Morgunblaðið - 03.10.1945, Page 1

Morgunblaðið - 03.10.1945, Page 1
16 síður 82. ftrgangnr; 220. tbl. — Miðvikudagnr 3. október 1945 Isafoiuiu pi enu>miðja hJ. RÁÐHERRAFUNDIJRINIM miSTÓKST Montgomery ræðir um vanda- inálin í Þýska- landi London í gærkvöldi. Ejnkaskéyti til Morgunblaðsins frá Reuter. 'SIR BERNARD MONTGOM- ERY marskálkur ræddi hjer í dag um hernám Þýskalands. Hunn sagði, að það væri langt frá, að hann vildi, að tekið yrði rrífeð silkihönskum á Þjóðverj- um. Þjóðin hefði sjálf komið sjfer I vandræði og yrði að taka afleiðingunum. — Hinsvegar væri hann ekki reiðubúinn að ganga að því, að hungursneyð yrði í Evrópu og að þúsundir Þjóðverja ljetu lífið. Eina ráð- ið væri að flytja inn matvæli til Þýskalands. Farsóttir. Montgomery mintist á inflú- ensufaraldurinn, sem geysað hefði eftir síðustu styrjöld víða um heim. Slíkur faraldur má ekki koma aftur, sagði hann. En farsóttir ykjust nú mjög í Þýskalandi og það myndi ekki verða komist hjá inflúensufar- aldri þar í vetur; berklaveiki myndi aukast og smitandi lungnabólga. Kolaframleiðsla nauðsyn. Við verðum að tryggja námu mönnum í Ruhr-hjeraði fæðu, ef Vestur-Evrópa á að fá kol, sagði marskálkurinn. En við verðum einnig að. senda elds- neyti til Berlínar og matvæli, því þar er ástandið verra en nokkursstaðar annarsstaðar á hernámssvæði okkar. Þar er hungursneyð yfirvofandi. Undirstaða fjármálanna í Vestur-Þýskalandi eru kolin. Verði ekki hægt að framleiða kol, er ekki hægt að koma í veg fyrir fjárhagslegt hrun og hungursneyð. 330 þús. þýskir hermenn hafa verið látnit- laus Framh. á bls. 6. ..'*+■■**■ ■- „Skymasfer" að Ijúka hnaftflugi GUAM í gærkvöldi: — Sky- masterflugvjel ameríska hers- ins, sem verið hefir í hnattflugi, sem ljúka átti á 151 klukku- stund, er nú komin hingað. •— Flaug vjelin hingað frá Manilla og heldur af stað hjeðan í síð- asta áfangann til Bandaríkja. —Reuter. Þeir urðu saupsátfir. Molotov. Bevin. Grunnt á því góða milli Bevins og Molotovs London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSK BLÖÐ geta þess á áberandi stöðum i dag. að það hafi verið grunt á því góða milli Bevins utanríkis- ráðherra Breta og Molotovs utanríkismálaráðherra rúss- nesku stjórnarinnar á utan- ríkisráðherrafundinum. Hafi lent í orðasennu milli þeirra og persónulegra ásakana. BLAÐIÐ PM í New York birt- ir skeyti frá Lundúnafrjetta- ritara sínum, þar sem sagt er, að á einum fundi hafi Bevin sakað Molotov um að nota Hitlersaðferðir. MOLOTOV reis þá skyndilega úr sæti sínu, gekk í átt til dyra og lýsti því yfir, að ef Bevin tæki ekki þegar orð sín aftur, þá myndi hann ganga af fundi. BEVIN tók þá aftur orð sín. En afleiðinga orðasennunnar gætti þann fund allan og á kvöldfundinum. Fundur hinna briqqja stóru til á koma í veg fyrir vandræði í heimsmálum Washington í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STJÓRNMÁLAMENN hjer ræða í kvöld nauðsynina á því, að forustumenn þriggja aðalstórvelda heimsins hittist hið fyrsta, eftir að utanríkisráðherrafundurinn endaði án þess að samkomu- lag næðist. Bent er á af ábyrgum mönnum, að slíkan fund verði að halda, ef koma eigi í veg fyrir að heimurinn skiftist í tvo fjandsamlega flokka. Bent er á, að uppástunga að slíkum fundi yrSi að koma frá London, frekar en Washington, eða Moskva. Truman forseti var mjög ákveðinn í síðastlið- inni viku, um að hann sæi ekki neina ástæðu til að haldinn.yrði fundur hinna þriggja stóru í bráð. Bent er á, að utanríkisráð- herrafundurinn var lokaður fundur og vel geti svo farið, að Byrnes utanríkisráðherra geti varpað Ijósi yfir það, sem raunverulega gerðist, er hann kemur heim til Washington. Það er hinsvegar bent á, að ráð, sem kallað var „hornsteinn að heimsfriði" var ekki fært um, að bera þá byi’ði, sem þvi var ætlað. Það sje því á valdi hinna þriggja stóru, sem unnu svo vel saman í ófriði, að koma sjer saman um friðinn. Utanríkisráðherrarnir skildu áu þcss að samkomulag næðist London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDINUM í LONDON lauk í gærkvöldi án þess að samkomulag næðist um þau á- greiningsmál, er voru milli ráðherranna. Var gefin út um þetta opinber tilkynning í kvöld. í tilkynningu frá fund- inum var ekkert sagt annað, en að tveir fundir hefðu ver- ið haldnir í dag. Molotov hafði verið í forsæti á fyrra fund- mum, en dr. Wang á þeim síðari. Á síðari fundinum hefði verið ákveðið að slíta fundinum. Patton leystur frá embætti FRANKFURT í gær: — það er opinberlega tilkynnt1 hjer, að Patton hershöfðingi. hafi verið leystur frá embætti sem yfirmaður þrið.ja hersins ameríska. Tekur hann við1 stjórn 15. hersins, sem nú er verið að minka niður í her á „pappírnum“. Við hei'stjcjrn 3. hersins tekur Lucian K. Truscott hers höfðingi, sem áður stjórnaði 5. hernum. Ilann verður og yfirmaður á austursvæði am- eríska hernámssvæðisins í Þvskalandi. — Reuter. (Pattoinlenti nýlega í klípu er hann 1 jet svo um mælt. ’að það yrði að hafa samvinnu við nasista í Þýskalandi). Vsr stækkað i im 10 þús. smál. LONDON: — Tilkynt hefir verið, að orustuskipið Howe, sem upphaflega var ekki nema 35,000 smál., hafi nýlega verið stækkað upp í 45.000 smál., og sje það því jafnstórt ameríska orustuskipinu Missouri og syst- urskipum þess, en það eru stærstu herskip í heimi. — ílalskir stríBsfangar í Breflandi á heim- leið LONDON í gærkveldi: —> líalskir stríðsfangar, sem ver- ið hafa í haldi í Bretlandi verða sendir heitn undir eins og haustuppskerustörfum er lokið, en stríðsfangar hafa unnið að þeim störfum undan- farið. Ekki farið leynt nieð ósam- komnlagið. Stjórnmálafrjcttaritari Reut- ers segir, að með þessari yfir- lýsingu sje sýnt, að ekki eigi að leyna almenning, að fund- urinn hafi mistekist, en það hafi verið vitað í tvær vikur, að mikill ágreiningur ríkti á fundinum. Aðaldeilumál fund- arins var það, hvort fulltrúi Frakka skyldi taka þátt í um- ræðunum er rætt var um frið- arsamninga fyrir Balkanþjóð- irnar og hvort Kínverjar ættu að hafa rjett til að sitja fundi, þar sem rætt var um Evrópu- styrjöldina. Það er vitað, að fulltrúar vesturveldanna vildu ganga til samkomulags við Molo tov, en að lokum vildi hann ekki heyra talað um neitt nema að gengið yrði að hans kröfum. Aðalágreiningurinn. Höfuðágreiningur ráðstefn- unnar voru tvö málefni. í fyrsta lagi: Ágreiningur milli vesturveld anna og Rússlands um mál- efni Balkanþjóðanna. Þetta mál var þó aldrei útrætt að fullu á ráðstcfnunni og var ekki ástæðan fyrir því, að fundurinn mistókst. í öðru lagi: Ákvörðun Rússa um, að leyfa ekki nema fáum þjóðum að ræða um friðarskilmálana fyrir. Balkanþjóöirnar. Þetta olli ósamkomuiagi um hvern- ig fundum skyldi hagað. Alvarlegasta afleiðingin af því, að fundurinn endaði án samkomulags er, að samvinna, sem gekk svo vel á ófriðartím- unum er úr sögunni og augljós er þö.rfin fyrir nýrri samvinnu og nýjum grundvelli fyrir nýj- um friðarfundi. Yfirlýsing frá Byrnes. Sendisveit Bandaríkjanna í London þirti yfirlýsingu í kvöld fyrir hönd Byrnes utanríkisráð herra. Þar sem m. a. segir á þessa leið: í upphafi fundar utanríkis- ráðherranna var rætt lun marg vísleg málefni samkvæmt sam- Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.