Morgunblaðið - 22.09.1945, Side 8

Morgunblaðið - 22.09.1945, Side 8
8 MOROUNBLAfWfi Laugardagiir 22. sept. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. í’ramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) / » Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands. I lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Níðhöggarnir eru að ÞEIR HALDA áfram herferðinni gegn Eimskip, níð- höggarnir í Tímanum. Síðasta „innlegg“ þeirra í þessari þokkalegu iðju er greinin í föstudagsblaði Tímans, þar sem segir, að S. í. S. hafi rofið „skarð í einokun Eimskipa- fjelagsins” með timburkaupum í Svíþjóð og leiguskipum þar til þess að flytja timbrið til íslands. Það hafi haft þær verkanir, að verð á timbri lækki um 30—40%. Það þurfti engan Tímaspeking til að fræða landsmenn um, að strax og unt yrði að fá timbur frá Svíþjóð, myndi verð á þessari vöru stórlega lækka. Þetta var ríkisstjórn- inni ljóst snemma s.l. vetur og þess vegna lagði hún áherslu á í viðskiftasamningunum við Svíþjóð, að tryggja landinu eins mikið af timbri þaðan og fáanlegt_var. ★ Það ætti vissulega að vera fagnaðarefni allra lands- manna, að tekist hafði að fá timbur frá Svíþjóð og þar með tryggja landsmönnum þessa vöru með miklu hagkvæm- . ara verði en áður. En það sýnir best innræti ritstjóra Tímans, að hann skuli nota þetta til árása á Eimskip. Hvað hefir Eimskip hjer til saka unnið? Jú, Tíminn segir, að vegna þess að Eimskip okri á flutningsgjöldun- um, þá sje ekki aðeins þessi vara (timbrið), heldur allar vörur 30—40% dýrari en þær myndu vera, ef t. d. S. í. S. _eða Ríkisskip hefði flutningana. Hvað er hæft í þessari fullyrðinu Tímans? Flutningsgjöldin frá Eimskip á eftirtöldum vörum, eru sem hjer segir pr. smálest: Matvöru og fóðurvörum kr. 134.10, sykri kr. 164.95 og áburði kr. 171.60. Er hjer verið að okra á flutningsgjöldum á aðalnauðsynjum lands- manna? Það liggja fyrir nákvæmar skýrslur frá s.l. ári um, hvað raunverulega kostaði Eimskip að flytja þessar vörur til landsins og er þar sundurliðað fyrir hvert skip, bæði eigin skip fjelagsins og leiguskip. Og hver var gróð- inn? Utkoman var sú, að beint tap Eimskips á flutningi þessara var nam um 6.6 miljónum króna! Sjá vitanlega allir heilvita menn, að ef Eimskip á að geta staðið undir slíku stórtapi við flutning brýnustu nauðsynja landsmanna, verður fjelagið einhversstaðar að vinna tapið upp. Og það hefir Eimskip getað fram að þessu, með því að viðskiftaráð og verðlagseftirlitið hefir leyft hærri farmgjöld á ýmsar aðrar vörur. Ef Tíminn vill koma því til leiðar, að S. í. S. taki að sjer að flytja matvöru, fóðurvöru, sykur og áburð fyrir sama flutningsgjald og Eimskip gerir nú, myndi það ljetta mikilli byrði af Eimskip. En sennilega yrðu sjóðir Sambandsins, þótt gildir sjeu, fljótir að fara, ef slík kvöð yrði á það lögð, án þess að nokkuð kæmi á móti. ★ í rúgi sínum gegn Eimskip hafa Tímamenn komið því til leiðar, að borist hafa mótmæli utan af landi gegn „um- hleðslufarganinu” í Reykjavík. Þar er verið að gefa í skyn, að vegna þess að megnið af allri vöru er sett í land í Reykjavík, verði verslanir úti á landi að sæta afarkjörum hjá Eimskip. Við þetta er það fyrst að athuga, að Eimskip á enga sök á því, að varan er sett á land í Reykjavík. Um alla skömtunarvöru (matvöru o. fl.) er það að segja, að hún er flutt til landsins í stórslumpum, oft heilum förmum, og segir skömtunarskrifstofa ríkisins til um, hvert varan skuli fara. Hitt er beinn rógur, að halda því fram að Eimskip láti -verslanir úti á landi sæta afarkjörum á þessum umhleðslu vörum. Hið sanna er, að Eimskip kostar allan flutning á vörunum til hafna úti um land, hvort sem þær fara með strandferðaskipum eða eigin skipum fjelagsins. Viðtak- andi greiðir aðeins uppskipun í Reykjavík og vörugjald til hafnarinnar, en útskipun og flutningskostnað til á- kvörðunarstaðar annast Eimskip, viðtakendum að kostn- aðarlausu. Tíminn ætti að upplýsa hið sanna í þessu og hætta þess- um sílfelda rógi um Eimskip, ÚR daglega lífinu I'jölgar í bænum. ÞAÐ ER farið að fjölga tals- vert í bænum. Fólkið er að koma heim úr síldinni og öðrum sum- arstörfum, en mest ber þó á unga fólkinu, sem sækir skóla bæjar- ins. Skólafólkið er hreint ekki óverulegur hluti af bæjarbúum á veturna og það setur sinn svip á bæinn sem von er. Ekki veit jeg hvort nokkur hefir tekið það saman, hve skólafólk er margt i framhaldskólum í bænum, en það skiftir ábyggilega þúsundum. Það birtir yfir bæjarlífinu þeg ar alt þetta unga fólk kemur á haustin. Fólkið á götunum er að jafnaði yngra og glaðværara og sama er að segja um skemtan- ir. Það er gaman að fá alt þetta unga fólk og við, sem hjer erum alt árið, bjóðum það innilega vel- komið til bæjarins og vonum að það kunni vel við sig og sækist námið vel. • Eins og fje í rjett. FJELAGSMÁLARÁÐHERR- ANN okkar, hann Finnur Jóns- son ,hefir fundið fyrir því, að það er illur aðbúnaður, sem flugfar- þegar hjeðan frá Islandi eiga við að búa á Keflavíkurvellinum, þó hann segði ekki berum orðum í viðtali við blaðamenn á dögun- um, þá mátti lesa milli línanna, að farþegar væru reknir eins-og fje i rjett, í einhvern ljótan og leiðinlegan skúrræfil í Keflavík- urhrauni og þar yrði það að dúsa þar til flugvjelarnar færu. Það var gott að ráðherrann skyldi benda á þetta. Hjer í dálk unum hefir verið hamrað á því, að koma þyrfti upp góðri bygg- ingu þarna við flugvöllinn fyrir farþega, sem koma til landsins, eða fara frá því. Vantar veglega flugstöð. GAMAN hefði verið, að ráð- herrann hefði bætt við, er hann var búinn að benda á óhæfuna: „Já, þannig er ástandið, góðir hálsar. Það er alveg ófært og ekki mönnum bjóðandi. Á næsta þingi ætla jeg að bera fram til- lögu um, að við Keflavíkur-flug- völlinn verði reist vegleg flug- stöð. í þessari flugstöð skal vera salur einn mikill, þar sem ferða menn geta beðið eftir flugferð- um og kvatt ættingja og vini. — Með fram veggjum hins mikla salar verða borð, eða básar fyr- ir hin ýmsu flugfjelög, þar sem afgreiðsla fer fram og upplýsing ar eru gefnar um flugferðir. Þar skal og vera verslun, sem versl ar með ýmislegt, sem ferðafólki kemur vel, að geta fengið. Þar á líka að vera verslun, þar sem ferðamenn geta fengið keypta góða minjagripi um komu sína til landsins. Veggir þessa mikla salar skulu vera skreyttir „fresko“ málverk um eftir okkar bestu listamenn og sýna atburði úr sögu íslands og atvinnulífi. í sambandi við flugstöðina á einnig að vera veitingasalur, þar sem þreyttir ferðamenn geta fengið hressingu, vel fram borna, við hæfilegt verð“. En ráðherrann sagði þetta ekki. Hann sagði bara: Okkur kemur þetta ekki við. r • Því ekki? HVERS VEGNA kemur okkur þetta ekki við? Eigum við ekki að taka við flugvöilunum og rekstri þeirra, að svo miklu leyti, sem það er á okkar valdi, þegar þar að kemur? Jeg man ekki betur, en að eitt bæjarblaðið hafi nýlega tekið fram sitt feitasta letur til þess, að benda á þá Skoðun sína, að það væri hneyksli, að við tækj- um ekki við flugvallarekstrinum þegar í stað. Þetta blað stendur nærri flugmálastjóra ríkisins, eða flugmálastjóri ríkisins stendur nálægt þessu blaði, að minsta kosti þegar hann hefir eitthvað frjettakyns að færa þjóðinni. Að vísu var ekkert á það minst hvernig við ætluðum, að fara að því að reka flugvellina með eigin mönnum, en hitt var sagt, að við gætum ekki talist sjálfstæð þjóð á meðan við ijetum útlenda menn stjórna flugvöllum á okkar landi. Sennilega eru skiftar skoðanir um það, hvort við erum færir um að taka að öllu leyti að okk- ur stjórn flugvallanna, sem not- aðir eru til millilandaflugs. En hitt ætti ekki að vera skiftar skoðanir um, að farþegum beri að fá eins góðan aðbúnað, eins og hægt er að veita þeim á -flug- völlunum. Dómkirkjan. ÞESS SKAL getið, sem gert er. Það hefir svo oft verið nöldrað yfir því þegar dómkirkjan okkar hefir ekki verið hrein og klukk- an hefir gengið skakt eða verið óhrein, að það er sjálfsagt að minnast á og benda fóiki á, þeg ar vel er gert. Unnið hefir verið að því und- anfarið að mála alla kirkjuna að utan og ennfremur er verið að mála klukkuskífurnar drifhvítar og mála nýja tölustafi. Jeg segi það enn og aftur, að dómkirkjan okkar er falleg þeg- ar henni er vel við haldið. Þökk sje þeim er því hafa ráðið, að kirkjan hefir verið máluð. — Nú þurfum við bara að fá góð Ijós á kirkjuklukkuna í vetur. • Lokun B. S. í. Frá Sigurjóni Danívalssyni hef ir mjer borist eftirfarandi: „VEGNA umkvörtunar eins borgara um lokun stöðvarínnar B. S. í. aðfaranótt laugardagsins 15. þ. m., en þá átti stöðin að gegna næturþjónustu, leyfi jeg mjer að taka fram eftirfarandi: Ástæðan fyrir hinni skyndi- legu lokun var sú,- að þetta kvöld hjelt bifreiðastjórafjelagið Hreyf ill fund, en fundarefni var með- al annars umræður um að setja gjaldmæla í allar leigubifreiðir hjer í bæ. Jeg skal fúslega kann ast við það, að mjer var kunnugt um þennan fund nægilega snemma til þess að jeg hefði get að aflýst vakt þessa nótt. — En það hefir nú oft reynst þannig, að þótt fjelagsfundir hafi verið haldnir hjá bifreiðastjórum, að þá hafa venjulega svo fáir bif- reiðastjórar mætt frá B. S. í., að við höfum ekki þurft að loka þessvegna. En í þetta skifti reiknaði jeg skakkt. Rjett-fyrir kl. 11 þetta umrædda kvöld, hringir af- greiðslumaður okkar heim til mín og tjáir mjer að allir niunu hópast á fund bifreiðastjóra þessa nótt og tilgangslaust sje að hafa stöðina opna. Svo jeg ákvað að loka, en bað afgreiðslumanninn jafnframt að tilkynna þetta lög- reglunni, í því tilfclli ef slys bæri að höndum, að þá vissi lög- reglan að ekki væri aðstoðar von af hálfu stöðvarinnar". Rvík, 20. sept. 1945. S. Danívalsson. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI í NÓVEMBERMÁNUÐI 1943 komu utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna, Stóra-Bretlands og Ráð stjórnarríkjanna sjer saman um, að nokkrir stríðsglæpamanna hefðu framið svo stórkostleg af- brot og svo víðtæk, að ekki kæmi til mála, að þeir yrðu dæmdir af einni þjóð aðeins. Þeir lögðu á ráðin um alþjóðarannsóknardóm til þess að rannsaka mál allra meiriháttar stríðsglæpamanna. — Þeir settu nefnd á laggirnar til að gera skrá yfir glæpamennina og ræða það, eftir hvaða lögum ætti að dæma þá. Eftir næstum tveggja ára vangaveltur og laga- þrætur, birtu hinir fjórir stóru (Frakk)and er nú talið með) fyr- ir röskum hálfum mánuði fyrsta listánn yfir stríðsglæpamenn þá, er taka á til yfirhðyrslu í haust. Að AdoJf Hitler dauðum, skip ar Hermann Göring efsta sætið í þessum lista. Næstur honum er Rudolf Hess (röðin fer væntan- lega fremur eftir |>ví, hversu mikil sökin er heldur en stafrófi) sem einu sinni var hinn kjörni eftirmaður foringjans. Þá fyrr- verandi utanríkismálaráðherra Joachim von Ribbentrop, Franz von Papen, gamall „diplomatisk ur“ njósnari úr tveim styrjöld- um, Walther Funk, sá er stjórn- aði viðskiptastríði Þjóðverja og Hjalmar Schacht, fjármálaspek- ingur nasista. Ef lengra er hald ið áfram niður eftir listanum, koma nöfn ýmsra ofstækismanna innan nasi.staflokksins svo sem Alfreds Rosenberg, hins andlega kenniföður stefnunnar, Juliusar Streicher, heiftúðugasta Gyðinga hatáPans og Roberts Ley, þegs er veitti vinnufylkingunni forystu. Landstjórarnir í hernumdu lönd unum og hjeraðsstjórarnir —j (Gauleiter) eiga einnig von á yf- irheyrslum. Sama er að segja um aðalherforingjana og flotaforingj ana, sem höfðu samvinnu við nas istana. Gustav Grupp von Bohlen und Halbach, forstjóri hinna miklu Kruppsverksmiðja, er eini iðjuhöldurinn á listanum enn sem komið er. Martin Bohr- mann, staðgengill Hitlers var sá eini af þessum mönnum, sem enn hafði ekki verið tekinn til fanga, en þó hafa Rússar gefið í skyn, að hann væri kominn í þeirra vörslu. Flestir fanganna biðu dóms síns í einmenningsklef um hins mikla borgarfangelsis í úthverfi Nurnberg. Svo til allir tilbiðja þeir enn Adolf Hitler, en að minsta kosti helmingur þeirra hefir nú sýnt töluverðan trúará- húga. Dr. Hans Frank, hinn slótt ugi landstjóri í hinu hernumda Framhald é 8, fíðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.