Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. nóv. 1945. S li U G G I M N Effir Thelma Strabel 9. dagur En þau fengu ekki lengi að vera í friði. Menn voru sífelt að koma að borðinu til þeirra, til þess að tala við Alan. Fyrst köm forstjóri fyrir flugvjela- verksmiðju, sem dvaldi í Mexíkó sjer til hvíldar og hress ingar með konu sinni og einka- láekni. Það var myndarlegur maður og góðlegur, en mjög þreytulegur. Pálu geðjaðist þegar vel að honum. Hann gat ekki notið hvíldarinnar þarna, því að hann vildi uppvægur komast aftur heim og taka til starfa. Ef þeir gætu enn auk- ið flugvjelafrámleiðslu sína, myndi það stytta stríðið .... og síðar, að styrjöldinni lok- inni, myndu flugvjelarnar verða einn þátturinn í því að styrkja friðinn. Þegar hann var farinn, kom Jorge Ramirez og settist hjá þeim. Það var blaðamaður, sem oft hafði átt viðtal við Afan. í fylgd með honum var ítölsk greifafrú, með litað háe-. Alan bauð þeim báðum að setjast við borðið og drekka með þeim kaffi. Þau urðu síðan öll sam- ferða út, og Alan fjelst á að fara heim með Ramirez og leika við hann golf. „Þú getur slegist í för með greifafrúnni11, sagði hann við Pálu. „Jeg vil heldur fara heim“, svaraði hún. „Leiðist þjer ekki að vera þar alein?“ „Nei, mjer leiðist aldrei að vera ein“. „Jæja. Þú getur tekið bílinn. Ramirez ekur mjer heim“. ★ Þegar Pála kom heim, fór hún í bað og settist síðan út á veggsvalirnar og las, þar til far ið var að rökkva. Þá fór hún inn og skifti um föt. Aian var enn ókominn. ; Hún gekk inn í. dagstofuna. Þau notuðu hana mjög lítið. Stofan var stór, hátt til lofts og vítt til veggja. En húsgögnin' voru þunglamaleg og yfir her-| berginu hvíldi skuggalegur ’ blær. I einu horninu stóð stór ( slagharpa. Pála settist við hana. Hún spilaði lítið — það var Dink, sem var aðal píanóleikarinn í fjölskyldunni. Á slaghörpunni var nótnaþefti. Það var pre- > á litlum bóndabæ, í Walnut heftið og reyndi að leika fyrstu hljómana. „Pála! Af hverju ertu að spila þetta?“ Það var rödd Alans, sem' hrópaði. En hún ljet samt eitt- , hvað ókunnuglega í eyrum hennar. Þetta var köld og harð- j neskjuleg rödd, sem hún kann- ^ðist ekkert við. Hún sneri sér snögt við í sæt inu, og horfði andartak á hann, undrandi og skelfd á svipinn,: áður en hún syaraði. „Þetta er aðeins Bach-prelude, sem var hjerna á píanóinu“. Hann gekk til hennar. Það 1 var gulleitur blær á andliti j hans. „Hvar? Hvar var þetta j nótnahefti?“ „Hjerna — á píanóiriu. Það hefir einhver skilið það eftir.' Jdjer er ný pramLaldíóacjci um un^a ótJLu, óem cjiftiót ríLum ocj áhrijamiLl- faci uar óLi um manni, en var ónuffcji a — Jdijlcjiót me É jrá L\ 'yrjan Þjónustufólkið hreyfir aldrei við neinu. Af hverju spyrðu? Er eitthvað að?“ Hann tók nótnaheftið og at- hugaði það vandlega og lagði það síðan frá sjer aftur. Því næst skimaði hann í kringum sig í herberginu, eins og hann væri að leita að einhverju. „Ertu viss um, að heftið hafi verið þarna, þegar við kom- um?“ „Jeg veit það ekki. Hvað gengur að þjer, elskan? Þetta er mjög leyndardómsfult, hvernig þú „Það er auðvitað aðeins til- viljun“, muldraði hann. „Það hlýtur að vera tilviljun“. Hann lagði aðra höndina á öxl henn- ar. Hún fann gegnum þunnan kjólinn, að fingur hans voru ískaldir. „Móðir mín ljek þessa pre- lude oft. Hún var einmitt að spila hana, þegar — þegar hún dó. Það var hjartað, sem bil- aði“. „Ó — það var leiðinlegt, að þetta skyldi þurfa að koma fyr ir — á jóladaginn sjálfan“. Hún reis á fætur og lagði handlegg- ina utan um háls hans. „Þú verður að fyrirgefa mjer, elsk- an mín. Jeg gat ekkert um þetta vitað. En hvernig 'datt þjer í hug, að það gæti verið annað en tilviljun, að nótna- heftið var þarna? — Hvers vegna ....“. „Auðvitað var það aðeins til- viljun“. Hann kysti hana og rjetti síðan úr sjer. „Jeg ætla í bað snöggvast, og svo skulum við líta inn hjá Marik“. ★ Á hinum stóru veggsvölum veitingahússins, sem sneru út að garðinum, var margt um manninn. Gestirnir voru van- ir að safnast þar saman áður en þeir snæddu kvöldverðinn. I garðinum fyrir framan vegg- svalirnar var einnig margt fólk, ungar stúlkur í marglitum kjólum og ungir piltar í hvít- um flónelsfötum. Pála og Alan voru í þann veginn að setjast við eitt borð- ið á veggsvölunum, þegar ein- hver kallaði: „Halló, Garro- way!“ Alan sneri sjer við og veif- aði höndinni. „Afsakaðu augna blik“, sagði hann við Pálu. „Jeg ætla að tala snöggvast við, Fellowes. Hann fer til Mexíkó City á morgun og mjer var að detta í hug, að við yrðum hon- um samferða. Þú biður um kvöldverð handa okkur, ef þjónninn kemur á meðan“. Hún horfði á eftir honum. Hann var mjög sólbrendur, og hún mátti sannarlega ver hreyk in af því að eiga svona falleg- an og myndarlegan mann. Nú var hann kominn að borð inu og var að heilsa fallegri, mexíkanskri stúlku, sem sat hjá Fellowes. Og nú myndi Fellowes segja við stúlkuna: „Þetta er frægur, amerískur uppfyndingamaður, senorita“. Alan settist hjá þeim og tók að ræða við þau af miklum á- kafa. Hann bandaði með hönd- inni í áttina til garðsins, og hún fjekk alt í einu það undarlega hugboð, að hann væri að draga að sjer Ijósin, hláturinn, glað- værðina — sópa því til sín, eins og hann ætti það einn. Morguninn eftir fóru þau til Washington. Það vildi svo til, að tvö sæti í flugvjelinni höfðu verið afþökkuð á síðustu stundu. ★ Þau höfðu nú dvalið í Was- hington í mánuð, og í kvöld ætl uðu þau að halda fimta sam- kvæmið — eða það sjötta. Pála mundi það ekki nákvæmlega. Hún var að athuga nafnspjöld- in við diskana. Borðið var langt, og borðbúnaðurinn afar skrautlegur, sá fegursti, sem til var í gistihúsinu, þar sem þau bjuggu. Pála var ekki lengur taugaóstyrk, þótt hún þyrfti að gegna húsfreyjustörfum í stór- um samkvæmum. Hún leit eft- ir því, að alt væri eins og það átti að vera, og gekk síðan inn í svefnherbergið. Hún ákvað að taka til það, sem hún ætlaði að nota um kvöldið, og opnaði stóra klæða- skápinn. Hún átti öll fötin, sem þar voru. Hún strauk mjúklega yfir ermina á nýju loðskápunni. Hún var úr svörtum minka- skinnum. Skórnir hennar fyltu tvær stórar hillur neðst í skápn um, og í efstu hillunni voru , hattarnir í röð, eins og marg- j litir fuglar á grein. Flesta J þeirra hafði hún keypt, þegar | hún brá sjer til New York með Alan fyrir skömmu. I I kvöld ætlaði hún að vera í svarta kjólnum, með græna j mittisbandinu. Hann' var falleg 1 ur, og þegar hún var í honum, I hafði hún á tilfinningunni, að hún væri veraldarvön og fær í flestan sjó. j Hún leit á klukkuna. Hún hafði rjett aðeins tíma til þess að bregða sjer á snyrtistofuna.; Stríðsherrann á Mars 2> rengjaáacjt Eftir Edgar Rice Burroagha. 78. sneri við og labbaði burtu, þá varð jeg hissa og enn meira vegna þess, að það glampaði á að því er mjer sýndist, gull- band um háls honum. Thuvan Dihn sá það líka og þetta bar okkur báðum boð um það að vera vongóðir. Aðeins menn höfðu getað sett gullbandið um háls dýrsins, og enginn kynflokkur, sem jeg þekkti til á Mars, hafði reynt að temja hinn kol- grimma apt, — hann hlaut því að tilheyra einhverju fólki ó norðurhjaranum, fólki, sem við vissum ekki að væri til, — kannske hinum merkilegu gulu mönnum á Mars, sem margar þjóðsögur gengu um, og sem einu sinni voru mjög voldugir, en nú taldir útdauðir, þótt sumir hjeldu hinu íram, að þeir væru enn til umhverfis heimskautið. Við lögðum nú af stað á eftir dýrinu. Woola var fljótt gert skiljanlegt, hvað við vildum, svo það var ónauðsyn- legt að reyna að fvlgjast með dýrinu, svo við gætum allt af sjeð það, enda hljóp það svo hratt, að það var von bráðar komið úr augsýn. Við fyigdum slóðinni um tvær klukkustundir meðfram ísveggnum, en svo beygði hún inn á eitthvert hrikaleg- asta og illfærasta svæði, sem jeg hefi nokkru sinni aug- nm litið. Til beggja handa við okkur risu geysimiklir kiettar, og sprungur í ísnum voru margar og stórhættulegar, og þar á ofan bar hægur andvari úr norðri að vitum okkar hrylli- legustu fýlu, sem ]eg hefi á æfi minni fundið. í aðrar tvær klukkustundir vorum við að því að komast tæpa hundrað metra leið upp að ísberginu. Og svo gengum við fyrir gnæfandi klett og sáum fram- undan okkur dálitla flöt og þar var hellir inn í klettana, mynni hans gapti kolsvart við okkur. Út úr þessum hellismunna köm hin magnaða fýla, og um leið og Thuvun Dihn sá staðinn, staðnæmdist hann með undrunarópi. ,,Við aila mína iorfeður”, kallaði hann, ,,að það skyldi eiga fyrir mjer að liggja að komast að raun um að sögnin c pp- tu/rv i Ef Loftur getur það ekki — bá hver? Svisslendingur og Þjóðverji sátu og fiskuðu sitt hvoru meg in við læk nokkurn, sem skildi lönd þeirra. Svisslendingurinn var mjög heppinn og dró hvern stórfiskinn á fætur öðrum, en Þjóðverjinn varð ekki var. „Hvernig stendur á því, að þú ert svona heppinn?“ kallaði sá þýski yfir lækninn. „Not- arðu aðra beitu en jeg?“ „Nei“, svaraði Svisslending- urinn, „en hjerna megin lækj- arins þora fiskarnir að opna munninn“. Kommúnisti var í heimsókn hjá miljónamæringnum And- rew Carnegie og talaði mikið um það, hversu órjettlátt það væri, að einn maður ætti svo mikla peninga. Að hans áliti átti að skifta auðæfum heims- ins jafnt milli allra. I stað þess að svara kallaði Carnegie á einkaritara sinn og skipaði honum að færa sjer yf- irlit yfir allar eigur sínar, en sneri sjer sjálfur að manntals- skýrslum og tók að reikna út íbúafjölda jarðarinnar. Að lok um sneri hann sjer á ný að einkaritara sínum, benti á kommúnistann og sagði: „Lát- ið þennan náunga fá sextán aura, það er hans hluti af eign- um mínum“. * Jón: — Jeg vildi óska, kæri prestur, að þjer væruð Pjetur postuli og hefðuð lyklana að himnahliðinu, svo þjer gætuð opnað og hleypt mjer inn. Presturinn: — Betra held jeg væri oú að jeg hefði lyklana að hinum staðnum, því þá gæti jeg hleypt þjer út, Jón minn. ★ Skota hafði verið gefin flaska af rauðvíni og var á leið með hana heim til sín, þegar bíll ók á hann og fleygði hon- um um koll. Hann stóð á fæt- ur og var að dusta af sjer ryk- ið, þegar hann varð þess var, að eitthvað heitt og vott seitl- aði niður fót hans. „Guð minn góður“, stundi hann, „jeg vona að það sje blóð“. ★ Skoti nokkur fjell í sjóinn og lögreglumaður bjargaði honum. „Þessi maður bjargaði lífi þínu“, sagði konan hans, „eig- inlega ættum við að gefa hon- um krónu“. „Jeg var hálf-dauður-, þegar hann bjargaði mjer“, stundi Skotinn. „Láttu hann fá fimtíu aura“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.