Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 5
Laugai’dagur 22. sept. 1945 MORGUNBLAÖIÐ — r 5 íslensk kona segir frá hrakn- ingum í Þýskalandi HINGAÐ til landsins er kom- in íslensk kona, sem dvalið hef- ir í Þýskalandi síðastliðin 25 ár. Frú Helga Múnch, fædd Einarsdóttir. Hún var meðal farþega með s.s. Lagarfossi. — Hún kom með f jögur börn sín f með sjer. Eru þrjú þeirra upp- komin. Hjer dvelur frú Helga hjá systur sinni á Skólavörðu- stíg 38. Frú Helga Múnch hefir verið búsett í Hamborg í 22 ár. Tvö síðastliðin ár hefir hún verið á nær eilífum flækingi um land- ið. Allt frá Hamborg og austur til Bromberg. Hún hefir tvisv- ar misst allar eigur sínar. — í fimm daga árás bandamanna- flugvjela á Hamborg og í loft- árás á Berlín. I gegnum þessar hörmungar hefir henni tekist að sleppa ó- sködduð með öll börn sín. Mað- ur hennar var í þýska hernum. Hann var yfirmatsveinn. Hann hefir verið á vígstöðvunum í Rússlandi, Póllandi, Noregi, svo og á vesturvígstöðvunum. — Hann var í Narvík, er þýski herinn gafst upp. Nú mun hann yera í Hamborg. Frú Helga sagði mjer frá lífi sínu í Þýskalandi frá byrjun stríðsins, þar til hún yfirgaf landið fyrir þrem vikum, er jeg hitti hana á heimili systur henn ar í gærdag. Flóttinn frá Hamborg. •— Hvenær setti stríðið fyrstu merki sín á líf yðar? — Sama daginn og stríðið skall á var maðurinn minn kall- aður í herinn. Þetta voru fyrstu kynni mín af stríðinu, segir frú Helga. Við vórum þá í Ham- borg. íbúum Hamborgar var strax afhentar gasgrímur og kent hvernig bæri að haga sjer ef til gasárásar kæmi. Okkur var sagt að bandamenn myndu grípa til þess. Þetta skapaði mikla hræðslu meðal fólksins. Þá hófu flugvjelar bandamanna árásir á borgina. Skemdirnar urðu ekki alvarlegar fyrst í stað. Eitt og eitt hús eyðilagð- ist. Þetta ágerðist svo. í júlí- mánuði 1943 voru gerðar stór- árásir í fimm daga. Þá misti jeg allar eigur mínar. Þeirri stundu gleymi jeg aldrei. Það var að nóttu til. Við sátum í kjallaranum. Eldur kom upp í húsinu. Ekkert var hægt að gera, borgin var eitt logandi víti. Allir, sem mögulega gátu, reyndu að komast út úr borg- inni. Það mátti sjá fólk brenna til bana og kafna af reyk. Allt yar á slíkri ringulreið, að ekki fá því orð lýst. Mæður höfðu orðið viðskila við börn sín. — Sumar fundu þau aldrei. Aðr- ar ekki fyr en löngu seinna. Það eina, sem jeg hugsaði, var að reyna að halda í börnin. Við ætluðum að leita út fyr- Ir borgina þegar í stað. — Það gátum við ekki, flugvjelar bandamanna voru yfir borginni og gerðu án afláts árásir á alla vegi til borgarinnar. Við ljetum fyrirberast í lægð nokkurri við einn af þeim vegum er lágu út úr borginni. Hitinn var svo mik 111, að ekki þurfti maður að kvíða því, að manni yrði kalt. Misti tvisvar allar eig- ur sínar í loítárás Strax næsta dag yfirgáfum við borgina. Það var^dimt yfir vegna reyks, er lagði upp frá hinni brennandi borg. •— Við genguræ allan daginn. Við reyndum um kvöldið að fá inni í hlöðu eða hesthhúsi. Einhvers staðar, sem hægt væri að hvíla sig. Við urðum að ganga 30 km. áður en við gátum fengið að vera í hlöðu nokkurri. Á þjóð- veginum voru þúsundir flótta- manna. Flugvjelar bandamanna flugu yfir okkur, en ekki var skotið. Til Bromberg. Við ljetum fyrirberast í hlöðu þessari í nokkra daga. — Þá vorum við sem annað flóttafólk flutt austur til Bromberg. Sú ferð tók þrjá daga. Var ýmist ekið í bílum, eða í járnbrautum. í Bromberg bjuggum wið á þýskum búgarði. — Þarna var helmingur fólksins Þjóðverjar og hinn Pólverjar. Samkomu- lag var mjög slæmt, þó að mjer vitandi hafi ekki komið til vopnaviðskifta. Pólverjarnir hötuðu Þjóðverjana og Þjóð- verjarnir fyrirlitu Pólverja. ■— Jeg kunni strax illa við mig í þessu umhverfi. Jeg ákvað þá að flytja til Berlínar. Maðurinn minn var þá í borginni í fríi. Þetta var um haustið 1943. í Berlín. Flugvjelar bandamanna voru þá byrjaðar að gera árásir á Berlín. Það var á afmælisdegi Hitlers, er gerð var stórárás á borgina. Þá missti jeg enn þá einu sinni það, sem jeg átti til. Það var frekar auðvelt að fá inni í borginni, þegar jeg kom þangað. Jeg leigði því íbúð með öllum húsgögnum. Húsið var sambygging. Sprengja fjell nið- ur á húsið og gjöreyðilagðist það. Við gátum hvergi fengið inni fyrr en nokkrum dögum síðar eitt herbergi. Á meðan hjeldum við til í húsarústunum. — Okkur hafði reyndar verið bannað það, því húsið kynni að hrynja fyrr en varði. Jeg var nokkra daga enn í Berlín, en flutti síðan út í sveitina, í sveita þorp milli Berlínar og Ham- borgar. Á flótta undan Rússum. Á meðan jeg dvaldi í þessu sveitaþorpi var allt furðu ró- legt. í maí s.l. flýðum við und- an Rússum. Nóttina áður en þeir tóku bæinn lögðum við af stað. Þá voru þeir aðeins í 7 km fjarlægð frá okkur. Ferð- inni er heitið til Lúbeck. Fyrsta áfangann fórum við í bíl. — Á leið okkar var bærinn Schwer- in. Þangað ætluðum við, en Rússar vöru þá komnir svo fast að borginni, að við þorðum það ekki. Var því haldið áfram. Nú vildi svo illa til að bílstjórinn viltist. Ók hann á móti Rúss- um. Urðum við þá allt í einu vör við að kúlnahríðin frá rúss nesku byssunum rigndi í kring um okkur. Við snerum því við. Við hjeldum þá, að við værum komin inn í víglínuna, en svo var ekki. Enn á ný er haldið af stað. Við ókum það sem eft- ir var nóttu. Við heyrðum glögg lega skothríðina. Um morgun- inn var okkur sagt af liðsfor- ingja, sem var í bílnum, að þetta væri tilgangslaust fyrir okkur. Við skyldum reyna að flýja til Englendinga, þeir væru þarna skammt frá. Rússar voru þá svo nálægt okkur, að nokk- uru eftir að við skildum við bílinn og hermennina, heyrðum við glögglega er þeir skutu af byssum sínum. Við stefndum á stöðvar Breta. Á vegi þeim, er leið okkar lá um, dundi skot- hríð Rússa. Eftir veginum flýði fólk svo þúsundum skifti. Þarna voru konur með börn síns, far- lama gamalmenni og særðir her menn. — Á hverju augnabliki kom sprengikúla niður í mann- fjöldann og drap fjölda fólks. Við urðum að leita skjóls utan við veginn eða bak við trje. Alt var betra en að véra á vegin- um. Þá sáum við stóra hópa stríðsfanga, sem verið var að flytja frá fangabúðum. Allt var þetta hvað innan um annað. Þarna voru hermenn, er kastað höfðu öllum vopnum sínum. Þeir reyndu að komast í föt óbreyttra borgara, því að sagt var að borgaralega klætt fólk myndi sleppa strax heim aftur. Flugvjelar gerðu steypi- árásir á fólkið. Flóttafólkið skifti þúsundum. Loks komumst við til stöðva Breta. Þar biðum við í þrjá daga eftir að herstjórnin tæki okkur í sínar vörslur. Þarna var mikið að starfa. — Stanslaus straumur af þýskum stríðs- föngum bæði til og frá stöðv- unum. Loks kom röðin að okk- ur. Jeg sýndi skilríki fyrir því, að jeg væri fædd hjer á íslandi. Var mjer þá sagt að fara til stöðva þeirra er sjá um útlend- inga. Þar vorum við enn í nokkra daga. Þá var okkur komið fyrir hjá sænskum presti. Loks tókst mjer að komast í sambandi við Lúðvíg Guð- mundsson í gegnum sænska Rauða Krossinn. Jeg fór svo frá Lúbeck, en þar bjó sænski prest urinn fyrir þrem vikum. — Hvað ætla börnin yðar að taka sjer fyrir? — Elsta barnið er Inga. Hún hefir lært tækniteikningu, að- allega við húsateikningar. Sig- rid þar næst. Hún var í kennara skóla og Victor 1'6 ára, hann var í framhaldsskóla. Jeg vil helst að þau fari aldrei út aft- ur, segir frú Helga Múnch að lokum. Jeg vil að dæturnar fái vinnu, en að Victor haldi áfram að læra. Yngsta barnið er sjö ára gamalt. Sv. Þ. Matsveina- og veitinga- þjónastjettinni bætast nýir starfskraftar Sjö matreiðsiumenn og 5 veitingaþjónar Ijúka prófi á Þingvöllum. > Á MIÐVIKUDAG var blaða- mönnum ásamt fleiri gestum boðið til Þingvalla, en þann dag áttu nemar í matreiðslu- og framreiðsluiðn að þreyta próf sitt í Valhöll. Mun það í fyrsta sinn, sem próf er tekið í þeim iðngreinum hjer á landi, og má því segja að drjúgt spor hafi verið stigið í áttina til þess að reyna að bæta úr því ófremdar ástandi, sem lengi hefir ríkt í veitingamálum þjóðarinnar, og eiga þeir þökk skilið, sem frum kvæðið hafa átt að því. — Þegar gestir komu til „Val hallar“ var setst að snæðingi, og snæddur hádegisverður. Jón Guðmundsson á Brúsastöðum, mælti nokkur orð og bauð gesti velkomrfá. Þegar menn höfðu etið sig metta af kræsingum þeim, er á borðum voru, var far ið að skoða sig um. Sýndi Jón á Brúsastöðum gestunum hvar hann hefði hug á að reist yrði framtíðargistihús á Þingvöllum. Er það á fögrum stað niður við vatnið, spölkorn frá Silfru. •— Kvað hann það mjög aðkallandi að fyrirmyndargistihús kæmist upp á Þingvöllum hið fyrsta. — Kl. 7 var svo aftur setst að snæðingi. Stjórnaði Jón á Bcúsastöðum hófinu, og þegar hann hafði mælt nokkur orð, tók Friðsteinn Jónsson, formað ur Matsveina- og veitingaþjóna fjelags íslands, til máls. Rakti hann sögu fjelagsskaparins, og kom víða við. Gat hann þess að stutt væri síðan íslenskir menn hefði farið að leggja það fyrir sig að verða matreiðslumenn og veitingaþjónar •— það hefðu mest megnis verið Danir, sem int hefðu þau störf af hendi hjer á landi áður fyr — og lengi framan af hefði starf þetta feng ið litla viðurkenningu. Þakkaði hann það dugn- aði ötulla brautryðjenda, hváð nú hefði áunnist í þessum málum, en af þeim mun helst bera að nefna þá Ólaf Jónsson bryta, Jón Bogason, Jónas Lár usson og Theódór Jónsson. — Mun Ólafur Jónsson hafa átt mestan þátt í því, að árið 1927 var undirbúningur hafinn und ir stofnun Matsveina- og veit- ingaþjónafjelags íslands, en með fjelagsskap þeim fengu starfsmenn í þessum greinum aukin í-jettindi og bættan aðbún að. Og höfum við nú komist það langt áleiðis, sagði Friðsteinn, að við höfum fengið iðnráðið til þess að viðurkenna störf þessi sem iðn. Kvað hann þennan dag marka tímamót í sögu stjettar innar, því að þetta væri í fyrsta sinn sem próf væru tekin í þess um iðngreinum hjer á landi, og almenningur væri nú farinn að viðurkenna, að stjett þessi inti af höndum mikilsvert starf í þágu þjóðarinnar. Var gerður gþður rómur að ræðu Frið- steins. Margir fleiri tóku til máls, þessir m. a.: Guðmundur H. Jónsson, formaður Meistarafje lags matsveina og veitinga- þjóna, Guðrún Eiríksdóttir mat selja, Pjetur G. Guðmundsson, formaður Iðnráðs Reykjavíkur, sem bauð hina nýju meðlimi velkomna í iðnaðarmannastjett landsins, Ragnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Sambands gistihússeigenda og veitinga- manna, Hjörtur Nielsen, yfir- þjónn á Hótel Borg og Jón H. Guðmundsson, ritstj. „Vikunn- ar“, sem þakkaði fyrir blaða- raenn. Að lokum mælti Jónas Lárusson, framkvæmdastjóri KEA-hótelsins á Akureyri, nokkur orð til hinna nýútskrif uðu matreiðslumanna og veit- ingaþjóna og gaf þeim ýms heil ræði, en hann mun geta talað af reyrtslu, því að hann hefir starfað 42 ár við þessa iðn. Hjer fara á eftir nöfn þeirra, er próf þreyttu í matreiðsluiðn: Þorgeir Pjetursson, Kristján Ásgeirsson, Sveinsína Guð- mundsdóttir, Hólmfríður María Jensdóttir, Þórður Sumarliði Arason, Böðvar Steinþórsson og Kjartan Guðjónsson. — Próf nefnd var skipuð þessum mönn- um: Þóri JónsSyni, sem var for- maður, Ludvig Petersen og A. Rosenberg. Þessir tóku próf í fram- reiðsluiðn: Stefán Þorvalds- son, Theodór Ólafsson, Árni Guðjón Jónsson, Trausti Magn- ússon, Tryggvi Steingrímsson. Prófnefndina skipuðu: Stein- grímur Jóhannesson, Edmund Eriksen og Helgi Rosenberg. Var maturinn fjölbreyttur og ljúffengur, borðskreytingar smekklegar og framreiðslan öll hin prýðilegasta, svo að auð sjeð er, að stjettinni hefir þarna bættst álitlegur hópur góðra starfsmanna. Það var Matsveina- og veit- ingaþjónafjelag íslands, sem gekkst fyrir því, að próf þetta var þreytt, og hafa margir, bæði einstaklingar og fjelög, stuðlað að því með gjöfum, að það yrði sem myndarlegast. Gandhi lasinn enn London í gærkvöldi. GANDHI er nú lasinn af in- flúensu og gat því ekki sótt fund þann, sem leiðtogar Kon- gressflokksins indverska hjeldu í Bombay í dag, til þess að ræða um tillögur Attlee og Wavells um sjálfstjórn handa Indverjum. Hafa læknar Gand- hi skipað honum að halda kyrru fyrir, og mun hann því ekki heldur geta sótt fundinn, sem verður haldfnn á morgun. •— Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.