Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. jan. 1946 Anna María Jónsdóttir Baldurshaga á Seyðisfirði Minningarorð um: Engilbert L Guðmundsson HÚN ljest þriðjudaginn 8. þ. m., á sjúkrahúsinu á Seyðis- firði, og í dag verður hún borin þar til grafar. Anna María var fædd 6. apríl 1877 að Gilsárteigi í Eiðaþing- há. Hún var dóttir hjónanna Jóns Þorsteinssonar bónda þar og síðast á Seljamýri í Loð- mundarfirði og fyrri konu hans Vilborgar Arnadóttur. — , Jón, faðir Önnu, var sonur Þor steins Þorsteinssonar, Pálsson- ar í Klúku í Fljótsdal. — Er þessi ætt kölluð Melaætt og er rakin til Þorsteins Jökuls bónda á Brú á Jökuldal um 1500. Þor- steinn Jökull var talinn sonur Magnúsar bónda á Skriðu í Reykjadal, Þorkelssonar, prests í Laufási og er ættin rak in til Helgu Þorsteinsdóttur á Borg, Egilssonar, Skallagríms- sonar. Vilborg, móðir Önnu, var dóttir Arna Magnússonar bónda á Brennistöðum, en móðir Arna var Vilborg Árnadóttir, Jóns- sonar, Jónssonar panfíls, Sig- urðssonar bónda á Ketilsstöð- um, Hjálmarssonar sterka, Sig urðssonar lærða, Einarssonar, Arnasonar prests í Vallanesi, en hann fór með mikil völd á Austurlandi um langan tíma og var mikilhæfur maður. Hann dó 1585, 87 ára gamall. Anna naut meiri mentunar í æsku en títt var um bænda- dætur' á Fljótsdalshjeraði á þeim árum, enda var hún greind kona. Anna giftist Þórarni Benediktssyni, Rafnssonar frá Höfða á Völlum, 19. júní 1897, og reistu þau bú í Gilsárteigi það vor og bjuggu þar í 22 ár. Gilsárteigur var þá mjög í þjóðbraut, en flestir Hjeraðs- menn höfðu skipti við Seyðis- fjörð og leið Úthjeraðsmanna lá um Vestdalsheiði til Seyðis- fjarðar. Þar var því oft gest- kvæmt á heimili hinna ungu hjóna, og svo var það að vísu altaf síðan, hvar sem þau voru. Það er ekki gott að gera grein fyrir því, Hvað sú kona þarf að hafa til brunns að bera, sem er húsfreyja á slíku heimili, og ferst það vel úr hendi. Ef til vill skiljum við það betur, ef við lítum til baka um 40—50 ár. Þá var enginn akvegur til á Fljótsdalshjeraði og ekkert öku tæki nema viðarsleðar. Allur íarangur var bundinn í klyfjar og fluttur á klökkum. Flutning ur úr kaupstað fór þá fram tvisvar á ári, haust og vor. Við skulum hugsa okkur, að það hafi verið eitt haustið, þegar spilti snemma, rak niður snjó um fyrstu eða aðrar göngur, fjöldi Hjeraðsmanna var á Seyð isfirði veðurteptir, báðar heið ar voru ófærar. Um síðir var lagt upp Vestdalsheiði, og bregð um við okkur nú að Gilsárteigi. Það er komið fram undir háttatíma, margir heimamenn þru háttaðir, en Anna hús- freyja er á fótum. Það er snjó- þraglandi og mikill snjór á jörð. Það er kvatt dyra, fyrsti gest- urinn er kominn, hann biðst gistingar og hefir þá sögu að segja, að á eftir sje fjöldi manaa með ótal hesta. Allir eru orðnir matarlausir og heylausir fyrir hestana. Þórarinn bóndi er ekki heima. Hann er á fundi, eða eítt hvað að sinna fjelagsmálum bænda. Þorsteinn bróðir henn- ar, er ekki heldur heima. Hús- freyjan verður að sjá um það, hvar á að láta hestana, burðinn og reiðfærin, og það verður að taka til óspiltra málanna, — að matbúa. Það er komið langt fram á nótt. Rúmlega 30 næturgestir hafa lagst til hvíldar eftir erf- iðan dag, og góða máltíð. — Heimamenn hafa flestir gengið úr rúmi og komið sjer fyrir til hvíldar á nýjum stað, en hús- freyja er enn á fótum, því gest irnir ætla snemma á stað næsta morgun. Ennþá er eftir að þurka mikið af fötum og plögg um gestanna, og kaffi verða þeir þó að fá og eitt- hvað með því, áður en þeir fara. Hjer er engin brauðbúð, það er ekki um dhnað að gera en búa eitthvað til með kaffinu. Stuttu eftir dagmál eru allir nætur- gestirnir farnir, en það er von á nýjum gestum. Þeir, sem þurfa að fara .á milli Seyðis- fjarðar og Hjeraðs, vilja nota slóðina. Hvort það er nótt eða dagur. Það skiptir ekki veru- legu máli. Margir af þessum mönnum, koma í Gilsárteig og þyggja þar góðgerðir, mat og kaffi, kaffi og mat, en nætur- gestirnir eru misjafnlega marg ir, en oftast einhverjir um lang an tíma. En er hún Anna ekki voðalega þreytt? — Jú, auðvit að er hún þreytt, en það sjer enginn maður, hún er alltaf jafn glöð og kát og skemmtileg, rjett eins og hún hefði ekkert annað að gera en að sjá um gestina. Um þetta leyti var sumstað- ar farið að selja greiða, þar sem umferð var mikil, og það rekur að því, að þau Anna og Þórar- inn sjá sjer ekki annað fært, en að hverfa að þessu sama ráði, og er það nú gert, með óljúfu geði þó. — Það eru 3 menn sem biðja um kaffi, 2 borga en einn segist ekki hafa neina peninga. En hann segist hafa keypt svo lítið af harðfiski, hvort hann megi ekki borga með harðfiski. Þetta var hjónunum ógeðfelt — auðvitað hafði bóndinn, sem var fátækur, keypt harðfiskinn sem sælgætisbita handa börn- unum heima, og nú minntist Anna enn einu sinni þess, er Anna föðuramma hennar hafði sagt við hana: „ef þú átt tvær skyrtur, en náungi þinn enga, þá átt þú að gefa honum aðra þína skyrtu“. Eftir þessu hafði hún oft farið, og það var oft farið eftir þessu í Gilsárteigi síðan, en greiði var ekki seldur þar eftir þetta, þó munu nokkr- ir menn hafa borgað fyrir sig, en þeir gerðu það ótilkvaddir. Árið 1919 hættu þau Anna og Þórarinn að búa og fluttu til Eskifjarðar, en þar hafði Þór- arinn verið ráðinn sýsluskrif-* ari. Árið 1920 rjeðst Þórarinn gjaldkeri við Útibú íslands- banka á Seyðisfirði, og fluttust þau þangað urh haustið og hafa búið þar síðan, nú síðustu árin hjá Benedikt bankaritara, syni sínum og konu hans Ragnhildi Guðmundsdóttur. Þau Anna og Þórarinn eign- uðust 5 börn. Fyrsta barnið, Vilborg, dó ung, en hin eru: — Málfríður, býr á Seyðisfirði, gift ist Hallgrími Helgasyni frá Skógargerði og er hann dáinn fyrir nokkrum árum, Anna Sig urbjörg, gift Jóni Sigurðssyni frá Hrafnsgerði, bankaritara í Reykjavík, Benedikt, sem áður er getið og Jón, sem er við hljómlistarnám í Ameríku, gift ur Eddu Kvaran. Anna var fríð kona, öll fram koma hennar var aðlaðandi og þó einahðleg, viðmótið var móð urlegt og vakti hlýju og gleði. Hún var atgerviskona, sem tók erfiðleikunum með þeim ásetn- ingi -að vinna sigur á þeim og jeg held, að hún hafi sjaldan beðið ósigur. Hún vann mörg- um málum mikið gagn og hafði lag á því, að ekki yrði hávaði af. Hún lagði sig mjög fram um það að hjálpa og gera gott mönnum og málleysingjum. Marga ferðamenn mun reka minni til ljóssins í glugganum í Gilsárteigi, þegar veður var villugjarnt, og af fundi Önnu fór margur maður með ljós í huga, þó að þar væri áður myrkur eitt. Nú hefir Anna lok ið sínu dagsverki, jeg held að það hafi verið mikið dagsverk, sem margir muni minnast með hljóðri þakklátssemi. Jeg held, að á vegum hennar vaki víða hlýjar og ljúfár minningar um óeigingjarnan og göfugan veg- faranda, sem nú er kominn á leiðarenda hjer á okkar slóð- um. Sár harmur er kveðinn að börnum hennar, barnabörnum, systkinum og öllum vinum, en þó öllu mest að manni hennar, sem hefir notið ástríkis henn- ar og manndóms í hart nær 50 ár, oft í erfiðu og stundum van- þakklátu, en alltaf samvisku- sömu starfi fyrir samferða- mennina. Magnús Stefánsson. Spáðu ekki vel. NEW YORK: — Veðurfræð- ingar í Kansas fóru í skemti- ferð og voru búnir að lofa gest- um sínum að veðrið skyldi verða reglulega blítt. En það fór heldur á annan veg, dynj- andi rigning gjöreyðilagði ferða lagið fyrir þessum óhepnu spá- mönnum. HANN var borinn til sinnar hinstu hvíldar frá dómkirkj- unni hjer í Reykjaví^, mánud. 10. desember síðastliðinn. — Engilbert var fæddur að Desj- um í Garðahreppi 4. desember 1899. Til fósturs var hann tek- inn 11 vikna gamall af heiðurs hjónunum á Gamla-Hliði á Álftanesi, Jörundi Jóhannessyni og Jóhönnu Jónsdóttur, er reyndust honum sem sannir og einlægir foreldrar eins og þau reyndust þeim börnum, er þau tóku í fóstur. Hjá þeim átti Eng elbert heimili sitt fram að tví- tugs aldri, er hann flutti út í Vestmannaeyja til að stunda þar sjómensku, en hann mun hafa verið um 14 ára, er hann lagði það fyrir sig (sjóinn). — Engelbert var hæglátur maður, seintekinn og dulur vina vand- ur, en vinafastur. Hann var hagleiksmaður á trje og hverju, sem hann snerti á. Um eitt skeið mun hann hafa ætlað að nema trjesmíði, en þurfti til hliðar að leggja það, eins og svo margir hafa þurft að gera vegna fjár- skorts. Árið 1923, 30. júní giftist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Ástgeirsdóttur (báta- smiðs). Þau eignuðust 6 börn, tvö dóu þegar í æsku. Það lifa 3 dætur og 1 drengur. Dæturnar eru uppkomnar, — en litli drengurinn, sem nú hef ir mist pabba sinn, er aðeins fimm ára. — Það er mikið á- fall fyrir lítið barn að missá föður sinn. Það er sárt að horfa á og geta ekki neitt hjálpað litlu barni. — Þessi bjartleiti drengur sýndi sjerstakt gáfna- far, er hann fyrst leit föður sinn dáinn og síðar er hann fylgdi honum til sinnar hinstu hvíldar, enda mun hann hafa alist upp við það, að vita að hverju dró, — aldrei leit hann sinn elskulega föður öðruvísi en sjúkling, því í 18 ár barðist Engelbert heitinn við skæðasta óvin mannanna (Hvíta dauð- ann) og í þessi 18 ár hefir kon an hans hjúkrað honum með ást og umbhrðarlyndi, með sjer stakri lægni, lipurð og ástríki, sem aðeins sú kona getur, sem elskar manninn sinn og stofn- inn þeirra. En nú er stríðinu lokið hjer — hann er farinn — farinn heim til sín, faðirinn, af- inn, eiginmaðurinn. Engelbert* sem var svo mik- ið búinn að þjáðst, í blóma æsk unnar, þegar alt virtist blasa bjart við, tók hann veikina er nú hefir svift hann umbúðun- um, sem okkur mönnunum eru lánaðar hjer á jörðu. En engu að síður er bikarinn beiskur, sem sopinn er, er ástvinir hverfa. Hverfa frá börnum og konu, er yfir honum hafa vak- að og h'júkrað í mörg ár. Vertu kvaddur af öllum þín- um nánustu, Engelbert, af kon- unni þinni er kveður eiginmann sinn og þakkar honum alt, allar samverustundirnar, en seinna munum við finnast, vinur minn, þar sem ekki neitt fær okkur að skilið. Af dætrunum þínum, sem minningin lifir eft ir hjá um góðan vin og föður, af litla drengnum þínum, er var ljósið þitt hvíta, er lýsti þjer fram á veginn. Af drengn- um litla, er hefir' mist það, sem öll börn þrá að eiga (pabba). Af fóstru þinni elskulegu, sem nú hefir fylgt syninum sínum til sinnar hinstu hvíldar. — Af Margrjeti fósturstystur þinni, er reyndist þjer sem besti vin- ur í örðugleikum þínum. — Af systur þinni Maríú, er sleit barnsskónum með þjer hjá hinu góðu hjónum á Gamla-Hliði. Hún kveður þig nú einnig, sinn elsku bróðir og bernsku vin og þakkar honum alt. Oft hefir skiptist á skin og skúrir í lífs- baráttunni, bróðir minn, en æ- tíð var eitthvað, sem tengdi okk ur saman, saman sem systir og bróðir frá æskuárnum. — Vertu kvaddur af öllum þeim, er til þín þekktu, því ljúfur varstu og elskulegur til þeirra, er kynntusf þjer. Höndin er stirðnuð, er hvíldarlaust vann hjartað er kólnað, sem elskaði og brann, en alstaðar veit jeg þitt auga mig sjer, því ástin var sterkari en dauðinn hjá þjer. Við grafirnar veit jeg að sálirnar sjást sorgin þar breytist í lifandi ást. Þar binda vonir um saknaðar sár söknuður breytist í unaðar-tár. Alfarinn kem jeg, en enginn veit nær, eitt sinn að gröf þinni, vinur minn kær; mig gleður í anda, hvað gott verður mjer í gröfinni að hvíla við hliðina á þjer. Drottinn minn, gefðu dánum ró og hinum líkn, sem lifa. „Prinz Eugen" til rannsóknar vesfur um haf London í gærkveldi: ÞÝSKA stórbeitiskipið Prinz Eugen, sem var í fylgd með or- ustuskipinu Bismark á ferðalagi þess um Atlantshafið sumarið 1942, er Bismarck var sökkt, er nú komið til hafnar í Ports- mouth á Bretlandi. Þýska á- höfnin og skípherrann sígldi þangað* en amerísk herskip voru í fylgd með því. — Frá Portsmouth fer skipið vestur um haf til herskipalægisins í Boston í Bandaríkjunum, þar sem amerískir flotasjerfræðing- ar aefta að rannsaka allt bygg- ingarlag þess og tæki. — Reuter. Fljót afgreiðsla LONDON: Byrne, skilnaðar- dómari í London, fullgilti ný- lega 798 hjónaskilnaði á einni mínútu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.