Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2
l
í Þýski kafbáiurinn, sem sökti
„Hthenia í stríðsbyrjun, kom
tii Heykjavíkur skömmu siðar
ÞANN 20. september, 1939, birtist hjer í Morgunblaðinu
frjettagrein, þar sem skýrt var frá því, að daginn áður (19.
sept.) hefði þýskur kafbátur leitað hjer hafnar og sett á land
særðan mann. Það hefir nú komið í ljós, að þessi sami kaf-
bátur hafði 3. s. m. sökt breska farþegaskipinu Atheniu, 13
þús. smál. að stærð. Eins og menn minnast, neituðu Þjóð-
verjar afdráttarlaust að hafa sökkt skipinu, en samkvæmt
grein, sem birtist í London Times fyrir skömmu, hefir það
nú sannast, að það var kafbáturinn, sem til Reykjavíkur kom,
sem sökkti skipinu með tundurskeytum og fallbyssuskothríð.
Greinin í Times er svohljóðandi:
í rjettarhöldunum í Núrn-
berg hefir nú komið í ljós, að
það var þýski kafbáturinn U-
30, sem sökkti breska farþega
skipinu Athenia, nokkrum
klukkustundum, eftir að Bretar
sögðu Þjóðverjum stríð á hend
ur. I ákærunni á hendur Doen-
its og Raeder hefir verið lögð
fram skýrsla, sem sýnir, að í
miðjum sept. 1939 hafi foring-
inn af U.-30, Lemp að nafni,
óskað eftir einkasamtali við
Doenits, og tjáð honum, að
hann hefði sökt Atheniu í
þeirri trú ,að skipið væri vopn
að kaupfar. Doenits sendi Lemp
til aðalbækistöðva þýska flot-
ans í Berlín, þar sem honum
voru gefnar þær fyrirskipanir,
að halda því algerlega leyndu,
sem skeð hafði.
Kemur til Reykjavíkur.
Nokkru eftir að Athenia var
sökt, kom U.-30 til Reykjavík-
ur og setti á land særðan mann.
Var maður þessi tekinn af Bret
um 10. maí 1940, og fluttur í
fangabúðir í Kanada. En þegar
maður þessi var settur á land í
Reykjavík, mun Lemp kafbáts-
stjóri hafa komið á spítalann
til hans, o gtekið af honum eið
að segja ekki, hvað gerðist 3.
sept., (daginn, sem Athenia
var sökkt).
MiS-Evrópusöfnun
R. K. í.
Til Rauða Krossins afh. Mbl.
J. M. 100,00, Jonni og Hanna
150,00, Anna og Karla 100,00,
K. B. 100,00, S. Ji. 500,00, G. J.
25,00,. S. J. 12,00, Pinnbogi
Trausti 10,00, ónefnd 25,00, Á.
H. 20,00, G. P. 50,00, Jón 10,00,
Ásta og Inga-Dóra 100,00, Óm-
ar 50,00, Gunnar 100,00, S. J.
20,00, K. K. 100,00, L. S. 50,00,
G. B. 100,00, S. B. 100,00, Tog
K. 50,00, H. G. B. 50,00, Leifur
15,00, ónefnd 20.00, Guðm. og
Jóhanna 50,00, Þ. 25,00, Addi
15,00, 3 mæðgin 150.00, ónefnd
ur 40,00, Nonni 25,00, G. S.
100,00, 3 mæðgin á Laugavegi,
100,00, Á. K. 20,00, A. 50,00,
Magnús 100,00, J. B. 25,00, C. S.
30,00, G. Ó. 15,00, G. H. 20,00,
ónefndur 100,00, Dúddi, Óassý
og Sijó 50,00, systur 20,00, J. Á.
50,00, J. 50,00, Dottý 25,00,
ónefnd 150,00, O. K. 10,00, B.
Guðmundsson 25,00, N. N.
50,00, Þ. H. 300,00, ónefnd 50,00
Geiri og Systa 50,00, ónefnd
30,00, S. G. 50,00, amma 50,00,
Hákon Jónsson 100,00, Berg-
þóra Kristinsd. 100,00, Þ. B.
20,00, Jón Jónsson 100,00, lítið
frá litlum 50,00, Órator fjelag
laganema í Háskólanum 500,00,
N. N. 100,00, Hilda og Valur,
krónur 100,00.
CHELSEA TAPAÐI
LONDON: í fyrradag fór
fram kappleikur milli hinna
kunnu fjelaga Chelsea og
Aston Villa, um það, hvort
halda skyldi áfram í keppninni
um Englands-bikarinn, sem nú
stendur sem hæst. Aston Villa
vann, eftir góðan leik með einu
marki gegn engu.
Safnasf
þegar saman kemur
EINS og tilkynnt var í Ríkis-
útvarpinu í gærkveldi, verður
hafin almenn fjársöfnun á
morgun til ágóða fyrir bygg-
ingu Hallveigarstaða. Vinna
konur nú af kappi að því, að
hafist verði handa um bygg-
ingu hússins nú á næstunni. —
Ennþá vantar fje til þess að
öruggt sje að hefja framkvæmd
ir, en hinsvegar nauðsynlegt
að byrja sem fyrst. Þetta
kvennaheimili á að verða at-
hvarf allrar helstu og veiga-
mestu starfsemi, sem íslenskar
konur beita sjer fyrir. Allar
konur verða að láta sig málið
skipta, það er í senn þeirra
heiður og þjóðarsómi, að upp
rísi veglegt kvennaheimili í
höfuðstað landsins. Takið því
ungu stúlkunum vel, er þær
knýja á dyr hjá yður á morg-
un, hafið peningana til reiðu,
því skjótar gengur söfnunin.
Það eina, sem dugar, er að
sýna viljann í verkinu, hver
eftir bestu getu.
Þá muftu Hallveigarstaðir
fljótt upp rísa.
Laufey Vilhjálmsdóttir.
— ðryggisráðið
f'rarnh. af 1. síða.
var um matyælavandræðin,
virtust menn uggandi um
framtíðina í þessum efnum.
Lofuðu margar þjóðir að
auka mjög framlög sín til
UNRRA og aðrar matgjafir
til handa bágstöddum þjóð-
um, þannig lofuðu Ástralíu-
menn t. d., að veita fje að
upphæð 325 millj. kr. til mat
vælakaupa.
Þýskalandssöfnunin
SKRIFSTOFU söfnunarinnar
hafa borist eftirtaldar gjafir til
lýsiskaupa handa nauðstöddum
þýskum börnum:
Safnað af Adolf Karlssyni
kr. 1700.00, Ingibjörg Jónsdótt-
ir 20,00, kona 100,00. Safnað
af Úlfari Þórðarsyni 900,00,
Matth. Jónsd. 20,00, Þórunn
Pálsdóttir 32.00, G. P. 50,00, S.
J. 20,00, J. S. 100,00, Amma og
5 lítil systkini 100,00, María
10,00, Elías Lyngdal 600,00,
G. S. 50,00, Guðríður Þórarins-
dóttir 20,00, E. G. 100,00, J. Á.
100,00, S. og G. 300,00, Sigur-
björg Benónýsdóttir 20,00, Ól-
afur Kristjánsson 100,00, Stef-
án Filipusson 30,00, E.^p. 100,00
N. N. 50,00, hjón 50,00, M. Þ.
20,00, M. M. 25,00, Ól. Björg-
ólfsson 50,00, J. N. 100,00, R.
S. 70,00, Gunnar Bergsson 50,00
T. B. 50,00, þrír drengir 500,00,
Ingimar Kristinn og Einar
Grjetar 100,00, Eggert á Hólmi
100,00, Eddi á Hólmi 10,00, Jón
ína Jónsd. 100,00, £?. Þ. 30,00,
M. S. 20,00, S. F. 20,00, Henny
Bartels 50,00, B. S. 100,00, B.
Þ. 100,00, Björn Óskarsson
10,00, Bergstaðastíg 9 150,00,
N. N. 100,00, safnað af Davíð
Ólafssyni 1200,00, safnað af
Ilse Blöndal 6000,00, S. J. 50,00
N. N. 100,00, Sigríður og Pál-
ína 20,00, P. B. 50,00, bílstjóri
50,00, H. H. 100,00, Gísli og
Páll 200,00, J. M. 50,00, Guðm.
Guðjónsson 500,00, Svava Ingi
mundard., 100,00, Guðm. Ingi-
mundarson 25,00, J. S. 100,00,
Garðar litli 20,00, H. B. og J.
B. 100,00, Doddi Eiríks 100,00,
A. og B. 500,00, OUý og Lottí
100,00, Þ. Þ. og S. K. 200,00,
S. K. 50,00, E. E. 200,00, Jón
Bergsson 200,00, Sigurður Jóns
son 50,00, S. Á. 50,00, B. G.
50,00, G. Þ. 50,00, Friðrik
Gústav 500,00, H. 100,00, ó-
nefndur 100,00, tvær systur
60,00, D. 300,00, frá starfsfólki
70,00, G. 100,00, Sólrún B. Jens
dóttir 20,00, N. N. 250,00, Eið-
ur 20,00, safnað af Lúðvík Þor
geirssyni 1200,00, G. E. 100,00,
Vigfús Guðbrandsson og starfs
fólk 600,00, Jón Skagan 100,00,
Gíslína og Elín 100,00, Stefán
Jónsson 300,00, N. N. 100,00 kr.
Með kæru þakklæti — F. h.
framkvæmdanefndar. — Jón
N. Sigurðsson, hjeraðsdómslög-
maður.
Jarðskjálfti
í Algiers
London í gærkvöldi.
ALLMAGNAÐIR jarð-
skjálftakippir urðu víðsveg-
ar um Algier í dag. Urðu
skemdir í ýmsum borgum,
aðallega þó í bænum Cort-
ation. Talið er að margir
menn hafi farist, en allmargt
fólk varð húsnæðislaust,
sökum þess að hús þess
hrundu. — Tjónið er talið
vera mjög mikið. — Reuter.
Sendimaður Frakka
vollar samúð
SENDIMAÐUR Frakka, hr.
Henri Voillery, hefir vottað
forsætisráðherra samúð sína út
af hinu mikla manntjóni, sem
íslenska þjóðin varð fyrir um!
síðustu helgi vegna skipstapa.
14. þing Sambands
bindisfjelaga í
skólum
14. ÞING Sambands bindind-
isfjelaga í skólum var haldið í
Menntaskólanum í Reykjavík,
dagana 19. og 20. f. m. Stjórn
sambandsins skipa nú: Hjalti
Þórðarson Samvinnuskólanum,
forseti, Erla Guðmundsdóttir,
Kvennaskólanum gjaldkeri,
Stefán Ólafur Jónsson, Kenn-
araskólanum, ritari.
Á þinginu mættu 44 fulltrú-
ar frá hinum ýmsu skólum. —
Eftijfarandi ályktanir voru
samþykktar á þinginu.
14. þing S. B. S., haldið í
Menntaskólanum í Reykjavík
dagana 19. og 20. janúar 1946,
lítur svo á, að æskulýð lands-
ins sje alvarleg hætta búin frá
hinni stöðugt vaxandi áfengis-
neyslu landsmanna og vaxandi
áfengissölu ríkisins. Þingið skor
ar því á ríkisstjórnina:
1. Að setja nú þegar ein-
hverjar þær reglur um áfengis
sölú og áfengiskaup lands-
manna, er miði að minnkandi
áfengisverslun.
2. Að láta lögin um hjeraðs-
bönn koma til framkvæmda.
3. Að krefjast þess undan-
tekningarlaust, að embættis-
menn ríkisins gefi gott for-
dæmi, geri sig ekki seka um
drykkjuskap og óreglu, en legg
ist miklu frekar á sveif með
þeim kröftum í þjóðfjelaginu,
sem vilja útrýma hinni skað-
legu áfengisneyslu.
4. Að láta flyjta nokkuð
iðulega fræðandi og hvetjandi
erindi í ríkisútvarpið um bind
indi og skaðsemi áfengisneyslu.
5. Að koma á ströngu eftir-
liti með bifreiðastöðvum og
öðrum þeim aðilum, sem vitað
er um að brjóta áfengislöggjöf-
ina og iðka all-víðtæka leyni-
sölu.
6. Að láta hraða sem mest
fullkomnari löggjöf um
drykkjumenn og verndun heim
ila þeirra.
14. þing S. B. S. skorar á
fræðslumálastjórnina að styðja
eftir megni starfsemi bindindis
fjelaga í skólum landsins og
láta nú þegar hefja bindindis-
fræðslu í öllum skólum lands-
ins. Þá skorar þingið einnig á
alla skólastjóra og kennara að
taka virkari þátt í starfi skóla-
bindindisfjelaganna en verið
hefir.
14. þing S. B. S. skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að hlutast
til um, að U. S. A. hraði sem
unnt er framkvæmd loforða
sinna um brottflutning hersins
og hernaðartækja úr landinu og
geri engann þann samning við
erlent ríki, er á nokkurn hátt
skerði sjálfstæði landsins.
14. þing S. B. S. skorar á ríkis
stjórnina og bæjarstjórn
Reykjavíkur að hraða svo sem
unnt er byggingu æskulýðs-
hallar í Reykjavík.
FJÖLMENN
VIÐSKIPTANEFND
LONDON: Viðskiptanefnd
frá Sovjetríkjunum mun bráð-
lega koma til Hollands. í nefnd
inni er hvorki meira nje minna
en milli 200 og 300 manns, og
! þykir þetta úvenjufjölmenn
sendinefnd.
Föstuda^ur 15. febr. 1946
Mól Brelðfirðlnga-
fjelagsins
HINN 19. jan. s.l. hjelt Breið
firðingafjelagið hið árlega mófi
sitt að Hótel Borg, hófst það kl.
8 um kvöldið. Friðgeir Sveins-
son kennari setti mótið og
stjórnaði því í forföllum Jóns
Emils Guðjónssonar, formanns
fjelagsins. Undir borðum var
flutt dagskrá mótsins, sem hófst
með því, að Baldur Bjarnason
sagnfræðingur flutti minni
Breiðafjarðar. Eftir ræðu hans
var sungið kvæði, sem Jens
Hermannsson kennari frá Flat-
ey orti í tilefni þessarar sam-
komu. Því næst flutti frú Guð-
rún Guðlaugsdóttir minni Is-
lands. Að lokinni þeirri ræðu
sungu þau ungfrú Kristín Ein-
arsdóttir og Haraldur H. Krist-
jánsson tvísöng, undirleik ann-
aðist Gunnar Sigurgeirsson
píanóleikari. Þá flutti Snæbjörn
G. Jónsson minni kvenna, en að
því loknu söng Breiðfirðinga-
kórinn undir stjórn Gunnars
Sigurgeirssonar. Að lokum voru
flutt hin smærri minni; Sigurð-
ur Sveinsson garðyrkjuráðu-
nautur flutti minni bænda, Sig’
urður Hólmsteinn Jónsson
minni Eggerts Ólafssonar og
Jón Kr. Þorsteinsson minni sjó-
manna.
Dagskrá þessari og borðhaldx
var lokið um kl. 11, og var þá
eftir einn skemtiliður mótsins,.
nefnilega dansinn, sem hófsfi
innan stundar.
Dagskrá þessa móts var í alla
staði hin ánægjulegasta, bar
þar einkum tvent til, í fyrsta
lagi hvað meðferð dagskrárinn
ar gekk liðugt, í öðru lagi hve
allar ræðurnar voru vel samd-
ar, og snjallar og stuttar.
Um 340 manns sóttu mótið.
Skemtu allir sjer hið besta.
Minningarorð
í DAG er til moldar borinn,
Friðrik Sigfússon, verslunar-
máður. Hann, var fæddur á
Eskifirði 10. apríl 1902, sonur
hjónanna Sigfúsar Daníelsson-
ar verslunarstjóra og konu
hans frú Önnu, f. Clausen. —
Til ísafjarðar fluttist hann með
foreldrum sínum 1910 og ólst
þar upp. Vann hann síðan að
ýmiskonan verslunarstörfum.
og síðustu árin hjá mjer, er
þessar línur ritar.
Með Friðrik Sigfússyni er
genginn drengur góður, sem á-
valt kom fram til góðs og var
boðinn og búinn til aðstoðar,
ef á þurfti að halda. — Hefi
jeg fáa menn þekkt fúsari til
liðveislu. — Friðrik var hrók-
ur alls fagnaðar í vinahóp,
ljóðelskur og söngvinn enda vel
heima í hvorttveggja. Á jeg og
fleiri margra ánægjustunda að
minnast í því sambandi.
Árið 1936 kvæntist hann
Svövu Guðmundsdóttur frá
Arnarnesi í Eyjafirði, mestu
myndarkonu, og hlaut hann
þar góðan förunaut, er mjer
vel kunnugt um það, að Friðrik
mat hana mikils og virti að
makleikum.
Jeg votta aldurhniginni móð
ur hans og öðrum ástvinum,
innilega hluttekningu.
Farðu vel, vinur.
G. K.