Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 11 STOLNAR FJAÐRIR „Straumurinn iii vinstri“ KOMMUNISTAR hafa að undanförnu hampað því mjög í kosningaáróðri sínum, að í kosningum þeim, sem undan- farið hafa farið fram í ýmsum löndum Evrópu, liggi „straum- urinn til vinstri“, og verði bæj- arbúar að sýna það við kosn- ingar þær, sem í hönd fara, að þeir fylgist með tímanum, með því að greiða sem flestir komm únistum atkvæði. Það þarf nú að vísu engan að undra, að kommúnistar reyni að seilast út fyrir land- steinana, ef verða mætti, að þeir gætu á þann hátt fundið eitthvað, er verða mætti máls- stað þeirra til framdráttar. Fer- ill kommúnista hjer á landi, þar sem þeir hafa komist til mannaforráða, og ráðið einir, er almenningi svo kunnur, að sigurvænlegast þykir að láta þann feril liggja alveg í þagn- argiídi fyrir kosningarnar, á sama hátt og afstöðu kommún- ista gagnvart lýðræði og öðr- um mannrjettindahugsjónum. Kommúnistar tala þó lítið um kosningaúrslitin í þeim löndun- um, sem mest ástæða væri að veita athygli, svo sem Austur- ríki og Ungverjalandi, þar sem fólkið hefir haft nánust kynni af kommúnismanum. Þær kosningarnar, sem þeir hinsvegar virðast vilja gera sjer mestan mat úr, eru bresku kosn ingarnar á s.l. sumri, þar sem verkamannaflokkurinn vann svo glæsilegan sigur, sem kunn ugt er. Fróðir menn telja, að það hafi ráðið miklu um kosninga-' sigur þennan, að verkamanna- | flokkurinn hafði á stefnuskrá: sinni loforð um mjög skjótar og stórvirkar aðgerðir í húsnæð- j isvandamálunum. I nýkomnum 1 blöðum breskra stjórnarand- j stæðinga er því að vísu haldið j fram, að enda þótt allmargir mánuðir sjeu nú liðnir frá kosn ingunum, bóli enn ekki neitt á þessum framkvæmdum. Ekki ^ verður hjer lagður dómur á! sannleiksgildi þeirra ummæla, ■ það er breskt innanríkismál. j Hitt skiftir máli, að mótmælt1 sje þeirri blekkingu, að kosn- I ingasigur breska verkamanna- flokksins hafi verið sigur fyr- ir einræðisstefnu kommúnism- ans, eins og kommúnistarnir hjer hafa viljað láta í veðri vaka. I því sambandi gæti ver- ið gaman að gera samanburð á ummælum merkra forystu- manna breska verkamanna- flokksins og forystumanna ís- lenskra kommúnista, þar sem tekin er afstaða til lýðræðis og annara mannrjettinda. Sem fulltrúar hvors flokksins um sig verða hjer valdir Attlee, forsætisráðherra Breta og Brynjólfur Bjarnason, núv. mentamálaráðherra. Ummæli Attlees um lýðræðið. Á SÍÐASTLIÐNU sumri fór- ust Attlee forssetisráðherra svo orð um lýðræðishugsjónina: „Lýðræði er ekki einungis stjórn meirihlutans, ’ heldur meirihlutastjórn, sem ber virð- ingu fyrir rjettindum minni- hlutans! Þar sem öllum skoð- unum minni hlutans er haldið niðri, þar er ekki um raunveru Minningarorð um iarðar Stefónsson legt lýðræði að ræða“. Við þessi ummæli breska forsætisráð- herrans er engu að bæta. Kjarni hinnar borgaralegu lýð- ræðishugsjónar er hjer svo vel orðaður, að slíkt verður varla betur gert. • Ummæli Brynjólfs Bjarnasonar. BRYNJÓLFUR BJARNA- SON skrifaði á sínum tíma í ,,Rjett“ eftirfarandi: „Þegar búið er að taka á- kvörðun, verður minnihlutinn skilyrðislaust að beygja sig undir meirihlutann, og eigi að- eins í orði, heldur einnig í verki. Ákvörðun flokksins verð ur hver fjelagi að fylgja, jafn ótrautt, þó að hann hafi áður verið henni andvígur“. Þessi ummæli þurfa í raun- inni engrar skýringar við held- ur. Lífsskoðun einræðisins kem ur hjer jafn hispurslaust fram og hugsjón lýðræðisins er lýst í fyrrgreindum ummælum Att- lees. Athygli má þó vekja á þeirri siðfræði, sem boðuð er í ofangreindum ummælum Brynjólfs Bjarnasonar. Þeir flokksmenn, sem eru í minni- hluta, eiga „skilyrðislaust“ og „ótrautt“ að fylgja fram mál- stað, sem þeir sjálfir álíta rang an, ef meirihlutinn skipar það. Þetta eru þau mannrjettihdi, sem flokksmönnum, er lenda í minnihluta, eru ætluð í ríki kommúnismans. Ekki er lík- legt, að andstöðuflokkum verði veitt meiri mannrjettindi, enda lýsti Brynjólfur Bjarnason því nýverið yfir á þingi, að fyrir andstöðuflokka væri „ekkert pláss“ í fyrirmyndarríki kom- múnismans. Nú er það kúnnugt, að sam- kvæmt skoðunum kommúnista þarf meirihluti sá, er sjálfsagt þykir að beiti slíku einræðis- valdi, ekki að vera meirihluti þjóðarinnar. Brynjólfur Bjarna son hefir einnig skrifað eftir- farandi í ,,Rjett“: „Nú er það verkefni social- demokrata að viðhalda trúnni á lýðræðið, og telja alþýðunni trú um, að með kjörseðlinum sje hægt að framkvæma söcial- ismann og losa alþýðuna úr ánauðinni“. Ennfremur: „Þegar kratarn- ir eru að telja verkalýðnum trú um, að hann megi ekki beita ofbeldi, þá eru þeir að leiða hann undir fallöxina. Afneitun ofbeldisins af verkalýðsins hálfu er sama sem að beygja sig undir ok auðvaldsins um aldur og ævi“. Bretar afneituðu einræðinu. MENN geta nú gert saman- burð á ofangreindum ummæl- um leiðtoga breska verka- mannaflokksins og íslensku kommúnistanna, og vel því fyrir sjer, hvort það sjeu sömu hugsjónirnar, sem boðaðar eru. Víst er það, að forystumenn breska verkamannaflokksins litu ekki svo á. Þeir höfnuðu öllu samstarfi við kommúnista, enda vissu þeir vel, að bresk- um almenningi voru rúannrjett indahugsjónir kommúnista svo kunnar, að það hefði verið viss asti vegurinn fyrir verka- mannaflokkinn til þess að tryggja íhaldsflokknum glæsi- legan sigur, að ganga að kjör- borðinu með svo ófríðu föru- neyti, sem kommúnistum. Hin glæsilegustu loforð um lausn dægurvandamálanna hefðu þá ekki nægt til þess að forða ó- sigri. Kommúnistar gengu til kosninga einir sjer og hlutu 2 þingsæti af 650, sem kunnugt er. Kommúnistar hjer á landi treysta því, að stjórnmála- þroski almenning sje hjer minni en í Bretlandi. Hjer muni fólk gleyma einræðis- stefnu þeirra fyrir kosningarn- ar, og láta ginnast til fylgis við þá vegna álitlegra loforða um lausn dægurvandamálanna, lof orða, sem þeir sjálfir vita þó, að þeir síst allra eru menn til að standa við. En Reykvíking- ar múnu ekki láta blekkjast. Þeir munu fylkja sjer um Sjálf stæðisflokkinn, þann flokk, sem einarðasta afstöðu tekur gegn einræðisbrölti kommúnista, en gera hlut kommúnista rýran við kjörborðið 27. jan. n.k. FYRIR SKOMMU er til moldar borinn Garðar Stef- ánsson, Vestmannaeyjum, er með sviplegum hætti andaðist 29. des. s.l., 28 ára að aldri. Garðar heitinn var fæddur í Vestmannaeyjum 5. febr. 1918. Eru foreldrar hans Stefán Finn bogason málarameistari þar og kona hans Rósa Árnadóttir. Málarastörf nam Garðar hjá föður sínum og kunni á -þeim góð skil, enda þótt eigi hafi hann haft sveinsbrjef í þeirri iðn, og vann að þeim hjer í bæ frá því er hann fluttist hingað til bæjarins árið 1941. Hjer verður eigi rakin ítar- Þjer skuluð nola Peggy Sage lakk Frægar konur um allan heim, og bestu snyrtistofur heimsins, nota Peggy Sage naglalakk vegna þess að það endist lengst, er auðvelt í notkun og í öllum nýtísku litum. Burgundy Vintage Flagship Fire Weed Red Banana Hacienda Tulip Mad Apple 2-401 . lega hin stutta lífssaga þessa | unga manns, er svo skyndilega j og á óvæntan hátt var hrifinn I burt í blóma lífs_ síns. Er slíkt eigi tilgangur þessara fáu lína, enda myndi saga hans eigi verða talin sjerlega viðburða- rík eða markverð. Hún er saga hins unga manns, sem af fram- sækni og óbiluðum lífsþrótti æskumánnsins, í framandi um- hverfi, leitar sjer lífsstarfs. Enda þótt Garðar heitinn | hefði eigi málararjettindi, eins og áður er sagt, mun hann fullkomlega hafa verið fullgild ur starfsmaður á því sviði. Kom þar til gott veganesti að heim- an, sem honum reyndist ósvik- ið, jafnframt því að hann var með afbrigðum laginn og smekkvís, enda snyrtimenni í hverju sem hann tók sjer fyrir hendur. En því er hans minst hjer, að við fráfall hans er hans eigi einvörðungu saknað og minst af þeim, sem með honum eiga að baki að sjá, elskuðum syni og bróður, sem hugurinn dvaldi löngum hjá og sem búist var við í heimsókn bráðlega, held- ur er hans einnig minst með þakklæti og söknuði af sjer- hverjum þeim, er áttu því láni að fagna að kynnast honum nokkuð. Allir þeir, er samleið áttu með Garðari heitnum, hvort heldur hana bar að í daglegu starfi eða utan þess, munu af heilum hug þakka þær sam- verustundir. Þeir munu lengi minnast hins einstaka ljúf- mennis, er jafnan vakti sjer- staka athygli og aðdáun þeirra, er slíkt meta að verðleikum. Prúðmenska hans, trygð hans og vinátta var svo einlæg, að í j minnum mun geýmast, og sakn að þess að fá eigi lengur notið þess. Enda þótt fráfall Garðars Stefánssonar bæri að svo sem varð, varpar slíkt engum skugga á mynd þá, er vinir og kunningjar eiga af honum eftir lengri eða skemri viðkynningu. Hjá þeim lifir minningin um unga manninn, sem meðal vandalausra, fjarri föðurhús- um, fór fram með þeim hætti, að engum blandaðist hugur um, að þar sem hann fór, þar fór sannarlega góður drengur. Hann vildi engum ilt eða órjett gjöra, en alt til betri vegar færa. Slíkir menn, þótt ungir falli í valinn, láta jafnan eftir sig hugljúfar endurminningar. Það er jafnan bjart yfir mynd þeirra o*g þótt undarlegt kunni að virðast, er það skarð, sem þeir láta eftir sig, oft furðu- lega vandfylt. Það fer eigi hjá því, að þeir æskumenn, sem þannig kynna sig á ókunnum slóðum, hafa með sjer út í lífs- baráttuna þann heimanmund, sem drýgstur reynist. Að lokum skalt þú vera kvaddur af vinum þínum. "Við mátum mikils vináttu þína og trygð. Prúðmannleg ljúfmenska þín í framkomu allri gáf okk- ur örugga vissu um það, að þú gekst með guði og erum þess þá einnig fullviss, að guð þig nú blessar. Um leið og samúð er send þeim, er um sárast eiga að binda við fráfall þitt, skal okk ar .hinsta kveðja til þín felast í þessum orðum: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. H. Þ. Gamal! dellumál lagt í gerð London í gærkveldi: BRETAR hafa boðist til þess að leggja fornt deilumál við lýðveldið Guatemala í Mið- Ameriku, fyrir gerðardóm hinna sameinuðu þjóða. — Hafa ríkin að undanförnu skiptst á orðsendingu vegna þessa máls, en svo er það til komið að árið 1857 sömdu ríkin um að Bretar skyldu hafa landsvæðið Breska Honduras* sem Guatemala ger- ir nú kröfu til vegna þess að stjórnin þar heldur fram, að Bretar hafi ekki staðið við samn inginn, og beri því að afhenda Guatemala landsvæði þetta. —• Breska stjórnin hefir ekki vilj- að fallast á kröfu þessa, en býðst nú til þess að láta málið í gerð fyrir hinn nýja dómstól sameinuðu þjóðanna, en bæði ríkin eru meðlimir þessa banda- lags. — Reuter. miiiiiiiiiiiiiiiiiiinnimiiiiiiiiimiiiiiiiiniiiDiiniumij fj Smurt brauð cg snittur 3 I Srfcl & Siilutr | Uimiimiimiiiiiiunminiiiiiiniiiiiinmiiimfinraiirt Ef Loftur getur það eklti — þá 'hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.