Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 1
£3. árgangur. 38. tbl. — Föstudagur 15. febrúar 1946 Isafoldarprentsmiðja h.f. Sameinuðu þjóðir ur einhup í bornttu gegn hungri Pclain ræðir vtð fangaverði sína Svo sem kunnugt er, er Petain nú í æfilöngu fangelsi. Hann er enn hinn hressasti og hugsar að miklu leyti um sig sjálfur í fangelsinu. Hvorki meira nje minna en 500 hermenn gæta hans. Petain sjest hjer á myndinni vera að ræða við tvo af fangavörðunum. Slysavarnafjelagið krefst rannsóknar á starfsemi Veður- stofunnar SLYSAVARNAFJELAG ÍSLANDS hefir snúið sjer til at- vinnumálaráðherra og mælst til þess að látin verði fara fram athugun á orsökum þess hvað spádómar íslensku veðurstof- unnar reynast oft brigðulir og hvað hægt sje að gera til að bæta úr því og skapa sem mest öryggi fyrir því að menn og atvinnurekstur þeirra verði ekki óveðrum að bráð alveg að óvöru. Irar ætla ai) taka þýsk börn í fóstur London í gærkveldi: ÍRAR hafa í hyggju að taka fjölda þýskra, bágstaddra barna til fósturs, eins fljótt og þeir geta mögulega fengið þau. — Var-rætt um þetta á þingi Eire í dag, og bar þingmaðurinn Flannagan fram fyrirspurn til stjórnarinnar, um það, hvernig á því stæði, að svo mikill drátt ur yrði á þessum framkvæmd- um. De Valera forsætisráSherra svaraði og sagði, að sá dráttur, sém á þessu væri orðinn, stafaði af ástæðum, sem stjórnin rjeði ekki við, ög sagði hann, að enn væri ekki sjeð fyrir endann á þfessum erfiðleikum. Hann kvað írska Rauða kross inn hafa verið að leitast við að fá að taka börn til írlands og ættu hverjir þeir írar, sem á- huga hefðu á að fá börn til fóst urs, að snúa sjer til Rauða kross iris. Flannagan spurði þá, hvort munur væri gerður á þjóðerni bágstaddra barna, og bað for- sætisráðherrann að gefa upp tölu franskra og pólskra barna, sem tekin hefðu verið í fóst- ur af Irum. — De Valera sagði, að þau væru um hundrað, öll frönsk. Forgarthy þingmaður reis þá upp og spurði, hvort De Valera vildi taka upp samninga um þessi mál við bresku stjórnina, og hörðnuðu umræður allmjög og færðust yfir á önnur svið. Var margskonar fyrirspurnum beint til stjórnarinnar um hin óliklegustu mál, meðal annars um það, hvernig stæði á því, að stjórnin hefði enn ekki leit- að viðurkenningar erlendra ríkja á Eire sem sjálfstæðu lýð veldi. — Þá var og stjórnin spurð að því, hversvegna írskir þegnar þyrftu vegabrjef til þess að fá að ganga í land á Bret- landi, þar sem hundruð breskra og amerískra manna nytu stöð- ugt gestrisni í Eire, án þess að hafa nokkur slík skilríki. Að lokum lofaði stjórnin að gera allt sem unnt væri til þess að írar fengju að taka munaðar laus og bágstödd börn frá Þýskalandi og öðrum illa leikn um löndum. — Reúter. Olympíuleikar í London 1948 ÁKVEÐIÐ hefir verið, að næstu Olympiuleikar verði haldnir í London, sumarið 1948. Margar borgir sóttu um að fá að sjá um leikina og búa þeim stað, en London varð hlutskörpust. Talið er að alt verði gert, sem hægt er, til þess að leikir þessir verði sem fjölbreyttastir ogk veglegastir. — Reuter. Ástæðan fyrir þessari beiðni eru hinir miklu mannskaðar sem urðu í fárviðrinu laugar- daginn 9. þ. m., en þá má segja að skipin hafi róið vegna mjög hagstæðrar veðurspár, og vegna almennrar umkvörtunar af þeim ástæðum. Fyrirlestur um slysavarna mál. Slysavarnadeildin „Ingólfur“ í Reykjavík hefir efnt til fyrir- lestrahalds um slysavarna starf semi, ■— og eiga þessir fyrir- lestrar að fara fram í öllum æðri skólum höfuðstaðarins. Fyrsti fyrirlesturinn fór fram s. 1, þriðjudag í Sjómannaskól- anum, vegna þess að margir nemendur hans eru nú um það bil að fara úr skólanum. Sjera Jón Thorensen flutti þar eftir- tektarverða hvatningar ræðu, sem gerður var mjög góður x'ómur að, og klöppuðu nem- endur honum óspai't lof í lófa. Jón E. Bergsveinsson erindreki Slysavarnafjelagsins flutti þar og ávarp, en hann hefir í vetur eins og áður kennt skólapilt- um meðferð björgunartækja. Þingi þeirra lauk í gærkveldi London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í DAG var sú tillaga stór- veldanna fimm, að allar sam-1 einuðu þjóðirnar gerðu það,! sem í þeirra valdi stendur. j til þess að vinna bug á hin-1 um mikla matvælaskorti, sem nú ríkir í heiminum, sam- þykt með lófataki á allsherj arsamkundu bandalagsins í London. Áður höfðu margar ræður verið haldnar, og greinilega túlkað, hversu á- standið í þessum málum væri nú hörmulegt víða um heiminn. — Meðal annarra flutti fulltrúi Indverja ræðu og skoraði á allar þjóðir að reyna að stemma stigu fyrir yfirvofandi hungursneyð í heimalandi hans. ' Ráðstefnu að Ijúka. Allshei'jarsamkundan kom saman á síðasta fund sinn að þessu sinni í gærkvöldi, og fluttu þar ræður: Attlee, ír>r sætisráðherra, Spaak, fors>’fi þingsins og Trygve Lie, aðal ritari bandalagsins. — Næst mun þingjið koma saman í september næskomandi og þá í New York, sem kjörin hefir verið bráðabirgðaaðset ur bandalagsiris. Allar nefnd ir munu þó ekki ljúka störf- um straks, þannig heldur Öryggisráðið fund á morgun um Sýrlandsmáliij, en fundi um þau mál var frestað í dag. Sýrlandsmálin. Um meðferð mála Sýrlands og Libanon var rætt á fundi Öryggisráðsins í dag ogj var aðallega rætt um það. hvern íig fara skyldi með málin, en Sýrlendingar og Libanon- menn heimta sem kunnugt er, að herir Breta og Frakka hverfi þegar úr löndum þeirra. Var samþykt í ráð- inu, að fulltrúum Sýrlend- inga og Libanonmanna skyldi leyfileg(t, að koma á fundinn á morgun og túlka þar mál þjóða sinna, en að öðru leyti var ekki ákveðið, hvernig taka skyldi þessi mál fyrir. Matvælavandræðin. Á fundinum, þar sem rætt Framh. á 2. sí5u Breski herinn burt frá Iran London í gæi'kvöldi ÞAÐ hefir verið tilkynnt opinberlega í London, að breski herinn muni allur verða far- inn burt frá Iran (Persíu) þann 2. mars n. k., en um það hafði samist milli Iran og stórveld- anna, að allir herir þeirra yrðu farnir burtu úr landinu á þess- um tíma. — Meirihluti breska hersins er þegar farinn, og eru aðeins fámennar verkfræðinga- sveitir eftir. Ekki hefir enn ver ið tilkynnt í Moskva, hvenær Rússar fari með her sinn úr Iran, en samningar munu í þann veginn að hefjast milli Iransstjórnar og stjórnarinnar í Moskva. — Reuter. Brelar andvígir viðskiptabanni London í gærkvöldi BEVIN utanríkisráðherra Breta og nýlendumálaráðherra þeirra, Sir George Hall hafa rætt um viðskiptabann það, sem Arabaríkin, Egyptaland, Irak, Sýrland, Lebanon, Saudi Arabia og Transjordania hafa sett á Gyðinga í Palestínu. Hall tilkynnti þetta í spurn- ingatíma í neðri málstofu breska þingsins í gær, og sagði, að breska stjórnin, sem um- boðsstjórn Gyðingalands myndi verða að láta mál þetta til sín taka, þar sem hún gæti ekki þolað að umboðslönd hennar væru beitt refsiaðgerðum af ríkisstjómum framandi þjóða. Ekki er vitað enn, hvað breska stjórnin hyggst gera í máli þessu. — Reuter. Svíar hafa gefið afarmikið af korni Stokkhólmi í gærkveldi: ÞAÐ var tilkynnt hjer í borg í dag, að Svíar hefðu alls gefið Norðmönnum og Finnum 235.000 smálestir af korni. En þar sem kornskortur er nú mik ill í heiminum, lítur svo út að Svíar verði að minnka skamt- inn hjá sjálfum sjer vegria gjafa þessara, og munu uppi vera áætlanir um það.-Til þess að Svíar, komist hjá því að minnka kornskamtinn, munu þeir verða að flytja inn um 100.000 smálestir af korni, en engar horfur eru á því, að þeir fái svo mikið korn keypt, svo mikill skortur, sem nú er á þessari vöru hvarvetna. — Reuter. TJÖRN ÞURKUÐ UPP LONDON: Vjeldælur voru notaðar til þess að tæma tjörn eina við bæinn Néwcastle, til þess að leita að tveim drengj- um, sem horfið höfðu. Fundust þeir ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.