Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 5
Föstudagjur 15. febr. 1946 5 Minnin garorð: Magnús Jónsson ritstjóri í DAG verður til moldar bor inn í Vestmannaeyjum Magnýs ritstjóri Jónsson frá Sólvangi, en hann andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 6. þ. m. rúmlega sjötugur að aldri, eft- ir langa legu. Magnús var fæddur að Geld- ingaá í Leirársveit.l. sept. 1875, sonur þeirra Jóns Jónssonar bónda þar og Kristínar Jónas- dóttur konu hans. Rjett eftir aldamót giftist Magnús, þá á Seyðisfirði, ágætri konu, Hildi Olafsdóttur, en hún dó vorið 1917 í Vestmannaeyjum frá sjö börnum. Ólafur sonur þeirra dó 1930. Á lífi eru: Rebekka, Unnur, Sigurbjörg, Jón, Krist- inn og Sigurður. Snemma var Magnús liðtæk- ur og er það m. a. í frásögur fært, að þegar eldri bróðir hans, sem var lærður smiður, fór úr foreldrahúsum, en'hann hafði smíðað alt, er heimilið þurfti með, þá tók Magnús við því starfi hans, þá aðeins um fermingu, og smíðaði bæði trje og járn, svo sem heimilisþörf krafði. Mentunar naut Magnús lítillar, en þrá hans til að afla sjer nokkurrar þekkingar, leiddi til þess, að hann keypti sjer tímakennslu í sveit- inni og nýttist honum þessi kensla svo vel, að hann varð fær um að hafa barnakenslu á hendi síðar, bæði á Vatnsleysu- strönd, en þangað fór hann fyrst til róðra og var þá jafn- framt barnakennari í Landa- koti á Vatnsleysuströnd, og organleikari við Kálfatjarnar- kirkju og á Seyðisf., þar kendi hann í 4 vetur, en á báðum þessum stöðum var sjómensk- an aðalatvinna hans. Með Magnúsi er í val hnig- inn einn hinna mætustu manna, sem heima hafa átt í Vest- mannaeyjum. í þrjá tugi ára átti hann heimili í Eyjum og þó 4 vetr- um betur, því áður en hann gerðist heimilisfastur þar, hafði hann gert þar út 4 ver- tíðir samfleytt. Þegar Magnús hætti sjómensku nú fyrir nokkrum árum, hafði hann sótt sjó í 42 ár og af þeim tíma ver- ið útgerðar- og skipstjórnar- maður í 33 ár. Vel fór Magnúsi öll stjórn úr hendi á sjónum. Þótti hann val inn formaður og átti í því sam- merkt við hina snjöllustu með- al starfsbræðra sinna. Hann var afburða þrekmaður og fylg inn sjer, enda sótti hann fast sjóinn og var aflamaður með ágætum, ávalt í fremstu röð. Þá var hann og vitur vel og stundaði sjósóknina með for- sjá, þótt kappsamur væri. Sjó- sókn Magnúsar á Sólvangi fylgdi jafnan mikil gifta í einu og öllu og aldrei vissi jeg hann bíða tjón á mönnum sínum. Það hefir vart verið tilviljun ein, sem því rjeði, að þessi þrek- mikli og drengilegi sonur hins fagra Borgarfjarðarhjeraðs 1— festi yndi við ögur Eyjanna. Hann hafði áður sjeð sjómannalíf á Suðurnesjum og Austfjörðum. En hið svipmikla umhverfi Vestmannaeyjasjó- Magnús geðþekkur, og var það mjög að vonum, enda mun hans lengi minst verða af þeim, sem kyntust hinum óvenjulega fjöl hæfu gáfum hans og mannkost um. Jóhann Þ. Jósefsson. mannsins heillaði hann svo, að hann kaus sjer þar vist frekar en annarsstaðar og dvaldi mest an hluta æfi sinnar meðal hinna vösku sjósóknara Vest- mannaeyja. Þar fann hann verksvið við sitt hæfi, sótti áratug eftir áratug gull í greip ar Ægis, og lagði alla krafta sína - fr'am meðan þeir entust, því bygðarlagi til uppbygging- ar. Að loknu löngu og ströngu dagsverki hlýtur hann nú og hinstu hvíluna í faðmi hinna fögru Eyja, sem svo oft hafa ljeð fleyi hans landvar og skjól, þegar heim að þeim hefir náðst eftir harða baráttu við höfuð- skepnurnar. Jafnframt sjómenskunni hafði Magnús ritstjórn blaðs- ins Víðir á hendi og gaf það út nær hálfan annan tug ára. Blaðið hafði Stofnað árið 1928 Ólafur sonur hans, er þá var læknaskólanemi. Gaf hann það út í 2 ár af miklum myndai skap, því hann var bráðgáfað- ur og vel ritfær. En er Ólafur dó árið 1930, leit út fyrir að niður fjelli merki það, er hann hafði sett upp með útgáfu þsssa vinsæla blaðs, en föðurást og metnaður Magnúsar þoldi eigi að svo færi og tók hann því upp merkið eftir lát Ólafs og hjelt úti blaðinu meðan kraftar entust. Hefir blaðið jafnan lagt gott til allra þeirra mála, er til framfara og þrifnaðar hafa horft meðal Eyjamanna. Af því, sem hjer hefir sagt verið, er auðsætt, að Magnús hefir verið fjölhæfur maður, en þó er hins enn ógetið, sem þó er á allra vitof’ði, þeirra, er til þekkja, að hann var skáld gott. Orti hann jafnan undir nafn inu Hallfreður. Ljóð Hallfreð- ar báru snilli skáldsins best- an vottinn og um leið göfugu hugarfari höfundarins og ást hans á landi og þjóð. Magnús á Sólvangi var mað- ur vel vaxinn, fríður sýn- um og svipmikill. Óvenju bjart ur var hann yfirlitum, augun gáfuleg og mikil festa í svipn- um. Prúðmenska og stilling ein- kendi alt hans dagfar. Lítið var hann hlutsamur um annara hagi, en brást jafnan vel við, ef til hans var leitað, öðrum til aðstoðar. Hin löngu veikindi sín bar hann með ró og karlmensku eins og vænía mátti af manni með hans skap- gerð. Öllum mönnum var V.b. „Ingélfi" náð úl íSandgerði Frá frjettaritara vorum í Sandgerði. TEKIST hefir að ná út v.b. Ingólfi, eign Lofts Loftssonar, sem rak upp í Sandgerði í óveðr inu um síðustu helgi. Náðist báturinn út á flóðinu í fyrrinótt og fór til Keflavíkur. Báturinn er ekki mikið skemdur. Að björgunarstarfinu vann Valdimar Björnsson frá Völl- um í Keflavík og hafði sjer til aðstoðar skipverja á Ingólfi. VIN f TANKSKIPUM LONDON: Átta bresk skip, sem notuð voru til þess að flytja herjum bándamanna vatn á stríðsárunum hafa verið keypt til Frakklands. Ætla Frakkar að flytja^ vín frá Algier til Frakklands í skipum þessum. Verður vínið dælt í þau í Algiers, en úr þeim í Marseilles lil'1 ft- I rK--H Súðin austur uni Iand í hringferð fyrri part næstu viku. — Flutningi til hafna austan Akureyrar veitt móttaka í dag og árdegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir helgina. Suðri“ Tekið á móti flutningi til Súða- víkpr, Bolungarvíkur og Súg- andafjarðar í dag. I t I Málaranemi óskast ! Upplýsingar í síma 3835. Framtíðaratvinna Duglegur og reglusamur bakari getur kom- ist að í bakaríi, sem er í fullum gangi og orð ið meðeigandi í driftinni. Lítil eða engin útborgun strax í vörubirg- unum. — Tilboð sendist blaðinu, fyrir 21. þ. m., merkt: „Bakari“. Þjer skuluð nefa Peggy Sage lakk Frægar konur um allan heim, og bestu snyrtistofur heimsins, nota Peggy Sage naglalakk vegna þess að það endist lengst, er auðvelt í notkun og í öllum nýtísku litum. Burgundy Vintage Flagship Fire Weed Red Banana Hacienda Túlip Mad Apple 2-401 Minningarspjöld bamaspítalasjóðs Hringsins fást i verslun frú Ágústu Svendsen. ASalstræti 12. EHAPA” húsgögn Útvegum allskonar „EHAPA“ eikarhúsgögn fyrir skrifstofur. Höfum fyrirliggjandi hjer á staðnum nokkur vinnuborð fyrir skrif- stofur og bókahillur fyrir skrifstofur og heimili. Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbförnsson h.í Aðalstræti 4. — Sími 3425. §><§><§><§><§><§><§><§><$><§><$><§><§> <$><§><§><$><$><$^><$><§><$><$^<§><$><§><^><$><§><$><$*§><§><$><§><S><^<§><Í><$><§><$>^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.