Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 1
16 síður ísafoldarprentsmiðja 14. tbl. — Föstudagur 18. janúar 1946 argangur, h.f. 63. Þing sameinuðu þjóðanna: BEVIN SKORAR Á BANDALAGIÐ AÐ AUKA FRAMLÖG TIL UNRRA Slæml útlif í stál- iðnaðl Bandaríkj- anna London í gærkveldi: MJÖG illa lítur út með það, að vinnufriður haldist í stál- iðnaði Bandaríkjanna. — Hafa fulltrúar iðnaðarmanna og at- vinnurekenda rætt við Truman forseta og síðan ræðst við inn- byrðis, en með engum árangri, og er talið líklegt, dð til verk- falls komi nú um helgina og bæt ast þá 800.000 manSs við þá miljón starfsmanna í hinum ýmsu greinum, sem nú eru í verkfalli. Til átaka hefir komið við raf tækjaverksmiðju eina í Kali- forníu, þar sem starfsmenn eru í verkfalli. Meiddist all-margt fólk. Víðar hefir og komið til árekstra og menn meðist. Útlit er fyrir að verkfallið í kjötiðnaðinum standi ekki lengi, þár sem verkfallsmenn hafa lækkað kauphækkunar- kröfur sínar all-verulega. — Er talið, að samkomulag verði bráðlega í deilunni, en verið er nú að semja, og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu — Reuter. Nokkrar skærur á Norður-Java Aliar iiupanualausar Allar þessar flugvjelar, sem myndin sýnir, tókir þátt í til- raunum, sem Bandaríkjaflotinn gerði nýlega með mannlausar flugvjelar, sem stýrt væri þráðlaust. Allar lentu þær ágætlega og skemdist engin vjelanna. London f gærkveldi: ENN hefir komið til nokkurra árekstra á Java, milli innbor- inna manna og breskra her- manna. Var þetta á norðurhluta eyjarinnar, nærri bænum Sam- arang. — Var barist um all- langt skeið, og urðu báðir aðil- ar fyrir manntjóni. Bretar skutu af fallbyssum á staði, þar sem andstæðingarnir höfðu komið sjer fyrir með vjelbyssur, og mun hafa tekist að þagga niður í vjelbyssum þessum eftir tölu- verðar viðureignir. Chungkingmenn og komm- únistar saka hvorir a5ra um sviksemi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. KOMMÚNISTAR í Kína hafa borið þær ásakanir á stjórnina i Chungking, að hún hefði rofið vopnahljeð, sem samið var um daginn, og noti sjer samningana, til þess að gera í skjóli þeirra atlögur að borgum, sem kommúnistar hafa, og taka þær her- skildi. Stjórnin ber fram ásakanir um svipað efni á hendur kommúnistum. SLÖKKVILIÐIÐ var tvívpg- is kvatt út í gærkveldi. í fyrra 'skiftið inn að Bjarnaborg. Þar hafði reyk slegið niður í kola- ofn. í seinna skiftið var það kallað inn á Grettisgötu 68. Þar hafði kviknað í stól, og eldurinn komist í gólfteppi. Var nærri búið að slökkva eldinn, er slökkviliðið kom Skemdir urðu nokkrar á innanstokksmunum. Chungkingsst j órnin ásakar aftur á móti kommúnista fyrir það, að hafa notað sjer hið um- samda vopnahlje, til þess að ráðast á stjórnarhersveitir, sem hjeldu að friður væri á kom- inn og ugðu ekki að sjer. Segir talsmaður stjórnarinnar, að stjórnarsveitirnar, sem urðu fyrir þessum sviksamlegu árás- um, hafi beðið allverulegt mann tjón. Frjettaritarar telja, að þetta geti orðið til þéss að samkomu- lagstilraunir verði erfiðari, ef mikil brögð gerast að ásökun- um, en sumir samningamann- anna hafa látið í ljós miklar áhyggjur yfir frjettum þessum. Fyrsti fundur öryggis- ráðsins í dag London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ERNEST BEVIN^ utanríkisráðherra Breta, gerði grein fyrir stefnu stjórnar sinnar á fundi bandalags sameinuðu þjóðanna í morgun. Hann skoraði á allar hinar sameinuðu þjóðir, að auka framlag sitt til UNRRA, til þess að ljett yrði hinni ógurlegu neyð, sem þjakaði Evrópu. Hann full- vissaði bandalagið um Jpað, að breska stjórnin og breska þjóðin stæðu af alhuga að baki þess, og gerði einnig grein fyrir nýlendum, setn hann kvað Breta vilja láta sameinuðu þjóðirnar taka við umsjón um. — Eftir hádegi var fyrsti fundur öryggisráðsins settur, og var fulltrúi Ástralíumanna í forsæti. Ekki lá annað fyrir fundinum en að ákveða fund- arsköp og var honum fljótt frestað^. Samsærismenn handteknir í Egypfalandi London í gærkveldi: EGYPTSKA lögreglan hefir tekið höndum 11 egyptska menn, alla unga, sem sakaðir eru um að hafa verið í fjelags- skap, er hafði það að markmiði' að myrða alla þýðingarmestu menn landsins, sem hlynntir reu Bretum. — Komst upp um fjelagsskap þenna, er ungur maður einn var handtekinn, vegna banatilræðis við egyptsk- an embættismann, en hann var einn á lista þeim yfir Breta- vini, sem samsærismenn ætl- uðu að drepa. — Reuter. „Besta ráSið til að endurmenta Þjóðverja" London í gærkveldi: I DAG hófu Frakkar ákærur sínar á hendur sakborningunum í Núrnberg, og krafðist ákær- andinn franski þess að þeir yrðu allir líflátnir. „Það væri“, sagði hann, „langbesta ráðið til þess að endurmennta þýsku þjóðina, að taka menn þessa alla af lífi með hengingu11. Bretar og Bandaríkjamenn hafa nú lokið ákærum sínum á hendur nasistaforingjunum, en eftir Frakka, munu Rússar taka við að flytja fram ákær- ur sínar. — Reuter. Ræðan sem kveikti í. Þegar Bevin kom inn í salinn þa sem fundur öryggisráðsins var haldinn, sagði hann við Stettinius og Gromiko: „Það var lagleg ræða, sem jeg hjelt I morgun, hún kveikti í utan- ríkisráðuneytinu, slökkviliðið er þar núna“. — Auðvitað var það ekki ræðan, sem kveikti í, en eldur kom þar upp samt, rjett eftir að ræðan var flutt. Urðu smávægilegar skemmdir. Gömlu þýsku nýlendurnar. Nýlendur þær, sem Bevin óskaði eftir í ræðu sinni, að sam einuðu þjóðirnar tækju við um sjón með, eru gömlu þýsku ný- lendurnar í Afríku, Togoland, Camerun, Tanganjika o. fl. —■ Hann sagði að Bretar hefðu gert allt sem þeir hefðu getað fyrir nýlendur þessar, og vildu þeir gjarna að embættismenn þar yrðu breskir eftirleiðis. Abyrgð öryggisráðsins. Bevin drap lítillega á þá ó- skaplegu ábyrgð, sem hvíldi á meðlimum öryggisráðsins. * —• Sagði hann, að þjóðir þær, sem í þessu ráði sætu, yrðu að hafa það hugfast, að þær ættu að koma í veg fyrir stríð. — Þær yrðu að hafa nægilegann her- afla, til þess að geta samstund is ráðið niðurlögum hvaða árás arríkis sem væri, og yrðu að vera fljótar ,að ákveða sig, hvað gera skyldi í hvert skipti. Fögnuður Araba. Mikil fagnaðarlæti kvöðu við frá fulltrúum Arabalandanna, þegar Bevin kvað það skoðun bresku stjórnarinnar, að Tran- sjordania ætti að vera sjálf- stætt ríki. Hann sagði að ekki Framhald af 1. síSa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.