Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. októer 1945 tiitittUiifttt' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettarilstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. I lausaiðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lccbók. ALÞINGI ALÞINGI er komið saman og er að búast til starfa. Verkefnin, sem bíða þessa þings eru mörg og stór. Þetta er fjárlagaþing. Þingið á að afgreiða fjárlög fyrir árið 1946. Mun mörgum leika forvitni á að vita, hvernig fjárhagur ríkissjóðs er. Næstu daga mun fjármálaráðherr- ann leggja fjárlagafrumvarpið fyrir þingið og þá jafn- framt gera grein fyrir fjárhagsafkomunni. Það er ekki auðhlaupið verk að semja fjárlög, eins og nú er ástatt. Allt er á toppi dýrtíðar. Útgjöldin hlaðast á ríkissjóðinn, jafnt og þjett Auk hinna venjulegu fjárlaga- greiðslna, koma hinar stóru greiðslur vegna dýrtíðarráð- stafana, niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörunum, sem hafa farið vaxandi með hverju ári. Þessar greiðslur voru að sliga ríkissjóðinn. Með hinum nýju bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, verður talsvert ljett á þessari byrði ríkissjóðs og var þess brýn þörf. Á síðasta Alþingi voru lagðir á nokkrir nýir skattar til þess að rjetta við fjárhag ríkissjóðs, sem var þá kominn á heljarþröm. Sumir þessir skattar áttu aðeins að gilda þetta eina ár. Ekki er vitað enn hvaða úrræði fjármála- ráðherrann finnur til þess að tryggja fjárhagsafkomu rík- issjóðs á næsta ári. Það verður ekki auðhlaupið verk. ★ Auk afgreiðslu fjárlaganna fær þingið að þessu sinni mörg stórmál önnur til meðferðar. Má þar fyrst nefna bráðabireðalögin, sem ríkisstjórnin hefir gefið út, varð- andi verðlagningu landbúnaðarafurða og áhrif kjötverðs- ins á dýrtíðarvísitöluna. Svo sem kunnugt er, hefir stjórnarandstaðan fordæmt bráðabirgðalögin um verðlagningu landafurða. Má því bú- ast við hörðum átökum um þessi lög á þinginu. En þrátt fyrir hinn mikla gauragang stjórnarandstöðunnar um þessi lög, hafa bændur yfirleitt tekið þeim vel. Þeim fjell það vel, að stjórn verðlagsmálanna var lögð í hendur Búnaðarráðs, sem eingöngu var skipað bændum. Verð- lagsnefnd, sem einnig er skipuð bændum eingöngu, tók skynsamlega á málunum. Hún sýndi fylsta sanngirni í verðlagningunni. Hún hlaut skammir og svívirðingar fyr- ir hjá stjórnarandstöðunni, en bændur munu áreiðanlega þakka nefndinni fyrir hið erfiða og vanþakkláta starf, sem leysti prýðilega af hendi. Annars virðist tilgangslaust að vera að rifja upp fram- komu stjórnarandstöðunnar í sambandi við lausn hinna erfiðu vandamála, sem að höndum hafa borið. Hún er á einn veg. Allt, sem stjórnin gerir, sama hvað það er, er jafnharðan fordæmt. Slík stjórnarandstaða getur ekkert gagn gert. Tilgangur hennar er heldur ekki sá, að finna heppilega úrlausn málannaa. Stjórnarandstaðan, eins og hún er rekin hjer, stefnir að því einu að tortíma. Glegst dæmi þessa eru skrif Tímans um síðustu bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, um áhrif kjötverðs á fram- færsluvísitölu. Þar er farið inn á nýja leið til þess að haldá niðri vísitölunni. Allir, sem um málið hugsa, finna, að þessi leið er geðþekkari en hin fyrri. Hitt dylst eng- um, að hjer er ekki um að ræða lausn á dýrtíðarmál- unum. Það mikla vandamál bíður úrlausnar. ★ Mjög ríður á því, að stjórnarflokkarnir vinni vel sam- an á þessu þingi. Þeir vita fyrirfram, að stjórnaranðstæð- ingar munu gera allt, sem þeir megna til þess að koma fleyg milli stjórnarliðsins og tvístra því. Þeir munu leggja allt kapp á að tefja störf þingsins og beita þar öllum brögðum. Þetta verða stjórnarflokkarnir að muna og skipuleggja þingstörfin strax í byrjun þannig, að þau geti gengið fljótt og vel. Kosningar standa fyrir dyrum. En reynslan hefir jafnan sýnt, að síðustu þingin fyrir kosningar vilja vera um of hirðulaus um alþjóðarhag. Þetta verða stjórnarflokkarnir að varast, því að ef vel á að fara, þarf núverandi stjórn- arsamstarf að standa næsta kjörtímabil. 'Uíluerji. ihri^ar: IJR DAGLEGA LÍFINU Erfiðleikarnir á blaða- dreifingu. SÍÐAN það fór að verða erfið- leikum bundið að fá menn til blaðaútburðar, hafa erfiðleikarn- j ir verið mestir um mánaðamót- in september og október. Þá fara unglingar í skóla og hætta þá margir að bera út blöð. Kaupend ur blaðanna hjer í bænum munu komast að því næstu daga, hve erfiðlega það gengur að koma blöðunum á rjettum tíma heim til manna. Það er að vísu svo, að margir hraustlegir og myndarlegir ungl ingar hafa tekið að sjer blaða- útburð við Morgunblaðið í stað hinna, sem hættu núna um mán- aðamótin, en það eru því mið- ur ekki nógu margir, því enn vantar í mörg hverfi. Það ert • margir foreldrar, sem skilja, að unglingar hafa gott af þvi að taka að sjer blaðaútburð. Eftir að greinin kom hjer í dálk- unum, þar sem að þessu var vik- ið, hafa margir látið í ljós við blaðið, að þeir væru því alveg samþykkir, sem þar var sagt og hefðu veitt því athygli fyrir löngu, að það sje gott íyrir ungl inga að bera út blöð. Gamall Reykvíkingur, sem al- ið hefir upp stóran barnahóp af mikilli prýði, sagði: „Öll mín börn hafa borið út blöð og jeg sje ekki eftir að hafa látið þau gera það. • Nýjar dreifingar- aðferðir? SUMIR KAUPENDUR, sem eru óánægðir yfir því að fá ekki blöðin heim á rjettum tíma, hafa af velvilja viljað benda á nýjar dreifingarleiðir. En það er hægt að fullvissa menn um, að aðrar leiðir, en að bera blöðin í hús til kaupenda, hafa verið athug- aðar. Það er bent á, að erlendis kaupi menn blöð sín hjá blaða- sölum og lítið sje um fasta á- skrifendur. Það er rjett að nokkru leyti og á þá helst við um stórborgir. Annarsstaðar tíðk ast það, að kaupendur sækja blöð sín á ákveðna staði daglega skamt frá heimilum sínum. Þá er á það bent, að sökum þess, hve erfitt sje að fá ungl- inga til sendiferða, sje nú yfir- leitt hætt að senda vörur eða annað heim til fólks. Húsmæður verðí orðið að láta sjer lynda að sækja matvörur og annað sjálfar í verslanir, og því ekki að taka upp sömu aðferðina með blöðin? Þægilegasta fyrir- komulagið. Á ÞVÍ ER EKKI nokkur vafi, að þægilegast er fyrir blaðakaup endur að fá blöðin flutt heim í húsin á hverjum morgni. Hús- freyjur og heimafólk hefir í nógu að snúast, þó ekki bætist ofan á, að sækja þurfi blöðin. Frá þvi sjónarmiði hefir Morgunblaðið reynt að halda í heimsending- araðferðina í lengstu lög, jafn- vel þó það kosti fje og fyrirhöfn og ýmsa erfiðleika. Það verður haldið áfram að bera blaðið heim til fastra áskrifenda svo lengi sem nokkur tök eru á því og nokkur maður fæst til að bera út blað. Aðrar aðferðir eru til athug- unar, ef þessi gamla og góða aðferð skyldi reynast ófær með öllu. En það tekur sinn tíma að koma nýjum aðferðum í fram- kvæmd. Það er því ekki annað ráð, að sinni, en að biðja áskrifendur að sýna þolinmæði, þó blaðið komi seinna en vant er þessa dagana, á meðan verið er að ganga úr skugga um, hvort ekki er hægt að nota gömlu útburðaraðferð- ina, þannig, að hún komi að gagni. • Þykir langt til frí- merkjakaupa. GRÍMSSTAÐAHOLTSBÚI skrif ar á þessa leið í sambandi við frímerkjakaup: „Kæri Víkverji. Fyrir nokkru n^ntist þú á það í pistlum þín- um „í daglega lífinu“, hversu bagalegt það væri oft fyrir menn, sem þyrftu á frímerkjum að halda, að geta ekki fengið þau keypt einhversstaðar í nágrenn- inu, heldur þyrftu að arka alla leið niður í pósthús, til þess að fá kanínske eitt. Jeg, sem á heima á Grímsstaðaholti, vil fyrir mitt leyti, og sjálfsagt margra ná- granna minna, taka undir þá til- lögu, að frímerki verði einnig seld í verslunum og víðar. Það mundi koma sjer ákaflega vel fyrir okkur, eins og rjetti- lega hefir verið bent á, að geta hlaupið út í næstu búð, í stað þess að eyða svo og svo löng- um tíma í það að sækja þau nið- ur í pósthús — og svo 1 krónu, sje strætisvagninn notaður. Vantar póstkassa. ,,EN ÞAÐ er annað, sem mig langaði til að minnast á, og er engu síður þarflegt: Það er að fá hingað póstkassa. Þótt býsna undarlegt megi virðast, hefi jeg ekki sjeð póstkassa hjerna á Grímsstaðaholti í fjöldamörg ár. En stysta leið með brjef hefir legið í póstkassann á horni Hringbrautar og Tjarnargötu. — Jeg fyrir mitt leyti þarf alloft að senda brjef, stundum með stuttum fyrirvara, og hefir mjer oft leiðst að geta ekki komið þeim frá mjer hjerna í nágrenn- inu, en þurfa í stað þess að fara með þau niður í bæ. Jeg minn- ist þess, að hjer var a. m. k. 1 póstkassi fyrir mörgum árum, en jeg veit ekki, af hverju hann er ekki hjer ennþá. Það er nú von mín, að þú komir þeirri ósk til rjettra að- ila, að við hjer syðra fáum póst- kassa í hverfið okkar, og jafn- framt væntum við þess, að hin- ir sömu aðilar bregðist vel við þeirri málaleitun, að frímerki verði seld víðar en i pósthúsinu“. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Utanríkisráðherrafundurinn FUNDUR UTANRÍKISRAÐ- HERRA STÓRVELDANNA hef ir að vonum vakið mikla athygli og mikið hefir verið um hann skrifað. Ameríska vikublaðið „Time“ skrifar á þessa leið um fundinn í 1. októberheftinu: „Ráð utanríkisráðherranna, sem stofnað var til á Potsdam- fundinum hafði varla velgt hin rauðu sæti sín í Lancaster House í London er byrjað var að þvæla um skipulagsatriði fundarins.Fundurinn hafði stað ið í tvær vikur, áður en komist var lengra en að þvæla um skipulagsatriði þýðingarmikilla mála. Þegar Wang hinn kínverski, eða Bidault hinn franski voru í fundarstjórasæti gekk alt vel. En það var ekki fyr en Byrnes og Molotov settust í forseta- stól, að byrjað var að berja i borðið. Byrnes og Molotov kom ekki vel saman og Molotov var illa við Bevin. Þó þeir hefðu allir verið einka vinir er álitamál hvort fundur- inn hefði verið nokkuð friðsam legri. Það reyndist ófært að ljúka afgreiðslu allra þeirra mála, er fyrir lágu á tveimur vikum. Til þess að flýta fyrir friðar- samningum við Itali stakk full trúi Bandaríkjanna upp á því, að setja til hliðar allar skaða- bótakröfur frá Itölum. Hvað snerti ítölsku nýlendurnar hjeldu fulltrúar hinna þriggja stórvelda sig við stefnu þá, sem þeir höfðu tekið á San Franc- isco ráðsteínunni, um umboðs- stjórn. Síðar tóku Bandaríkja- fulltrúinn (er hann hugsaði til Kyrrahafseyjanna) og sá breski þá stefnu að einu stórveldi skyldi fahn umboðsstjórn hverr ar nýlendu fyrir sig. Fulltrúi Rússa (sem hugsaði um almenn ingsálitið í heiminum) mælti með sameiginlegri umboðs- stjórn fyrir nýlendurnar. Molotov snerist síðan hugur og hann krafðist þess, að Rúss- ar fengju yfirráð yfir ítölskum nýlendum (Tripolitaniu og Eritreu). En þá snerust fulltrú- ar Breta og Bandaríkjanna aft- ur að sameiginlegri umboðs- stjórn. Rússar voru þá ekki seinir á sjer, að nefna svik í þessu sambandi. Þeir sögðu, að fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Stettinius, hefði lofað því á San Francisco ráð- stefnunni, að Bandaríkjastjói'n myndi ekki setja sig upp- á móti því, að Rússar fengju að taka þátt í „stjórn og forráð- um“ ítalskra nýlendna. Molo- tov skýrði þetta loforð þannig í London, að átt væri við umboðs stjóm eins ríkis yfir ítölskum nýlendum, en ekki þátttöku i stjórn fleiri ríkja. Samkvæmt rússneska sjónarmiðinu var „og “ aðalatriðið í loforði Stett iniusar. Fulltrúi Bandaríkjanna stakk upp á því, að eftir 10 ár yrði öllum nýlendum ítala, að Som- alilandi undanskyldu, veitt sjálfstjórn. Annað stórmál, sem ráðherra fundurinn gat ekki ákveðið neitt um var Trieeste. Frá Trie- este kom sú saga, að er Júgó- slafar- tóku borgina hafi verið skrifað með stórum stöfum á Framhald á bls 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.