Morgunblaðið - 19.01.1946, Page 8

Morgunblaðið - 19.01.1946, Page 8
MOKÖUNBLABIB Laugardagur 19. jan. 1946 ? Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þingseta borgarstjórans FÁTT SÝNIR BETUR málefnalega uppgjöf andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni hjer í Reykjavík en eymdarvælið, að Bjarni Benediktsson hafi borgarstjórastarfið í hjáverkum! Reyndar viðurkenna and stæðingarnir altaf í öðru orðinu framúrskarandi hæfi- leika borgarstjórans, afburða dugnað hans og gáfur. En það sje hverjum manni ofvaxið, segja þeir — hversu mikl- um hæfileikum hann er gæddur —- að hafa borgarstjóra- starfið í hjáverkum. Um þetta þarf vitanlega ekki að deila, enda hefir borgarstjóranum í Reykjavík aldrei komið slíkt -til hugar. ★ Andstæðingarnir finna einkum að því, að borgarstjór- inn skuli hafa gefið kost á sjer til þingsetu, sem fulltrúi Reykvíkinga. Hún er ekki löng þingseta borgarstjórans, en óvenju- iega glæsileg engu að síður. Skamt er um liðið síðan ís- lendingar náðu því langþráða takmarki að fá stofnað lýðveldi í landinu á ný. Margir eru þeir, lífs og liðnir, sem unnu vel og drengilega að framgangi þessa máls. En eigi að benda á einn í hópi núlifandi manna, sem hæst gnæfir i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, er það óefað Bjarni Bene- aiktsson. Ræðan, sem borgarstjórinn flutti um sjálfstæð- ismálið á Landsfundi Sjálfstæðismanna á Þingvöllum 1943, markaði stefnuna. Með henni var raunverulega öll andstaða brotin á bak aftur. ★ En starf Bjarna borgarstjóra á Alþingi hefir á fleiri sviðum borið gifturíkan ávöxt. Við vitum öll hvernig aðfarirnar voru gagnvart Reykja- vík í stjórnartíð Framsóknar- og Alþýðuflokksins. Á öll- um sviðum var reynt að þrengja kosti Reykjavíkur, og að því kept, að gera íbúa höfuðborgarinnar að annarsflokks borgurum í þjóðfjelaginu. Löggjöfin frá þessum árum geymir minjar þessa íáheyrða verknaðar, sem á engan sinn líkan í lýðfrjálsu landi. Markmið þáverandi stjórnarflokka var að rífa niður höfuðvígi einkaframtaksins, Reykjavík. Það átti að kúga Reykvíkinga til hlýðni og undirgefni. Hatursmönnum Reykjavíkur tókst að þrengja kosti bæjarfjelagsins stór- kostlega. En þeim tókst aldrei að kúga borgara bæjarins. Síðan Bjarni borgarstjóri komst á Alþing, hefir hann unnið dyggilega að því að afmá úr löggjöfinni soramörkin frá stjórnartíð Framsóknar- og Alþýðuflokksins, sem áttu að setja Reykvíkinga skör lægra en aðra þegna landsins. Og þau eru nú að mestu horfin. Skyldu þeir vera margir, Reykvíkingarnir, sem finna hvöt hjá sjer til að víta borgarstjórann fyrir þetta starf? Geta má og þess, í sambandi við þingsetu borgarstjór- ans, að þegar frá er talinn núverandi forsætisráðherra, átti áreiðanlega enginn þingmanna drýgri þátt í að koma á fót þeirri stjórnarmyndun, sem nú er; en með henni tókst að bjarga þingræðinu. Síðasta stórvirki borgarstjórans á Alþingi er í sam- bandi við lausn húsnæðismálanna. Það er fyrir hans til- verknað, að nú líggur fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem viðurkend er skylda ríkisvaldsins til þátttöku í lausn þessara mála. Borgarstjórinn hefir árum saman barist fyrir þessu máli. Ríkisstjórnin hefir nú viðurkent sjónarmið hans. Má vænta þess, að þetta mál fái farsæla lausn, er þingið kemur saman aftur. •k Væri'það rjett, sem andstæðingarnir halda fram, að borgarstjórastarfið væri unnið í hjáverkum, ætti að vera auðvelt fyrir þá að finna misfellur í starfi hans. Hvernig hefir þetta tekist? Hjer er gott dæmi: Þegar lagður var á þessum vetri fyrir bæjarstjórn, til samþvktar, hæsti bæj- arreikningur sem þekkst hefir, fann endurskoðandi komm únista ástæðu til aðfinslu um eitt — aðeins eitt — atriði. Og það var, að borgarstjórinn hafði vanrækt að krefja húsaleigu fyrir braggaíbúðirnar! tJíhverji, óLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Tundurdufla- hættan. NÝLEGA HEFIR þessi verið getið í frjettum, að tjón hafi orðið á húsum vegna þess, að tundurdufl sprungu í flæðar- máli nálægt bæjum. Var það tilviljun ein á báðum stöðum, að ekki varð slys á mönnum. Þessar fregnir sýna, að enn eru fyrir austan og vestan land og að þau eru hættuleg. Vitað er, að styrjaldarárin var lagt tundurduflum bæði fyrir austan og vestan land og eitthvert mesta sjóslys styrj- aldarinnar á Norður-Atlants- hafi varð einmitt á tundur- duflasvæði fyrir vestan Island. Sukku þar mörg skip í þoku og myrkri, er þau rákust á tund urdufl. Styrjaldarárin voru skip þau, sem Skipaútgerð ríkisins hefir umsjá með, útbúin tækjum til að sökkva tundurduflum og ennfremur hefir Skipaútgerðin tekið að sjer að vara sjófarend- ur við tundurduflum, sem vart hefir orðið við. En mjög hefir verið hljótt u.m eyðingu dufla frá því styrjöldinni lauk. e Þyrfti að hreinsa duflasvæðin. GERA MÁ ráð fyrir, að bú- ið sje að gera ráðstafanir til þess að hreinsa að einhverju leyti tundurduflasvæði þau, sem voru hjer við land styrjald arárin. En hefir það verið gert nógu vel? Eftir síðasta stríð tók það marga mánuði að hreinsa tundurduflasvæðið í Norður- sjó, milli Skotlands og Noregs. Voru það m. ,a. Bandaríkja- menn, sem unnu það verk og kom Franklin D. Roosevelt, síð- ar forseti, þar eitthvað við sögu. Ekki hefir neitt heyrst um, að sjerstakir tundurduflaslæð- arar hafi verið að verki hjer við land. Leikmenn spyrja því, sem eðlilegt er, hvort allar þær ráðstafanir, sem hægt er að gera, hafi verið gerðar til þess að eyða tundurduflum hjer við land. Hafi það ekki verið gert, þyrfti að vinda að því bráðan bug. • Ávítum svarað. ÞAÐ FÓR eins og jeg spáði í gærmorgun, að karlmennirnir vilja ekki liggja undir þeim á- vítum mótmælalaust, sem komu fram í brjefi hjer í dálkunum í gær. Jeg var ekki fyr kom- inn á skrifstofuna í gærmorg- un en fyrsta brjefið kom. Brjef ið er frá ,,Kavaler“ og segir í því m. a.: ,,Það er stúlka að hnýta í okkur karlmennina fyrir ókurt eisi í dálkunum þínum í dag. Segist ekki kæra sig um að láta ýta sjer út í rennusteininn. Ekki lái jeg henni það. En hitt vildi jeg þá segja henni, að okkur karlmönnunum finst það lítil kurteisi hjá sumum dömunum að gera tilraunir til að stinga úr manni augun með bansettum regnhlífunum, sem þær ota á undan sjer og eru hið skæð- asta vopn“. Hún gerir sainanburð á er- lendu hermönnunum og okkur Frónbúunum. Ágætt. Vill hún kanske að við tökum upp á því að blístra og væla á kvenfólk á götunum eða kalla ,,Halló stúlka“? Nei, sem betur fer er lítið um slíkan ,,úlfaþyt“ frá ís- lensku karlmönnunum. Þeir mega hinsvegar vel eiga það, erlendu hermennirnir, að þeir koma yfirleitt vel fram. En best er að lofa svo einn, að ann- ar sje ekki lastaður“. • ,,Svind!að“ í bið- röðum. ÞAÐ KEMUR enn fyrir hjer í bæ, að menn verða að bíða í röðum eftir áð komast að til að kaupa mjólk, aðgöngumiða í kvikmyndahús, eða eitthvað annað. Fólk hefir yfirleitt lært það að standa í sinni röð og bíða eftir að kornið sje að því. En hvumleitt mjög er „svindl- ið“ í þessurn biðröðum. Á jeg þar við, þegar einhver, sem kemur seint, fer fram með allri röðinni með mjólkurbrúsann sinn og biður einhvern kunn- ingjann að kaupa fyrir sig um leið. Þessi aðferð er algengari við aðgöngumiðasölu og ætti alls ekki að líðast. Þeir, sem seinast koma, eiga að bíða í röð inni þar til að þeim er komið, eins og aðrir. Þetta getur fólk sjálft lagfært með því að mót- mæla harðlega, þegar einhver eftirlegukindin kemur til þess að láta- kaupa fyrir sig. • Skagfjörð um gönguferðirnar. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ, fjalla- og ferðagarpurinn okk- ar góði, vill ekki fallast á það, sem jeg sagði á dögunum um gönguferðir Ferðafjelagsins. Hann bendir mjer á, að Ferða- fjelagið efni enn til gönguferða um helgar og á síðasta ári hafi verið farnar um 20 slíkar ferð- ir, auk fjögra berjaferða. En það er rjétt, að það er ekki byrjað á þessum gönguferðum fyr en í aprii a vonn og peim hætt í miðjum september a haustin. Það, seir ieg átti við. var hvort. ekki -'æri hægt að efna til gönguferða á veturna, þeg- ar snjólaust er og gönguferðirn ar kæmu þá í stað skíðaferða. En Skagfjörð leist ekki á þá hugmynd. Taldi að ekki yrði mikil þátttaka í þeim. Fólk væri að missa áhugann fyrir göngu- ferðunum. Jeg læt Skagfjörð alveg um þetta. Hann er öllum hnútum kunnastur hvað það snertir. iijuiiumMBBaa* .................... MYNDIR ÚR BÆJARLÍFINU I ■ ■ ..... " ÞAÐ KOM til mín einkenni- legur maður hjer á dögunum, sagði Halldór við kunningja sinn. Hann virtist vera fremur ókunnugur í bænum. Hann fór að tala við mig um heima og geima, um aflabrögð og þjóða- bandalagið nýja, hvernig jeg spáði fyrir því. En síðan vjek hann talinu að bæjarstjórnar- kosningunum. Er jeg hafði rætt við hann um stund, þá fanst mjer helst á honum, að hann væri eins- konar útsendari frá Framsókn- ar- eða Alþýðuflokknum. Jeg gat aldrei áttað mig á því fyr- ir víst, í hvorum þessara flokka hann var. Því auðheyrt var, að hann horfði með söknuði til þeirra tíma, er þessir tveir flokkar rjeðu mestu á landi hjer. Hann vjek að því, hvort mjer fyndist ekki ískyggilegt sam- starf Sjálfstæðismanna við kommúnista í bæjarstjórninni. Jeg spurði hann að því, hvort ha'nn hefði nokkurn tíma kom- ið á bæjarstjórnarfund. — Ó- nei. Hann hafði ekki komið þangað. — En hvað átti hann þá við með þessu „samstarfi11, sem hann talaði um. — Hann spurði mig þá að því, hvort jeg hefði ekki lesið um það í Al- þýðublaðinu og Tímanum. Jeg gat ekki neitac5 því, að jeg hefði sjeð á þetta minst í þessum tveim blöðum, en benti manninum á, að jeg teldi það ekki alveg örugt, að rjett væri með farið. Því það kæmi stund um fyrir, að bæði Þórarinn rit- stjóri og Stefán Pjetursson ,,collega“ hans við Alþýðublað ið, færi ekki alveg rjett með. Þeir vildu, einkum núna fyrir kosningarnar, láta líta svo út, sem „samstarf" ætti sjer stað milli Sjálfstæðismanna og kommúnista. — En bentir þú náunganum þá ekki á það, hvaða samband altaf er á milli þessa gamla, pólitíska spyrðubands, Fram- sóknar og Alþýðuflokksins — og kommúnista? — Jeg orðlengdi ekki mikið um það, hvaða „makk“ hefði verið á milli þessara flokka. En jeg sagði við náungann: — Þið Framsóknar-Alþýðu- flokksmenn, hverju megin við línuna sem þið eruð, þykist nú vera að berjast með oddi og egg gegn kommúnistum hjer í Reykjavík, gegn áhrifum þeirra í bæjarstjórn, og þar fram eftir götunum. En kjósendunum finst óneit- anlega, að barátta ykkar gegn kommúpistunum vera dálítið hláleg. Segjum svo, að Fram- sóknarbroddarnir ykkar sjeu svo ókunnugir í bænum, að þeir haldi, að þeir geti komið ein- um manni að. Hvað gæti hann gert? Nema að lafa aftan í kommúnistum í bæjarstjórn- inni. Aldrei getur þessi eini maður ráðið þar neinu. Komm- únistar, og engir aðrir,, myndu segja honum fyrir verkum. Alþýðublaðið ykkar belgir sig út á hverjum degi, og þyk- ist ætla að eyða meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn inni. Hvað yrði um Alþýðu- flokkinn, ef þessi draumur Stefáns Pjeturssonar rættist einhverntíma? Hann þykist berjas.t hinni skeleggustu baráttu gegn öllum áhrifum kommúnista hjer á landi. Hvað biði Alþýðuflokks- fulltrúanna í bæjarstjórninni, ef þeir þyrftu að vera þar minni flokkurinn í meirihluta með kommúnistum? Þeir yrðu verk færi í höndum kommúnista og yrðu að hlýða boði þeirra og banni, samkvæmt reglum hins austræna stjórnarfars. Myndu Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.