Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagnr 9. jan. 1946
Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Ritstjórn: Sambandsstjórnin.
Öruyt fylgi ungra Sjálfstæð-
ismanna á æskulýðsfundunam
3
Islendingar flokkslegt
ræði kommúnista?
ein-
Alþýðuflokkurinn panlar
klapplið frá Reykjavík
á fundina.
STJÓRNMÁLAFUNDIR ungra manna, sem haldnir
voru um síðustu helgi í Hafnarfirði og Keflavík voru
mjög fjölmennir og sýndu örugt og vaxandi fylgi ungra
Sjálfstæðismanna.
Sjerstaka athygli vakti það á báðum fundunum, að Al-
þýðuflokkurinn hafði viðhaft þær varúðarráðstafanir að
panta klapplið úr Reykjavík, enda reyndist flokknum
þess full þörf.
í Hafnarfirði var húsið full-
skipað. Ræðumenn Sjálfstæðis-
manna voru þeir Guðmundur
Guðmundsson og Páll Daníels-
son, báðir úr Hafnarfirði.
Framsöguræða Guðmundar
var hörð og rökvís ádeila á Ije-
lega stjórn Alþýðuflokksins í
bæjarmálefnum Hafnarfjarðar
á undanförnum árum. — Báðir
hjeldu Páll og Guðmundur fast
og vel á málefnum flokksins.
Mun fylgið á fundinum hafa
skifst nokkuð líkt milli Sjálf-
stæðismanna og Alþýðuflokks-
ins. Höfðu kommúnistar nokk
uð fylgi, en Framsókn heillum
horfin og fylgislaus.
Keflavíkurfundurinn var
einnig fjölsóttur og húsið þjett
setið.
Fundarstjóri var Bjarni Al-
bertsson.
Þar töluðu af hálfu Sjálfstæð
ismanna Magnús Jónsson frá
Mel og Jóhann Hafstein. —
Flutti Magnús ítarlega fram-
söguræðu um grundvallarstefnu
og almenn stjórnmálaviðhorf
Sjálfstæðisflokksins, en Jóhann
vjek meira að afstöðu flokks-
ins til einstakra mála og var
til andsvara.
Höfðu Sjálfstæðismenn greini
lega mest fylgi fundarmanna,-
Framh. á bls. 11
Sljómmálafcjndur
FJELAGSSAMTOK ungra
stjórnmálamanna af öllum
fjórum flokkum boða til opin-
bers umræðufundar um stjórn-
mál í Bíóhöllinni á Akranesi
næstkomandi sunnudag.
Af hálfu ungra Sjálfstæðis-
manna munu mæta á fundin-
um þeir Björgvin Sigurðsson
og Magnús Jónsson^frá Mel.
Fundir þeir, sem hin pólitísku
æskulýðssamtök hafa haldið að
undanförnu, hafa verið afar
fjölsóttir og borið vott um á-
huga unga fólksins fyrir slík-
um opinberum umræðum um
stjórnmál.
Ungir Sjálfstæðismenn eiga
hvarvetna góðum undirtekturq,
að fagna hjá unga fólkinu, sem
kann að meta það frjálslyndi
og víðsýni, sem er einkenni
stefnu þeirra og starfs.
Ungir Sjálfstæðismenn láta
ekki sitt eftir liggja í þeirri
baráttu, sem flokkur þeirra
berst nú vegna bæjar- og
sveitarstjórnarkosninganna. —
Þeir eru hin djarfhuga sveit
flokksins, sem gengur stórhuga
og örugg fram til sigurs.
— (JSœjarótji
Orðsending frá
Sjálfsíæðisflokknum
LISTI Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er D-LISTI.
Utankjörstaðakosningar eru byrjaðar og er kosið í Hó-
tei, Heklu.
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, sem annast alla fyrir-
greiðslu við utankjörstaðakosningar er í Thorvaldsens-
stræti 2. — Símar 6472 og 2339.
Kjósendur í Reykjavík, sem ekki verða heima á kjör-
degi ættu að kjósa hið allra fyrsta.
Kjósendur utan Reykjavíkur, sem hjer eru staddir,
ættu að snúa sjer nú þegar til skrifstofunnar og kjósa
strax.
Listi Sjálfstæðisflokksins —
D — LISTTNN.
maÁoónin^amar
KOSNINGABARÁTTA sú,
sem nú er háð, er einstök í
sinni röð hjer á landi. Það er
barátta milli Sjálfstæðisflokks
ins annars vegar, flokksins, sem
hafði forustu í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar og sem altaf
hefir verið öruggasti málsvari
alhliða athafnafrelsis og sem
mótað hefir framfara- og fram
kvæmdastefnu þá, sem átt hefir
sjer stað m'eðal þjóðarinnar nú
upp á síðkastið.
En hinsvegar er Kommúnista
flokkurinn, stjórnmálaflokkur,
sem aldrei hefir virt neitt, sem
íslenskt er, sem lætur sjer það
sæma að lítilsvirða og ^ótum
troða allt það, sem við Islend-
ingar unnum mest og það sem
við söknuðum mest á fyrri öld-
um, en það er rjettur manna
til að hugsa, starfa og láta skoð
anir sínar í ljós, án þess að eiga
það á hættu, að svipa böðuls-
ins ríði á herðum þeirra.
Kommúnistaflokkurinn hefir
gerst boðberi útlendrar einræð
isstjórnar, sem sennilega aldrei
hefir átt sinn líka í harðstjórn
og kúgun, ekki einvörðungu við
þær þjóðir, sem þessi stjórn hef
ir rænt frelsinu heldur og við
sína eigin ríkisborgara,
Enginn maður, sem hefir
nokkra sjón eða heyrn, er þess
nú lengur dulinn, hvað býr á
bak við múr þann, sem Rúss-
neska einræðisstjórnin hefir
hlaðið umhverfis sig, til þess
að dylja heiminn hvernig um-
horfs er í.þessu „Alræðisríki ör
eiganna".
Mönnum hryllir við að lesa
um allar þær hörmungar, sem
Rússneska alþýðan verður að
líða undir járnhæl þeirra, sem
kalla sig verndara hinna snauðu
Kommúnistar hjer á landi, sem
og annars staðar hafa einkum
snúið máli sínu til verkamanna
og beðið þá um fylgi til að koma
áformum sínum í framkvæmd.
En hver eru nú þessi áform?
Þau hafa verið framkvæmd í
Rússlandi.
Sennilega verður íslenska
stælingin ekki betri en frum-
myndin, eins og hún kemur
fram, þar sem „alræði öreigana*
hefir staðið í nær 30 ár. Þar
hafa stjórnarvöldin hneppt
verkalýðinn í þrældóm. Gert
verkamenn að nokkurskonar
vimuidýrum, fyrir reigingslega
embættismannastjett, sem hlynt
hefir verið að, á kostnað þeirra
snauðu. Þessu tókst stjórninni
rússnesku að halda leyndu fyr-
ir heiminum í fjölda mörg ár,
en nú hefir þessi vitneskja feng
ist, þrátt fyrir strangt eftirlit
stjórnarinnar á öllum frjettum
frá landinu og útlendingum,
sem tekst að ferðast eitthvað
um landið. Það eru þessi fyrir-
heit, sem kommúnistar hjer
bjóða og það er þetta, sem þeir
Ur því skera bæjar-
stjórnakosningarnar
vilja framkvæma, nái þeir
valdaafstöðu til þess hjer á
landi.
Islendingar verða við þær
kosningar, sem nú fara í hönd,
að skera úr, hvort þeir vilja
flokkslegt einræði kommúnista,
skósveina útlendrar yfirráða-
og einræðisstefnu, sem hafa
enga sjálfstæða raunhæfa hugs
un, en keppa að því einu, að
geta gerst böðlar sinnar eigin
þjóðar, í von um, að fá einhvern
bita frá yfirboðurum sínum,
sem laun fyrir dygga þjónustu.
Kommúnistar eru eins og hver
önnur snýkjudýr. Þeirra iðja
er að mergsjúga þjóðina, brjála
heilbrigða hugsun og koma
rugglingi á allar nytsamar fram
kvæmdir, takist þeim þetta
ekki, hjaðna þeir niður eins og
loftbóla.
Kommúnistar hafa leikið
þennan leik hjer. Þeir hafa æst
til tilgangslausra verkfalla, sem
ekki aðeins hafa stór skaðað
þjóðina í heild, heldur og vei’ka
menn oft á tíðum. Þetta starf
kommúnista náði hámarki sínu
sumarið og haustið 1944. Þeg-
ar þeim tókst að narra þúsundir
verkamanna og kvenna til að
leggjá niður vinnu, til þess eins
að fórna hag sínum á altari
flokksklíku kommúnista. Sjálf-
stæðisflokkur bar þá gæfu til
að stýra þeim voða frá þjóðinni
að atvinnuvegir hennar hryndu
saman, og að verkafólk biði
stórtjón vegna vinnutaps þess,
sem varð vegna þessara tilgang
lausu verkfalla, með myndun
núverandi ríkisstjórnar.
Með því komst á vinnufriður
í landinu, því ekki gátu kom-
múnistar til lengdar haldið uppi
fjandskap við ríkisstjórn, sem
þeir báru að sínu leyti ábyrgð
á, enda líka fundu þeir þá þeg-
ar, að gæfan var að snúa við
þeim bakinu. Þeir fundu að
verkafólkið hafði hug á að
launa þeim að maklegu tjón
það, sem það hafði beðið fyrir
þeirra tilstilli í þessum tilgang-
lausu verkföllum. Kommúnistar
vonuðust líka til, að fá tæki-
færi til að geta með vinsamlegir
yfirskyni í ríkisstjórninni, feng
ið Sjálfstæðisflokkinn til að
falla frá sinni ákveðnu frjáls-
lyndu lýðæðisstefnu, og Sjálf-
stæðisflokkurinn kæmist óaf-
vitandi inn á ekki psvipaða
braut og þeir í ýmsum málum.
Þannig hugðust þeir að veikja
svo Sjálfstæðisflokkinn, að
hann yrði ekki nema svipur hjá
sjón. Þá væri þeirra höfuðóvini
rutt úr vegi og leiðin að mark-
inu virtist þeim standa opin.
En þetta hefir nú farið á ann
an veg, en þeir vonuðu. Sjálf-
stæðisflokknum tókst að halda
niðri öllu einræðisbrölti kom-
múnista í ríkisstjórninni og
móta stefnu stjórnarinnar af
sinni stefnu, til framfara og
framkvæmda til sjávar og
sveita, svo þess eru ekki dæmi
í stjórnmálasögu landsins, að
nokkur stjórn hafi viðlíku áork
að. —
Og nú eru Þjóðviljamenn reið
ir, alt hefir gengið þeim á móti
í kosninga hríðinni, eins og mál
efni standa til.
Allir sjá nú að tillögur þeirra
,og verk innanlands er mark-
laust brölt, starblindra manna,
sem sjá ekkert nema rautt, og
það, að geta afvegaleitt kjós-
endur inn á braut þeirra auð-
virðilegustu stjórnmálastefnu.
Þegar innlendu málin brugð-
ust kommúnistum, og þeir voru
algerlega komnir á flótta í mál
efnabaráttunni innanlands, —
sneru þeir ásjónu sinni til Rúss
lands, í von um að kraftaverk
gerðist þeim til bjargar. Því að
þótt þeir gætu ekkert áorkað
hjer hjá þjóðinni til góðs, þá
hefðu þó húsbændur þeirra í
Moskva frelsað allan heiminn
frá harðstjórn nasista.
Þeir töluðu fjálglega ■ Um
„austrænt lýðræði“ sem þeir
töldu að væri hið eina sanna
lýðræði. Þeir bjuggust sem
sagt við, að þjóðin væri enn
blind og fávís umj>að, sem var
og hefir verið að gerast þar sem
sovjet-áhrif og stjórn hefir
ríkt. En þar brást þeim bogalist
in, sem annarsstaðar. Þjóðin
var vöknuð, hún sá hvernig rúss
neska einræðið fetaði dyggilega
í fótspor nasista, lagði undir sig
þjóðir og lönd, og við heyrðum
stunur hinna kúguðu þjóða, sem
þjáðust undir áþján þeirra.
Það er þetta kúgunarvald sem
kommúnistar hjer dýrka og til-
biðja.
Nú líður að úrslitastundinni.
Við þessar bæjarstjórnarkosn-
ingar verður skorið úr, hvort
almenningur hjer í bæ kýs held
■ur að hefta sig í þrældóm kom
múnistiskrar einræðisstjórnar
eða halda áfram að efla lýðræð
is- og framfarastefnu þá, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir stað
ið fyrir hjer í bænum undan-
farin ár. Gunnar Helgason.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík. — Ungir Sjálfstæð-
ismenn! Gerið ykkar til að sig-
ur flokksins verði sem mestur.