Morgunblaðið - 22.09.1945, Side 14
11
•I
SfORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. sept. 1945
JÓNATAN SCRIVENER
(Jfitir (Jlaade ^JJouejhton
31. dagur
„Nei — jeg ætla að fá það
sama og þjer“, svaraði jeg —
haldinn hugrekki þess fáfróða.
„Jeg fór einu sinni hingað
inn með manni, sem hafði dval
ið mörg ár í Japan — og hann
sagði, að maturinn væri ósvik-
inn“.
„Er yður sama, þótt jeg. tali
dálítið um Serivener?“_
spurði jeg, þar eð jeg sá, að jeg
yrði að taka ráðin í mínar hend
ur, ef jeg ætti eitthvað að græða
á viðræðunum við Rivers.
„Nei. Byrjið þjer bara. —
Betty!“
Síðasta orðið hrópaði hann af
öllum lífs og sálar kröftum, og
var því beint að ungri stúlku,
sem stóð út við dyrnar, og
horfði í kringum sig. Hún kom
að borðinu til okkar. Hún var
falleg, en bersýnilega mjög ann
ars hugar.
„Sæll, Ant“, sagði hún, við-
utan. „Hefirðu sjeð Ike?“
„Nei — frjetti að hann væri
dauður“, svaraði Rivers hvat-
skeytlega.
„Hvenær? Ekki í dag?“
„O-nei — fyrir um það bil
mánuði“.
„Þá er alt í lagi“, ansaði
Betty — en virtist samt ekkert
sjerlega hrifin. „Jeg var með
honum í gær. Jeg man ekki,
hvort hann sagðist ætla að hitta
mig hjer, á Chinese eða Indian.
— Hæ! — Þarna er hann. Verið
þið sælir!“
„Þetta er stórgáfuð stúlka“,
tók Rivers til máls, en jeg minti
hann á, að við hefðum ætlað að
tala um Scrivener.
„Já — auðvitað! Talið þjer
— jeg hlusta“.
Jeg skýrði fyrir honum, að
eins og eðlilegt væri hefði jeg
áhuga á því að heyra sem mest
um Scrivener, og spurði hann
að því, hvort þeir hefðu hittst
oft í París. '
„Nei — við hitturrtst ekki
oft“, svaraði ha'nn. „Jeg tók að
mjer að reka þar 'dálítið erindi
fyrir mann hjer í borginni. —
Hann greiddi fyrir mig ferða-
kostnaðinn. Jeg átti að koma
fyrir hann skjölum til konu
einnar, og hjá henni rakst jeg
á Scriv“.
„Var konan falleg? Jeg spyr
ekki að ástæðulausu“.
„Hvort hún var falleg!“ hróp
aði Rivers. „Augu hennar voru
eins og undirskálar og rödd
hennar — ja, hún var eins og
þegar þjöl er dreginn eftir járni
Guð minn góður! Hún dró okk-
ur með sjer til spámanns. Hann
átti að spá fyrir okkur. Jeg
hefði nú átt að fá ríflega þókn-
un fyrir minn spádóm í stað
þess að þurfa að borga sex
hundruð franka. Scriv virtist
sl^emta sjer konunglega — óg
daginn eftir örkuðum við ölk á
miðilsfund. Hafið þjer nokkurn
tíma verið á miðilsfundi?"
Jeg kvað nei við.
„Þeir geta verið býsna góð-
ir“, sagði hann, eins og ha'nn
væri að ræða um einhverja vín- |
tegund. „En á þessum fundi I
komumst við i tæri við hundleið j
inlega anda. Einkum og sjer íj
lagi var það einn, sem gerði
mjer gramt í geði. Það var kerl
ing, sem fræddi feitan Englend
ing af miklum fjálgleik um það,
hvernig það væri nú, að vera
hjá guði. Mjer skildist, að mað-
ur þessi hefði verið eiginmaður
hennar meðan hún var hjer á
jörðunni. Hún tönglaðist í sí-
fellu á því, að hún væri svo
hamingjusöm og Lára frænka
væri hjá henni. Þegar fundinum
var lokið, spurði jeg Scriv, hvað
hann hjeldi um þessa Láru-
þvælu og andatrúarmennina
yfirleitt“.
„Hverju svaraði hann?“
spurði jeg.
„Hann sagði, að andatrúar-
menn vildu gera alheiminn að'
úthverfum jarðarinnar. — Jeg
var tvo daga að komast að því,
hvað hann hefði átt við og þeg-
ar það rann upp fyrir mjer, var
jeg staddur úti á miðjú Erma-
sundi, og áhuginn því farinn að
dofna“.
— Þegar hjer var komið, birt
ist fyrsti rjetturinn. Leist mjer
hann lítið girnilegur — einhver
samtíningur, þurr og lífvana.
Jeg áræddi að bragða á ein-
hverju, sem líktist ætisvepp,
komnum af ljettasta skeiði. En
það kom þá upp úr kafinu, að
það var hrár fiskur. Mjer til
mikillar furðu át Rivers þetta
með góðri lyst, á meðan hann
hjelt langa ræðu um það, hvern
ig ætti að koma í veg fyrir barn
eignir. Þessu næst reyndi jeg
að bragða á einhverju, sem mjer
fanst líkjast engifer. Jeg stakk
upp í mig vænum bita í þeirri
sælu von, að bragðið af hráa
fiskinum hyrfi. Samstundis
varð einskonar sprenging upp
í mjer og á næsta andartaki fylt
ust vit mín af þurru ryki. Eftir
þessar tvær tilraunir, steinhætti
jeg. Rivers veitti því enga at-
hygli, því að hann var nú hætt
ur að ræða um barneignirnar
og tekinn að tala um nýtísku
húsaskreytingar. Hann þagnaði
rjett á meðan hann fjekk sjer
vænan skerf af þessum lost-
æta rjetti, er líktist engifer. —
Þegar hann hafði hesthúsað
það, hallaði hann sjer aftur á
bak í stólnum og dæsti.
Jeg var nú tekinn að venjast
rökkrinu í herberginu, svo að
jeg gat greint fólkið, sem þar
var inni. Það voru alt Englend-
ingar eða að minsta kosti Ev-
rópubúar, og fanst mjer það
harla undarlegt í klæðaburði og
háttum. Einu Japanarnir, sem
voru sjáanlegir, voru þjónarn-
ir. Jeg var að hugsa um þetta
fyrirbæri, þegar súpan var bor
in á borð.
Hún var hvorki heit nje köld,
hrein nje óhrein, þykk nje
þunn, og í henni voru langar
tægjur, sem mintu ískyggilega
á sjálfdauða höggormsunga.
Rivers rjeðist að súpudiskinum
með mikilli græðgi. Það er und
arlegt hvað maður getur oft ver
ið huglaus, þegar maður er gest
ur einhversstaðar. Ef jeg hefði
verið veitandinn við þetta tæki
færi, hefði jeg sent súpuna aft,-
ur; fram í eldhúsið umsvifalaust,
en þar eð því var ekki að heilsa,
ákvað jeg að reyna að kýla
henni í mig. . . Hún var ná-
kvæmlega eins á bragðið og
lyktin úr gömlu fiskþrónni í
Brighton.
„Sumum finst þessi súpa
vond“, sagði Rivers.
„Jæja. Jeg er hræddur um,
að jeg sje einn úr hópi þeirra“,
sagði jeg afsakandi.
„Það var leiðinlegt. En þjer
skulið ekki fást um það. Það
eru margir rjettir eftir ennþá.
Þjer skulið reyna að borða
þetta sem flýtur í súpunni. Það
er skolli skemtilegt“.
Til allrar guðs blessunar fyr
ir mig, staðnæmdist maður við
borðið hjá okkur rjett 1 þessu
Hann var hár og renglulegur.
Hann lagði báða lófana á borð
ið, hallaði sjer þunglega áfram
og sagði: „Sæl-ir“. Þessi tvö at
kvæði duttu af vörum hans
eins og tveir þungir steinar. Eft
ir þá áreynslu, þagði hann líka
og starði sljógum augum á borð
dúkinn. Munnur hans var hálf
opinn, og lokkur úr röku hárinu
hjekk fram á ennið.
„Drottinn minn! Sep!“ hróp-
aði Rivers. „Jeg hjelt að þú vær
ir í Ameríku".
„Nei“. Gestur okkar þagði
lengi, eftir að hafa svarað
þessu. Loks lyfti hann höfðinu
örlítið og gaut augunum til Ri
vers. Mjer brá í brún, þegar jeg
sá, hvað augu hans voru rauna
leg.
„Þú ert alveg hættur að
skifta þjer af okkur“, sagði
hann. Því næst snerist hann á
hæl og gekk yfir í hinn enda
stofunnar.
„Þjer vitið auðvitað hver
þetta er?“ muldraði Rivers há-
tíðlegur í bragði.
„Nei — jeg er hræddur um
ekki“.
„Góði maður — þetta er
Septimus Heron!“ svaraði
hann. „Þjer hljótið að hafa les-
ið bækur hans. Munið þjer ekki
éftir því, að ein þeirra var gerð
upptæk fyrir skömmu? — Hún
hjet Illicit, eða eitthvað því um
líkt. En jeg náði í eitt eintak.
Það er mjög gaman að tala við
Sep. Hann er hræðilega tilfinn
inganæmur. Jeg þekti einu
sinni heilmikið af listamönn-
um. En segið mjer eitt — hvert
er álit yðar á ....“.
TAKE ME HOME
FOR TIRED, TENDER
BURNING FEET
MíM
Stríðsherrann á Mars
2>,
Dregur úr fótahita.
Inniheldur Amyloxin
Mýkir og læknar sára
fætur. En sá munur!
AMOLm
A TRCAT
*OR *££T
(44-11 E)
renýfaáaga
Eftir Edgar Rice Burroughs.
27.
Fyrir neðan lág þrep, kom alt í einu snörp beygja á
göngin, sem síðan lágu í sömu átt aftur, svo að þau voru
eins og S á þessum stað, en við af því tók allstórt her-
bergi. Var það illa lýst, og gólfið alþakið eiturslöngum
og öðrum viðbjóðslegum skriðdýrum.
Að hafa reynt að komast gegnum herbergi þetta, var
sama og að æða út í beina lífshættu, og um stund dró
úr mjer allan kjark. Þá datt mjer í hug, að einhvern-
veginn hefði Mathai Shang og förunautar hans komist
hjer um, svo jeg hlyti eins að geta það.
En ef jeg hefði ekki hlerað þetta litla af samtali Þem-
anna, þá hefðum við sjálfsagt vaðið út í þessa iðandi
hrúgu af eiturkvikindum, og hefði það verið ærið nóg
okkur báðum til bana.
Þetta voru einustu skriðdýrin, sem jeg hafði nokkru
sinni sjeð á Mars, en jeg sá hve lík þau voru steingerf-
ingum, sem jeg hafði sjeð í söfnum Helinum, og upp-
götvaði þannig, að þau voru als ekki útdauð. Svo voru
þarna fleiri, sem voru sjálfsagt Marsbúum gjörókunn.
Viðbjóðslegra samsafn af óþverraskepnum hafði jeg
aldrei áður augum litið. Það myndi verða þýðingarlítið
að reyna að lýsa þeim fyrir jarðneskum mönnum, en
eitur þeirra er ógurlega sterkt, — svo öflugt að skelli-
naðran jarðneska var eins og lamb í samanburði við
þessar skepnur.
Þegar kvikindin komu auga á mig tóku þau viðbragð,
til þess að reyna að komast að mjer, en námu staðar við
röð af radiumlömpum, sem settir voru á þrepskjöldinn,
— þau virtust ekki þora yfir ljó'sin.
Jeg hafði verið alveg viss um að kvikindin þyrðu ekki
út úr herberginu, og nú sá jeg að þetta hafði verið rjett
hjá mjer. Það, að engin skriðkvikindi voru úti á göng-
unum, var næg sönnun á þessu fyrir mig.
Jeg teymdi Woola frá, svo að kvikindin næðu ekki til
hfns, og fór svo að athuga herbergið með augunum,
eins vel og jeg gat þaðan sem jeg stóð. Þegar augu mín
vöndust rökkrinu, gat jeg smámsaman greint lágar sval-
ir á vegg herbergisins og þar uppi voru einnig nokkrar
dyr. Jeg fór eins nærri þröskuldinum, eins og jeg þorði,
LISTERINE
RAKKKEM
Viðskiptavinurinn: — Þessir
skór eru of þröngir og mjóir í
tána.
Skókaupmaðurinn: — En það
er tíska í ár að hafa þrönga skó
og mjóa í tána.
Viðskiptavinurinn: — En því
miður er jeg með samskonar
fætur og síðasta ár.
★
Framkvæmdastjórinn. — Held
ur þú, að þú vitir nóg til þess
að þú getir orðið að einhverju
liði hjerna á skrifstofunni?
Sendisveinninn: — Það er nú
líklega. Þar sem jeg var síðast,
var jeg látinn fara af því að jeg
vissi of mikið.
★
— Áður en þú fórst inn til
forstjórans, sagðistu ætla að fá
kauphækkun eða fá að vita á-
stæðuna að öðrum kosti,
— Já.
— Og hvað svo?
— Jeg fjekk að vita ástæð-
una.
★
Skoskur pórfessor í efnafræði
var að sýna Stúdentunum ýms-
ar sýrur og lýsa fyrir þeim eig
inleika þeirra.
— Takið þið nú vel eftir,
sagði hann, jeg ætla að láta
þessa tvo shillinga ofan í þessa
sýru. Haldið þið að hún leysi
málminn upp?
— Nei, svaraði stúdentinn.
— Nei? Kanske þú viljir
skýra það fyrir fjelögum þín-
um?
— Þá mundir þú ekki láta
shillingana ofan í.
Skoskt veitingahús kvað hafa
eftirfarandi áletrun á dyrun-
um. — Ef þjer eruð kominn yf-
ir áttrætt og í fylgd foreldra yð
ar, getið þjer fengið skrifað hjá
okkur.
★
Strætisvagninn var óvenju-
lega fullur þennan dag. Farþegi
sem sat næst glugganum, beygði
sig alt í einu niður og gróf höf
uðið í höndum sjer.
— Eruð þjer veikur? Get jeg
gert nokkuð fyrir yður? spurði
sá, er næst honum sat.
— Nei, það er ekki það, jeg
þoli bara ekki að horfa upp á
gatplar konur standa svona í
bíl.