Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. nóv. 1945.
MOBÖUNBLAÐIÐ
Hallgrímur Valdemarsson
afgreiðslumaður á Akureyri sjötugur
HALLGRÍMUR VALDIMARS-
SON, afgreiðslumaður á Akur-
eyri, á sjötugsafmæli í dag.
Hann er fæddur að Litla-Hóli
í Eyjafirði, fluttist þaðan ung-
ur til Akureyrar og hefir verið
þar síðan.
Hallgrímur er af merku fólki
kominn. Faðir hans var sonur
Tómasar hreppstjóra Ásmunds
sonar á Steinsstöðum í Öxna-
dal, og Rannvei^ar konu hans,
systur Jónasar skálds Ilall-
grímssonar. Rík listagáfa ætt-
arinnar kom m. a. fram í frá-
bærum hæfileikum Margrjetar
heitinnar systur Hallgríms, er
á unga aldri hreif alla er sáu
hana á leiksviði.
Ungur fjekst Hallgrímur
Valdimarsson við verslunar- og
skrifstofustörf, en tók auk þess
snemma að sjer afgreiðslu
blaða. Akureyringar hafa löng
um verið miklir blaðaútgef-
endur. Hefir þar komið út
fjöldi blaða, sem kunnugt er.
Snemma þótti ritstjórum Ak-
ureyrarblaðanna, sem þeim
Væri best borgið, ef þeir fengju
Hallgrím Valdimarsson til að
annast fyrir sig útsending og
afgreiðslu, vegna þess, hve
reglusamur og samviskusamur
hann er. Það bregst aldrei.
Atvinna hans við blaðaaf-
greiðsluna hefir, sem vænta
má, löngum verið tekjurýr. En
Hallgrímur er þannig skapi
farinn, að hann metur það mik-
ils að hafa frjálsar hendur, og
geta hagað dagsverki sínu eins
og honum sjálfum líkar best.
En vera ekki bundinn á sama
bletti í þjónustu annara allan
daginn. Þetta hefir hann metið
meira en tekjurnar. Og geta
þá, eins og honum býðst við
að horfa, sint hugðarefnum sín
um.
Nýlega spurði jeg Akureyr-
ing, sem þekt hefir Hallgrím
í hálfa öld, hvað helst yrði sagt
um æfi hans í fám orðum.
Hann hefir aldrei gifst, sagði
þessi kunningi hans, en hann
hefir átt þrjár unnustur um
dagana, og verið þeim öllum
trúr. Jeg áttaði mig ekki strax
á því, hvað þessi samborgari
hans meinti, og datt í hug,
hvort Hallgrímur hefði kanske
verið sá raunamaður, að missa
unnusturnar hvora af annari í
gröfina. En skýiingin kom í
næsta augnabliki. Þær lifa all-
ar góðu lífi á Akureyri, því
þær eru leiklistin, sönglistin og
hljómlistin.
Hallgrímur er þó ekki leik-
ari sjálfur, og ekki syngur hann
nje spilar á hljóðfæri. Mjer er
ekki kunnugt um, að hann hafi
nokkurn tíma komið fram á
„þær hallandi fjalir“, sem
Danir nefna svo. En hann hef-
ir öll þau ár sem liðin eru
af þessari öld, verið á sjónar-
sviði Akureyringa. einkum þeg
ar eitthvað nýstárlegt hefir bor
ið við. Þegar listamenn hafa
komið til bæjarins, hefir hann
yerið þeirra önnur hönd og
greitt fyrir þeim á alla lund
með stakri kostgæfni.
Hann var meðal' stofnenda
Leikfjelags Akureyrar fyrir
rúmlega aldarfjórðungi síðan,
að atvinnu um langt skeið. —
Hann hefir annast um sölu og
afgreiðslu á Morgunblaðinu, á
Akureyri um áratugi, og um
langt árabil verið frjettaritari
þess. Kynni mín af Hallgrími
eru orðin æði löng éðd unU18
ár. Þau hafa því miður næst-
og hefir lengst af verið í stjórn
þess fjelagsskapar. Fyrir
nokkru var hann kjörinn þar
heiðursfjelagi sem vera bar,
því einlægari áhugamaður í
leiklistarmálum er vandfund-
inn.,
Hallgrímur Valdimarsson
hefir fengið í vöggugjöf ríka
hneigð til hinna fögru lista, í
hvaða mynd sem er. Ekki þann
ig, að hann hafi talið sjer fært
að sækja til þeirra upphefð
fyrir sjálfan sig, beldur til þess
að njóta þeirra, og þroskast af.
Hann hefir valið sjer það hlut-
skifti að ala allan aldur sinn
á Akureyri, þykir vænt um
staðinn, vill honum og íbúum
hans vel, vill að þeir vaxi að
þroska og dáðum. Hann hefir
nú verið þar svo lengi, að hann
hefir haft persónuleg kynni af
fleiri en einni kynslóð forustu-
manna bæjarins á því andlega
og efnalega sviði. Þess vegna
finst mjer altaf, er jeg mæti
Hallgrími á Akureyri, að þarna
komi á móti mjer lifandi þátt-
ur úr sögu bæjarins. Hann hef-
ir frá mörgu að segja. Hann
er glaður í vina hópi. Og hann
er hinn besti drengur. Þetta
þekki jeg af langri reynslu.
Frá því Morgunblaðið fyrst
kom til Akureyrar, fyrir 32
árum, hefir Hallgrímur verið
afgreiðslumaður hlaðsins þar.
Hefir hann alla tíð rækt það
starf með mikilli vandvirkni,
en þeim mun betur, sem meira
hefir reynt á. Hin síðustu ár hef
ir hann og verið frjettaritari
blaðsins á Akureyri, árvakur
og samviskusamur, eins og Ak-
ureyringar vita best.
Einstrengingsleg hagsmuna-
sjónarmið eru fjarri skapi Hall-
gríms. Hann er góðviljaður
maður, vill að menn geti um-
gengist sem bræður, þrátt fyr-
ir mismunandi skoðanir á ein-
stökum málum. Hann vill sam-
eiginleg átök til heilla fyrir
bæinn og fyrir þjóðina.
St ar f s 1 i ð Mergunb i aðsins
þakkar hinum sjötuga heiðurs-
manni ánægjulega samvinnu á
undanförnum árum. Óskum við
honum alls hins besta í framtíð
inni, um leið og við vonumst
eftir, að hann megi lengi vinna
að útbreiðslu og velgengni
blaðsins í höfuðstað Norður-
lands.
V. St.
★
HALLGRÍMUR VALDE-
MARSSON hefir, eins og.ann-
arsstaðar er getið hjer í blað-
inu í dag, haft blaðaafgreiðslu
skifti og símtöl. Við höfum að
eins einu sinni hittst, enda hvor
ugur gert víðreis' Hallgrímur
mun t. d. aldrei hafa komið til
Reykjavíkur, og jeg aðeins einu
sinni til Akureyrar.
Af samstarfi minu við Hall-
grim Valdemarsson^ .sem . og
aðra umboðsmenn Morgun-
blaðsins víðsvegar um landið,
hefi jeg haft mikla ánægju,
enda hefir hann reynst mjer
framúrskarandi áreiðanlegur
og ötull meðstarfsmaður í hví-
vetna, og er áhugi hans á þessu
erilssama starfi hans síst minni
nú, þrátt fyrir háan aldur, en
hann var, er kynni 'okkar hóf-
ust fyrir 18 árum. Starf hans
fyrir Morgunblaðið hefir þó
aukist stórlega á þessu tíma-
bili, sem að líkum lætur, þar
sem útbreiðsla þess á Akureyri
hefir margfaldast, og þar sem
blaðið nú er afgreitt daglega
til kaupenda mikinn hluta árs-
ins. Hallgrímur Valdemarsson
hefir áreiðanlega átt mikinn
þátt í viðgangi Morgunblaðsins
á Akureyri og í nágrenni
hennar.
Það er sagt, að Reykvíkingar
vilji helst ekki rísa úr rekkju
eða hefja dagsverk sitt fýrr en
þeir eru búnir að fá Morgun-
blaðið. — Afgreiðslufólk þess
hjer verður því að byrja
störf sín löngu á undan
öðrum bæjarmönnum. Hins-
vegar hefir mjer verið sagt, að
Akureyringar komist ekki í
háttinn þann tíma ársins, sem
ferðir falla daglega norður, fyrr
en þeir eru búnir að fá Morg-
(kiimuiidur Pjetursson, trjesnr.
áttræður í dag
r-iv.ÁLLHÁUM aldri er náð. En'
æskan nýtur sín vel. Guðmund
ur Pjetufsson er enn í dag fót-
frár og ungur í anda. Mjer héf
ir hlotnast sú heill að fá að
kynnast mörgum góðum mönn
’úfn: Það eru mörg ár liðin fré
því að fundum okkar Guðmund
um eingöngu orðið til^ið.þrjefa fljy~ .b^r.fyrst saman, en altaf er
kúnningsskapurinn jafn og vin
áttan föst. Margs er að minnast
frá liðnum dögum, og minning-
arnar eru á þá leið, að hugur-
inn vermist. Þegar jeg lít yfir
farinn veg og hugsa til þessa
vinar sje jeg heiðríkju og finn
hinn hressandi blæ.
Guðmundur fæddist 25. nóv.
1865 að Miðdal í Kjós, en var
alinn upp á Grjóteyri í sömu
sveit. Best lætur mjer að nefna
hann Guðmund á Grjóteyri. —
Foreldrar hans voru Pjetur
Jónsson og kona hans Guðný
Oddsdóttir. Þegar Guðmundur
var á fimmta ári,. andaðist fað-
ir hans, druknaði hann í sjó-
róðri. Amma Guðmundar var
Kristín Þorsteinsdóttir í Laxár
nesi. Þegar sorgarfregnin barst
heim að Grjóteyri, fór Kristín
í heimsókn til dóttur sinnar á
Grjóteyri, og var henni þar til
hughreystingar nokkra daga. •—
En er hún hjelt heimleiðis and-
aðist hún, fjell af hestbaki, er
halda skyldi yfir Dælisá, og náð
ist örend á eyri í ánni.
Síra Matthías Jochumsson
sagði mjer greinilega frá þessu.
Hann var þá prestur í Kjalar-
nesþingum, og það fjell í hlut
hans að fara til Guðnýjar á
Grjóteyri og sega henni frá
druknun heimilisföðurins. — En
litlu síðar varð hann að leggja
aftur af stað og segja Guðnýju
frá því, er við hafði borið hjá
Dælisá. Matthías heilsaði Guð-
nýju með þessum orðum: „Þau
tíðkast nú hin breiðu spjótin“.
Slys þetta varð á Skírdags-
kvöld 1870. Dáðist Matthías að
unblaðið. Hvort það stendur hugrekki ekkjunnar, sem hjelt
þeim fyrir svefni, ef út af ber,
veit jeg ekki. en um útsölu-
manninn veit jeg það, að hann
vill með öllum ráðum stuðla
á litla drengnum í fanginu.
Guðmundur var hjá móður
sinni, og vann hin algengu
störf, er unglingum í sveit voru
að því, að þeir fái blaðið áður falin En al]oft var hann hjer
en þeir ganga til hvílu og fæst
í Reykjavík, og hjer í bæ beið
ekki um það, þótt dagsverki; hang framtíðarstarfiðLagði
hans Uúki ekk fyrr en flest ■ hann sfund á trjesiníði> en vann
fólk er gengið til náða norður aðallega að skipasmíði. _ Var
þar.
En svo skal starf rækja. —
Hallgrímur er einn þeirra
manna, sem ekki sofa á verð-
inum, heldur eru sívakandi, og
svo mun enn verða.
Jeg þakka þjer, Hallgrímur,
samstarfið á umliðnum árum, í
lipurð, árvekni óg skyldurækni
og óska þjer allrar blessunar í
framtíðinni.
Sigfús Jónsson.
„Kvenfólk, svei!“
LONDON: Þegar Jules, rak-
hann um langt skeið starfandi
með Otta Guðmundssyni, hinum
góðkunna atorkumanni.
Guðmundur átti því láni að
fagna að eignast ágæta konu,
Margrjeti Kolbeinsdóttur frá
Kollafirði. Bjuggu þau í Kolla-
firði og á Esjubergi, en fluttu
laust fyrir aldamótin til Reykja
víkur. Margrjet kona Guðmund
ar andaðist 25. júlí 1939. Kann-
ast margir við heimili þeirra
hjóna, sem lengst af áttu heima
í Vesturbænum. Var þar mörg
um Ijúft góðum vinum að kynn
ari franskra þingmanna um ast. Gott var þar orðum að
mörg ár, var sagt, að nú væru' skifta við þann mann, sem var
konur komnar á þing, og að heima glaður og við gesti reif-
hann yrði að annast hárgreiðslu ( ur. —
þeirra, sagði hann aðeins: —j En kynni min af Guðmundi
„Kvenfólk, svei-0.
Annars voru miklu eldri. Faðir minn
sagðist hann ekki hafa neitt ^ var móðurbróðir Guðmundar.
pláss fyrir konur í rakarastofu j Var Guðmundur því tíður gest
sinni og kvað heimsku að láta ur á heimili foreldra minna. -r-
þeim sjerStakt herbérgi í tjé. Hlakkaði jeg til komu hans og
kveið fyrir þvi, er kveðjustund
in nálgaðist. Jeg er í þakkar-
skuld við Guðmund, þvi að af
honum lærði jeg margt. — Þar
var aldrei komið að tómum kof-
anum, þar sem Guðmundur var.
Aldrei stóð á svari hjá hinum
bókhneigða, minnuga og fróða
manni. Guðmundur er frábæri-
lega vel að sjer, mjög vel\ að
sjer í íslenskum bókmentum,
unnandi skáldskap og fögrum
listum. Á námsárum mínum
leitaði jeg oft hjálpar hjá hon-
um og naut tilsagnar hans.
Einu sinni átti jeg, er jeg var
í 3. bekk Latínuskólans, að
skrifa heimastíl, er bar þetta
heiti: „Hvaða gagn er að snjón-
um?“ Jeg var í mesta vandræð
um. Hvaða gagn er að snjónum?
Hægt er að fljúgast á í snjó-
kasti, og gaman er að því að
byggja snjóhús. Einnig kannað'-
ist jeg við sleðaferðir og hafði
heyrt um skíðaferðir. Það varð
lítið um efni í stílinn. En ■ þá
vildi mjer það happ til, að Guð-
mundur á Grjóteyri kom. Bar
jeg upp fyrir honum vandkvæði
mín. Hjelt Guðmundur fræð-
andi fyrirlestur um snjóinn,
lýsti því, hvernig hann skýlir
jörðinni, og talaði um margví^-
legt, sem væri snjónum að
þakka. Guðmundur talaði, jeg
skrifaði. Stíllinn var ágætur, og
jeg afhenti hann kennaranum
með því sigurbrosi, sem gaf til
kynna, að jeg væri bæði veður
fræðingur og búfræðingur.
Þegar jeg hugsa til Guðmund
ar, hlýt jeg að minnast sann-
leika þessara orða: „Þeim es
fyrða fegurst at lifa es vel mart
vitu“.
Guðmundur er maður fastur
í skoðunum, og hefir haldið á-
kveðinni stefnu, er til þjóðmál-
anna kemur. Kátur er hann.og
glaðlyndur, hress í viðmóti,
fyndinn ’í tilsvörum, þjettur í
lund og enginn veifiskati.
Á langri leið hefir Guðmund
ur, sem eðlilegt er, sjeð skift-
ast á skin og skúr. En oft talar
hann um það með gleði og þakk
læti, hve vel honum og niðjum
hans hafi farnast. Guðroundur
1 hefir átt barnalálni ag fagna,
og býr því við hamingju á fögru
æfikvöldi. Býr hann hjá Pjetri
syni sínum og konu hans, Sjafn
argötu 3, og á þar á allan hátt
góða æfi. m
Guðmundur og kona hans
éignuðust 6 börn. Eru þrjú
þeirra á lífi, Pjetur kaupmaður
(.Málaranum), Sigurður fram-
Framh. á bls. 12