Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 5
(Miðvikudagur 3. októer 1945 MOEGUNBLAÐIÐ 5 P. V. C. KOLKR: - SVERÐ OG PLÓGUR - i. í grein minni „Hólastóll og hundaþúfa“ sýndi jeg fram á þá átakanlegu eymd og volæði, sem fagfjelagsskapur bænda, búnaðarfjelögin, eru víðast hvar í eftir margra ára valdaferil Framsóknarflokksins. Til sam- anburðar benti jeg á yfirlæti og ægivald þess auðhrings, sem fyrst og fremst hefir verið bygð ur upp af verslunargróða frá landbúnaðinum, en bændur hafa fyrir löngu mist hið raun- verulega vald yfir. Það vita all- ir, að pólitískt og þar með fjár- hagslegt vald yfir S. í. S., þessu sterka fyrirtæki bænda, hefir um langt skeið verið í höndum örfárra manna í Reykjavík, Tímaklíkunnar. Það breytir litlu eða engu í þessu efni, þótt einhverskonar gerfimenn sjeu dubbaðir upp í það að fara á aðalfund til þess að samþykkja gerðir forstjóranna og faktor- anna, borgað sje undir þá báðar leiðir og þeim gefið gott að borða. í flestöllum kaupfjelög- um eru aðrir en Framsóknar- menn útilokaðir frá slíku full- trúastarfi og það veitt sem heið ursverðlaun handa þeim einum, sem ekki steyta görn við vald- hafana í fyrirtækinu. í viðbót við þann samanburð, sem jeg gerði í þessari grein, mætti nefna að tímarit fjelag- anna. Samvinnan, málgagn verslunarhringsins, er prentuð á gljápappír og -skreytt fjölda mynda. Freyr, tímarit búnaðar- fjelaganna, sem á að flytja bændum hagnýta fræðslu um landbúnað, hefir lengst af verið prentað á ljelegan umbúðapapp ir og befir barist svo í bökk- um, að það hefir ekki einu sinni getað komið reglúlega út. I greininni „Kengáluliðið“ sýndi jeg ennfremur fram á það, að þessi pólitíska klíka í Reykjavík lætur sjer ekkinægja að sölsa undir sig fjárhald á fje lagseignum bænda, hún lætur þá einnig kosta Tímann, sem reynir að rista hrygglengjuna af sjálfsmetnaði þeirra, svo að þeim verði hrollgjarnara í hret viðrum lifsins og þeir strjúki síður út á víðáttur frjálsrar hugsunar. ★ Greinar þessar voru skrifaðar í þeim tilgangi að vekja bændur til uppreisnar gegn þeirri and- legu ánauð, sem Tímaklíkan hefir verið að hneppa þá í, og til þess að sýna alþjóð, hvern- ig stofn þjóðarinnar, bænda- stjettin, sem allar aðrar stjett- ir eru vaxnar af, er ormjetinn af pólitískum sníkjudýrum. Úr fjarlægum sveitum hafa mjer borist frjettir af því, hve þessar greinar vöktu mikla at- hygli. Svo verður altaf, þegar stungið er á kýli, sem reynt hef ir verið að fela undir svikafarða þagnarinnar. Blöð Tímaklíkunn ar ruku auðvitað upp og þusuðu um árásir á bændur og samtök þeirra. Það átti eins og vant er að leita sökudólgunum í Reykja vík griða bak við bændur lands ins, eins og illvirkjum Sturl- ungaaldar bak við vígðar kirkju hurðir. En það er nú hvort- tveggja svo, að það er langt frá því að allir bændur landsins láti hafa sig þannig að skálka- skjóli, og ekki mun heldur hlífst við að slíta óhappamennina úr griðum þeirra bændasamtaka, sem þeir hafa sogið sig fasta á. Það eiga ekki að gilda nein grið fyrir þá menn, sem bera ábyrgð á Tímanum og því eitri, sem hann er látinn dæla inn í æðar þjóðfjelagsins. ★ Jeg skal nú, áður en lengra er haldið, benda á nokkrar sögu legar og hagfræðilegar stað- reyndir, sem eru ærið íhugun- arefni fyrir hvern þann, sem á annað borð vill nota rjett sinn til að hugsa eins og frjáls mað- ur. Fyrir 18 árum síðan náði Framsóknarflokkurinn völdum. Hann lofaði því að verða lyfti- stöng fyrir landbúnaðinn og hafði mörg ágæt skilyrði til að geta efnt það loforð. Fjöldi á- gætra bænda um land alt fylgdi honum að málum. Stormsveitir framgjarna og duglegra manna úr ungmennafjelögunum lögðu honum lið. Hann tók í arf á- vöxtinn af iðju þeirra hugsjóna manna, sem höfðu varið kröft- um sínum til að vekja bænda- stjettina til nýsköpunar á sviði ræktunarmála, fjelagsmála og samvinnu. Við valdatöku hans var bændastjettin fjölmenn- asta og ein mest virta stjett þjóðfjelagsins, Alþingi var nær eingöngu skipað bændum og bændasonum. Flestir embættis menn þjóðarinnar voru fæddir og uppaldir í sveit og sama mátti segja um allan þorra kaupstaðabúa. Þetta fólk skildi yfirleitt þarfir og sjónarmið sveitanna og bar hlýjan hug til frænda sinna og leiksystkina, sem orðið höfðu þar eftir. Hátt á annan áratug hafði Framsóknarflokkurinn stjórn landbúnaðarmálanna í sínum höndum. Þegar hann slepti henni aftur, var aðeins tæpur þriðjungur þjóðarinnar eftir í sveitunum. Hundruð bændabýla voru komin í eyði. Heilar sveit ir, eins og Firðir í Þingeyjar- sýslu og Hallárdalur í Húna- vatnssýslu, voru orðnar með öllu mannlausar. Búskapurinn var víðast hvar orðinn erfitt einyrkjastrit með ónógum starfskröftum. Mprg bygðar- lög voru, læknislaus, presstlaus og ljósmóðurslaus eins og flótta mannanýlendur í nýfundnu landi. Ofan á þetta bættist, að fyrir hundavaðshátt sjerfræð- inga Tímans var skæðum drep- sóttum slept á fjárstofn bænda og hundruð þeirra hefðu flosn- að upp af þeim sökum, ef þjóð- fjelagið hefði ekki hlaupið und ir bagga og borgað milljómr króna í skaðabætur fyrir af- glöpin. Auðvitað urðu ýmsar fram- farir í sveitum á þessum tíma og framleiðslan jókst, enda hlaut svo að verða undir hvaða stjórn sem var, því að 20. öldin er öld tæknilegra framfara. Vit anlega má þó þakka Framsókn- arflokknum hlutdeild í ýmsum umbótamálum og forustu í sum um þeirra. Hann hefir nóg á sinni könnu samt. Mannfækkun slík, sem varð í sveitum á valdatíma Fram- sóknar, hefir aðeins orðið 4 sinnum áður í sögu landsins, svo að vitað sje. Það var í plág- unni fyrri og plágunni síðari á 15. öld, stórubólu og móðuharð indunum á 18. öldinni. Engum drepsóttum eða harðindum var til að dreifa á Framsóknarárun um, en aftur á móti heims- kreppu, sem vitanlega bitnaði tilfinnanlega á landbúnaðinum. En jafnvel kreppuárin fjölgaði fólki í landinu og kaupstaðirn- ir þöndust út, þrátt fyrir tap- rekstur og atvinnuleysi. Það kemur fleira til greina en höfðatalan ein. Aldurshlut- föllin hafa raskast, sveitunum stórlega í óhag. Þar er nú til- tölulega fleira af gömlu fólki en í kaupstöðum og fæðingum hefir fækkað stórkostlega, enda eru konur á æxlunarhæf- um aldri tiltölulega miklu færri þar. Fyrir hvert eitt barn, sem fæddist á 100 íbúa í sveitum Austur-Húnavatnssýslu 1943 fæddust 2 á Blönduósi, en 3 í Höfðakaupstað. Þó er þetta eitt besta og blómlegasta búnaðar- hjerað landsins, svo að ástand- ið er varla betra annarsstaðar. Óbyrjuháttur sveitanna er að verða ískyggilegur. Hinn gamli bændastofn stóðst öll hretviðri aldanna, en, blöð hans og greinar visnuðu undir veldis sól Framsóknar. ★ Talsverður hluti af stríðs- gróða siðustu ára hefirdreifst til sveitanna sökum verðbólgunn- ar. Hið háa útflutningsverð á fiski og hið hækkaða kaupgjald við sjávarframleiðslu og setu- liðsvinnu skapaði stórum aukna kaupgetu, gerði kaupstaðarbú- um fært að fullnægja neyslu- þörf sinni fyrir innlenda kjarn- fæðu og hækkaði því stórlega verðið á landbúnaðarvörum. — Það sýnir búrahátt og þröng- sýni Tímans, að hann telur þessa dreifingu stríðsgróðans af aðkeyptu vinnuafli frá sjávar og sveita eitthvert hræðilegasta böl þjóðarinnar. Málpipur hans til sveita taka sífelt undir þenn an són, þótt þeirra framvinda hafi bjargað þeim sjálfum frá skuldabasli til bjargálna. Sveit irnar nota nú orðið mjög lítið af aðkeyptu vinnuafli frá sjávar síðunni, svo að verð landbúnað arafurðanna lendir nær ein- göngu hjá bændum sjálfum, börnum þeirra og vinnufólki, sem er heimilisfast í sveitinni. Allar aðkeyptar nauðsynjar ■ hlutu að hækka hvort sem var vegna styrjaldarinnar, svo að verðbólgan innanlands, sem Tíminn harmar svo mjög, forð- aði sveitunum frá því að blæða út fjárhagslega. Það breytir engu í þessu efni, að verðbólgan felur í sjer ýms- ar hættur, eins og öll önnur skyndi höpp, en þeim hættum verður best afstýrt með alþjóð- legri samvinnu, — þeirri sam- vinnu, sem Tíminn reynir að eitra fyrir á allan hátt. ★ Á valdatimá Framsóknar- flokksins sameinuðust allar stjettir þjóðarinnar um hags- munamál sín, nema bændastjett in. Hún varð sundraðri en áð- ur. Hún heldur áfram að verða það, meðan nokkur hluti hennar treystir meir á æfintýralegar herferðir undir forystu fáeinna valdastreitu manna i Reykja- vík heldur en á friðsamlegt sam starf við sveitunga sína og sann gjarna samvinnu við aðrar stjettir. Plógurinn, einkennis- merki bændstjettarinnar, er einnig tákn friðar og menning-, ar. Tímaklíkan í Reykjavík ti'úði aldrei á plóginn, heldur á pundarann, tákn kaupsýslunn- ar, en þó framar öllu öðru á sverðið, tákn ofbeldisins. Á valdaárum Framsóknar flutt- ust margir efnilegir bændasyn- ir til kaupstaðanna og bygðu þar með atorku og dugnaði upp stór fyrirtæki í verslun, útgerð eða iðnaði. Aðrir gátu, eftir fárra ára nám í samvinnuskóla eða kennaraskóla, hafist til hárra valda, metorða og auðs, með því að ganga í stormsveit- ir Tímaliðsins. En duglegir og atorkusamir bændasynir, sem kusu að stunda búskap og öfl- uðu sjer til þess góðrar ment- unar, gátu að jafnaði varla náð lengra en að vera einyrkjabænd ur, nema um all-mikla arfleifð væri að ræða — þeir gátu jafn- vel ekki náð því að verða for- ustumenn í framfaramálum sveitar sinnar, þótt þeir væru betur til þess hæfir en aðrir, nema þeir slægju slöku við plóginn, girtu sig sverði og gengu á mála hjá valdhöfum flokksins í Reykjavík eða Ak- ureyri. Ljelegur bóndi, sem var duglegur að vafstra í verslunar málum, eða kennari, sem var atorkusamur áróðursmaður, hafði jafnvel skilyrði til að kom ast í framboð til þings, en á- gætisbóndi gat það aldrei fyrir það eitt, að hann hefði þekkingu og vit á þörfum landbúnaðar- ins og áhuga fyrir því að hrinda málum hans í framkvæmd. Plógurinn hefir* aldrei verið tæki til upphefðar hjá Tímalið- inu. Þetta hefir átt ekki hvað minstan þátt í því að draga mátt úr stjettarfjelögum bænda og nauðsynlegri búnaðarsamvinnu. ★ Sennilega er það mesta böl íslenskra bænda, að samvinnu- fjelög þeirra, sem voru stofnuð til þess og áttu að vera til þess að verða hjálpartæki í höndum þeirra sjálfra, búnaðarfram- leiðslunni til eflingar, lenti í höndum pólitískra valdastreitu manna, sem notuðu bæði fje og orku íjelagsmannanna til hern aðar gegn hverjum einstakl- ingi, stjett eða fyrirtæki, sem að eiríhverju leyti stóð í vegi fyrir landvinningastefnu þeirra, eða þeir girntust að ná yfirráð- um yfir. Nægir í því skyni að minnast á allar herferðir Tíma- klíkunnar gegn ýmsum ein- staklingsfyrirtækjum í útgerð og verslun, og síðast en ekki síst gegn Eimskipafjelagi ís- lands, sem er að hálfu leyti op- inber alþjóðarstofnun. Ef alt það fje og öll sú áróðursorka, sem þannig hefir verið sóað í herferðum Tímaklíkunnar, hefði verið notað til eflingar landbúnaðinum og til samvinnu um endurbætur á honum, þá hefði saga hans orðið önnur hin síðustu 20 ár. Það hefir fleira verið kastað á glæinn en tækifærunum ein- um saman. Bændastjettin átti fyrir 20 árum stórkostlegan varasjóð velvildar og skilnings í hugum allra þeirra mörgu kaupstaðarbúa, sem höfðu átt æskuheimili í sveitunum. í 20 ár hefir Tíminn sáð hatri og aldrei eins illgirnislega og nú. í 20 ár hefir vaxið upp af því sæði. Nú er Framsóknarflokk- urinn hataður af öllum öðrum flokkum og öllum stjettum í kaupstöðum landsins. Þetta er sannleikur, sem bændur lands- ins mega ekki loka augunum fyrir, sjálfra sín vegna. í 20 ár hefir all-mikill hluti bænda staðið í pólitískri ábyrð fyrir Tímaklikuna 1 Reykjavík. Framtíð bændastjettarinnar í íslensku þjóðlífi veltur ekki hvað minst á því, að hún losi sig úr þeirri ábyrgð, áður en það er orðið um seinan, því að nú dregur að skuldadögum. ★ Márgra ára barátta Tímaliðs ins í Reykjavík til að ná einræð isvaldi í landinu hefir endað með fullkomnum ósigri. Nú er sótt frá 3 hliðum að leyfum þessa liðs og leikslok þeirrar tangarsóknar eru fyrirsjáanleg. Aldrei hefir stórskotahríð Tím- ans verið eins æðisgengin, ó- markvís og út í loftið eins og nú. í örvænting sinni reynir þetta lið að hlaða götuvígi í samvinnuf jelögum og búnaðar- fjelögum, •— stofnunum, sem eðli sínu samkvæmt eiga að vera eins og óvígðar friðlýst ar borgir. Því er ekki skeytt, þótt það, sem liðnar bændakyn- slóðir bygðu upp með fyrir- hyggju og í friði, fari að meira eða minna leyti í rústir í fjör- brotum þessa feiga hers. En hvað gera hinir óbreyttu liðs- menn þessara örvæntingar- fullu fonngja? Ætla þeir líka að deyja pólitískum hetjudauða með Tímann á brjóstinu, eða vilja þeir smiða plógjárn úr sverðum sinum og taka upp friðsamlega samvinnu við stjett arbræður sína og þá aðra, sem enn unna stjett þeirra als vel- farnaðar? | í f jarveru j§ minni næstu mánuði gegn- p ir hr. læknir Kjartan Guð- § mundsson, Lækjargötu 6B, § læknisstörfum fyrir mig. = Viðtalstími hans er kl. 2-4, j| sími 2929 og 535,1 (heima- H sími). Valtýr Albertsson 5 læknir. Kauphöllin er miðstöð verSbrjefa. viðskiítaim&. Bími 1710. iiTiriirtifTminTniiTniniiniiiiiiiiiifiiliiiiiiniiTmmniTiTiinriiins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.