Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagvir 3. októer 1945' Frjettabrjef um stjórnmdl Færeyinga Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að Evrópustyrjöld- inni lauk, hefir engin breyting orðið á stöðu'Færeyja. Ennþá eru í gildi ákvæðin um bráða- birgðastjórnarskipun Færeyja. Voru ákvæðin sett þegar að mánuði liðnum frá hernámi Danmerkur, eða hinn 9. maí 1940, en aðalefni þeirra var að vald Danakonungs og ríkis- þingsins danska í málefnum Færeyja, var falið amtmannin- um og færeyska lögþinginu. Færeyjar eru frá sjónarmiði Dana erlent land a. m. k. að forminu til, en frá sjónarmiði erlendra ríkja sjálfstæð þjóð, óháð Danmörku. Ákvæði þessi — styrjaldar- stjórnarskrá Færeyja — voru samþykt í flýti, og var þá ekki gert ráð fyrir að lögin hjeldu gildi eins lengi og raun varð á — allra síst að þau væru enn í gildi, all-mörgum mánuðum eftir styrjaldarlok. Margir hjeldu og margir vonuðu að á- kvæðunum yrði breytt, eftir , því sem ástandið skýrðist er skapast hafði í styrjöldinni, en þó hafa þau reynst það þraut- seig, að hvorki hefir gjörbreyt- ing á skipan málefna þjóðarinn ar fyrir áhrif utan að, nje stöð- ug og skelegg barátta Fólka- flokksi'ns tekist að breyta ein- um einasta stafi þeirra. Sjónarmið Sambandsflokks- ins hefir sennilega í upphafi verið það, að þegar styrjöld- inni væri lokið og aftur komið á samband við Danmörku, myndi aftur af sjálfu sjer taka við hið gamla stjórnarfar Fær- eyja, það að landið væri amt í danska ríkinu. Nú er það hins- vegar svo, að sumpart eru Fær- eyjar á þessum árum orðnar „sjálfstæð“ þjóð, stjórnskipu- lega og fjárhagslega, sumpart er það vitað að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er and- vígur því að hverfa aftur til hins gamla stjórnarfars, þar sem Færeyjar væru amt í dansk ríkinu. Er fram liðu stundir varð Sambandsflokknum Ijóst, að þegar styrjöldinni væri lokið yrði flokkurinn að taka afstöðu til framtíðar stjórnarfars lans- ins. Menn virtust sammála um, einnig áður en hjer var komið, að ákvörðun um þetta skyldi vera í höndum Færeyinga sjálfx-a. En þegar þessu slepti var ■ekki um annað samkomulag á stjórnmálasviðinu að ræða. Á- greiningur var ekki aðeins um stjóimskipunina sjálfa — hvort •stofna skyldi iýðveldi, hvort landið skyldi vera í konungs- sambandi eða málefnasambandi (personalunion) við Danmörku, hvort koma skyldi á heima- stjórn að meira eða minna leyti, innan endamarka danska ríkis- ins, eða þá amt í Danmörku eins og áður fyrr, heldur var einnig ágreiningur um hvernig leiða ætti vilja þjóðarinnar í ljós, og nú síðast einnig ágrein- ingur um hvenær taka skuli ákvörðunina. Um aðferðina er það að segja, að ekki færri en þrjár tillögur hafa komið fram. í fyrstu eftir að komin var á friður, var eng- inn ágeiningur milli flokkanna þriggja, Sambandsflokksins, Socialdemokrataflokksins og' Eftir Erlend Paturson cand. polit Sjálfstýrisflokksins, um það, að taka skyldi ákvörðunina með þjóðaratkvæðagi’eiðslu, þar sem menn greiddu atkvæði ,,með eða móti“ Danmörku. Eítir samninga Torsteins Per tersen folksþingmanns við dönsku stjórnina, en þeir samn- ingar fóru fram í Kaupmanna- höfn í júní síðastl., þar sem hann 1 fyrsta sinn benti á þá hugsanlegu lausn málsins að Færeyjar yrðu í málefnasam- bandi við Danmörku, töldu Sjálfstýrisflokkurinn og Social demokrataflokkurinn, að þar sem enginn áhrifaflokkur ósk- aði þess lengur að fullur skiln- aður við Danmörku færi fram þá væri ekki lengur ástæða til að láta fara fram -þjóðarat- kvæðagreiðslu um það mál. Einnig af hálfu Dana gætti kvíða við að viðhafá slíka að- ferð, og er nú Sambandsflokk- urinn eini flokkurinn sem gerir þessa kröfu. Önnur tillaga, sem í upphafi kom fram í færeyska blaðinu ,,Bugvin“, sem gefið er út í Kaupmannahöfn, var á þá leið að stofna skyldi til þjóðfundar, án afskipta lögþingsins, og skyldi aðeins fjalla um stjórpar skipunina. Samkvæmt tillögunni skyldu Færeyingar einir, en ekki Dan- ir búsettir í Færeyjum. eiga kosningarjett til þjóðfundarins, Formaður Fólkaflokksins, Jó- hannes Patursson studdi tillögu þessa af miklu kappi í Dagblað inu, málgagni flokksins Fólkaflokkurinn í heild virð- ist einnig í aðalati’iðum vera til lögunni fylgjandi. En málið fjell niður af þeirri ástæðu, að Sam- bandsflokkurinn lagðist mjög á móti tillögunni og Socialdemo- krataflokkurinn lýsti því yfir, að hann myndi einungis styðja hana að enginn ágreiningur væri um hana. Samkvæmt þessu var þriðja leiðin sú, að rjúfa lögþingið og stofna til nýrra kosninga þar sem greidd skyldu atkvæði um stjórnskipun landsins. Samkomulag hefir nú orðið um þá leið milli Fólkaflokksins, Socialdemokrataflokksins og Sj álfstýrisflokksins (Sjálfstýris flokkurinn á engan fulltrúa á Lögþinginu en fjekk 1000 at- kvæði við síðustu kosningar til Lögþingsins, eða um það bil 10% greiddra atkvæða). Mála- lok verða vafalaust þau, að nýjar kosningar til Lögþings- ins fari fram. Frá sjónarmiði þeirra sem ekki eru kunnugir málavöxtum mætti virðast eðlilegt, að kosn- ingarnar hefðu farið fram þeg- ar eftir styrjaldarlok svo hefja mætti þá þegar undirbúning undir samning stjórnarskrár- innar. Auk ágreinings þess um leiðir, sem getur hjer að fram- an, hefir ýmislegt annað verið þess valdandi, að málið drógst á langinn, T. d. vildi Fólka- flokkurinn fá samþyktan 21 kosningaaldur og í samningum Torsteins Petersen í Kaup- mannahöfn var gefið í skyn að það væri skilyrði af hálfu Fólkaflokksins, að krafan um kosningaaldurinn næði fram að ganga. í umræðum þessum voru auk þess rædd ýms önnur mál, sem gerði það að verkum, að ríkisstjórnin danska taldi sig hafa ástæðu til að taka pupp samninga við hina flokkanna í Færeyjum. Foi’menn þessai’a flokka fóru síðan til Kaup- mannahafnar til samninga við dönsku ríkisstjórnina. Flokksforingjarnir komu aft ur heim til Færeyja í lok ágúst mánaðar síðastl., en það var ekki fyrr en hjer var komið að Lögþingið gat tekið til starfa — þrem mánuðum eftir styrj- aldarlok. Þegar kosningaldur- inn hafði verið lækkaður ofan í 21 ár og þegar sýnt var að meiri hluti Lögþingsins, Fólkaflokkur inn og Socialdemokrataflokkur inn, voru sammála um að stofna til nýrra kosninga, bjuggist menn við því að loksins væi’i komið að því, að stjórnai’skrár- málið yrði tekið til afgreiðslu. En sú varð ekki raunin á. Með því að leggja málið fyrir í Kaupmannahöfn í stað þess að bera það undir atkvæði kjós- enda í Fæi’eyjum, höfðu stjórn- málamennirnir ekki aðeins frest að úrslitum málsins, heldur .höfðu þeir einnig raskað þeim grundvelli, sem menn höfðu hugsað sjer að málið myndi leysast á, og er því sambandi einkum átt við Fólkaflokkinn. Tekið hafði verið sjerstaklega fram að Færeyingar ættu einir — án afskipta Dana — að láta í ljós álit sitt á málinu, en síðan skildu hinar frjálsu þjóðir, Fær eyingar og Danir ganga frá samningum um málið. Hjá því vax’ð ekki komist, að málin skýrðust í við samningana í Kaupmannahöfn. Samningarnir snex’tu einnig framtíðarstjórnar. skipun Færeyja, að vísu ekki beinlínis, en óbeinlínis í all-rík um mæli. Við heimkomu flokksforingj anna- þriggja til Þórshafnar kom og í Ijós, að þeir höfðu samið við dönsk stjórnarvöld um a. m. k. tvö mjög þýðingar- mikil mál. Var annað það, að Útvegsbankinn danski tæki aft ur til starfa í Færeyjum. Fólka flokkurinn lagðist þegar á móti málinu með þeirri röksemd, að afgreiðsla þess yrði að bíða þess að lokið væri afgreiðslu stjórnarskrármálsins. Hitt málið var yfirfærsla á sterlingspundainnstæðu Fær- eyinga í Englandi til þjóðbank- ans danska, og ennfremur að hækka skyldi gengi krónunnar úr 22,40 í 19,34 miðað við sterl- ingspund og gera á ný seðla þjóðbankans danska að lögmæt um gjaldeyri í Færeyjum. Undirtektir Fólkaflokksins undir frumvarpið voru sem kunnugt er að allir þingmenn flokksins gengu af þingi og krafðist flokkurinn þingrofs þegar í stað og nýrra kosninga. Gerði Fólkaflokkurinn þannig grein fyrir þessari róttæku á- kvörðun sinni, að als ekki gæti komið til mála að ræða frum- varp sem þetta, sem algjörlega kipti fótunum undan fjárhags- legu og um leið pólitísku sjálf- stæði Færeyja. Með samþykt frumvarpsins væri um leið gert út um framtíðar stjórnarskip- un Færeyja þ. e. innlimun þess í danska ríkið. Sambandsflokk- urinn, Socialdemokrataflokkur inn og einnig Sjálfstýrisflokk- urinn, hjeldu því fi’am að fær- eyskir innflytjendur myndu á- valt geta keypt sterlingspund sem þá vanhagaði um í danska þjóðbankanum og bentu auk þess á að gengishækkunin mundi hafa í för með sjer verð- lækkun. Sambandsflokkurinn og Soc- ialdemokrataflokkurinn höfðu meiri hluta á Lögþinginu og hjeldu því áfram þingstöi’fum. En gjaldeyris- innstæðu- og gengismálinu lauk á annan veg en gert hafði verið ráð fyrir. Að vísu var gengið ákveðið 19, 34 en Bretar lögðust á móti frumvarpi Sambandsflokksins og Socialdemokrataflokksins um að taka aftur upp danskan gjaldeyri. Samkvæmt ósk bresku stjói’narinnar verður bresk-færeyski gjaldeyris- og viðskiptasamningurinn frá 27. mars 1941 áfram gildandi fyrst um sinn — nema að því er varð ar gengið — en samkvæmt samningunum teljast Færeying ar land á „sterlingspundasvæð- inu“ samkvæmt Defence Reg- ulations frá 1939. Þetta gerir meðal annars það að verkum, að ekki er hægt að yfirfæra sterlingspundainnstæður Fær- eyinga til Danmerkur, og seðl- ar danska þjóðbankans verða ekki gjaldgengir í Færeyjum. Eftir lok þessa máls má nú loksins búast við því, að stofn- að verði til kosninga til Lög- þingsins. En ekki er hægt að neita því að Færeyingar hafa bæði misnotað tímann og tæki- færið með því að fara að eins og þeir gerðu. í stað þess að vinna að raunhæfum viðfangs- efnum og endurreisnarstörfum, hefir tímanum verið eytt í samningagerðir og flokkadeilur, sem enga þýðingu höfðu. Eng- in raunveruleg pólitísk „lína“ er til. Pólitísk ábyrgð er hjá engum og öllum. Orsakast þetta sumpart af skipun Lögþingsins, en þar á Fólkaflokkurinn 12 sæti, Socialdemokrataflokkur- inn 5 og Sambandsflokkurinn 8, sumpart af stjórnarfyrii'komu laginu. Engin ábyrg stjórn er til. Stjórnin er í höndum amt- mannsins, Lögþingsins og fjölda nefnda. Enginn flokkur hefir hreinan meiri hluta, stefnan ó- ljós, hi’ossakaup milli hinna ýmsu minni hluta í hverju máli, Fólkaflokkurinn skellir skuld inni á amtmanninn, ,,óþjóðlegu“ flokkai’nir skella henni á „aft- urhalsflokkana", Sambands- flokkurinn á „þjóðlegu" flokk- ana, og loks skellir amtmaður- inn skuldinni á Lögþingið sem handhafa löggjafarvaldsins. Loks hefir málsmeðferðin síðustu mánuðina leitt til þess, að mál málanna, stjórnarskrár- málið, hefir æ meir horfið mönn um sjónum. Úrslit væntanlegra kosninga velta því ekki aðeins á því, sem vonir margra stóðu til, hverja afstöðu flokkarnir taka til þessa mikilvæga máls, heldur einnig að miklu leyti á því, hvei’ja afstöðu þeir taka til fjölda annara mála. (Síðan þetta er ritað hefir, sem kunnugt er verið ákveðið að kosningar fari fram þann 5, nóv.). Átök milli kommún ista og jafnaðar- manna í Berlín Berlín í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir Henry Buckley. MJÖG ÞÝÐINGARMIKIÐ mál var til lykta leitt á fundi ráðs bandamanna, sem stjórnar Berlín (Kommandantura) í dag. —■ Átök höfðu orðið um það milli kommúnista og jafnaðarmanna hvernig kjósa skyldi stjórnir verkalýðsfjelaganna. Kommún- istar vildu að kosið yrði í verksmiðjum með handaupprjettingu, en jafnaðarmenn ki’öfðust leynilegra kosninga, eftir kjörskrám. Rússar stúddu kommúnista, en Bretar og Bandaríkjamenn studdu jafnaðarmenn. Kosningum var fi’estað. Borgarstjórinn ávítaður. Ráðið ávítaði einnig harðlega yfii’borgarstjóra Berlínar, dr. Werner, fyrir vanrækslu hans í sambandi við matvælaúthlut- un. Sennilegt er talið, að óreiða hafi komið á þessi mál, er nas- istar voru reknir frá störfum og andfasistar, sem ekki höfðu jafnmikla reynslu í bæjarmál- efnum, tóku við. Þá var ákveð- ið á fundi ráðsins, að þeir, sem oi’ðið hafa fyrir árásum af hendi nasista, skuli fá meiri matarskamt en nasistar. Nas- istar, sem vinna að því að hreinsa til í rústum borgarinn- ar fá sama matarskamt sem aðrir, er vinna erfiðisvinnu. Lögreglulið Berlínar. Eitt alvarlegasta málið, sem liggur fyrir til úrlausnar hjá ráðinu er fyrirkomulag lög- reglu borgarinnar. — Rússar höfðu skipað húsaleiðtoga og strætisverði til þess að annast skráningu og úthlutun skömt- unarseðla. Bandaríkjamenn eru á móti þessari aðferð vegna þess, að þeim þykir hún lík aðferðum nasista. Bretar eru sömu skoðunar, en hafa ekki gert neitt til þess að komið yi’ði í veg fyrir áframhald á þessari aðferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.