Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. jan. 1946 Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjómin. ILJI ER ALT SEM ÞARF“ GÓÐIR Sjálfstæðismenn, kon ur og karlar! Að sjálfsögðu er nú mjög of- arlega í hugum manni sú ör- lagaríka barátta, sem stendur fyrir dyrum, hjer í Reykjavík með bæjarstjórnarkosningun- um. Við Sjálfstæðismenn spyrj- um hverjir aðra: Getum við sigrað? Er líklegt að við sigrum? Hvað þarf til þess að sigra? Dómur reynslunnar: Það er að vísu margt, sem þarf að metast, er svara á slík- um spurningum, en næst ligg- ur þó að skygnast yfir .farinn veg, til þeirra vísbendinga, sem staðreynairnar og reynslan gefur. Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar, er fram fóru í. Reykjavík árið 1942, hjelt Sjálf | stæðisflokkurinn velli, svo sem áður við hverjar bæjarstjórnar kosningar í Reykjavík. Síðan hefir margt gjörst og viðburðaríkir tímar verið í ís- j lenskum stjórnmálum. Ekki verður það rakið til hlýtar. En hjer á við að minna á nokkrar ( vörður á förnum vegi, þá at- j burði, sem hæst gnæfa og setja í nútíð og framtíð svipmót sitt á stjórnmálin þetta síðasta kjör tímabil. Forystan í Sjálfstæðis- málinu. , Jeg vil í fyrsta lagi minna á, að á þessu tímabili hefir Sjálf- stæðisflokkurinn haft forustu í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, um stofnun lýðveldis á Islandi. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór einn með stjórn síðari hluta árs 1942, var lagður sá grund- völlur að þeirri lausn sjálfstæð ismálsins, með aðgerðum í rík- isstjórn og á þingi, sem síðan hefir orðið með stofnun lýðveld isins. Og þess er þá einnig að minnast, að þótt allir yrðu um síðir á einu máli um lýðveldis- stofnunina, þá var þó ekki svo fáum fótum brugðið fyrir fram gang þess máls. Það er ekki of mikið sagt, að örugg forusta Sjálfstæðisflokksins hafi verið drýgsta aflið til þe*ss að leiða málið hindrunarlaust í höfn. Bjargaði þingræðinu: í öðru lagi er nú á það að minna, að á þessu tímabili bar Sjálfstæðisflokkurinn gæfu til þess að bjarga þingræðinu í landinu með myndun núver- andi ríkisstjórnar. Þessi stjórn er mynduð með samstarfi við tvo öndverða flokka. En jeg minni á, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefir ekki gengið til sam- starfs við þá á grundvelli þeirra stefnu, heldur fengið tvo socialistiska flokka til þess að ganga til samstarfs við sig „á grundvelli þess þjóðskipulags, sem við íslendingar nú búum við“, þ.e.a.s. þjóðskipulags i Ræða Jóhanns Hafstein, flutt á fundi Sjálfstæðismanna í Sjálfstæðishús- inu s.l. sunnudag eignarrjettar einstaklinganna og einkaíramtaks — sjálfstæð- isstefnunnar. Þjóðviljinn hefir sagt í forustugrein: „Socialista ílokknum er ljóst, og vill að alþýðu manna sje ljóst, að stefnuskrá þessarar stjórnar er ekki socialisminn, _ ekki sú! stefna, sem Socialistaflokkur- inn fyrst og fremst berst fyrir“. Veitir framfarastefn- unni forstöðu: Þá er þess að gæta, að það eitt' er ekki til ágætis að mynda þingræðisstjórn, ef stefna henn ar er ekki þannig mörkuð, að til velfarnaðar megi leiða. En [ Sjálfstæðisflokkurinn veitir nú j forstöðu þeirri stjórnarstefnu í, landinu, sem sett hefir merkið j hæst og marka mun dýpst spor | í lífi og Velfe^rð þessarar þjóð- ar, þeirri stefnu, sem markar Islendingum þá braut, eins og forsætisráðherrann komst að orði í áramótaræðu sinni að lifa — „ekki á smæðinni, held- ur þrátt fyrir smæðina“. Aldrei meiri framfarir: Loks er svo það, sem nátengd ast er þeirri baráttu, sem nú stendur yfir, að Sjálfstæðis- flokkurinn skilar nú stjórn bæjarmálefnanna í Reykjavík af sjer, eftir 4 ára kjörtímabil, með þeim hætti, að aldrei hafa meiri framfarir mótað bæjarlíf ið en á þessu 4 ára kjörtíma- bili. Borgarstjóri gerði í sinni ýt- arlegu ræðu grein fyrir' þess- um staðreyndum. Jeg drep að- eins á nokkuð til árjettingar. Á síðasta kjörtímabili hefir verið lokið við eitt hið ágætasta mannvirki á íslandi, Hitaveit- una. Það hefir verið lokið við við- bótarvirkjun Sogsins, sem er önnur stærsta rafvirkjun á Is- landi, fyrir utan fyrstu virkj- unina við Ljósafoss. A sama tíma, sem leidd eru til lykta þessi stórvirki í hag- nýtingu náttúruorkunnar, til hagsældar fyrir Reykvíkinga, hefir bæjarstjórnarmeirihlut- inn, Sjálfstæðismennirnir, sýnt, að þeir setja einnig í þessum efnum merkið hátt í framtíð- inni. Það er þegar ákveðið að ljúka við á þessu ári hina fyr- irhuguðu eimknúnu varastöð við Elliðaár með 10 þús. og 800 hestafla raforku. Samtímis er einnig hafinn undirbúningur að virkjun Neðri-Sogsfossa með þeim hætti, að þar geti alls feng ist 60 þús. hestafla’ orka. Unnið hefir veri.ð að gatna- gerð á síðasta kjörtímabili fyr- ir um 18 miljónir króna. Stórkostleg hafnarmannvirki hafa verið framkvæmd. í byggingarframkvæmdum hafa verið miklu meiri aðgerð- ir en nokkru sinni áður, þrátt fyrir geysilega örðugleika af völdum styrjaldarinnar, sem flestir ráðgerðu, að mundu reynast lítt yfirstíganlegir og kunna að leiða að stöðvun bygg ingarframkvæmdanna. Með á- formum sínum í húsnæðismál- unum hefir Sjálfstæðisflokkur- inn sýnt, að hann vill að bær- inn byggi fyrir eigin reikning gegn jafnmiklu framlagi ríkis- ins svo margar íbúðir, að sem! allra fyrst verði með öllu eytt j braggaíbúðum og öðrum heilsu spillandi íbúðum í bænum, jafn framt því, sem flokkurinn vill á allan hátt stuðla að því, að gjöra aðstöðu einstaklinganna til byggingaframkvæmda hag- stæða í bænum. Bærinn hefir lagt það til út- vegsmálanna að tryggja til bæj arins 10 af hinum nýju Sví- þjóðarbátum og ekki minna en 20 af þeim 30 togurum, sem væntanlegir eru til bæjarins á vegum ríkisstjórnarinnar. Á síðasta kjörtímabili hefir verið unnið stórlega að bygg- ingu barnaskóla. Það er um það bil lokið við Laugarnesskólann 1 og Melaskólinn er langt á veg kominn, jafnframt því sem [ stórkostlegar endurbætur hafa ‘ Ummæli Webbs-hjónamia sfaðlest Sósíaiisminn bannar gagnrýni A HINUM ágæta æskulýðs- fundi, sem Heimdallur boðaði | kommúnista á, spurðu tveir fundarmenn, annar var Jónas Haralz, en hinn mjer ókunnur, hvar þau ummæli væri að finna, sem jeg hafði eftir þeim þektu sósíalistum, Sidney og Beatrice Webb. Var það auð- sjáanlega gert í þeim tilgangi að reyna að vjefengja, að und- irritaður færi rjett með um- sögn þeirra hjóna, en það bend ir aftur vissulega á það, að þessir tveir fundarmenn, Har- alz og flokksbróðir hans, hafa talið ummælin ill fyrir þeirra málstað. Þar sem fyrirspyrjendum var ekki nóg að vita, í hvaða bók ummælin væru, lofaði und ' irritaður á fundinum að segja þeim á næstu síðu Sambands ! ungra Sjálfstæðismanna, á j hvaða síðu og í hvaða línu ! nefnd ummæli stæðu. Skal nú loforðið efnt. í 6. línu að neðan á bls. 834 í 3. út- gáfu bókarinnar, Soviet Com- munism, hefst sú málsgrein, sem vitnað var í á fundinum, og skal hún nú prentuð orðrjett eins og hún stendur í bók sósí- alistanna og svo aftur í íslenskri þýðingu: „Whilst the work is in pro- gress any public expression of doubt, or even fear that the I plan will not be successful, is' an act of disloyalty and even of treachery because of its1 1 possible effects on the will and j i on the efforts of the rest of the staff“. „Meðan á framkvæmd verks stendur, er sjerhver efasemd,1 { sem látin er í ljós um það, að áætlunin muni standast, skoð- uð sem skortur á hollustu eða jafnvel skemdarstarfsemi,vegna þeirra áhrifa, sem slíkt kann að hafa á hugarfar og starfs- vilja annarra“. Það er eðlilegt, að þeim kommúnistum, sem hefir verið ^alin trú um, að fult frelsi til gagnrýni og jafnvel fult skoð- anafrelsi væri ríkjandi í Sojet- ríkjunum, bregði nokkuð við þessi ummæli, því að það er ekki hægt að afgreiða þau á sama hátt og önnur ummæli, sem koma illa við kaun komm- únista, aðeins með þvf að segja: „Þetta eru vondir menn, sem svona skrifa“. Að lokum vil jeg þakka þeim báðum, Jónasi Haralz og kom- múnistanum óþekta, að þeir hafa nú valdið því, að fleiri sjá þessi athyglisverðu ummæli en ella hefði orðið. Gcir Hallgrímsson. farið fram á Miðbæjarbarna- skólanum. Þá hefir verið kom- ið upp fjölda barnaleikvalla,. barnaheimili í Kumbaravogi, dagheimili og leikskólar fyrir hina yngstu kynslóð styrkt af bænum. Byrjað er á byggingu Gagnfræðaskóla Reykjavíkur á Skólavörðuholti og íyrirhuguð bygging Gagnfræðaskóla Reyk víkinga í Vesturbænum. 300 þús. kr. hafa verið lagðar fram j til byggingar iðnskóla. j Til heilbrigðis óg mannúðar- mála hafa Sjálfstæðismenn beitt sjer fyrir aðgjörðum af hálfu bæjarfjelagsins og að styrkir og aðstoð væri veitt slíkri starfsemi. Komið hefir verið upp upptökuheimili fyrir mæður. Verið er að byggja fæð ingardeild í samlögu við ríkið. Komið hefir verið upp hælun- um að Elliðavatni og Arnar- holti. Bærinn hefir stóraukið lánd- rými sitt með hagstæðum jarða kaupum í nágrenninu, sem fel- ur í sjer mikla möguleika í fram tíðinni til ræktunar og marg- víslegs hagræðis fyrir bæjar- fjelagið í heild og einstaklinga þess. I Laugardalnum er nú byrj- að að undirbúa og vinrjp að því að koma upp hinu stórmikla íþróttasvæði og skemtisvæði, þar sem æska Reykjavíkur get ur áft þess kost, við fullkomn- ustu aðstöðu, að leita sjer heilsubótar með íþróttaiðkun- um og borgararnir alhliða holl- ustu með útiveru. Þegar þess er gætt, sem jeg nú hefi drepið á, er apgljóst, að það er ekki erfitt að svara spurningunni, hvort Sjálfstæð- ismenn geti sigrað í bæjar- stjórnarkosningunum. Það er af þessu heldur ekki erfitt að svara þeirri spurningu, hvort líklegt sje, að Sjálfstæð- isflokkurinn sigri? Nær væri að spyrja: Er ann- að líklegt, þegar litið er yfir farinn veg? Viljinn í verki sigrar: En góðir Sjálfstæðismenn! Getan eða möguleikarnir og líkurnar eru ekki nóg. Til viðbótar þarf viljann til að sigra. Jeg á ekki við þann vilja, sem lýsir sjer í óljósri ósk eða löngun til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn sigri nú öðr- um flokkum fremur, heldur við þann vilja, sem lýsir sjer í verk inu, — sem skáldið á við, þeg- ar það kveður: „Sýndu í vérki viljans merki“. Hver og einn þarf að leggja gjörfa hönd á plóginn. Jeg trúi því, góðir fundar- menn, að þið hafið mætt til þessa móts með slíkan vilja. Jeg treysti því, að þið farið með þennan vilja sterkari en áður, og einbeittari en fyrr. „Vilji er alt sem þarf“. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.