að þú getir talað við hana? — Nei, bara svo að jeg get talað um hana. a^lliiiiiiiimiiiinwiiinaamcwfmiinminiuKmai | Afgreiðslusfúlka ( i áhugasöm og góð í reikn- 3 I ingi, óskast í vefnaðarvöru 1 i verslun frá 1. október. — = r ■ ra § Tilboð með meðmælum eða 2 | upplýsingum um fyrra 3 | starf, sendist blaðinu, — 3 § merkt „Októberdagur — J 306“. F-f Loftur erelur bað ekkl — bá hver?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.