Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 16
16 ilaniisókn á Skeíó- arárhlaupinu ná- j ivæmari en áðurlý æö til bvendarbrunna Forsetaritaraskifft N ATTURUFRÆÐIN GARNIR þrír, sem fóru austur til að rannsaka verksummerkin á Skeiðarársandi eftir hlaupið, komu að austan á mánudags- kvöld. Það voru þeir Pálmi Hannesson rektor, Guðmundur Kjartansson og Steinþór Sig- urðsson. Þeir flugu austur yfir Skeið- ará fyrir helgi, til Hornafjarð- ar tveir þeirra, og síðan í flug- vjel að Fagurhólsmýri. Þaðan í Skaftafell. Fóru þaðan að upptökum Skeiðarár, austan- megin ár, og síðan yfir sandinn á hestum á sunnudag. Þá var áin orðin reið. Aðalerindi þeirra var að gera mælingar í þeim farveg- um, sem hlaupið myndaði, svo hægt sje að gera sjer nokkurn veginn í hugarlund, hve mikið vatnsmagn hefir brotist fram úr jöklinum að þessu sinni Þeir tóku sýnishorn af framburði hlaupsins, og gerðu ýmsar aðrar athuganir, er gætu leitt til þess. að eitthvað vitnaðist nýtt um upptök og eðli hlaup- anna. Jóhannes Askelsson og fje- lagar hans athuguðu eftir föng um breytingarnar á jöklinum uppi í Grímsvatnadalnum og þar' í grend, með það fyrir aug-- um m. a. að fá úr því skorið, hvort sigið í jöklinum sam- svarar því vatnsmagni, sem fram hefir komið í hlaupinu. En af myndum, sem teknar hafa verið úr lofti, er hægt að gtóka á þetta. A myndum af jöklunum uppi við Grímsvötn má ráða, að jök ullinn hafi sigið þar um eina 100 metra, og umturnast mjög og sprungið. við þetta sig. En nánari fregnir af því, sem þar hefir gerst, fást með Jóhann- esi Askelssyni og fjelögum bans. Ef óveður hafa ekki taf- ið þá, ættu þeir að koma mjög bráðlega til bygða. Hlaup þetta í Skeiðará er með minni hlaupum. En þess er að vænta, að athuganir á því hafi verið nákvæmari en á öðrum hlaupum. TvöfaMar aðrennslið til bæj- arins næsfa haust. j BÆJARRÁÐ fól Sigurði Thoroddsen verkfræðing á 3.1, vori \ að gera athugun á því, hvernig haganlegast myndi vera að bæta úr hinum .tilíinnanlega vatnsskorti hjer í bænum. En vatns- veitan úr Gvendarbrunnum hefir, sem kunnugt er, reynst ófull- nægjandi nú um skeið, enda þótt hún fiytji um 400 lítra á sól- arhring' á hvert mannsbarn í bænum. I ___________ _______ ! Nú hefir Sigurður skilað áliti í þeS>u máii, rneö kostnaðar- áætiun. Hann leggur til, að ný æð verði lögð upp í-Gvendar- j brunna, er flytji 2í;0 litra á sek- únd.u..— Núverandi veita úr ’ Gvendarbrunnum gefur 240 1. á sekúndu. Svo með þeirri við- bót, er Sigurður ráðgerir, verð- ur vatnsmagn Gvendarbrunna- veitunnar nokkru meira en tvö faldað j í sumar gerði Sigurður Thor- oddsen kostnaðaráætlun yfir verk þetta, og komst að þeirri niðurstöðu, að gera mætti ráð lendingum er að góðú kunn fyrir að þessi viðbót við vatns-,1 slað Cyt'iJ Jackson, sem nú veituna myndi kosta krónur 2.650.000. Þá taldi hann, að píp- ur og annað efni myndi kosta iýr fuiitriii British Council C. íawiey NVL'KOA cr kominn hing- að fil landsins sendifulltrúi frá bresku menningarstofnun- in'ni Ih'itisli Council, sem Is- nokkuð yfir IV2 milj. króna. En nú hefir fengist tilboð um efni þetta, og er vei-ðið ekki nema kr. 1.172.000, svo þá verður á- ætlunin um það bil V2 milj. kr. lægri. En verkið ætti samtals að kosta rúmlega 2 miljónir kr., eða nokkuð á þriðju miljón. Sigurður Thoroddsen segir í skýrslu sinni, að undirbúningi undir verkið sje það langt kom ið, að byrja megi á framkvæmd um með vorinu. Yrði hin nýja vatnsæð þá komin í notkun næsta haust. Mál þetta verður lagt fyrir bæjarstjórnarfund á morgun. Sennilegt að bæjarstjórn feli bæjarráði að sjá um að fram? kvæmdum verði hraðað sem mest. ffnaHr|tyynii|i«|Afl ■ J * lk*at fá aínoi af ieik- Hmisal Ausiurbæj- arskólans Á SÍÐAST A Skólanefndar- fundi Austurbæjarskólans var lögð fram beiðni frá Knattsp.- fjelögunum Fram, K.Ii. og Val um afnot af leikfimissal skól- aris á næsta vetri. Skólanefnd vill fyrir sitt.leyti mæla með því, að þcssum fjelögum verði heimiluð not af leikfimissaln- um á komandi vetri, ef þau hindra á engan hátt afnot skólans, enda fari þau eftir íyrirmælum skólastjórans í öllu, bæði að því er tíma og umgengni snertir. Skólanefnd vill vekja at- hygli á því, að þess er ekki að v-ænta, a'ð unnt verði að lána leikfimissalinn framvegis. Haraldur Sigurðsson hyltur HARALDUR SIGURÐSSON píarióleikari hjelt fyrstu tón- leika sína í Gamla Bíó í gær- kvöldi fyrir fullu húsi og feikna miklum fögnuði áheyr- enda. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri mælti nokkur orð til listamannsins áður en hljóm leikarnir hófust og bauð hann og könu hans velkomin til landsins. Eftir hvert lag bárust Har- aldi blómvendir og fagnaðar- látum áheyrenda ætlaði aldrei að linna. Varð Haraldur að leika aukalög og áheyrendur fóru ekki úr húsinu, fyr en komið var að kvikmyndasýn- ingu klukkan 9. Á eftir bauð Tónlistarfjelag- ið til kaffidrykkju. i Oddfellow húsinu. Þar töluðu þeir Ragn- ar Jónsson formaður Tónlistar- fjelagsins og Ólafur Þorgríms- son hrm., varaformaður. Har- aldur Sigurðsson mæltí einn- ig nokkur orð og lýsti ánægju sinni yfir að vera kominn hingað. starfar í London. Er hinn nýi fulltrúj Mr. A. C. Cawley, sem hefir stárfað á vegum British Council síðan 19:19. Blaðamenn hittu Mr. CaW- ley að máli að Hótel Borg í gær. Br hann einkar viðfeld- inn maður og hæglátur, og enginn vafi á því, að hann á eftir að vinna sjer mikilla vin, sælda þeirra, sem kynnast honum. 1 fylgd með Mr. Cawley kom hingað kona hans og barn þeirra hjóna. ITann hefir stundað nám við háskóla í London og lauk þar M.A. prófi í ensku. Eins og áður er sagt rjeðist hann í þjónustu British Council árið 1989 og hefir starfað fyrir menningar- stofnunina í Kúmeníu, Júgó- slavíu og Egyptalandi. Kom hann hingað til lands af eigin ósk, en hann hafði altaf haft mikla löngun til þess að koma hingað og hefir fengið mikinn áhuga á máli voru bók- menntum og þjóð. Hann legg- ur nú mikið kapp á að læra íslensku. . Mr. Cawley mun kenna ensku við Iláskólann hjer. í>á mun hann greiða götu þeirra Islendi nga, sem hugsa sjer að stunda nám í Bretlandi og samveldislöndum Breta, og í stuttu máli sagt veita öllum er þess óska, upplýsingar og fræðslu um hresku þjóðina og menningu hennar. • Ilonum til aðstoðar við starf hans hjer yerður Miss AVhitaker, sem komin er hingað til lands fyrir skömmu. Mr. Cawley verður til viðtals á skrifstofu sinni, Laugaveg 84, á mánu- dögum og föstudögum kl. 2,80 til 4,30. Síminn er 1040. Gunnlaugur Þórðarson NÚ UM mánaðamótin urðu forsetaritaraskifti. Pjetur Egg- erz ljet af starfi, en við því tók Gunnlaugur Þórðai'son. Pjetur Eggerz fer til Lond- on. Hann verðuí' fyrsti sendi- ráðsritari við islensku sendi- sveitiná þár. — Hann varð rit- ari ríkisstjóra, er það embætti var stofnað. — Þegar forseta- ritaraembættið var stofnað, varð hann ritari forseta. Pjetur fer að forfallalausu loftleiðis tii Englands í dag. Gunnlaugur Þórðarson tók embættispróf í lögum á s.l. vori með fyrstu einkunn. — Hann er sonur próf. Þórðar Sveins- sonar læknis. Lokaður fundur með þingmönnum Á FRAMHALDS þingsetn- ingarfundi í gær voru rann- sökuð kjörbrjef hinna þriggja nýju þingmanna, sem nú taka sæti á Alþingi. Voru kjörbrjef- in samþykt í einu hljóði. Fleira var ekki gert í gær. Sennilega verða forsetakosningar í dag. Að loknum þingfundi í gær voru þingmenn boðaðir á lok- aðan fund. Hafði forsætisráð- herra óskað eftir þessum fundi. Ekki veit blaðið, hvað þar gerð ist, en fundurinn stóð stuttan tíma. Miðvikudagur 3. októer 1945. Skildinganesskóli gelur aukið vlð nemendur Á SÍHASTA fundi skóla- nefndar Skildingarnesskóla var rætt um, að þar sem nú eru í Skildinganesskóla að- eins 180 börn, en skólinn get- ur með hægu móti tekið við 230 börrnun, vill skólanefnd leggja til að næstliggjandi götur á Melunum verði tiú þegar taldar til skólahverfis- ins. Felur nefndin formanni sínum og skólastjóra að ræða málið við skólanefnd og skólastjóra Miðbæjarbarna- skólans. Nýi skólinn. Form. skólanefndar skýrðí frá gangi byggingarmálsins, og var gerð eftirfarandi -sam- þyklct: „Skólanefnd telur æskilegt; að þegar verði hafinn undir- búningur að því að ganga frá hæðum bússins að innan jafnóðum og þær eru tilbúnar til þess, og að lögð A-erði hið, allra fyrsta heitavatnsæð 'að húsinu og hafist handa um að fínpússa neðstu hæðirrtar“. Skólastjóri í leyfi. Arngrímur Kristjánsson; slcólastjóri skýrði frá dvöl í Bretlandi og Norðurlöndum. og fór fram á að leyfi sitt stæði til 1. des 1945, til að vinna úr gögnum sem hann hefði safnað í utanför sinni. Samþykktj, skólanefnd að verða við þessum tilmælum. Ung'barnavernd Líknar, Templ arasundi 3. Stöðin verður fram- vegis opin þriðjudaga, fimtudaga og föstudaga kl. 3.15—4 síðd. — Fyrir barnshafandi konur á mánu dögum og miðvikudögum kl. 1—2 e. h. Kosið i tveim prestaköllum ÞRIÐJA og 28. september fóru fram prestskosningar i Flaseyjarprestakalli í Breiða- firði og Mælifellsprestakalli í Skagafirði. 1 gær voru atkvæði talin í skrifstofu biskups. — Um- sækjandi Flateyjarprestakalls cand. theol. Lárus Halldórs- son fjekk öll greidd átkvæði, 82. Á kjörskrá vorii 168 manns. Kosning hans er ó- lögmæt. Sjera Ragnar Ilenediktsson var eini umsækjandinn um Mælifellsprestakall. — Á kjör skrá voru 199 manns. — At- kvæðisrjettar síns neyttu 47. Umsækjandinn hlaut 31 at- kvæði, 16 seðlar voru auðir. Kosning hans er einnig' ólög- mæt. Kennsla hafin í Mentaskóianum á Akureyri Akureyri, þrið.judag. Frá frjettaritara vorum; KENNSLA hófst í Menta- skólanum í gær, en regluleg; skólasetning gat ekki farið fram s.l. sunnudag eins og ráðgert var vegna þess, að f'.l-ól o v 01 CiIoUb ttom pf n /I 1111 í mvoiuim.iio'ai 1 * c*l ÖlUUUllI 1 Reykjavfk í erindum skólans. Fer skólasetning því fram umi næstu helgi. Kennarabreytingar eru þess ar helstar: Guðmundur Arn- laugsson, cand. mag. tekur við stærðfræðikennslu af Ing- ólfi Aðalbjarnarsyni. Enn- fremur er ráðinn kennari f vetur Friðrik Þorvaldsson, er stundað befir nám í Edinborg um tveggja ára skeið, en Páll Árdal, stúdent, sem kenndii við skólann í fyrra. stundai* nú nám í Edinborg. Myrti tvo. LONDON: — Rússi einn í Þýskalandi, Kowziga að nafni, hefir verið dæmdur til dauða af breskum herrjetti og skot- inn, fyrir það að drepa þýska konu og breskan liðsforingja, sem var að rannsaka umkvart- anir Rússa. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.