Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 32. árgangur. 276. tbl. — Sunnudagur 25. nóvember 1945. ísafoldarprentsmiðja h.f. „Churchill hefði ekki verið dreginn fyrir dóm“ Segja verjendur hinna ákærðu í Numberg London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. VERJENDUR hinua tuttugu Þjóðverja, sem ákærðir eru fyrir, stríðsglæpi í Niirnberg, áttu fund með blaðamönnum banda- manna í dag. Voru þeir þar spurðir af blaðamönnunum (en verjendurnir eru ailir þýskir) hvort Þjóðverjar hefðu ákært æðstu menn bandamanna fyrir stríðsglæpi, ef þeir hefðu unnið stríðið. — Svöruðu lögfræðingarnir því til, að það vissu þeir ekki gerla, en Churchill hefði að minsta kosti ekki verið dreginn fyrir dóm, þar sem Þjóðverjar hefðu borið of mikla virðingu fyrir hetjudáðum hans til þess. I! ákærður" Krefjast frægra vitna. Verjendurnir krefjast í nafni ýmsra hinna ákærðu, að marg- ir frægir Bretar verði leiddir sem vitni í rjettarhöldunum. Þannig krefst verjandi von Ribbentrops, að Beaverbrook lávarður og Lafði Astor verði leidd Sem vitni. — Lögfræðing- ur Rudolf Hess krefst vitnis- burðar hertogans af Hamilton, sem Hess ætlaði að finna, er hann flaug til Skotlands 1941, og ennfremur læknis þess, sem fyrst stundaði Hess. Giles Romilly meðal vitna. Verjandi Keitels marskálks krefst þess, að Giles Romilly, frændi Churchills, verði lát- inn bera vitni (en Giles Rom- illy var tekinn höndum í Nor- egi, hafði áður verið hjer á íslandi). Ennfremur krefst verj andi Keitels að frændi. Alex- anders marskálks, nú lands- stjóra í Kanada, en hann var einnig fangi Þjóðverja, verði kvaddur sem vitni. — Verj- andi Hans Frank, fyrrum lands stjóra í Póllandi, krafðist vitn- isburðar allmargra Pólverja, og er blaðamenn heyrðu það, ráku þeir upp hlátur mikinn. Rjettarhöld verða næst á mánudag, þar sem verjendurn- ir þurfa að fara gegnum mjög mikið af skjölum. Churchill Verður kvaddur sem vilni drepnir í Þýska- Úfgerðarfjelag slofnað í Bol- ungarvík í BOLUNGARVÍK er nýstofn að hlutafjelagið Víkingur, sem ætlar að reka útgerð þaðan. Fje lag þetta hefir nýverið keypt vjelbátinn Vísi, frá Húsavík. Kaupverð 85 þús. krónur. Bát- urinn er þegar kominn til Bol- ungarvíkur og mun hefja veiðar innan skams. Framkvæmdarstj. Víkings er Guðm. Jakobsson. London í gærkveldl. I GÆR var breskur hermað- ur drepinn á hernámssvæði Breta í Þýskalandi, og annar í dag. Munu bresku hernaðaryfir völdin gera gangskör að því, að haft verði upp á vegendunum. Ekki er vitað til þess, að nein uppþot hafi orðið á þeim slóð- um, sem hermenn þessir voru drepnir á, og telja Bretar að þarna sje um æsta nasista að ræða, sem ráðist á hernáms- menn. — Reuter. Giles Romilly, frændi Churc- hills, sem var hjer fyrir stríð. ítalska stjórnin biðst lausnar Fólkfð heimlar að hún sitji áfram við völd London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl frá Reuter. PARRI, forsætisráðherra ítala, hefir beðist lausnar fyrir sig og stjórn sína, vegna þess að frjálslyndir og kaþólski lýðræðis- flokkurinn hafa tekið ráðherra sína úr stjórnínni, vegna þess að þeir telja Parri einræðissinnaðan í stjórnaraðíerð sinni. — Víða um Ííalíu hafa af tilefni afsagnar Parri orðið verkföll og kröfugöngur, og heimtar fólkið að stjórn hans sitji áfram. Skiptar skoðanir. Jafnaðarmenn og kommúnist ar í stjórninni telja, að það skifti engu máli, þótt hinir sex ráðherrar kaþólska og frjáls- lyndra færu úr stjórninni, hún geti setið eftir sem áður. Parri hinsvegar telur hættulegt að sitja áfram, vegna þess að þá kunni hugir manna, sem and- stæðir eru stjórninni að hneygj ast meira til hægri, og verði þá allt erfiðara um að hegna fas- istum í landinu. Verkfall í Milano. I Milano gerðu verkamenn í verksmiðjum 15 mínútna vinnu hlje í dag í mótmælaskyni við afsögn stjórnarinnar, en úti á Framh. á 12. síðu. Hússar ryðjast inn I hreskar herbúðir Berlín Krefjasf að fá að leila þar að liðhlaup- um úr rauða hernum LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá SEINT I KVÖLD ; uddust alt í einu margir vopnaðir rússnesk- ir hermenn inn í borðsal einn í herbúðum breska hernámsliðs- ins í Berlm. Vakti þetta ekki litla athygli hermanna þeirra, sem sátu þar að borðum. Kröfðust Rússarnir allbyrstir að fá að leita í öllum herbúðunum að liðhlaupum úr rauða hernum, sem þeir hjeldu að hefðu leynst þar. Eftir að bresk herlögregla hafði verið kölluð á vettvang, var leitin leyfð, en Rússarnir fundu ekkert. ______________________________ Hefir óþægileg áhrif. Frjettaritari sá, sem símaði þessa fregn frá Berlín í kvöld, sagði að þetta hefði haft mjög óheppileg áhrif á hermennina bresku í Berlín. Fyrst og fremst það atriði, að Rússum skyldi leyfð leit í breskum herbúðum í borginni, þar sem allir vissu, að Rússar myndu aldrei hleypa Bretum inn í herbúðir sínar. —• Þá tekur frjettaritarinn það fram, að ekki hefði þessi atburð ur haft betri áhrif á þá Þjóð- verja, sem horfðu á það, er Rússar ruddust inn í hinar bresku herbúðir og síst hækkað álit Bretanna í augum þeirra. Minnismerki rifil upp LONDON: Eftir uppgjöf Þjóð verja í sumar, settu Bretar upp minnismerki úr trje á staðnum, þar sem þýsku uppgjafarfull- trúarnir hittu Montgomery mar skálk. — Á minnismerkið var letruð frásögn af atburðinum og dagsetningin, þegar hann átti sjer stað. — Nýlega sáu bresk ir hermenn, að minnismerkið stóð ekki þar, sem það átti að vera. Hófu þeir leit að því, og fundu það úti í runnum, þar sem því hafði verið kastað, eftir að það hafði verið rifið upp. -—- Var það illa leikið, hafði verið höggvið með hnífum og smurt með tjöru. — Þvert yfir spjald ið hafði verið málað: „Heil Himmler“, en hann er grafinn þarna nærri. — Bretar munu bráðlega setja þarna annað minnismerki úr steini. Myrkur í London í gærkveldi London í gærkvöldi. HJER í borg er myrkur í kvöld á götunum, eins og var, meðan stríðið stóð og borgin var myrkvuð. I þetta skipti kem ur myrkrið til af því, að starfs- menn gasstöðva borgarinnar hafa flestir gert verkfall, og hef ir verið slökkt á götuljósunum til þess, að húsmæður gætu haft meira gas til þess að sjóða við. Verkfallið kom af þyí, að gas- stöðvarmönnum fanst þeir ekki fá nægilegt kaup, og fóru að draga af sjer við vinnuna, en fengu ekki kauphækkun að held ur. Þá hættu þeir vinnu. — For- sprakkar fjelagsskapar þeirra | hafa ^korað á þá að sýna þann þegnskap að hverfa aftur til vinnu, og hafa þeir samþykkt að gera það á morgun. Ýmsar getgátur. Frjettaritarinn segir að hvorki hann, nje Bretarnir í herbúðunum hafi getað skilið, að Rússarnir skuli hafa látið sjer detta í hug, að liðhlaupar þeirra myndu leita inn í bresk ar herbúðir, því nóg sje af öðr um felustöðum í þessari rústa- borg, auk þess, sem breskir her- menn hefðu aldrei farið að skjóta skjólshúsi yfir slíka menn. Undirbúningsneind á fund í London London í gærkvöldi: FIMM hundruð fulltrúar í und irbúningsnefnd hinna samein- uðu þjóða, eru nú saman komn- ir hjer í London, og var fund- ur þeirra settur í dag. Noel Bak er, breskur ráðherra, ávarpaði samkomuna og kvað það gleðja sig mjög að starf skyldi nú ha£ ið til þess að stofnun hinna sarp einuðu þjóða kæmist sem fyrst á laggirnar. — Hann baðst þess, að fundum yrði frestað til mánu dags, vegna hinna mörgu skjala, sem fundarmenn verða að yfir- fara. Gromikow, sendiherra Rússa, studdi málaleytan Bak- ers og var samþykt að fresta fundum til mánudags. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.