Morgunblaðið - 25.11.1945, Page 2

Morgunblaðið - 25.11.1945, Page 2
2 MORGTJNBL-AÐIÐ Sunnndagur 25. nóv. 1945. Á HAFNARSLÓÐUM ÞAÐ ER eins og tekið sje fyrir kverkarnar á manni, þeg- ar maður ætlar sjer að lýsa Kaupmannahöfn eins og hún er nú.. . Borgin við Eyrarsund, sem fyr meir var heimili gleð- innar, er nú'dimm og drunga- leg. I gamla daga kölluðu þeir hana París Norðurlanda . . . þá flyktust Svíar, Norðmenn og Islendingar til Kaupmanna- hafnar, þegar þeir ætluðu að skemta sjer . . . þá ljómuðu Strikið og Vesturbrú í marg- litum Neonljósum . . . þegar Konunglega Leikhúsið hafði frumsýningu, þyrptist prúðbú- ið fólk yfir Kóngsins Nýjatorg og að leiknum loknum fóru menn á d’Angleterre eða Con- tinental . . . þá var dansað á næturklúbbunum til kl. 6 og enginn vandi að ná í bifreið til þess að fara heim. Það er enginn vafi, að alvara lífsins hefir heimsótt Dani eft- irminnilega þessi síðustu ár .. . og þó getur Daninn enn látið fyndnina fjúka og enn eiga þeir ljettlyndið sitt fræga . . . „det skal nok gaa“, heyrist enn. Og Daninn er vingjarnlegur og hjálpsamur ennþá — hvað sem hver segir. Hvergi eru þjónar á matsöluhúsum-eða sporvagna stjórar þægilegri eða kurteis- ari en í Kaupmannahöfn, og ef maður spyr til vegar, eru upp- lýsingarnar gefnar með brosl og jafnvel er manni stundum fylgt á áfangastaðinn. Fólkið er yfirleitt fátæklega til fara og auðsjeð, að fötin eru umsnúin eða búin til úr margs konar og oft ólíku efni. „Fixa“ Kaupmannahafnardaman er horfin. Illum og Magasin du Nord hafa lítið á boðstólum. Já, Danir hafa orðið að draga inn seglin svo um munar. Mað- ur þarf merki fyrir flest. Dönsku sígaretturnar eru af- leitar; það er sagt, að amerísk sígaretta kosti 1 kr. og 50 á svarta markaðinum. Maður nokkur situr í spor- vagnl og reykir sígarettu, þeg- ar annar kemur til hans og bið ur hann eins og Guð sjer til hjálpar að gefa sjer sígarett- una — og hann fær hana út úr munninum á hinum . . . Á Ráð- hústorginu kastar velbúinn maður frá sjer hálfreyktri síg- arettu og maður í tötrum flýt- l^armveicfiA Schmi dt ir' sjer að taka hana upp og stinga henni upp í sig . . . Ef maður gefur einhverjum amer- íska sígarettu, vöknar honum hreint og beint um augu, og ef konu er rjett tvinnarúlla að gjöf, þá ljómar andlit hennar af sælubrosi. Fólkið hefir góð laun í Dan- mörku, en getur lítið keypt fyr ir peninga sína — nema skemt- anir. Hundruð manna standa í halarófu fyrir utan öll kvik- myndahús á kvöldin og maður verður að panta aðgöngumiða í leikhús viku fyrirfram, fyrir tvöfalt verð! Kvikmynd, sem leikin er af Poul Reumert og Onnu Borg, er sýnd á fimm kvikmyndahúsum sem stendur og ómögulegt að komast þar inn á kvöldin fyrir troðningi. Aðgöngumiðar í leikhús eru dýr ir, miðað við Stokkhólm og fátt ef ódýrt í Kaupmannahöfn nema blóm. Blómvöndur, sem myndi hafa kostað 90 krónur í Reykjavík, kostar 35 kr. í Stokk hólmi, en hjer kannske 10 krónur, sem manni þó líklega myndi hafa þótt dýrt hjer á ár- unum. Það er til nóg af kjöti, en smjör heldur af skornum skamti. Ávaxtauppskeran hefir brugðist og jafnvel epli er erf- itt að fá. Smjörpundið kostar 2 kr. og 70, en þeir segja, að smjörmerki á svarta markað- inum sjeu borguð með 40 kr. kg. Á ,,þeim svarta“ kostar tóm brennivínsflaska 10 kr., sem kemur til af því, að ekki er hægt að kaupa fulla flösku, nema afhenda tóma! Enn er Álaborgar-ákavítið gómsætt, en erfitt að ná í það, því fólk veitir snaps og öl með mat; vín eru næstum því ófáanleg. Matsölustaðir í Kaupmanna- höfn eru dýrir — hjerumbil eins dýrir og Borgin í Reykja- vík, en maturinn er ágætur hjer yfirleitt. Kökur eru ekki nærri eins góðar og í gamla daga, því Danir hafa enga vanillu eða yfirleitt krydd. Um kvöld í ausandi rigningu vorum við á leið inn í bæ og var algerlega ómögulegt að ná í bifreið. Loksins kom æfagöm- ul hestadroska og miskunnaði sig yfir okkur fyrir okurverð, en það var ömurlegur akstur og urðum við þó að vera þakk- lát fyrir. Þegar við komum frá Sví- þjóð voru 1200 manns á ferj- unni frá Málmey, mæður með ungbörn í vögnum, hvað þá heldur annað, og við urðum að sitja á koffortunum okkar, því öll sæti voru upptekin . . . Það tók okkur tvo tíma að komast „gegnum tóllinn“. Kaupmanna hafnarbúar ryðjast í þúsunda- tali yfir til Málmeyjar á hverj- um degi, til þess að kaupa sjer sígarettur, silkisokka og kaffi ... þeir fara að ínorgni og koma aftur að kvöldi, en mestu vand- ræði að ná í sænska peninga, því ekki er hægt að kaupa fyr- ir danska, en nú kvað sænska krónan kosta tvær danskar á svarta markaðinum. Við göngum út á Löngulínu sólríkan sunnudagsmorgun . .. trjen standa í gullnum haust- litunum í Grönningen... klukk- urnar í ensku kirkjunni hringja til messu og fylking af enskum dátum er að fara inn í kirkj- una. Gefion stendur enn við innganginn á Löngulínu, en fjögur nautin hennar gjósa nú engu vatni. Lystibátahöfnin er hjerumbil auð, en bát konungs, Dannebrog, komum við þó auga á. Við hafnargarðinn liggja nokkur skip, norsk, dönsk og eitt pólskt herskip, en margir hafa safnast þar saman, því Pólverji um borð er að spila á hermoniku . . . Fríhöfnin virðist vera auð og tóm . . . „Lange- linie Pavillon“ er í rústum og má maður minnast þar margra gleðistunda — fyrir löngu síð- an . . . Við heilsum upp á Litlu Hafmeyjuna hans H. C. And- ersens . . . hún situr þar á sama steini, en ekki gátu Þjóðverjar að sjer gert, þeir þurftu endi- lega að skjóta í hana nokkrar holur, — kannske var hún, litla skinnið, stórhættuleg þriðja rík inu! Rússar svara ekki Persum „Geföu mig ekki, mamma" ’ WALTER LITLI MIZANSKI, sem á heima í Chicago, fór að gráta, er móðir hans ætlaði að gefa hann lögregluþjóni. Móðirin gat ekki sjeð fyrir hami sínu, og ætlaði að gefa hann, en tár litla hnokkans breyttu ákvÖrðun hennar. London í gærkveldi. FRÁ Teheran berast þær fregnir í kvöld, að þrátt fyrir bjartsýnar fregnir í blöðum borgárinnar, hafi forsætisráð- herranum, Ibrahim Hakami ekk ert gengið að koma á samkomu lagstilraunum við Rússa vegna óeirðanna í Azerbeidjan. — For sætisráðherrann hefir skrifað sendisveit Rússa í Teheran um þetta mál, og beðist viðræðna, en hefir ekkert svar fengið. — Reuter. Arabar sameinast LONDON: Sex fjelagasam- steypur Araba á öyðingalandi hafa sameinast með það fyrir augum að gera Araba í landinu enn sameinaðri og sterkari í samtökum sínum, en þeir vorp áður. Ungfrú Margrjet Eiríks- dóttir heldur hijómleika í byrjun næsta mánaðar EINS OG skýrt var frá hjer í blaðinu fyrir skömmu, er Margrjet Eiríksdóttir píanó- leikari nýlega komin heim frá Englandi, eftir þriggja ára framhaldsnám í list sinni. Að- alkennarar hennar voru nú síðast Lamond, hinn heims- frægi Beethoven spilari. Og svo við Royal College of Music í London, Miss Kathleen Long, sem við könnumst öll vel við, síðan hún kom hingað á veg- um Tónlistarfjelagsins sumarið 1942 og hjelt hjer marga hljóm leika við hrifningu og aðdáun hljómlistarvina hjer í Reykja- vík. Margrjet var ein af fyrstu nemendum Tónlistarskólans, þegar hann hóf göngu sína haustið 1930. Hún var einnig ein af fyrstu nemendunum, sem lauk þaðan burtfararprófi. Það var strax á fyrstu nem- endahljómleikum þeim, sem skólinn hjelt í hátíðasal menta skólans, að Margrjet vakti at- hygli á sjer sem efnilegur nem andi, með öruggum og fáguð- um leik. Eftir það var hún altaf eitt af bestu nöfnunum á dagskrá nemendahljómleika Tónlistarskólans, og fylgdust unnendur skólans og hennar með henni með vaxandi athygli. Eftir fjögra ára nám á skólan- um og að loknu fullnaðarprófi stundaði hún framhaldsnám við skólann í nokkur ár. Að því loknu hjelt hún sinn fyrsta op- inbera hljómleik hjer í Reykja vík við ágætar viðtökur. Voru það fyrstu sjálfstæðu opinberu hljómleikarnir, sem nemandi, er lokið hafði prófi við Tónlist- arskólann hjer, hefir haldið. Þá sigldi hún til frekara náms. Og var 3 ár við Royal Academy of Music í London, aðalkennari var York Bowen. Fylgdu henni árnaðaróskir vina hennar hjeðan að heiman. Hún ljet heldur ekki sitt eftir liggja, því þegar hún kom heim aftur, þá hjelt hún hjer hljóm- leika við ágæta aðsókn og prýðilegat viðtökur. Urðu vin- ir hennar glaðir við, því að þeir fundu, að hún hafði stundað nám sitt af dugnaði og sam- viskusemi. Síðan stundaði hún píanókenslu hjer í Reykjavík við mikla aðsókn og ágætan árangur. Sigldi svo haustið 1942 og stundaði framhaldánám eins og áður er getið. Margrjet hefir oft komið fram á hljómleikum Royal College of Music í London og einnig hjá Cambridge Univer- sity Music Club og London University Music Society og víða annarsstaðar, og alstaðar fengið góð ummæli hlustenda og hrós kennara sinna. Margrjet ætlar nú að halda hljómleika hjer í byrjun næsta mánaðar. Bíðum við vinir hennar með mikilli eftirvænt- ingu eftir þeim hljómleikum. Listaferill hennar hefir hingað til verið sífeldur stígandi og hefir hún nú sjálfsagt náð hæst. Margrjet sagði við þann, sem þessar línur ritar, að hún væri gift hljómlistinni. Og ef hún sýnir okkur nú á þessum hljóm leikum, að hún er orðin ís- lensk „Kathleen Long“, þá má hún vel una giftingunni. Margrjet hefir orðið Tónlist- arskólanum til mikils sóma. Fer þessvegna vel á því, að Tónlistarfjelagið sjer um þessa hljómleika hennar. En hljóm- leikarnir verða ekki endur- teknir. Jeg vil enda þessar línur með því að bjóða Margrjeti vel- komna heim og óska henni til hamingju með starf það, sem hún hefir tekið að sjer. En það er að veita forstöðu hinum ný- stofnaða Tónlistarskóla á Ak- ureyri. Jeg samgleðst líka Tón- listarfjelagi Akureyrar með að hafa fengið svo duglegan og á- hugasaman kennara. Jeg veit, að hún á eftir að auðga mikið tónlistarlífið í höfuðstað Norð- urlands. Enda hefir hún nú þegar haldið þar hljómleika á vegum Tónlistarfjelags Akur- eyrar, við ágæta aðsókn og framúrskarandi góðar viðtökur. H. E. r Utför Sipr&r Eggerz, fyrverandi fonætisráðherra ÚTFÖR SIGURÐAR EGG- ERZ, fyrrverandi forsætisráð- hérra, fór fram frá dómkirkj- unni í Reykjavík í gærdag. Með al viðstaddra var forseti ís- lands, ráðherrar, erlendir sendi herrar og alþingismenn. Stúdentar .stóðu heiðursvörð við kistuna. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, flutti minningar- ræðu í kirkjunni. Dómkirkjukórinn söng, und- ir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Úr kirkju báru kistuna: for- sætisráðherra Ólafur Thors, forseti sameinaðs Alþingis Jón Pálmason, forseti neðri deild- ar Barði Guðmundsson, forsetil efri deildar Steingrímur Aðal- steinsson, sýslumaður Skafta- fellssýslu og formaður hjeraðs- dómarafjelagsins Gísli Sveins- son, þingmaður Akureyrarkaup staðar Sigurður Hlíðar, Bern- harð Stefánsson, alþingismað- ur og Ásgeir Ásgeirsson, fyrr- verandi forsætisráðherra. Lúðrasveit Reykjavíkur fór fyrir líkfylgdinni að kirkju- garðinum við Suðurgötu og ljek sorgarlög. Framh. á 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.