Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÖ Föstudagur 18. jan. 1946 inijiiiiniiiiiimniiiiiiiiimimiiiimiiimiiiiiiniHiin immmmmmmmiimmmmmimiimimirimmmmim uSarfoiSa brjefið ÁÁftir 'Liborotluj Í3. ^ÁliACfLeó & NT Stríðsherrann á Mars Sbiaiimmmiimmmmimiimmmimiimmimimiimmmimimriimi imiiiiiimciiiiiiiiiimiiiimimmiiiiiimimmmNMimiimmiiiimiimimimimmmmmmmmiiiiiii 17. dagur Hún vissi ekki, hvernig á því stóð, að Nick var aðlaðandi. Það gilti einu, þó að hann hefði ilt í hyggju. Það var eitthvað hrífandi í fari hans. Hann var ekki laglegur. Fjarri því. Hann hafði í rauninni mjög hvers- dagslegt andlit. Það var aug- Ijóst, að hann skifti við mjög góðan klæðskera. En það voru svo margir menn í New York, sem voru vel búnir. Það voru ekki fötin, sem gerðu það að verkum, að Nick Steuben var sá mest hrífandi karlmaður, sem hún hafði nokkurn, tíma kynst. Hún kiptist við, þegar það rann upp fyrir henni, hvað hún var í raun rjettri að hugsa. En það var sannleikur. Hún hafði aldrei hitt neinn mann, sem hafði hrifið hana eins og Nick — rödd hans, glampinn í dökkum augunum, sterklegar, fallegar hendur hans og .... Hún hristi höfuðið ákaft. Var hún búin að gleyma því, hvað rödd hans gat. verið ógnandi, og hvað augu hans gátu ver- ið köld? Þegar klukkan var orðin ellefu, hafði Dow enn 'ekki hringt. Hana langaði til þess að fara niður og fá .sjer eitthvað að drekka, áður en hún borð- aði, en hún vildi ekki vera fjar verandi, ef hann skyldi hringja. Hún varð að láta hann vita, að hún ætlaði sjer ekki að láta bókina af hendi við neinn. Hún ákvað að hringja til skrifstofu hans. Hún fann númerið, og hringdi. Drykk- löng stund leið, áður en Dow kom í símann. „Halló — er það Anna? Jeg hefi verið svo önn- um kafinn í allan morgun, að jeg hefi ekki komist til þess að hringja til þín. Ertu búin að ná í bókina handa mjer?“ Hún reyndi að gera rödd sína kæruleysislega. „Jeg ætla ekk- ert að vera að angra þig með þessari bókarskömm, Dow. Jeg ætla að bíða, þangað til pabbi kemur. Hann hlýtur að koma mjög bráðlega“. „Hefirðu heyrt frá honum?“ „Nei. En jeg veit, að hann getur komið á hverri stundu. Þáð er engin ástæða til þess, að þú sjert að eyða tíma í að athuga bókina". Rödd hans var alvarleg. „Ef bókin er eins mikilvæg og þú heldur, Anna, hygg jeg, að þú ættir ekki að hætta á að geyma hana þarna í gistihúsinu. Faðir þinn hefði áreiðanlega beðið þig að koma henni í mína vörslu, ef hann hefði vitað, að hann myndi tefjast og óvinir hans hefðu komist að því, að þú hefðir hana í fórum þín- um“. Það, sem hann sagði, var sannleikur. Prentiss Wickard j hafði tafist. Annars myndi j hann þegar vera kominn til j borgarinnar. Hann hafði sagt henni, hvaða dag hún átti að koma. Það var einnig satt, að hann myndi aldrei viljandi hafa stofnað henni í hættu. Jafnvel þótt hún ein hefði get- að komið mikilvægum upplýs- ingum áleiðis, hefði hann aldrei; látið það viðgangast, ef það j hefði stofnað henni í hættu. En ( hún vildi ekki láta bókina af hendi — jafnvel þó að hún væri algjörlega þýðingarlaus. Henni hafði tekist að bjarga sjer á eigin spýtur til þessa. „Bókin er í öryggisgeymslu gisíihússins“, sagði hún. „Hlustaðu nú á mig, Anna“. Hann. var þolinmóður, eins og hann væri að telja um fyrir litlu barni. „Það er hægt að neyða þig til þess, á marga vegu, að láta bókina af hendi“. Tortrygni hennar vaknaði á ný, við þrábeiðni Dows. „Jæja, þá það. Jeg skal láta þig fá hana“, sagði hún, og það var óánægjuhreimur í rödd henn- ar. Þó að svo kynni að vera, að bókin hefði að geyma ein- hverjar upplýsingar, eitthvert dulmál, hlaut það altaf að taka langan tíma að lesa úr því. En hún vissi, að bókin hafði ekki að geyma neitt annað en sonn- ettur Shakespeare — og það var einmitt á þennan hátt, sem hún hafði ætlað að vh’a óvin- um sínum sýn. Hún vissi ekki, af hverju hún efaðist alt í einu um, að þetta væri rjetta leið- in til þess. „Nick kemur hingað klukk- an tólf“, sagði hún. „Getur þú ekki komið á undan honum? Jeg kæri mig ekki um, að hann viti um þetta“. Hún kærði sig ekki um, að Nick kæmist á snoðir um, að hún hefði látið bókina af hendi við Dow, þrátt fyrir allar aðvaranir hans. Það var engin afsökun, þótt hún segði honum, að hún hefði gert það, til þess að komast hjá því að lenda í illdeilum við gaml- an vin föður hennar. Hún kærði sig heldur ekki um að segja Nick, að hún hefði ætlað að nota bókina til þess að blekkja óvini sína. Þótt hún vantreysti Dow aftur, var ekki þar með sagt, að hún treysti Nick. Hún treysti engum. „Jeg kem eftir andartak“, sagði Dow. „Jeg' verð niðri í anddyr- inu“. Hún hringdi af. Hún náði í töskuna sína og setti á sig hattinn og lagði af stað niður. Þegar hún gekk framhjá öryggisdyrunum sá hún, að þær fjellu ekki að stöfunum, fremur en áður. Þjónustustúlka ein stóð, þar rjett hjá og Anna spurði hana: „Eru þessar dyr aldrei lokað- ar?“ „Nei, ungfrú. Það er svo erf- itt að opna þær, ef þeim er lok að alveg“. „Já — einmitt það“. Hún ætl aði sjálf að loka þeim vandlega í kvöld. Því erfiðara, sem var að opna þær, því betra. Hún gekk r.iður í anddyrið. Maðurinn, sem hafði veitt henni eftirför í gær, var hvergi sjáanlegur. Hún settist niður, tók utan af bókinni og fletti blöðunum. Það var ekkert rnerki, ekkert strik í þessari bók, sem hún kannaðist ekki við. ★ Klukkan hálf tólf var Dow Nesbitt enn ekki kominn. Hann hlaut að hafa tafist eitthvað — eitthvað hlaut að hafa komið fyrir hann. Ef hann kæmi ekki von bráðar, myndi hún ekki geta fengið honum bókina, áð- ur en Nick kæmi. Klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tólf, þegar Dow birtist loks í dyr- unum. Hún reis á fætur og gekk á móti honum. „Hvar er hún?“ spurði hann. „Hjerna“. Hún rjetti honum bókina. Dow fletti blöðunum. „Ef þetta er dulmál, er það í meira lagi frumlegt“. ,,Settu hana í vasann“, sagði Anna. „Jeg kæri mig ekki um, að Nick sjái hana“. Hún gaut augunum til dyranna. Dow virtist sokkinn niður í hugsanir sínar. Svo rankaði hann við sjer og brosti. „Jeg lofa þjer því, að hann skal ekki sjá hana“. Hann tók und- ir handlegg hennar. „Einn af sjerfræðingum okkar í dulmáli kom frá Washington ‘ í dag. Hann vinnur fyrir stjórnina meðan stríðið stendur yfir. Jeg ætla að biðja hann að líta á bókina í dag. Ef hann kemst að einhverju, skal jeg hringja til þín. Eða hvað segirðu um að borða með mjer kvöldverð í kvöld? Ertu eitthvað annað að gera? Við getum þá rætt um það. Jeg geri ráð fyrir, að Karl geti borðað með okkur“. Hún vissi ekki, hverju svara skyldi. Það gat varla verið lífs- hætta að borða með Dow — einkum og sjer í lagi, ef em- bættismaður stjórnarinnar var með þeim. Og myndi Dow af- herida stjórnarembættismanni bókina til athugunar, ef hann vildi ekki, að aðrir kæmust að upplýsingum. þeim, sem hann hugði hana geyma, en hann sjálfur? Þegar hún íhugaði þetta, fanst henni á ný ógjörn- ingur, að Dow gæti verið óvin- ur hennar. Af hverju viður- kendi hún ekki undir eins fyr- ir sjálfri sjer, að það var Nick, en ekki hann? Hún þáði boð hans. „Jeg hringi þá til þín. En jeg get það ekki fyrr en eftir klukkan sex“. „Það er í lagi“. Bara að hann vildi nú flýta sjer, áður en Nick kæmi! Hann klappaði hénni á hand legginn. „Hafðu engar áhyggj- ur, Anna mín. Það rætist úr þessu öllu“. k Hann hjelt það, já. En það var ekki þar með sagt, að svo væri. Hún var rjett sest niður, þegar Nick kom. „Ertu orðin svöng?“ spurði hann brosandi, þegar þau höfðu heilsast. Osjálfrátt brosti hún líka. Það var erfitt að stilla sig um að brosa, þegar Nick Steuben var í essinu sínu. Þegar þau voru sest inn í borðsalinn, sagði hann: „Jeg ætla að tala hreinskilnislega við þig í dag, Anna. En fyrst verður þú að lofa mjer því að segja þínum trygga aðdáanda ekkert af því, sem jeg kann að segja þjer“. „Hverjum?“ „Dow Nesbitt“. Hún roðnaði. „Kurteisin er víst ekki þín sterka hlið“, sagði hún kuldalega. „Hann er ekki aðdáandi minn. Hann er — eh — hann er gamall fjölskyldu- vinur“. KJÓSIÐ D-LISTANN ren j a á a ef a Eftir Edgar Rice Burroughs, Nú fór jeg eins varlega og mjer var mögulega unt, og brátt kom beygjá á göngin og sá jeg þar inn í stórt,al- bjart herbergi. Göngin höfðu að því er mjer fanst, heldur legið upp á j við, og hjelt jeg að jeg mvndi annað hvort vera á fyrstu hæð hallarinnar, eða rjett fyrir neðan hana. Á veggnum í herberginu, sem jeg sá inn í, voru mörg einkennileg verkfæri og vjelar, og í miðju herberginu stóð langt borð, en við það sátu tveir menn niðursokknir i alvarlegar viðræður. Sá, sem sat á móti mjer, var gulur maður, — lítill, vis- inn, gamall náungi með stór rauðsprengd augu. Fjelagi hans var svartur á hörund og jeg þurfti ekki að sjá framan í hann, til þess að þekkja, að þar var kominn Thurid, því enginn annar af kynþætti hans var norðan ísf j allahringsins. Thurid var að tala, þegar jeg kom fram í ganginn. ,,Solan“, sagði hann, ,,þú átt ekkert á hættu, og launin eru mikil. ,,Þú veitst að þú hatar Salensus Oll og að ekk- ert myndi koma þjer betur en að geta gert honum eitt- hvað til miska, eða brugðið fæti fyrir einhverja fyrir- ætlun hans. Og enga fyrirætlun á hann kærari í dag, en að giftast prinsessunni af Helium, en jeg er líka hrifinn af henni og með þinni hjálp get jeg öðlast hana. ,,Þú þarft ekki annað en að fara snöggvast út úr þessu herbergi, jeg skal annast um hitt, og þegar jeg er far- inn, geturðu komið öllu í samband aftur, og allt verður sem fyr. Jeg þarf ekki nema'klukkustund til þess að vera kominn út fyrir takmörk hins djöfullega afls, sem þú hefir á valdi þínu, og stjórnar úr þessum dulda klefa hjer undir höllinni. Líttu á hve þetta er vandalítið“. Og um leið og hann sagði þetta, reis svarti maðurinn á fætur og gekk að snerli einum miklum úti á veggnum á móti. Hann var svipaðastur rafmagnsslökkvara, eða loftnetsbreyti á út- varpstæki. Breskur sjóliði: — Stór þer- skip? Forustuskipið hjá okkur var svo stórt, að skipstjórinn notaði bifreið, þegar hann þurfti að fara úr brúnni og nið- ur í borðsal. Amerískur sjóliði: — Hvað er það? Pottarnir í skipinu, sem jeg var á, voru svo stórir, að kokkurinn fór í kafbát, til að gæta að því, hvort kartöflurn- ar væru orðnar soðnar. lega á móti og sagði: „Gold- berg“. Þetta endurtók sig svo í nokkra daga. Frakkinn hneigði sig kvölds og morgna og sagði „bon appetit" og Goldberg hneigði sig á móti og sagði „Goldberg“. En að því kom, að þetta fór að fara í taugarnar á honum. Hann ræddi um það við vin sinn. 'k Læknirinn (á geðveikraspít- ala): — Hvað mundi ske, ef jeg skæri af þjer annað eyrað? Sjúklingurinn: —- Jeg mundi verða heyrnarlaus. Læknirinn: — Og ef jeg skæri hitt eyrað af? Sjúklingurinn: — Þá misti jeg sjónina. Læknirinn: — Af hverju? Sjúklingurinn: — Hatturinn minn mundi fara niður fyrir augu. ★ Þetta var í fyrsta skifti, að Goldberg ferðaðist sjóleiðis og í matsalnum var honum feng- inn staður við sama borð og hár og alvarlegur Frakki. Áður en þeir hófu fyrstu máltíð sína saman, stóð Frakk- inn upp, hneigði sig og sagði: „Bon appetit“. Goldberg hneigði sig kurteis „Þetta er farið að hafa slæm áhrif á mig. Hann segir mjer nafn sitt, Bon Appetit. Jeg segi honum nafn mitt, Goldberg. Og svo endurtökum við þetta við hverja máltíð“. Vinur hans hló. „Frakkinn er ekki að kynna sig“, sagði hann. „Bon appetit“ er franska og þýðir „verði yður að góðu“.“ Það hýrnaði yfir Goldberg. Næsta dag, þegar hann kom til morgunverðar, var Frakkinn kominn að borðinu á undan honum. Goldberg hneigði sig kurteislega. „Bon appetit", sagði hann. Frakkinn hneigði sig á móti og svaraði: „Goldberg“. Kjósið D - listann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.