Morgunblaðið - 19.01.1946, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. jan. 1946
- SIÐA S. U. S.
Framh. af bls. 7.
irtektir, sem hann hefir feng-
ið á undanförnum umræðu-
fúndum æskulýðsfjelaganna
og einnig sá fjöldi nýrra
meðlima, sem daglega streym
ir inn í Heimdall.
Það er ákaflega greinilegt,
að kommúnistar eru mjög ó-
styrkir og stendur mikill
stuggur af úrsllitum kosning-
anna. Þeir eiga mjög þunga
drauma þessa dagana og æða
um með allar árar úti, sem
þeir eigi lífið að leysa. Þeir
smala saman unglingum, sem
rjett hafa slitið barnaskón-
um og beita þeim til að
klappa, stappa og öskra á
fundum. Þeir fá kvennalið
sitt til þess að framleiða á
fundum sínum mjelkisulegar
og óraunhæfar ályktanir og
áskoranir til mæðranna með
hörnin sín, og sem aðeins
er ætlast til að slá á við-
kvæma strengi hjá þeim, —
og fá þær þannig til fylgis'
við sig.
Þeir trúa því, að þeir hafi
reiknað alt út svo að engu
muni að það sje fullkomið,
— bara ef þeir komist að.
Þeim er gjarnt á að við-
hafa vísindalega gagnrýni, —
og ætli hún þá ekki opinber-
ist einnig í því, sem öðru,
þegar þeir hafa það eitt út
á bæjarreikningana að setja,
að ekki hefir verið heimt
inn leiga af bragglaíbúðum,
eða þá í því, þegar Reykja-
vík er lýst eins og horg eftir
loftárás.
Þessir menn þykjast geta
bent á lausn allra vandamála
•— þessir vandræðamenn, sem
ekki hafa getað lært að lifa
sjálfir, heldur hafa ætíð þurft
að leita austur til Rússlands
til að fá þaðan tilkynningar
um, hvað þeir eigi að gera
næst.
Það er blindur maður, sem
ekki tekur eftir því, hvernig
kommúnistar snúast eins og
skopparakringla, eftir _ því,
hvernig tekið er í hina rúss-
nesku línu.
Við minnumst þess, hve
fullan fjandskap þeir sýndu
málstað Bandamanna í upp-
hafi styrjaldarinnar. Þegar
þeir litu á hvert handtak í
þjónustu Breta sem hrein og
bein landráð. Reyndu að
koma af stað ringulreið í
hernum og kröfðust þess m.
a. að ísl. hættu að selja Bret-
um fisk.
En þannig var það meðan
fulltrúar hins 3. ríkis sátu
veislufögnuð gestgjafans í
Kreml.
En þar kom, að upp úr sauð
milli Þjóðverja og Rússa, —
og hvað skeður ekki. Þeir
útibússtjórarnir snúa við1
bíaðinu mjeg snögglegia.
Þá verður Bretavinnan; sem
áður var landráðavinna alt í
einu að landvarnavinnu.
Við munum líka afstöðu
Kommúnistanna til Finna á
sínum tíma, þegar þeir bök-
(uðu sjer óvirðingu alþjóða”
fyrir lúalega framkomu.
í Æskulýðssíðu Þjóðvilj-
ans stóð nýlega: „Við ungir
sósialistar stefnum að því
markmiði að mynda sósíal-
iskt þjóðfjelag á íslandi".
— og láta mjög drýgindalega.
En þeir ýusa mest, sem
grynnst vaða.
Ungir Sjálfstæðismenn og
konur munu í þessum kosn-
ingum sýna þessum mála-
fylgjum erlendrar kúgunar-
stefnu, að Sjálfstæðisflokk-
urinn skal ekki aðeins sigra,
heldur sigra glæsilega.
Allir Sjálfstæðismenn og
konur mun sanna þessum
andstæðingum sínum, sem
sjaldan eða aldrei hafa látið
gptt af sjer leiða, að Sjálf-
stæðisstefnan er stefna fram-
tíðarinnar, stefna framfara
og frelsis.
Sjálfstæðismenn og ekki
síst Heimdaellingar, munu
sjá til þess, að^hinum snjall-
asta og vinsælasta formanni
Heimdallar, Jóhanni Hafstein
verði trygt örugt sæti í bæj-
arstjórn og Sjálfstæðisflokkn
um þar með SIGUR.
Samningur við iðnfjelögin
um hagnýtingu vinnuafls
Framh. af bls. 2.
heldur mann af sjer. og að
kommúnistar treysta ekki
málstað sínum, nema hann
sje studdur af blekkingum
og hrekkjum, þar sem þeim
verður við komið.
Það þarf ekki að efa, að
kommúnistar reyni að beita
þessum ráðum það sem eftir
er í kosningabardaganum.
Það skiftir ekki miklu máli.
Orustan er þeim þegar töp-
uð. Það er orðið löngu ljóst,
að Reykvíkingar láta nú enn
sem fyr eigin flokk, Sjálf-
stæðisflokkinn, vinna glæsi
legan sigur.
-----• ♦------
— Myndir úr
bæjarlífimi
Framhald af bls. 8
nauðugir viljugir verða að
dansa eftir pípu kommanna,
sem þeir þó þykjast vera að
berjast gegn með öllum ráðum.
Það hefir sýnt sig á undan-
förnum árum, að margir flokks
menn Alþýðuflokksins hafa
haft meira vit í koliinum en
forystumenn þess flokks. Og
mjer þætti líklegt, sagði jeg
við þenna óbóðna sendimann,
að eins færi nú. Að margir ÁJ-
þýðuflokksmenn, sem í raun
og sannleika vilja sporna geg'n
kommúnismanum, tækju það
ráð, sem áreiðánlega er heilla-
vænlegast, bæði fyrir hvern
einstakan bæjarmann og bæj-
arfjelagið, og það er —.
— Að sitja heima við kosn-
ingarnar í þetta sinn, greip
náunginn fram í fyrir mjer.
— Onei, sagði jeg. Þeir munu
margir draga þær rjettu álykt-
anir af flokkaskiftingunni eins
og hún er, og sjá, að þeir gera
rjettast með því — að kjósa
hreinlega með Sjálfstæðis-
flokknum. Með því móti einu
vinna þeir gegn áhrifum
kommúnistanna hjer í bænum.
Breski fáninn rifinn
niður
LONDON: Breska her-
námsliðið hefir sett fjögurra
daga umferðabann^ frá sól-
setri til sólarlags á þýska
bæinn Lunden í Schleswig
Holstein, vegna þess, að
breski fánin var rifinn þar
niður af stöng.
Á SÍÐASTA bæjarstjórnar-
fundi urðu nokkrar umræður
um að leita samninga við iðn-
fjelögin, til þess að tryggja
sem best hagnýtingu vinnuafls
ins til húsabygginga.
í frásögnum Alþýðublaðsins
og Þjóðviljans gætir verulegra
missagna um orð mín og af-
stöðu til þessa máls á fundin-
um. Vil jeg því gefa eftirfar-
andi skýringar
Fyrir fundinum lá tillaga frá
Jóni Axel Pjeturssyni um að
gera samninga milli bæjar-
stjórnar annarsvegar og hins-
vegar Dagsbrúnar, Trjesmíða-
fjelags Reykjavíkur og Múrara
fjelagsins, í því skyni að vissar
byggingarframkvæmdir sætu í
fyrirrúmi um vinnuafl.
Jeg benti á ,að hjer væri um
merkilegt mál að ræða og
gætu slíkir samningar um hag-
nýtingu vinnuaflsins orðið til
góðs. En uppkast Jóns Axels
væri þannig úr garði gert, að
ekki væri unt fyrir bæjarstjórn
að samþykkja það. Nefndi jeg
meðal annars 3. gr. uppkasts-
ins, sem hljóðar svo:
„Bæjarstjórnin lofar því hins
vegar að sjá meðlimum fje-
laganna, sem að samningi þess-
um standa, fyrir vinnu við bygg
ingarframkvæmdir, svo fremi
að tíðarfar leyfir, og skal sú
vinna ávalt greidd samkv. við-
urkenndum töxtum eða samn-
ingum viðkomandi fjelaga".
Bæjarstjórn átti þannig að
gefa meðlimum þessara þriggja
fjelaga loforð um vinnu við
byggingarframkvæmdir. um al
veg ótiltekinn tíma.
Jeg sagði, að á stefnuskrá
núverandi ríkisstjórnar, sem
allir bæjarfulltrúar styddu,
væri það meginatriði, að
tryggja öllum atvinnu og koma
í veg fyrir atvinnuleysi. — Að
þessu væri unnið sleitulaust af
ríkisstjórn, nýbyggingarráði og
fleiri aðiljum. Hitt væri óeðli-
legt, að bæjarstjórn hlypi fram
fyrir skjöldu til þess að lofa til-
teknum fjelagsmönnum at-
vinnu, en gefa engin samskon-
ar fyrirheit til annarra hlið-
stæðra stjetta. Slíkt væri rang-
læti gagnvart öðrum. Eða hvers
vegna vildi Jón Axel ekki hafa
með í fyrirheitinu, t. d. málara,
pípulagningamenn, járnsmiði,
rafvirkja, blikksmiði, o. m. fl?
Hjer væri um að ræða mál, sem
varðaði allar stjettir þjóðfjelags
ins, og yrði að leysa á víðari
grunc^velli en tillagan fæli í
sjer, en taka ekki einstakar
stjettir út úr.
Auk þess gerir tillagan ráð
fyrir að lofa þessum fjelögum
vinnu við byggingarframkv.,
jafnvel eftir að leyst væri úr nú
verandi húsnæðisvandræðum
og drægi úr þeim stórfelldu
framkvæmdum, sem nú eru á
döfinni.
Vænti jeg að allir sjái, að
ekki var unt að samþykkja
þessa tillögu Jóns án verulegra
breytinga. Hinsvegar var „Men
ingen god nok“ hjá Jóni Axel,
enda flutti jeg og fjekk sam-
þykta tillögu um að strax yrðu
teknir upp samningar við fje-
lögin um hagnýtingu vinnu-
aflsins við byggingarfram-
kvæmdir.
Jeg vona, að þessar skýr-
ingar sjeu næg leiðrjetting á
mishermi Alþýðublaðsins og
Þjóðviljans.
Gunnar Thoroddsen.
S j álf stæðismenn!
Þið, sem eigið þess kost, veit-
ið Sjálfstæðisflokknum liðsinni
með því að Ijá honum bifreiðar
yðar á kjördegi.
Tilkynningum um þetta er
veitt mótttaka í skrifstofu
flokksins, sími 3315.
Hernámslið dansar
LONDON: Starfslið yfir-
stjórna hernámsliða Rússa,
Frakka, Breta og Bandaríkja
manna hefir haldið mikinn
dansleik í stöðvum sínum í
Berlín.
Eflir Roberl Storm
At THE P.B.I. fielp offkse
k WMAT'ð THl£l
ANOTHER DRAFT
EVADER...LA5-T
$EEN IN THI$ J
VICINITY... 'é
WELL, I THINK i'VE 60T 1
A LINE ON THE TRUCK, U£ED
IN THE HIJACKIN6 OF THO&E
TlRE^n.SETTER CALL PWL...
ÁND AT THE CANDV
RlVER R.R. yÁRDZ-
MR. RALEI6H , I HAVE
A HUNCH THAT THE MEN
VJE WANT ARB EVING A
CARLOAD OF RADIOS IN
THE VARD ! NOW, HERE'6
Júlía: Það er ómögulegt fyrir þig Franki, að vera
altaf með lögregluna á hælum þjer. Því gefurðu þig
ekki fram við hana. Hún finnur þig hvort sem er.
— Franki: Jeg veit ekki hvað jeg á að gera. ■— í
skrifstofu lögreglunnar: Jim: Jæja, þá held jeg að
jeg sje að hafa upp á þessum vörubíl. Best að ná
í X-9 . . . En hvað er nú þetta. Enn einn liðhlaupinn,
og sást síðast hjer í grendinni. — í járnbrautar-
stöðinni —: X-9: Hr. Raleigh, jeg held að þorp-
ararnir hafi nú fengið augastað á vagni með út-
varpstæki, sem er hjer á stöðinni. Og viðvíkjandi
því, hefi jeg hugsað mjer þetta ...