Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. jan. 1946 .........................mmmmi ..mmm Dularfulla brjefið I . JJJtir JJborothy J3. - Jíiujliel *IMIIlllllllllllllMllinilll<IIIIIMMIMIIMIIIIIIIIIMIIMimillll 18. dagur ,,Þú yrðir meira en lítið hissa, ef þú vissir um allar blómarósirnar, sem honum hef- ir tekist að hrífa. Þú skalt gæta þín — ef þú vilt ekki eignast Elsu fyrir óvin. Hún er ekki lambið að leika við, skal jeg segja þjer“. Anna fnæsti fyrirlitlega. — ,,Elsa! Hún er einkaritari hans“. Hann ypti öxlum. „Við skul- um ná í þjóninn og fá eitthvað í svanginn“. Þegar þjónninn var íarinn aftur, sagði Nick: „Jæja, hvað segirðu þá? Ætl- arðu að lofa því að segja Dow ekkert af því, sem jeg ætla að segja þjer?“ Hún horfði beint í augu hans. „Því get jeg ekki lofað, Nick. Ekki nema þú segir mjer hreinskilnislega, hvort það er Dov/, sem þú átt við, þegar þú ert að tala um, að einhverjir menn hjer í borginni stofni mjer í hættu — vilji mjer ilt“. Hverju skyldi hann -svara? Ef hann segði já, hvað átti hún þá að gera? Biðja hann um hjálp? Þó að hún treysti honum ekki? „Nei — það get jeg ekki sagt þjer“, sagði hann rólega. „Þá get jeg ekki lofað neinu. Jeg get ekki betur sjeð en hann sje eini vinurinn, sem jeg á hjer í New York — eini mað- urinn, sem jeg get treyst, þang að til faðir minn kemur“. „Hefirðu trúað honum fyrir einhverju?“ Hún hafði gert það, já — en samt var því svo farið, að hún treysti honum ekki fyllilega. Hún gat ekki sagt Nick það. Síðan Jim fór, var hún algjör- lega varnarlaus, ef hún ekki gat treyst Dow. Auk þess gat hún ekki ráðið af andlitssvip Nick, hvers vegna nann spurði þessarar spurningar. Hún sagði: „Jeg- treysti honum. Þú trufl- aðir okkur í gærkvöldi, áður en jeg fjekk tækifæri til þess að segja honum alt, sem fyrir mig hefir komið, síðan jeg kom til borgarinnar, en jeg sagði honum ....“. Hann greip fram í fyrir henni. „Komið fyrir þig?“ Hann greip utan um hönd hennar. „Áttu við, að eitthvað hafi komið fyrir þig?“ „Nei, nei — það hefir ékkert komið fyrir mig, af því að ein- hver góður engill hefir gætt mín“. Rödd hennar var ísköld. „Af hverju hefirðu ekki sagt mjer þetta fyrr?“ Svipur hans var reiðilegur. „Jeg var búinn að margsegja þjer að fara var- lega. Af hverju ertu svona fast ráðin í því að vilja ekki þiggja hjálp mína?“ Hún sagði hægt: „Af því að jeg þekki þig ekki nejtt“. „Af því að þú treystir mjer ekki, áttu við“. Hann slepti hönd hennar. „Vitanlega ger- irðu það ekki. Þú þekkir mig ekkert, það er satt. Jeg ætti að hafa einhver skjöl, til þess að sanna, hver jeg er. En því mið- ur hefi jeg þau ekki við hend- ina. Hvernig skyldi standa á því, að menn, sem vita sjálfir, að þeir eru heiðvirðir — eins og t. d. jeg — ganga oftast út frá því sem gefnu, að engum detti í hug að efast um heið- I IMIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllIIIIIIIHIlll 1111 W»QI11IIIMIMIII1111IIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIMIMIIIMIIMIII arleik þeirra?“ Hann brosti. Nú kom þjónninn með súpuna. „Hvað kom fyrir þig?“ spurði Nick, þegar 'hann var farinn. Hún hikaði. „Þjer finst það sjálfsagt ekkert merkilegt“. — Nema ef hann hefði staðið á bak við það...... „Við skulum sjá“. Hún saup á vínglasinu, sem stóð við diskinn hjá henni. -—- „Mjer var hrint út á götuna, svo að engu munaði, að stræt- isvagn æki yfir mig. Svo sett- ist jeg upp í leigubíi, en bíl- stjórinn ók í alt aðra átt en jeg bað hann“.. „Hvernig veistu það?“ spurði hann snögt. „Þú ert ókunnug hjer í borginni“. „Jeg er ekki áttavilt“, hreytti hún út úr sjer. „Og hann við- urkendi það líka“. „Hvar náðirðu í þennan bíl?“ „Fyrir framan hú:ið, som Elsa býr í“. „Elsa!“ Það var undrunar- hreimur í rödd hans. „Hvað varstu að gera heima hjá henni?“ „Við borðuðum saman kvöld verð á laugardagskvöldið. Það var urhellis rigning og rok. Þegar jeg ....“. „Það var sama kvöldið, og jeg hringdi sem oft.ast til þín“, tautaði hann. Svo leit hann á hana. „Jæja — haltu áfram“. „Óhugnanlegur maður veitti mjer eftirför í gær. Og í gær- kvöldi, eða rjettara sagt nótt ....“. Hrollur fór um hana. Hún kærði sig ekki um að rifja upp það, sem komið hafði fýr- ir um nóttina. „í gærkvöldi, já?“ Hún reyndi að tala rólega. „I gærkvöldi reyndi einhver maður að komast inn í her- bergi mitt. Hann sagðist vera | með símskeyti. I gistihúsinu er I aldrei neitt sent upp í herbergi gestanna, nerna hringt sje áð- ur. Jeg vissi ekki, hvers vegna það var gert, fyrr en í gær- kvöldi. Það er til þess, að mað- ur sje öruggur — þegar mað- | ur opnar dyrnar“. Það var þögn aftur, meðan þjónninn tók súpudiskana og kom með næsta rjett. Þegar hann var farinn, sagði Nick: j ,,-Jeg mun ekki framar reyna að sannfæra þig. Jeg ætla að gæta þess, að þú farir þjer ekki að voða, hvort sejn þjer er það ljúft eða leitt. Þú getur ekki verið hjer lengur“. Andartak hjelt hún, að hann væri í raun rjettri áhyggjufull- ur sín vegna. En svo sá hún, að hann vár það ekki. Hann þótt- ist aðeins vera það. Fyrir hon- um vakti það eitt, að koma í veg fyrir, að hún hitti föður sinn — koma henni burt af gistihúsinu áður en hann kæmi. Hann hafði stefnt markvist að því frá því fyrsta. Hún sagði rólega: „Jeg hefi ekki í hyggju að fara hjeðan, ! fyrr en faðir minn er kom- inn“. „Er nú ekki mál til komið, að þú hættir að hegða þjer eins og kjáni“, sagði hann reiðilega. „Þú lætur eins og það væri jeg, sem þjeh stafar hætta af“. Það kom undrunarsvipur á andlit . hans — eins og honum hefði ekki fyrr komið sá möguleiki í hug. Hann hló. „Þannig er því auðvitað farið — er það ekki? Þú hefir sjálfsagt þínar ástæður til þess. Dow Nesbitt hefir án efa sagt þjer eitthvað skemtilegt um mig“. „Dow hefir ekki talað illa um þig - — eins og búast mætti við“, hreytti hún út úr sjer. „Þú hef- ir ekki komið svo vel fram við hann. Stolið samningum ....“. „Sagði hann þjer það?“ spurði hann undrandi. ..Elsa sagði mjer það. Hann mintist ekki á það. Og þau kærðu þig ekki fyrir lögregl- unni nje ....“. Brosið á andliti hans var háðslegt. „Hefir það ekki hvarfl að að þjer, að þessi svonefndi „þjófnaður" minn hafi verið þaggaður niður vegna þess, að þau kærðu sig ekki um, að samningar þessir kæmu fyrir almenningssjónir?“ „Það er þá satt, að þú hafir tekið þá?“ Vonbrigðin náðu tökum á henni. Elsa hafði sagt sannleikann. Hann hafði stolið frá Dow. Og vegna þess, að hann gat ekki stolið frá Önnu, reyndi hann að fara aðrar leið- ir. „Jeg fjekk þá lánaða“. Hann tók til matar síns með sýni- legri ánægju. „Jeg var staðinn að verki og misti atvinnuna. Þeir eru mjög tortrygnir á lög fræðingaskrifstofu Nesbitt & Cramer. Þeir hjeldu, að jeg væri sendur frá leynilögregl- unni, og leist ekki á blikuna. Elsa spurði mig að því með ber um orðum, hvórt jeg væri það, og jeg jánkaði því. En þeir truðu því ekki heldur“. Anna hafði aldrei sjeð hann í svona góðu skapi. „Jeg vissi ekki, að þið' Elsa væruð svona innileg- ar vinkonur11, hjelt hann áfram. „En fyrst því er þannig farið, verðum við að gera samning“. Hún sagði ekkert — beið þess að hann hjeldi áfram. Það vár hæðnisglampi í aug- um hans. „Annaðhvort lofar þú því, að segja engum orð af því, sem jeg mun segja þjer í dag, eða þá að jeg segi þjer ekki það, sem jeg hefi frjett af föð- ur þínum“. „Föður mínum!“ hrópaði hún. Svo hristi hún höfuðið. ..Það getur ekki verið, að þú hafir frjett neitt af honum“. „Ó, jú, heillin“. Hann brosti. „Jeg veit, hvenær hann kem- ur“. Hann hjelt áfram að borða, eins og ekkert hefði í skorist. „Hvenær?“ „Jeg segi það ekki, fyrr en þú hefir gefið mjer drengskap- arorð þitt“. Hún átti ekki annars úrkosta en láta undan. Jafnvel þótt hún vissi, að honum væri ekki treyst andi, hafði hún ekki um ann- að að velja. Hún varð að kom- ast að því, hvenær faðir henn- ar kæmi, því að ef hún vissi það, væri hún laus við allar á- hyggjur. Hún sagði: „Jeg lofa því“ Hann rjetti fram höndina. „Segðu: jeg lofa því, að segja engum neitt af því, sem þú segir mjer, nema föður mín- um“. Stríðsherrann á Mars 2>„». flfaáaga Eftir Edgar Rice Burroughs. 116. „Nei, nei!“, æpti litli maðurinn gamli, og stökk á eftir hinum með ógurlegu ópi. — „Ekki þenna, ekki þenna. —• Hann er frá sólgeislageymunum, ef þú tekur í hann þá bráðnar öll borgin upp í hita, áður en þú veist af. Vertu ekki að þessu, vertu ekki að þessu! Þú veist ekki að hverju þú ert að leika þjer. Þetta er það handfang, sem þú ert að hugsa um. Líttu á merkið, sem er innlagt með hvítu beini á skaftið“. Thurid kom nær og rannsakaði handfangið á straum- breytirnum. „Nú, það er mynd af segul hjerna á. Jeg skal muna það. Er þá útkljáð um alt okkar í milli?“ Gamli maðurinn hikaði. Svipur hans sýndi að hann barðist við óttann og græðgina. Gerðu þessi svipbrigði andlit hans, sem ekki var smáfrítt, síst fegurra. „Láttu mig fá helming af þeirri upphæð“, sagði hann. „Jafnvel það er alt of lítið fyrir þann greiða, sem þú biður mig um. Jeg legg líf mitt í hættu með því að leyfa þjer að koma hingað niður í mín herbergi, sem öllum eru bönn- uð. Ef Salensus Oll kæmist að þessu, myndi hann láta fleygja mjer fyrir aptana, áður en dagur væri að kveldi kominn“. „Það myndi hann ekki þora, eins og þú veist sjálfur“, maldaði hinn svarti í móinn. „Þú hefir í höndunum of mikil völd í þessari borg, til þess að Salensus Oll þori að ögna þjer með dauða. Já, áður en nokkur af þrælum hans gæti lagt hendur á þig, gætirðu gripið í þenna straumrofa og þurkað alla borgina út með gífurlegum hita“. „Og sjálfan mig líka“, sagði Solon og fór hrollur um hann. „En ef þú ættir að deyja hvort sem væri, þá myndirðu vera nógu hugrakkur, til þess að framkvæma slíkt“, svar- aði Thurid. KJÓSIÐ D-LISTANN Maður nokkur keypti sjer til búið hús og byrjaði að setja það upp. Hann fylgdi leiðbein- ingunum nákvæmlega, én gekk bæði seint og illa. Að lokum skrifaði hann fram leiðendunum brjef, sagðist hafa verið heilan mánuð að koma húsinu úpp og sagðist viss um það, að sjer hefði eitt- hvað mistekist. Hann krafðist aðstoðar fyrirtækisins. Sjerfræðingur var sendur á vettvang. Hann leit á húsið augnablik og sagði svo grenyju- lega. „Hvað er þetta, maður? Þú hefir reist húsið á höfði“. ,,Þú segir ekki satt?“ sagði kaupandinn undrandi. „Elcki að furða, að jeg skyldi altaf vera að detta niður af svölunum“. ★ Þeir segja, að vínviðurinn grói ískyggilega hratt á Reykj- um. Unglingspiltur klifraði upp einn þeirra um daginn, til þess ; að skoða umhverfið, en hefir ekki komist niður aftur. Við- j urinn vex hraðar en hann get- ur klifrað niður. Þrír menn hafa ! gert samning um að fella vín- viðinn og bjarga þannig drengn um frá því að drepast af sulti, en stofninn grær svo hratt, að þeir geta ekki höggið öxum sín 1 um tvisvar á sama stað. Dreng- urinn heldur enn í sjer lífinu á vínberjum og hefir þegar lcast að niður átta fötum af kjörn- um. Jafnvel þó vínberin end- ist honum, óttast menn, að drengurinn muni frjósa til dauða í þessari gífurlegu hæð. Þegar síðast frjettist, var haf- inn undirbúningur þess að reyna að bjarga drengnum úr loftfari. írskur hermaður var að segja frá æfintýrum sínum í eyðimörkinni. -— Við vorum skotfæralaus- ir og matarlausir og viskýið var búið. Við vorum nær dauða en lífi af þorsta. — En höfðuð þið ekkert vatn? — Jú, en það var enginn tími til að vera að hugsa um hreinlæti. ★ Kommúnismi: Eigirðu tvær kýr, gefurðu ríkinu báðar og það gefur þjer síðan svolitla mjólk. Fasismi: Eigirðu tvær kýr, færðu að eiga þær báðar, gef- ur ríkinu mjólkina, sem síðan selur þjer hana. Nasismi: Eigirðu tvær kýr, láta ríkisleiðtogarnir skjóta þig og taka kýrnar. Kapítalismi: Eigirðu tvær kýr, selurðu aðra og kaupir þjer naut fyrir andvirðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.