Morgunblaðið - 19.01.1946, Síða 9
Laugardagur 19. jan. 1946
MORGUNBLAÐIÖ
Er þetta kensiuaðferð framtíðarinnar?
HAL OWENS, ungur
gagnfræðaskólapiltur í
Bandaríkjunum, sýndi það
snemma, að hann var lag-
hentur. Hann gat gert við
gamla bílskrjóða, svo þeir
urðu sem nýir. Hann bjó til
stuttbylgjutæki og kom fyr-
ir gjallarhornum, sem gerðu
föður hans mögulegt að
þagga niður í.hundinum úti
í garði, án þess að gamli mað
urinn þyrfti að hreyfa sig
úr hægindastólnum. Hann
var hamingjusamur og
ánægður, hefði hann eitt-
hvað vjelfræðilegt verkefni
með höndum. í skólanum
var öðru máli að gegna. —
Hann var nógu vel gefinn til
að geta lært eðlisfræði,
ensku og latínu (þetta sýndu
ýms gáfnapróf,~sem hann
tók), svo lengi sem hann
eyddi ekki tímanum í að
dunda við bifreiðar, útvörp
og rafmagnsáhöld. En þar
sem hann var að sálast úr
leiðindum í skólanum, þrá-
bað hann foreldra sína að
leyfa sjer að hætta námi.
Skift um skóla.
ÚRKULA vonar, en þó
staðráðin í að gera enn
eina tilraun til að láta son
sinn ganga mentaveginn,
sendu foreldrar hans hann
í gagnfræðaskóla, sem ný-
tekinn var til starfa og sagð-
ur var að ýmsu leyti ólíkur
öðrum skólum. Ken'sluað-
ferðin í skóla þessum gekk
undir heitinu „fjölhæfnis-
nám“, og átti þar að vera
sameinað í eitt kerfi vjel-
fræðilegt og „menningar-
legt“ nám, en þó með öðru
móti en tíðkaðist í öðrum
,,tekniskum“ gagnfræðaskól
um þar 1 landi. Tveir fjelag-
ar Hals urðu honum sam-
ferða í skóla þennan, Alex,
sem álitinn var of treggáf-
aður til að geta lært stærð-
fræði, og Steve, sem vaxið
hafði óvenju fljótt, og hafði
af þeim orsökum töluverða
minnimáttarkend og þótti
ódæll í skóla.
Hal, Steve og Alex eyddu
fyrstu þrem mánuðum sín-
um í undirbúningsdeild
skólans, en það var nokkurs
konar vinnustofa, og mátti
þar vinna að öllu milli him-
ins og jarðar. Piltarnir þrír
spreyttu sig meðal annars á
trjesmíðum, járnsmíðum,
rafmagnsfræði og vjelavið-
gerðum.
Þessi skóli fjell Hal fljót-
lega vel í geð. Hann fór að
fá ágætiseinkanir í eðlis-
fræði og ensku Alex fjekk
mikinn áhuga á dráttlist og
stóð sig vel í reikningi,
enda sá hann, að verkfræði
varð ekki lærð án töluverðs
reikningsnáms, en hann
hafði hug á að verða verk-
fræðingur. Steve sýndi eink
um hæfni sína í vjelsölum
skólans, hann ljet sjer á
sama standa um stærð sína
og stundaði námið af áhuga.
í dag er svo komið, að þess-
ir þrír piltar eru um það bil
að hefja háskólanám, og er
það að öllum líkindum- því
að þakka, að þeir fengu tæki
Unglingarnir hafa áhuga á nám-
inu, þegar þeir sjá, að menta-
vegurinn er arðvænlegur
[færi til að beita verklægni
sinni, engu síður en gáfum.
Margir slíkir skólar.
| ALLMARGIR skólar af
þessari tegund eru nú í
1 Bandaríkjunum: í Detroit,
Dallas, Cleveland, Des Mo-
ines, Omaha og Indianapol-
is — svo að nokkrir hinna
þektustu sjeu taldir upp. •—
Skólar þessir búa bæði pilta
og stúlkur undir það, að
hefja, þegar að loknu skóla-
námi, vinnu við iðn eða versl
! unarfyrirtæki. Margir nem- j
J endanna ganga einnig í há- [
skóla. j
Kensluaðferðir þær, sem
beitt er við fjölhæfniskensl-1
una, falla unglingum vel í
geð.
I 'Alls konar handavinna,
sem lítið eða ekkert er kend [
i í venjulegum gagnfræðaskól
um, gerir það ekki ósjaldan
að verkum, að ódælir ung-
lingar fara að sýna áhuga
á náminu. Þá getur afleiðing
þessarar verklegu kenslu og
orðið sú, að hæfiieikar koma
í Ijós, sem gera viðkomandi
nemanda auðveldara fyrir,
þegar að því kemur, að hann
þarf að taka ákvörðun um
framtíðaratvinnu sína.
Walter J. E. Schiebel,
skólastjóri gagnfræðaskól-
*ans í Dallas, hefir^ komist
svo að orði: „Okkur þykir
vænt um að fá „erfiða“ nem
endur hingað í skólann, því
við höfum komist að raun
um, að þeir eru í rauninni
ágætis unglingar. Þeir eru
aðeins rauntækir í skoðun-
um sínum og vilja láta sýna
sjer það svart á hvítu, að það
sje arðvænlegt að ganga
mentaveginn".
Tekniski skólinn í Indiana
polis, sem stofnséttur var
1912, hefir sýnt það á ótví-
ræðan hátt, að fjölhæfnis-
námið svokallaða á mikinn
rjett á sjer. Nemendur skól-
ans, sem upphaflega voru
aðeins 200, eru nú rúmlega
5400, eða um það bil tvisvar
sinnum fleiri en nemendur
flestra annara gagnfræða-
skóla í Indianapolis.
Ný kensluaðferð.
| VERA MÁ, að kensluað-
ferð sú, sem beitt er við
Tekniska skólann, sje aðferð
framtíðarinnar — sú aðferð,
1 að kenna nemendunum
frumreglurnar með því, að
gefa þeim tækifæri til að
sannprófa þær með ýmsum
veUdegum tilraunum. Þó er
ekki svo að skilja, að úr
skóla þessum útskrifist ein-
ungis vjelfræðingar og hand
iðnaðarmenn. Fyrif stríð
hjelt 18% nmenda áfram
námi við ýmsa háskóla.
| Reynið að gera ykkur í
hugarlund skóla, sem hefir
til umráða landsvæði, sem
er 76 hektarar að stærð, auk
fjölda bygginga, og sem
kennir 16 og 17 ára piltum
að taka sundur og setja
saman á ný flugvjelamótora
—• og hefir auk þess fjóra
kennara í latínu, sem hafa
meira en nóg að gera; skóla,
sem lætur nemendur sína
byggja fullkomið hús á ári
hverju, og leggja í það raf-
magns og vatnsleiðslur —
og hefir auk þess nemendur,
sem hlotið hafa verðlaun
fyrir ritgerðir hjá einu þekt
asta mánaðarriti Bandaríkj-
anna; mentasetur, þar sem
nemendur geta fengið að
læra skósmíði og rafmagns-
verkfræði — og um leið
fengið tilsögn í hljómlist,
höggmyndagerð, málaralist
og leirkeragerð.
Þeir, sem lengst eru komn
ir í hinum ýmsu iðngreinum,
sækja skólanum arð með
vinnu sinni við* járnsmíði,
sauma, húsgagnasmíði, út-
varps- og bifreiðaviðgerð og
landbúnaðarstörf. — Ágóð-
inn af þessari vinnu rennur
svo til kaupa á áhöldum. —
Hægt er að fá bíl sinn máL
aðann fyrir aðeins 25 doll-
ara hjá skólanum, en það
mundi vart kosta minna en
125 dollara hjá bifreiðaverk
stæðum bæjarins, sem þó
hafa ekkert út á þessa sam-
kepni að setja, því frá skól-
anum fá verks+æðin marga
bestu viðgerðamenn sína. —
En til þess að annast kenslu
í þessum námsgreinum, hafa
verið fengnir fyrsta flokks
faglærðir menn, sem starfað
hafa áður hjá þektum einka
fyrirtækjum.
Alt er kent.
ALLAR hugsanlegar náms
greínar eru kendar við skól
ann, álíti kennararnir, að
þær geti orðið nemendunum
að einhverju gagni. — Langi
þig til að læra hárgreiðslu,
gerast tískuteiknari eða
myndasmiður, þarftu ekki
annað en fá í lið með þjer
þá nemendur, sem hafa lík
hugðarefni, og skólinn mun
þá sjá námsflokknum fvrir
kennara og taka hina nýju
námsgrein til greina við
næstu einkannagjöf.
Margir þeirra sem stund-.
að hafa nám við hljómlist-
ardeild skólans hafa fengið
atvinnu hjá þektum hljóm-
sveitum. Frá matreiðslu-
deild skólans hafa útskrif-
ast piltar, sem fengið hafa
vellaunaðar stöður hjá þekt
um veitingahúsum. Og við
öll helstu efnaframleiðslu-
ver Indianapolis starfa fyr-
verandi nemendur efna-
fræðideildar skólans.
Það væri einkennilegur
unglingur, sem ekki gæti
fundið eitthvað, sem væri
honum geðfelt eða líklegt
framtíðarstarf í hinum 142
vinnustofum og vjelfræði-
deildutn, eða þeim 119 deild
um öðrum, sem skólinn hefir
á að skipa, og styðja'st að
mestu við hverskonar bók-
legt nám. Sjerstakir leiðbein
endur hafa það verkefni
með höndum, að hjálpa nem
endunum að ákveða, hvers-
konar störf þeim eru geð-
feldust og þeir eru færastir
um að leysa af höndum. •—
Þessir leiðbeinendur styðj-
ast við skólaskýrslur, alls-
konar prófraunir, sem lagð-
ar eru fyrir nemendurna og
áhugamál piltanna og stúlkn
anna sjálfra.
Daglega lífið og námið sam-
einað.
REYNT ER að sameina
námsgreinarnar og venjuleg
störf daglega lífsins.. Enska
er kend sem undirstaða
lieimskunnra bókmenta. Er
saga Rómverja var kend á
1 stríðsárunum, voru land-
viningaherferðir þeirra
| tíma og ítala á síðustu árum
bornar saman. Og geta má
þess til gamans, að nemend-
ur við skólann hafa sóttst
iafn mikið eftir að læra lat-
ínu og allflestar hinna
' „praktisku námsgreina skól
ans.
Árangur þessara nýju og
rauntæku kensluaðferða er
eftirtektarverðastur, þegar
litið er á hinn óvenjulega
áhuga nemandanna. Komi 1
Ijós, að einhver námsflokk-
anna dregst aftur úr, er graf
ist fyrir orsökunum og reynt
að sameina kensluatriðið og
áhugamál og lífsstefnur
nemendanna.
Hundruð skólanemenda
starfa við ýms fyrirtæki í
Indianapohs og geta þannig
lagt grundvöllinn að fram-
tíðarvinnu sinni, áður en
þeir útskrifast úr skólanum.
Ekki ósjaldan hefir það kom
ið fyrir, að fvrirtæki hafa
kostað efnilega nemendur
til háskólanáms, og búið þá
þannig undir það, að taka
við ábyrgðarstöðum innan
vjebanda sinna.
Nemendur fá góða atvinnu.
JACOB JONES, sem var
um eitt skeið yfirmaður
byggingar- og verslunar-
máladeildar skólans, hefir
ijú það starf með höndum,
að koma fram sem milliliður
skólans og þeirra fjölmörgu
verklýðssamtaka og fyrir-
tækja Indianapolis, sem
telja það heppilegt, að hafa
samvinnu við nemendur og
kennara, með það fyrir aug
um, að eiga kost á starfs-
kröftum þeirra pilta og
stúlkna, sem útskrifast ár-
lega.
Tekniski skólinn í Indi-
anapolis hefir sýnt, hver ár-
angurinn verður, þegar skóli
leggur áherslu á þarfir nem-
enda, í stað þess að einblína
á einhverjar löngu ákveðnar
kenslugreinir. Ríkið veitir
skólanum töluverðan fjár-
hagslegan stuðning og Indi-
anapolis borgar svo það, sem
á þarf. Og skattgreiðendurn-
ir mögla ekki, vegna þess
að Tekniski skólinn í Indi-
anapolis þykir hafa sýnt það
svart á hvítu ,að hann meira
en endurgreiðir kostnaðinn,
með því að þjálfa faglærða,
trúverðuga starfsmenn og
gera mentabrautina aðlað
andi bæði piltum og stúlk-
um.
Til sölu
nokkrar íbúðir: 2—3 og 4 herbergja í nýjum
húsum við Reykjanesbraut.
Tilbúnar til íbúðar f. 14. maí.
Nánari uppl. í síma 5839, frá kl. 1—3 og
5986, frá kll. 6,30—8.
x*xsx?»<íxex§><e>«xe>3x®xsxs><exexs*íxsxexsxsxíxs*sxexs»<í^®*íxe>3xs>3><^sxsxs*sxexs*s*sxsxsxsxs>.
^>®xSxSx®<<íxS><SxS^xíx$x4xS>«xg><íxS>«xí>#^x$x?><!?>«XS>«xíx®xSx^x®><S>^<SxS>^<Sx$x»<S>?''í>^-
Eftirmiðdagskjólar
og döm uskokkar
Kjólabúðin
Bergþórugötu 2.
Kjósið D-listann