Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 12
\ 12 MORGUNBLÁÐIÐ Sunnudagnr 25. nóv. 1945. Framh. af bls. 2. í kirkjugarðinn báru fulltrú ar frá Sjálfstæðisflokknum kistuna. Dómprófasturinn, sr. Friðrik HalI§tííás§on,'- talaði' við“ gröf- ina. Að lokum ljek Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsönginn. Frá Alþingi barst silfurskjöld ur. Blómsveigar bárust frá rík- isstjórninni, bæjarstjórn Rvík- ur, bæjarstjórn Akureyrar, stúdentaráði háskólans, Sjálf- stæðisflokknum, Fjelagi hjer- aðsdómara, stjórnarskrárnefnd, ráðgjafarnefndinni í stjórnar- skrármálinu, frá Skaftafells- sýslu, sýslunefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslunefnd Eyjarfjarðarsýslu, Sjálfstæðis- f jelagi Akureyrar, Stúdenta- f jelagi Akureyrar, Útvegsbanka íslands og Rotary-klúbbnum á Akureyri. Útförin var fjölmenn og virðuleg. - Alþj. vettv. Framhald af bls. 8 stjórnmálaleg og hernaðarleg nauðsyn. Þar sem stjórnendurnir hafa tekið eftir græðgi rússn- eskra hermanna í Berlín í að eignast úr, hafa þeir ákveðið að láta framleiða 400.000 úr á næsta ári. Framleiðslunni á þeim er stjórnað af yfirmanni skotgrafa- fallbyssuframleiðslunnar. (Time). Guðm. Pjefursson Framh. af bls. 5. kvæmdastjóri, og Karítas sýslu mannsfrú í Borgarnesi. — Guð mundur hefir sjeð hamingju ná til barna og barnabama. Margir hugsa á þessum afmæl isdegi um tryggan, traustan og vinfastan mann, árnandi hon- um mikillar farsældar. Heill þjer nú og ætíð, kæri frændi og vinur. B. J. —Ilalía Framh. af 1. síðn. götunum safnaðist mannfjöldi saman og fór mótmælagöngur. I Róm fóru mörg þúsund manna til stjórnarhallarinnar og hróp- uðu: „Vjer heimtum að Parri sitji áfram, við viljum ekki að hann fari frá völdum“. Siglúss UNGFRÚ Elsa Sigfúss hjelt fyrstu söngskemtun sína í Gamla Bíó á fimtudagskvöld, og var húsið fullskipað . eftir- væntingarfullum áheyrendum. Ef til vill hefðu margir óskað þess, að hún hefði valið sjer önn ur og listrænni verkefni, að minnsta kosti að einhverju leyti, og þá sjerstaklega að heyra hana flytja eitthvað af íslensku lögunum, sem mestan þá'tt hafa átt í að skapa henni vinsældir hjer. En að því mun síðar koma, og mun þá koma í ljós, að hún er jafnvíg á hvoru tveggja, hinn ljetta „salon“stíl og hina göfugri tónlist, því um gáfur hennar og smekkvísi verð ur ekki deilt. Rödd ungfrú Elsu er djúp og sjerkennileg, minnir helst á hina mjúku tóna cellósins, og býr yfir undraverðu seiðmagni í látleysi sínu, svo að tónarnir minna helst á mjúkan kvöld- blæ. Efnisskráin var að þessu sinni nokkuð einhæf, að því leyti, að valin voru aðeins ljett lög, eða þau lög, sem söngkon- an hefir að undanförnu mest sungið í útvarp víða um Norð- urlönd, með þeim árangri, að hún er í hópi þeirra listamanna sem vinsælastir eru þeirra sem í hljóðnemann syngja. Hún not aði þá einnig hljóðnemann á þessum hljóml. og fór vel á, enda í fullu samræmi við hin ljettu lög og texta, sem, eins og áður segir, voru túlkuð af mikilli smekkvísi. Fritz Weisshappel var söng- konunni hin besta stoð með und irleik sínum og ljek hann auk þess „Elegie“ eftir Melartin. Viðtökur voru hinar bestu. En þó munu menn hlakka enn meira til að heyra þessa ágætu söngkonu flytja okkur hina æðri tónlist, sem verða mun nú á næstunni. P. í. Brendu frönsk hús LONDON: Þjóðernissinnar í Indokína, sem enn eiga í bar- dögum við Frakka, brendu ný- lega öll frönsk hús í borginni Longshuyen fyrir suðvestan Saigon. LISTERINE TAHHKBEH Nýju mjólkurvjel- irnar verða keypfa í Danmörku MJÓLKURSAMSALAN hef- ir ákveðið að . festa ’ kaup á mjólkuryinsluvj.elum frá Dan- mörku. Eftir því, sem Árni Benediktsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar skýrði Mbl. frá, mun vera búið að gera út um kaupin. Fyrstu vjelarnar eru væntan legar til landsins. efíir þrjá mán uði, en sámkvæmt samningi eiga vjelarnar að vera komnar eftir 10 mánuði. Svíar keppa við Svisslendinga I DAG munu Svíar heyja landskappleik í knattspyrnu við Svisslendinga. Fer kappleikur- inn fram í Sviss, og er sænska landsliðið þegar komið þangað. Victor Rae, breski dómarinn, er hjer var í sumar og dæmdi nokkra leiki verður dómari. Frá Noregi berast þær fregn ir, að knattspyrnufjel. Lyn, sem vann Noregsbikarinn um dag- inn, hafi tapað úrslitaleik í Nor egsmeistarakeppninni. — Nor- egsmeistari í ár varð Skeid, sem vann Lyn með 3—2. Verklýðsmá! rædd á fundi Sfefnis í Hafnarfirði STEFNIR — fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði — heldur fund í Sjálfstæðishús inu annaðkvöld kl. 8.30. Á fundinum mun Hermann Guðmundsson flytja erindi um verkalýðsmál. — Öllum Sjálf- stæðismönnum í Hafnarfirði er heimill aðgangur meðan hús- rúm leyfir. Er ekki ósennilegt ða marga muni fýsa að heyra Hermann ræða þessi mál, þar sem hann er þeim mjög kunnur. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Kveðjuorð til Sigurðar Eggerz „Aldan er hnigin, auð hýmir ströndin“. Jeg var að koma lieim frá jarðarför þinni, vinur minn. Ekki hefði jeg trúað því, að svona erfitt væri að fylgj a þjer til grafar. Jeg bar þig inn í kirkjuna í gærkveldi. Það voru þung spor En sleppum því. Það var ekki í þínum anda, að þylja raunasögur. En mjer varð ekki svefnsamt í nótt. Jeg las „Sýnir“. í sannleika sagt í fyrsta sinn, svo að jeg skildi þær. Hvernig getur þú ætlast til þess að maðúr meti það, sem þú skrifar, á meðan þú ert lifandi. Það. sem okkur greindi á um, var það, að jeg kunni ekki að meta til fulls skáldskap þinn. Jeg skil nú, hvers vegna. Þú skygðir á hann sjálfur. Mjer þótti ekkert nógu gott, sem þú skrifaðir, og lík- lega hefði mjer heldur ekki líkað það, sem aðrir skrifuðu best. Hefði það verið eftir þig. Þú sjálfur varst svo langtum stærri. En jeg las líka leikritin þín í nótt. ,Aldan er hnigin, auð hýmir ströndin“. En minningarnar um þig sjálfan skyggja samt enn á alt, sem eftir þig liggur. Þó er það alt gott og meir en það, — því grunntónninn í því öllu er hinn sami: Hinn göfugi, hreinskilni, háfleygi andi, sem berst fyrir frelsinu •—■ frelsi í orði og frelsi á borði. Með þó heldur tak- markaðan jarðneskan sjóndeild arhring — ísland — og það eitt. En svo að hinu leitinu á hærri slóðum. Lyrikken var þjer í blóð borin. En hún fullnægði þjer ekki, hún var þjer of lágvaxin. Þú naust þín best, í mínum augum, er þú last „Norðurljós“ eftir Einar Benediktsson, og þá sá jeg þig standa upp í ríkis- ráði Dana teinbeinan og tígu- legan og krafðist rjettar þjóð- ar þinnar, og lagðir að veði embætti þitt, forsætisráðherra- tignina. Pjetur Ottesen segir í dag í sínum sönnu eftirmælum um þig, að slíkt hafi hvorki skeð fyr nje síðar í sögunni. 1 „Aldan er hnigin, auð hýmir ströndin“. Við vinir þínir eigum erfitt með að átta okkur á því, að þú komir hér ekki framar. Þeg ar þú undanfarin ár kíírnst til Reykjavíkur að norðan, fanst mjer birta yfir bænum og vqc-—,, ið fara í hönd. En það var ekki mjer einum sem fanst þetta. Við öll fögnuðum komu þinni. Þú barst yl í bæinn. I leikriti þínu ,,Það logar yfir jöklunum“, lætur þú Árna segja: „Þú ert svo glaður, það er sólskin hvar sem þú ert. Jeg held að guð hafi gert þig að einum geislanna sinna“. Ef þessi gullfagra lýsing á við nokkurn mann á landi hjer, þá er það höfundinn sjálfán, Þinn charmi er svo mikill, að þú hrífur alla með þjer, líka liðinn. Þinn andi mótaði kveðju athöfnina í dag. Þú lyftir mönn um í æðra veldi, svo þeir verða bjartsýnni og stærri. Menn verða jafnvel gáfaðri í návist þinni. En þó fyrst og fremst betri menn. ,Aldan er hnigin“. En ströndin hýmir ekki auð. Minningarnar um þig, vinur minn, lýsa hana. Veðúr- blíðan, slík sem enginn man, fylgdi þjer til grafar. En nú tekur að kólna í lofti. En þá njóta norðurljósin sín betur. Og í þeim sjáum við þig best. Þín- ar leiftrandi gáfur og þína björtu og hreinu sál. Sigurður Eggerz er dáinn. Hin stóra alda er hnigin. En æska þessa lands — stúdent- arnir, sem stóðu vörð um kistu hans í dag, hafa unnið heilög heit, tekið höndum sam- an, um það, að standa vörð um hugsjónir Sig. Eggerz. íæssi sólargeisli Guðs vermir og lýs- ir okkur vinum hans, meðan við dveljum hjer. Megi ísland eignast marga jafn glæsilega stjórnmálamenn og hann; jafn góða drengi, og megi þeir hverfa af sviði stjórn málanna með jafn hreinan skjöld og hann. „Aldan er hnigin“. Ný alda er risin. Magnús Kjaran. X-9 "DREA/dER" VOU HAD NO RIQMT TO PUNCH TMAT AtAN, EVEN IF ME NOW, DON'T RUFFL.E VOUR FEATHERS-, JUUE 1 iT'$ TME ONLV WAV VOU CAN 6ET HELP- THE$E DAV5...V0U RUN I'LL CALL VOU T0M0RR0W. Eftir Roberf Sform ? Cupr. iyl5. Kííjc ítalu.cs Svnilicatc-. Inc.. VC’orld riuhfs Júlía — Glámur, þú máttir ekki berja þenna mann, jafnvel þó að . . . Glámur: — Vertu nú ekki að derra þig, Júlía mín, þetta er eina aðferðin til þess að.fá menn í vinnu nú á dögum. Og farðu svo. Jeg hringi í þig á morgun. Glámur: — þú ert slung- inn, Frankie. Þú innritaðist í herinn undir fölsku nafni, svo læturðu gera við andlitið á jsjer, og ferð úr hernum. Frankie: — Hvað . . . hvað ætlarðu að gera við mig? Glámur: — Það er undir þjer sjálfum komið. Sem löghlýðinn borgari gæti jeg látið taka þig fastan. En jeg ætla að gefa þjer til- boð.-Frankie: — Hvað er það? z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.