Morgunblaðið - 09.01.1946, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikttdagur 9. jan. 1946
4BfllMtMIVMIMHHIIIIflCIIIIV9IIIMIIIfllllllllfllfl«IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVIIIfllllllltltlllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIII IVMMMMIflMVMMIMMMMMIMMIMMIfIIMIIVIIMIIMIMMMIl/fitlflVIVIMMMMMIVI
i—«■ Dular fulia ! brjef ið
[ £ftir l ~kb>orotku Í3. t ^JJuqlieí |
1111111111VIIIIVII111111111IIIIIIIIIVIIIlimMIIIV1111IIIIVIIVIV11IIII111IIIVVIVV111V> tflllIII111III11MMMMMIIlllllVMMIIIIIIIIMIMIV1111IflflfltflMVV1111IMff11111111VIIII1111111• MIIIIMIMfl11111*111M11111111■
' 9. dagur
Hún sagði varlega:
Þú trúir mjer ekki; þó að jeg
segi þjer, að jeg hafi engar upp
lýsingar meðferðis frá Mexikó.
Það er samt sem áður satt. En
af því að jeg veit, að þú trúir
því ekki, ætla jeg að segja þjer,
að ef jeg hefði eitthvað með-
ferðis til föður míns, þá myndi
jeg ekki fá neinum það í hend-
ur, nema honum.“
Hann þagði andartak.
„Það er áreiðanlegt?“
„Já“.
Hann tók undir handlegg
hennar og þau gengu í áttina til
dyranna.
„Ef leyniþjónustan sendi eft-
ir því
„Það er ekkert, sem jeg gæti
látið þeim í tje“..
Hún ætlaði ekki að láta leika
á sig. Það myndi ekkert þýða,
þó að einhver kæmi til hennar,
og þættist vera úr leyniþjónust-
unni. Hann myndi ekki fá brjef
ið. Hún mundi eftir sonnettun-
uni, og þeirri bjánalegu hug-
mynd sinni, að þær hefðu að
geyma einhvern leyndardóm.
Ef hún neyddist til þess að láta
eitthvað af höndum, við ein-
hvern, myndi það verða bókin.
Það tæki alltaf dálítinn tíma að
rannsaka hana og komast að
því, að ekkert væri dularfullt
við hana. Hún hló glaðlega. —
„Þú getur ekki haldið að jeg
sje í neinni hættu, ef jeg hefi
eng'ar upplýsingar meðferðis“.
Hann nam staðar. „Jú, Anna.
Jeg veit, að þú ert í hættu. Jafn
vel enn meiri hættu. Ef þú hef-
ir engin skjöl meðferðis hlý.t-
urðu að vera með munnleg skila
boð til hans“.
Hún hörfaði undan. — Hann
„Og ef því er svo farið, verð-
ur enn nauðsynlegra að fyðja
þjer úr vegi, áður en hann kem-
ur. Það verður að koma í veg
fyrir, að þú náir tali af honum“.
Hún hörvaði undan. — Hann
hafði • kastað grímunni. Hann
þóttist ekki lengur vera sá, sem
ætlaði að hjálpa henni — vara
hana við. Nú hafði hann tal-
að, eins og honum bjó í brjósti.
Hann ætlaði að koma í veg fyr-
ir ,að hún hitti föður sinn — af
því að hann hjelt, að hún væri
með einhver skilaboð til hans.
Gat það verið, að Dow Nesbitt
stæði á bak við þetta? Bara að
hún gæti komist frá houm heim
á gistihúsið. Faðir hennar kæmi
þangað, áður en langt um liði.
Hann hlaut að gera það. — Eða
Jim. Hún var komin á fremsta
hlunn með að hlaupa á stað,
þegar hún sá allt í einu, hvar
Elsa Raynolds kom upp stig-
ann.
Anna varð bæði glöð og feg-
in. Ekki vegna þess, að hún
væri sjerlega hrifin af Elsu. En
þarna var tækifæri til þess að
komast burt.
Rödd hénnar titraði örlítið,
þegar hún sagði:
j „Sjáðu, hver kemur þarna‘.‘.
Nick hleypti brúnum, þegar
•hann kom auga á Elsu.
„Það hlýtur að vera njósnari
á heimili mínu“, sagði hann því
næst glaðlega.
Elsa var nú komin til þeirra.
„Mig grunaði, að jeg myndi
finna þig hjer, þegar Manoel
sagði mjer, að þú værir að sýna
einhverri stúlku borgina. —
Pardusdýrin halda sig oftast á
sömu slóðum — sömuleiðis úlf-
arnir“. Hún sneri sjer að Onnu.
„Sælar. Var gaman að málverk
unum?“
Anna kinkaði kolli. Hún
kærði sig ekki um að blanda
sjer í samræður þeirra. Hún
vildi komast hjeðan burt. En
Nick sleppti ekki handlegg
hennar.
„Við vorum í þann veginn að
fá okkur te. Ertu með, Elsie?“'
Hann þrýsti handlegg Önnu ör-
lítið. „Jeg kalla hana stundum
Eisie. Þú ættir að vita, hvað. .“.
„Jeg er viss um, að Anna hef-
ir ekki nokkurn áhuga á því“.
Elsa horfði á hann leiftrandi
augum. ,,Og jeg ætla að drekka
með ykkur te, þakka þjer fyr-
ir. Jeg var einmitt að leita að
Önnu. Taskan yðar kom í leit-
irnar í gær. Johnson hringdi til
mín. Einhver af konunrm hafði
tekið hana í misgripuia“.
„Já ,— vitanlega“, muldraði
Nick.
„Jeg skal koma með hana til
yðar á morgun, ef þjer kærið
yður um“, hjelt Elsa áfram.
Anna flýtti sjer að segja:
„Þjer skulið ekkert vera að
ómaka yður. Jeg get sótt hana
einhvern tíma“. Hún trúði ekki
einu orði af því, sem Elsa sagði.
Töskunni hafði verið stolið.
Corinnu hafði verið það í lófa
lagið, en það hafði hver sem
var getað gert það, meðan, hún
fór inn í svefnherbergið. Sá,
sem hafði stolið töskunni, hafði
lesið skeytið frá föður hennar,
þar sem hann bað hana koma
méð bókina, og sennilega dreg-
ið þá ályktun, að þetta væri
merkileg bók, fyrst faðir henn-
ar bað um að fá hana senda
svona langt að. Það var ágætt.
Hún spurði kæruleysislega:
„Hver tók töskuna?“
„Mjer hugkvæmdist ekki að <
spyrja að því. Jeg skal komast:
að því, ef þjer viljið“. Svipur j
Elsu Raynolds gaf til kynna, að
enginn, nema algjör fábjáni, j
myndi skeyta um svo lítilfjör-
legt atriði.
Þau fóru niður í veitingasal-
inn, sem var á neðstu hæðinni.
„Viltu te eða kocteil, Anna?“
spurði Nick.
„Jeg hefi því miður ekki tíma
til þess að drekka neitt“. Hún
leit á klukkuna. „Jeg þarf að
vera komin heim í gistihúsið
klukkan hálf fimm —- eftir tutt
ugu mínútur — og ;jeg þarf að
koma í nokkrar búðir í leið-
inni“. Þarna ljek hún heldur
en ekki á hann. Hann fjekk eigi
einu sinni tækifæri til þess að
bjóðast til að aka henni heim.
Elsu virtist skemmt. Nick
hnyklaði brúnirnar. Anna
kvaddi þau og hraðaði sjer út.
Þegar hún beygði inn í Fimmtu
götu, leit hún við. Hvorki Nick
nje Elsa voru sjáanleg.
Nú lá hennl ekkert á. Hún fór
yfir götuna og gekk í hægðum
sínum niður í borgina. Himinn
inn var grár og þungbúinn og
það var að hvessa. Hún mundi
eftir því, að ef á annað .borð
kbm deigur dropi úr lofti í Nev/
York, var ekki að spyrja að ó-
sköpunum.
Iiún fór inn til Bonwit og
kom út aftur, hlaðin pinklum.
Flún staðnæmdist á horninu,
meðan hún beið eftir því að
komast yfir götuna. Umferðin
var geysileg — endalausar rað
ir af strætisvögnum, bifreiðum
og öðrum farartækjúm.
Hún vissi ekki, hvernig það
gerðist. En allt í einu hentist
hún fram á götuna, beint fyrir
framan geysistóran strætis-
vagn. Það var einhver, sem
þreií leiftursnöggt í handlegg
hennar og togaði hana aftur
upp á gangstjettina. Annars...
Bifreiðastjórinn sendi henni tón
inn og lögregluþjónninn kom
til hennar.
Hún heyrði sjálfa sig segja:
„Jeg er ómeidd. Alveg ó-
meidd. Það var einhver, sem
hrinti mjer. En það er ekkert
að mjer“.
Hún var viss um það, þegar
hún gekk varlega yfir götuna
litlu síðar. Einhver hafði hrint
henni. Það kom sennilega oft
fyrir í hinni gífurlegu hröðu um
ferð stórborgarinnar. Það hafði
aðeins verið tilviljun. Gat ekki
hafa verið gert af ásettu ráði.
Engin ástæða til þess að vera
óttaslegin.
I leiðinni til gistihússins kom
hún við í bókabúð og keypti
heilmikið af blöðum og tímarit-
um. Hún vissi, að hún myndi
ekki geta farið ein út í kvöld.
Hún ætlaði að snæða kvöldverð
inn uppi í herbergi sínu og lesa
síðan. Það gat ekki gert henni
neitt mein, þó að síminn
hringdi.
Þegar hún kom inn í anddyri
gistihússins beið Elsa Raynolds
þar eftir henni. Nick hafði þá
sent Elsu. . .
„Jeg þurfti að sækja nokkur
skjöl heim til herra Nesbitt,
svo mjer datt í hug að skjótast
með töskuna til yðar af því að
það var rjett hjá“. Elsa þagn-
aði og brosti lítið eitt. — Bros
hennar var vingjarnlegt. „Jeg
beið svolitla stund í von um, að
þjer mynduð kóma. Þjer viljið
ef til vill borða með mjer kvöld
verð í kvöld, ef þjer hafið ekk-
ert sjerstakt fyrir stafni“.
Anna mundi allt í einu eftir
því, að hvernig svo sem Elsa
var, gat verið, að hún væri ein-
mana. Eins og svo ótal margar
stúlkur, sem unnu íyrir sjer á
eigin spýtur í New York. Hana
langaði til þess að þyggja boð-
ið. Það var betra en vera ein
allt kvöldið og hún var ekkert
hrædd við þessa stúlku. — Dow
var ekki í borginni. Nick myndi
ekki vera með þeim — það var
bersýnilegt, að hann ætlaði Elsu
það, að gæta hennar í kvöld.
Það gat verið, að hún kæmist á
snoðir um eitthvað, sem gæti
orðið henni að liði. Hún brosti
um leið og hún sagði: „Já, þökk
fyrir.
mMii!fiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiniiMinni<>"
| iifreiSaeigeiiíiiir |
| Tveir vanir meiraprófs- E
1 bifreiðastjórar ósjca eftir =
| að taka að sjer bifreiða- i|
| akstur í aukavinnu. Ann- =
| ar hefir frí annan hvern j|
f dag. Tilboð óskast send E
= blaðinu fyrir 13. þ. mán., 1
f merkt „Meirapróf - 482“. =
miimiiiiiimiimiiiimimmimimmimiimmiiiiiiiim
Stríðsherrann á Mars
Eftir Edgar Rice Burroughs,
107.
reiður mjög. „Jeg læt ekki gabba mig eins og krakka“.
„Jeg tala þannig af því jeg veit mínu viti“, sagði
Thurid. „Veit að jeg get staðið við alt, sem jeg hefi lof-
sð“.
„Afhentu mjer þá John Carter innan 10 daga, og
hljóttu að öðrum kosti sjálfur þann dauðdaga, sem jeg
myndi láta hann fá, ef hann væri hjer á mínu valdi“.
„Þú þarft enga 10 daga að bíða, Salensus OH“, svaraði
Thurid, og snerist síðan eins og örskot að mjer, benti
á mig og hrópaði: „Þarna stendur John Carter, prins af
Helium!“
„Fífl!“ hrópaði Salensus Oll. „Fífl! John Carter er
maður hvítur á hörund. Þessi náungi er eins gulur og jeg
sjálfur. John Carter er skegglaus, — Mathai Shang hefir
lýst honum fyrir mjer. Þessi hjer hefir skegg eins mikið
cg nokkur annar í Okar. Fljótir nú verðir, í svartholið
með þetta svarta fífl, sem er að gera gys að stjórnanda
sínum“.
„Rólegir“, hrópaði þá Thurid og stökk fram, og áður
en jeg gat getið mjer til hvað hann hafði í hyggju, hafði
hann þrifið í skeggið á mjer og svift því öllu af, svo jeg
stóð eftir með þann hörundslit, sem jeg átti að mjer og
nauðrakaður.
Alt komst nú í uppnám í áheyrendasal Salensus Oll.
Hermenn þrengdu sjer áfram með brugðnum sverðum,
þeir hjeldu að jeg hefði í hyggju að granda jeddak jedd-
akanna, en aðrir trönuðu sjer svona fram af forvitni í
að sjá þann mann, sem frægur var um allan þenna heim
þeirra.
Um leið og upp um mig komst, sá jeg Dejah Thoris
stökkva á fætur með undrunarsvip á fallega andlitinu,
og hún ruddi sjer braut milli hinna vopnuðu manna til
mín.
0. ° ]
ii/n ■ I
c !
2r . « f
ufaTumfecq
Töluvert er af mönnum, sem
hafa ánægju af alskonar sak-
lausum brellum, en að öllum
líkindum er náungi einn í.
Bandaríkjunum þar fremstur í
flokki. Maður þessi er listmál- J
ari og talinn all-góður. — Hjer
eru nokkur af afreksverkum
hans:
Fyrir eigi all-löngu síðan sá |
lögreglumaður nokkur, sem var
á gangi í skemmtigarði í New
York, hvar tveir menn fóru og
báru á milli sín einn af bekkj-
um garðsins. Þeir litu flóttalega
í kririgum sig.
Lögreglumaðurinn tók á rás
á eftir þeim og handsamaði þá.
Mennirnir mótmæltu raunar
harðlega og sögðust eiga bekk-
inn, en allt kom fyrir ekki -—
lögreglumaðurinn hló að þeim,
benti þeim á hina bekkina í
garðinum, sem voru eins, og
dró þá niður á lögreglustöð. —
Menn geta gert sjer í hugarlund
gremju lögregluþjónsons, þegar
. mennirnir tveir, eftir að komið
var á lögreglustöðina, drógu
upp úr vösum sínum skjöl, sem
sönnuðu það, að þeir voru í raun
og veru eigendur bekkjarins.
Strax og þeir höfðu verið látn
ir lausir, hjeldu þeir listmál-
arinn og vinur hans á ný út í
skemmtigarð og földu sig í
þetta skifti i runna. Þeir höfðu
bekkinn meðferðis. Er þeir sáu
annan lögregluþjón, læddust
þeir af stað með bekkinn.
Enn fór á sömu leið. Lögreglu
þjónninn elti þá ,handtók og
kom þeim á lögreglustnðina —■
Sömu lögreglustöð og áður —■
þar sem þeir færðu sönnur á
eignarrjetti sínum. Þetta munu
þeir hafa endurtekið nokkrum
sinnum.
★
Þá var það annað, sem mál-
ari þessi skemmti sjer við. ■—
Hann er með hærri mönnum og
hefir leikið sjer að því að koma
fyrir 25-centa peningum á
gluggasyllum og víðar í borg-
inni. Þegar hann svo er á gangi
með einhverjum kunningja sín-
um, á hann það til að stoppa,
biðja hann að afsaka sig augna
blik, ganga 'að "éinhverju hús-
inu og tína 25-centa peninga
niður af syllum og útskotum.
★
I Maður nokkur varð var við
hávaða í hænsnahúsi áínu seint
um kvöld. Hann læddist út með
byssu sína, opnaði varlega hurð
ina og hrópaði: „Komdu strax
út, bölvaður þjófurinn“.
Það var löng þögn, síðan eitt-
hvað þrusk og ámátleg rödd,
sem hvíslaði. „Þetta er mis-
skilningur hjá þjer, góði. Hjer
ér enginn inni, nema við hænsn
in“.