Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. nóv. 1945 Útg.^r.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura 'eintakið, 60 aura með Lesbók. Einn listi — tveirkassar SÍÐASTLIÐINN sunnudag fóru fram þingkosningar í Austurríki, í fyrsta sinn eftir 15 ár. Var fylgt reglum lýðræðisins við kosningarnar. Þrír flokkar höfðu fram- boðslista, þ. e. Þjóðflokkurinn svo nefndi (en að honum stóðu aðallega kaþólskir, borgaralega sinnaðir menn), .iafnaðarmenn og kommúnistar. Úrslitin í þessum kosn- ingunum urðu þau, að Þjóðflokkurinn hlaut 85 þingsæti og þar með hreinan meirihluta. Jafnaðarmenn hlutu 74 þingsæti og kommúnistar aðeins 4 þingsæti. Þessar kosningar í Austurríki hafa að vonum vakið mjög mikla athygii. Þetta er annað þeirra ríkja á meg- inlandi Evrópu, sem Rússar rjeðu mestu í að ófriðnum loknum, þar sem ieyfðar voru frjálsar kosningar. Hitt \ar Ungverjaland. í báðum þessum löndum risu kjósend- ur gegn einræðinu. ★ í Ungverjalandi gekk það mjög erfiðlega að fá leyfðar lýðræðiskosningar. Það átti að þvinga fram málamynda- kosningar, þar sem kommúnistum var fyrirfram trygð valdaaðstaða. En lýðræðisflokkarnir risu öndverðir gegn þessu, þrátt fyrir nærveru hins rússneska setuliðs. — Lýðræðisílokkarnir heimtuðu frjálsar kosningar, ella myndu þeir ekki taka þátt í þeim. Leppstjórn Rússa varð að láta undan kröfu lýðræðisflokkanna. Frjálsar kosn- mgar voru leyfðar og þær færðu lýðræðisflokkunum glæsilegan sigur. • í Austurríki var viðhorfið að því leyti annað, að full- trúar lýðræðisflokkanna rjeðu meiru í bráðabirgðastjórn- inni, sem sett var á laggirnar að stríði loknu. Forseti þeirrar stjórnar var hinn þekti leiðtogi jafnaðarmanna, dr. Renner. Hjer var því ekki um annað að ræða en frjáls- ar kosningar, þrátt fyrir aðsetur rússnesks setuliðs í land- inu. En kommúnistar töldu, að nærvera hins rússneska setuliðs myndi tryggja þeim sigur í kosningunum. Þetta iór hinsvegar mjög á annan veg. Kommúnistar fengu að- eins 4 þingsæti, af 163. Þessi úrslit hafa að vonum orðið mikil vonbrigði fyrir kommúmsta í öllum löndum. Hjer heima koma þessi vonbrigði í ljós í þessum ummælum Þjóðviljans: „Hið tiltölulega litla fyl^i kommúnista bendir greinilega til þess, að þjóðin sje enn undir áhrifum af áróðri Hitlers!“ Þessi ályktun, sem Þjóðviljinn dregur af ósigri kom- múnista í Austurríki, er bersýnilega alröng og eingöngu sett fram í blekkingaskyni. Hið sanna er, að austurríska þjóðin var búin að fá nóg af einræðinu og harðstjórninni. Hún vildi verða frjáls á ný. Þessvegna frábað hún sjer hið rússneska einræði, er hún loks var laus við Hitlers- einræðið Þetta er hin rjetta ályktun, sem dregin verð- ur af úrsiitum kosninganna í Austurríki. En það er ekki við að búast, að Þjóðviljinn þori að segja íslenskum kjósendum þenna sannleika, síst nú rjett fyrir kosningar. * Kosningaúrslitin í þessum tveim löndum. Ungverja- landi og Austurríki sýna greinilega hvar hugur fólksins er. Og ekki er neinn vafi á, að eins hefði orðið í Júgó- slafíu og Búlgaríu, ef frjálsar lýðræðiskosningar hefðu verið leyfðar í þessum löndum. En leppstjórnir Rússa bönnuðu þær, í skjóli rússnesks setuliðs. í báðum þessum löndum var aðeins leyft að hafa einn framboðslista í kjöri, sem tilnefndur var af sjálfri stjórn- mni og hennar málaliði. Kjósendur áttu svo að segja til, hvort þeir væru með stjórninni eða móti. í Júgóslafíu var lyrirkomulag kosninganna þannig, að tveir atkvæðakass- ar voru á kjörstööunum. Skyldu þeir, sem greiddu at- kvæði gegn stjórmnni, setja atkvæðin í annan kassann! Kjörstjórnirnar vissu því fyrirfram, hverjir þessir menn voru, svo að hægt var um vik, að kenna þeim að kjósa rjett næst, eða gera þá „óskaðlega”. Svona var lýðræðið þarna. verfi 'i álrijar: UR DAGLEGA LIFINU Fyrsti snjórinn. ÞAÐ VAR heldur en ekki gleði hjá yngstu borgurum bæjarins, er þeir vöknuðu í gærmorgun. — „Nú er það svart maður, alt orð- ið hvítt“. — Skíðasleðarnir, sem höfðu fengið að hvíla sig í marga mánuði, voru dregnir fram úr kjöllurum og háaloftum. Það hef ir víst ekki staðið á því, að fara á fætur hjá unglingunum í gær- morgun. Slíkir dagar ættu að koma þegar það er mánaðarfrí í skólunum. Stærri strákarnir hnoðuðu snjóbolta.Þá er úti frið- urinn á götunum. Ósköp væri gott, ef hægt væri að finna ráð til þess að strákar berðust inn- byrðis með snjókúlum, en ljetu hina eldri í friði.Hattarnir okkar eru stærsta freistingin. — Það fanst okkur sjálfum líka í gamla daga. — En nú getum við ekki skilið það lengur, að það sje neitt sport að kasta snjóboltum í full- orðna menn. Já, veturinn er kominn, að minnsta kosti þenna eina dág. — Ekki gott að segja hvað verður í dag. I fyrsta skifti á vetrinum berast fregnir um, að fjallvegir sjeu ófærir. Öxnadalsheiði ófær bílum. Það hefði einhvern tíma þótt tíðindi, að Öxnadalsheiði hefði verið fær bílum fram að • 27. nóvember. En það er sannarlega ekki hægt að kvarta yfir harðindun- úm. Það sem af er vetrar. Það var ekki við því að búast að blíðviðr ið hjeldist mikið lengur. • Mesta umferðarhættan SLYSAHÆTTAN á vegum landsins og götum bæjanna er mönnum mikið áhyggjuefni, sem von er. Á þessu ári hafa fleiri íslendingar beðið bana í umferð arslysum en nokkru sinni fyrr. Það er því ekki nema eðlilegt, að menn leiti að ástæðunum fyrir hinum auknu umferðarslysum og vilji bæta úr eftir föngum. Merkur lögfræðingur hjer í bænum, sem sjálfur á bíl og ek- ur daglega í og við bæinn, rabb- aði við mig um slysahættuna hjer um kvöldið. Hann hjelt því fram, að ein aðalorsök umferðaslysa væri ljósaútbúnaður bifreiða, sem í mörgum tilfellum væri algjör- lega óforsvaranlegur. „Það þarf ekki annað en að lesa dóma- safn undanfarinna ára til þess að sannfæra sig um, að ljós frá öðr um bílum hafa oft blindað bíl- stjóra og þannig valdið slysum“, sagði hann. „Því miður hefir þessu atriði verið gefinn altof lítill gaumur og nefnd sú, sem gerði tillögur til bóta í umferðarmálum gekk nærri alveg framhjá þessu mikils verða atriði. • Of há ljós. Á MÖRGUM bifreiðum vísa ljósin altof hátt, þannig, að er bifreiðar með of há ljós, koma á móti farartækjum, lýsa þau beint í augu bílstjóranna, sem koma á móti þeim. Erlendis,t.d. í Danmörku er tek ið mjög strangt á því, ef Ijós bíla vísa of hátt og eru þannig til stór hættu fyrir umferðina. Lögreglan þar í landi skoðar oft ljós bíla og sektar menn, ef þau eru ekki í lagi. Lögreglan hefir tæki til þess að mæla hve ljósin mega vísa hátt. Einu sinni kom það fyrir, að bifreiðastjóri, var að koma af viðgerðarverkstæði með bifreið sína. Lögreglan mætti honum og sá að ljós bifreiðarinnar voru ált- ofhá. Maðurinn var kærður og sektaður. Hann bar fyrir sig að hann gæti ekki að þessu gert, þar sem hann hefði verið í góðri trú um að alt væri í lagi, þar sem hann væri að koma beint frá viðgerðarverkstæðinu. — En afsökun stoðaði ekki. Hann varð að greiða sektina. Þannig er lit- ið á þessi mál í Danmörku. • Kæruleysi bílstjóra. FLEST bílaljós eru þannig gerð, að hægt er áð draga niður í þeim. En það er útbúnaður, sem fáir íslenskir bílstjórar kæra sig um að nota. Þeir aka móti bifreið um með fullum ljósum og þýð- ir ekkert, að „blikka“ þá til þess að gefa til kynna, að sá, sem á móti kemur, biðji um, að hinn dragi niður í sínum Ijósum. — Það er bara þjösnast áfram með fullum Ijósum. Oft kemur það fyrir, að sá, sem raunverulega á sökina á umferða slysi sleppur. Bifreiðastjóri ,sem blindað hefir annan bifreiða- stjóra méð of háum og sterkum Ijósum, ekur áfram eins og ekk- ert hafi ískorist, þó hann hafi jafnvel orðið þess valdur, að sá síðarnefndi varð manni að bana, vegna þess, að hann sá ekki neitt fyrir hinum sterku Ijósum. e Um Snorra og Holberg. ÆTLI ÞAÐ yrði ekki uppi fótur og fit, ef einhverju Norðuranda- blaðinu yrði á (og þeim hefir víst orðið það á hjer áður), að segja frá því, að „Norski rithöfundur- inn Snorri Sturluson, hafi lengst af búið að Reykholti“, eða eitt- hvað þessháttar. Jeg er hræddur um, að við yrðum hneyksluð. En nokkuð líkt kom fyrir í Les- bók Morgunblaðsins s. 1. sunnu- dag. Þar stendur: „Danska skáldið Ludvig Hol- berg fæddist í Bergen 1684“. Við ættum manna best, að skilja tilfinningar þeirra Norð- manna, sem þetta lásu. Við vit- um hvernig það er þegar verið er að stela frá okkur Leifi hepna og Snorra. Gunnar Axelsson, knattspyrnu dómari, sem eins og kunnugt er er Norðmaður, sagði við mig í gær: „Jeg er hræddur um að Bergensbúar sjeu ekki hrifnir af þessum upplýsingum, því Hol- berg var ,,Bergenser“ í húð og hár og settist ekki að í Danmörku fyrr en hann var 34 ára“. Þá datt mjer í hug það, sem Bergensbúi, kunningi minn, sagði við mig fyrir nokkrum árum: — „Jeg er ekki Norðmaður, jeg er Bergensbúi". ■■MMuaaiiMiaara MiwmaiMtff BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU m ft a KJI* *MM «•.«:» 3JÍÆ Barátia öiM viS neyðina í Evrépu í Bandaríkjunum höfðu orð! eins og kuldi og hungur einhvern | óljósan og fjarlægan hljóm. Fullj ar bifreiðar af kalkúnhænsnum í steik á þakklætisdaginn komu á ; markaðinn. Ti) þess að fá meira kjöt á markaðinn, var hámarks- j verðið hækkað um 2 cent á pund. Skófatnaðarskömtunin var; á enda, og búðir tóku við pöntun um á silkisokkum fyrir jólin. Þingið var enn niðursokkið í umræður um hjálpar og viðreisn arstofnun hinna sameinuðu þjóða. Þótt þjóðin hefði fyrir löngu síðan lofað 1.350.000,000 aollurum (1% af þjóðartekjun- um 1943) til UNRRA, hafði ekki verið afhent af þessu '550 milj. Hversvegna? Vegna þess, að í fulltrúadeildinni hafði verið samþykt breytingartillaga þess efnis að banna r.otkun þessa fjár í löndum, sem ekki leyfðu amer- ískum biaðamönnum að fara þar frjálsum ferða sinna (þ. e. a. s. Rússlandi og leppríkjum Rússa). Fulltrúar UNRRA sögðu, að þetta væri ekki framkvæman- legt. í fyrri viku sagði Lehmann yf- irforstjóri UNRRA, þingmanna- r.efnd einni, að dráttur þessi á úthlutun fjárins hefði gert mik-1 inn skaða. Vegna þess, hve UNRRA hafði lítið af fjármun- um handbært, hafði stofnunin orðið að afbiðja pantanir fyrir 50 milj. dollara á meðulum og hjúkrunarvörum, sem ákaflega brýn þörf var fyrir, og eyðá pen- ingunum fyrir matvæli í staðinn. Nú var UNRRA algjörlega snauð af fjármunum. NEW YORK TIMES, sem oft kemur fram sem samviska Banda ríkjaþjóðarinnar, varði tveim heilum blaðsíðum til þess að lýsa því, sem frjettaritarar blaðsins sáu af neyðinni í Evrópu: „Meira en tuttugu miljónir ör- væntingarfulls og heimilislauss fólks flækist nú til og frá um meginland Evrópu . . . Pólverja vantar sárlega alt það, sem telj- ast má lífsnauðsynjar; þar lifa 800.000 manns í gryfjum og' jarð- húsum .... Rúmenía þjáist af verstu þurk um, sem þar hafa komið í 50 ár.! Fólk í Noregi verður yfirleitt að bíða í ár, áður en það getur bú- ist við að fá nýja skó á fæturna. Sokkar eru ófáanlegir. Mótstöðu- afl Evrópuþjóðanna er mjög lít- ið. Mikið er þar um berkla. Böfn og gamalmenni hrynja niður hóp um saman, eins og blöðin detta af trjánum á haustin . . . .“. Herbert Lehmann bað Banda- ríkjaþing að flýta sjer að veita aðrar 1350 miljónir dollara 'til þess að UNRRA gæti starfað næsta ár. Hann sagði, að korn- vöru yrði að kaupa sex vikum áður en hún kæmist á skip, lyf og hjúkrunarvörur 90 dögum áð- ur og klæðnað enn lengra áður en hann væri sendur. Ef peningarn- ir væru ekki fyrir hendi um ára- mót, yrði UNRRA að hætta að kaUpá og gæti ekkert sent eftir janúarlok. En þingið virtist ekki líta sömu augum á þetta. Og í Kína, þar sem landið hef- ir verið eytt af átta ára styrjöld, hefir enginn einu sinni vogað að gera sjer þarfir fólksins í hugar- lund. — I London fjekk ritstjóri eins blaðsins brjef £rá manni, sem' stakk upp á því, að_Bretar ljetu skerf af hinum nauma matar- skamti sínum í tje handa fólki á meginlandinu. 30.000 menn lof uðu að gera þetta á fyrsta mán- uðinum eftir að brjefið kom. Framh. á bls. 11. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.