Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. sept. 1945 Vilja ehki minnka flotann Vegna ummæla, sem fram hafa komið um það í Banda- ríkjunum, að floti þeirra þurfi ekki að vera nema 300 skip als, þar af 11 orustuskip og 15 flugvjelaskip, hefir James Forrestal, flotamálaráðherra, látið svo um mælt, að það nái ekki nokkurri átt, að Banda- ríkjamenn fari að minka flota sinn. Sagði ráðherrann, að Bandaríkjamenn ætluðu að hafa flotastöðvar á öllum eyj- um umhverfis Japan, og einn- ig að halda öðrum bækistöðv- um, sem Bandaríkin hefðu nú, og hægt væri að halda. Flotamálaráðherrann sagði ennfremur, að atomsprengjan hefði ekkert rýrt gildi flot- anna. Hann kvað Bandaríkin þurfa að hafa minst 12.000 flotaflugvjelar og væri nú ver- ið að gera atómsprengjur, sem væri hægt að varpa úr slíkum flugvjelum. — Reuter. Danir vilja berjast enn London í gærkvöldi. TUTTUGU Danir, sem, eftir að land þeirra hafði verið frels að, vildu endilega berjast við Japana, ganga líklega í breska herinn eftir samninga milli dönsku og bresku stjórnanna. Verða þeir skráðir í Kaup- mannahöfn af breskum liðsfor- ingja til þjónustu þann tíma, sem her þarf að hafa undir vopnum. Þjónustutíminn er talinn verða tvö ár. Verða þeir þvínæst sendir til æfinga í Bretlandi og síðan fengin staða við þær herdeildir, sem hæfi- legastar þykja fyrir þá, en sendir til Danmerkur að end- uðum þjónustutíma. — Reuter. Nýstofnað hlutafjelag, er nefnist Bátasmiðjan Knörr h.f. (P. Wigelund o. fl.), hafa sótt um landrými við Elliðaárvog eða Kleppsvík fyrir skipasmíða stöð. Höfum fyrirliggjandi 2 Westinghouse loftpressur með 3/4 ha. mótor. Nánari uppl. hjá okkur, * Lárus Oskarsson & Co. Kirkjuhvoli. — Sími 5442. Amerískir . $ 4 V t * $ I 4 $ t V <* t t Herra- vetrarfrakkar í úrvali. \Jeró(. JJcýid(JJacobsevi Laugaveg 23. *> - Tvöfeldni og hræsni Blaðamaðurinn Framh. af bls. 2. sveitunum“. Og loks segir: „Reykvíkingar! Svarið þessum lýðskrumurum í dag. Sviftið Sjálfstæðisflokkinn meiri hlut- anum í bæjarstjórn Reykjavík- ur! Kjósið B listann!“ Reykvíkingar svöruðu: Framsóknarmenn voru þurkað ir úr bæjarstjórn Reykjavíkur Þegar þetta gerðist var heild söluverð á I. fl. dilkakjöti kr. 3,20, á II. fl. 3,05 kr. og kr. 2,90 á III. fl. Á mjólk var verð- ið á verðjöfnunarsvæði Reykja víkur og Hafnarfjarðar, útsölu verð 0.92 kr. pr. líter í brúsa- máli og 0,97 kr. pr. líter í flösk um Á þessum tíma voru bændur landsins skuldum hlaðnir og illa staddir eftir langvaijandi halla- rekstur undir stjórn Tíma- manna. Þá fanst þessum valda- sjúku ráðamönnum hræðilegt ábyrgðarleysi ‘og lýðskrum af mjer og Þorsteini sýslumanni, að vilja rjetta bændanna hag, en þar með var ekki nóg; þeir höfðu látið Pál Zophoníasson fella ár eftir ár tillögu frá Jóni Árnasyni í kjötverðlagSnefnd um lítilsháttar leiðrjettingu. Vafalaust væri ástandið óbreytt ef Tímamönnum hefði aldrei verið hrundið frá yfirráðum í landbúnaðarmálum. Þá hefði kjötverð verið lögfest í 3,20 kr. pr. kg. og kaupgjald á þann veg, að numið hefði 1—200 millj- ónum kr. á setuliðsvinnunni einni saman. Páll Zoph. reynir með blekk- ingarvaðli í Tímanum að rjett- læta gerðir sínar. Hann segir, að sexmannanefndarverðið hafi verið reiknað út alt til ársins 1934 og sjá: Alt sem hann gerði var harla gott! En hver reiknaði? Ekki hagstofustjór- inn, Hann hefir aðeins reiknað verðið aftur til ársins 1939. — Máske að P. Z. hafi sjálfur reiknað verðið hin árin. — Þá fara bændur að skilja, að þeim bar ekki meira en kr. 8.42 fyr- ir dilkinn 1934, eins og Páll skamtaði þeim. Nú eru nálega allir bændur lausir úr skuldum. Margir þeirra eiga auk þess Tnokkra fjárupphæð til brýnustu um- bóta. Tímamenn hafa tapað völdum vonandi um aldur og æfi. Þá tala þeir ekki um lýð- skrum mitt og Þorsteins sýslu- manns, sem Reykvíkingum beri að hegna Sjálfstæðisflokkn um fyrir. Nú þykir þeim óhæfa hin allra mesta, að ákveða ekki hærra útsöluverð á nýmjólk en 1.82 pr. ltr. og kr. 9.52 pr. kg. á dilkakjöt í heildsölu. Nú á að telja bændum trú um, að þetta hefði verið hærra ef Tímaliðið hefði ráðið. Nú er gert ráð fyr- ir, að bændur sjeu svo mikil flón, að þeir sjeu búnir að gleyma syndaferii Tímaliðsins. Nú eru 5 af hygnustu og best metnu bændum landsins róg- bornir sem svikarar af því að þeir vilja ekki verða til þess að sþrengja markaðinn eftir kröf- um og ráðleggíngum ábyrgðar- lausra gasprara. Má með sanni segja, að þessi kaflinn í æfisögu þeirra Tímapilta sje til lítillar prýði. Margir voru kaflarnir í sögu þeirra svartir og sóðalegir og þykir þeim ef til vill lítið muna um viðbótina. Má og segja að ekki sjái svo mikið á svörtu. J. P. - Alþj. vetlv. Póllandi, er ákafastur þeirra við lestur á heilagri ritningu. Streic- her er sá þeirra, sem einna sein- ast virðist ætla að iðrast. Göring var hinn rólegasti, ef undan eru skildar hinar háværu umkvartan ir hans yfir fæðinu fyrstu dagana eftir handtökuna. Nicholas Horthy aðmíráll er að sögn yfir- fangavarðarins, sá eini er sýnir verulegan hroka. Hann hreytti út úr sjer við varðmennina: — Minn ist þess, að jeg er ríkisstjóri í Ungver j alandi. Þegar kemur fram á haustið, vonast bandamenn eftir, að hægt verði að flytja stríðsglæpamenn- ina frá fangelsinu til dómhallar- innar í Nurnberg. Á þriðju hæð í þessu húsi, í rjettarsal, sem hef ir verið stækkaður svo að hann er nú 90x40 fet, munu nálægt 500 manns gæta hinna fyrstu alþjóða stríðsglæpamanna, sem nokkurn tíma hafa verið leiddir fyrir rjett í sögunni. BEST AÐ AUGLYSA f MORGUNBLAÐINU Framh. af bls. 7. rópuvígstöðvunum í fyrra sumar, afsakaði hann sig fyrir hermönnunum á þeirra eigin máli. „Jeg er búinn að fá nóg“ skrifaði hann. Þeir skildu hann. Þrisvar sinn- um hafði það komið fyrir hann, á ítalíu, í Frakklandi og í Afríku, að sleppa lif- andi eins og af einhverri hendingu. Ef hann heyrði eitt skot í viðbót, skrifaði hann, éða sæi eitt lík enn misti hann vitið. En víg- stöðvarnar verkuðu á hann eins og segull — í þetta skipt ið voru það Kyrrahafsvíg- stöðvarnar. „Jeg fer ein- göngu vegna þess, að jeg er tilneyddur, og jeg hata þetta alt saman“, skrifaði hann frá San Francisco. Á smáeynni Ye fann hann þá hvíld, er hann hafði leitað með litlum árangri í heim- sókn sinni 4il heimkynn- anna í New Mexico síðast liðið sumar. Skömmu eftir fall Pyles, fluttu aðdáendur meðal her mannanna lík hans úr skurð inum við veginn og það enda þótt stórskotaliðið hjeldi uppi látlausri skot- hríð á þetta svæði. Hið töfr- andi bros v^f horfið, en and litsdrættirnir báru vott um ró, er þessi ágætismaður sjaldan naut hin síðari ár sem hann lifði. Þeir lögðu líkið á börur og báru þær til hins, opin- bera grafreitar á Ye og grófu það með hernaðarlegri viðhöfn. Þetta gátu þeir gert formlega með því að Pyle hafði um skamman tíma verið í þjónustu flot- ans í síðasta stríði. En þeir vissu, að þeir voru að jarð- setja einn úr þeirra hópi. Þeir vissu, að orustan sem hann fjell í, var ekki nein úrslita orusta í hinni miklu styrjöld. En eins og hann hafði svo oft sjálfur sagt og lagt áherslu á: „Sú orusta, sem hermaðurinn týnir lífi í, er úrslitaorusta, hvaða þýð ingu, sem hún annars kann að hafa á ganga styrjaldar- innar“. Þessa grafskrift gerði hann á legstaði hinna föllnu. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiMiiiiiiiiii ■■■■■■■■■■■■■■ Jfm ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ I ■ ■■V 5W .•■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■faS-a■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■• * ^ Efttr Robert Sform a VOU MfAN VZE COVER BETS ON TUE EXACT T/ME Z/HEN THEV PULL /NTO THE STATION ? v SAVf "áOLPPLATETHtS /S TERRIFIC! THE WHOLE COUNTRV'LL BE PLAYING TH/S CHOO-CHOO OAME ! HOW PtP VOU THINK — OF !T ? í rmwémm W the boss f FIGUREP> THAT WITH HOPSE- RAC/NG OUTt IRON HORSES WERE /N. HAt HA! > tic, lur., \X'or!d rights rcservcd. 11 Iiá Glæponinn: Hvernig er hægt að veðja um, hve- nær járnbrautalestir koma? Hvaða vit er í því. —- Gullskalli: Allar lestir koma á vissum tíma. Ann- aðhvort fylgja þær áætluninni, eða eru á eftir. ■— Þú meinar að maður veðji hvort þær komi á stöðina á rjettum tírrta? Gullskalli: Jú, það er mergur málsins. — Annar glæpon: Þetta er nú meiri hugmyndin. Það fer hver einasti maður að taka þátt í þessum leik. Hvernig gat þjer dottið í hug? — Enn einn: Húsbóndin sá, að þegar ekki var lengur hægt að veðjá á vanalegar bykkjur, þá vséri þó altaf hægt að veðja á járnbykkjur, haha! .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.