Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIö
Föstudagjir 15. febr. 1946
AST í HIEIIMUIU
^Oaylor da Idwe //
18. dagur
„Hó, hó!“ hrópaði hershöfð-
inginn, sem var að klæða sig
úr loðfeldinum. „Þarna ertu
þá! Jeg hjelt, að þið væruð öll
grafin undir snjónum, og kom
hingað í því kristilega augna-
miði að bjarga ykkur. Var það
ekki, elskurnar mínar?“ spurði
hann Jósefínu og Sally, sem
voru einnig að klæða sig úr
yfirhöfnunum.
„Það gleður mig innilega að
sjá þig, hershöfðingi", sagði
Jerome brosandi.
Sally gaut til hans stórum,
dökkum augunum, roðnaði og
leit niður fyrir sig. Jósefína
var þögul og róleg, eins og
endranær.
Hershöfðinginn tók eftir á-
nægjusvipnum á andliti Jero-
me og sagði: „Jeg hjelt, að
nærvera þín myndi fjörga stúlk
urnar dálítið — einkum Jóse-
fínu. Hún er eitthvað svo
hnuggin upp á síðkastið — er
það ekki4 yndið mitt?“ Hann
lagði handlegginn ástúðlega
utan um dóttur sína.
„Það er veturinn, pabbi“,
muldraði hún. „Mjer leiðist alt
af á veturna“.
„Já, hún hefir altaf verið
sumarblóm, dúfan litla!“ hróp-
aði hershöfðinginn og dró stúlk
urnar af stað með sjer í áttina
til bókaherbergisins. „En Sally
mín — hún lætur ekki vetrar-
kuldann á sig fá. Hún þýtur
um allar trissur á skautum og
skíðum. Hvernig stendur á því,
að þú giftist henni ekki, Jero-
me?“ spurði hershöfðinginn,
sem nú hafði staðnæmst með
dætur sínar við arninn í bóka-
herberginu. „Eitt hundrað þús-
und dollara fær hnátan í heim-
anmund — borgað út í hönd!“
Sally kafroðnaði. En augu
hennar blikuðu gletnislega.
Jerome hló. Hann athugaði
Sally með athygli. Hún var
klædd í dökkrauðan kjól, með
marglitum bryddingum, og hún
var vissulega falleg. Hann
horfði á rjóða, blómlega vanga
hennar.
„Það gæti kannske verið, að
ungfrú Sally hefði sínar ráða-
gerðir“j sagði hann glaðlega.
„Þegar öllu er á botninn hvolft,
er hún kornung — en jeg gam
all maður“.
„Bull og vitleysa“, sagði
hershöfðinginn. „Jeg var átján
árum eldri en hún Jerusha mín
— og hún var eiginlega miklu
eldri en jeg, ha, ha!“ Svo bætti
hann við, og brosti framan í
Sally: „Já — eitt hundrað
þúsund út í hönd og helming-
inn af fasteignum mínum, þeg-
ar jeg hrekk upp af. Dálagleg-
ur skildingur!“
Jerome kom Sally til hjálp-
ar, sem sat kafrjóð út að eyr-
um, en hafði — eigi maður að
vera alveg hreinskilinn —
mikla ánægju af þessum sam-
ræðum. Hann sagði: „Það er
margt líkt með okkur Sally, og
jeg hlakka til þess að kynnast
henni betur í framtíðinni —
ef hún hefir ekkert á móti því“.
Hún horfði á hann, og roðn-
aði enn meir. Hann virti fyrir
sjer andiit hennar. Það var
greindarlegt og fallegt — og
hundrað þúsund dollarar voru
dálaglegur skildingur, eins og
hershöfðinginn hafði sagt. Og
hann hafði það mikla reynslu
af konum, að hann sá, að hún
myndi vera blóðheit — og laus
við allan tepruskap í ástum.
Já — hann gæti gert margt vit-
lausara en giftast Sally.
Hann settist hjá henni. Hers-
höfðinginn þáði vindil hjá hon
um og glas af víni.
„Hvar er William?“ spurði
hann því næst.
„Hann fjekk sjer hádegis-
blund. Á jeg að kalla í hann?
Dórótea sefur líka. Hún hefir
áreiðanlega gaman af að hitta
ungfrúrnar“.
„Við skulum ekki hugsa um
það í bráð. Við skulum rabba
svolítið saman fyrst. Jeg hitti
þig aldrei einan“, sagði hers-
höfðinginn í umkvörtunartón.
„Mjer var jafnvel farið a'i
detta i hug að fara í bankann
og hitta þig þar. Jeg, sem hefi
ekki stigið mínum fæti inn fyr-
ir dyr á þeirri djöfuls stofnun
í tíu ár! Jeg var sannfærður
um, að þú myndir þotinn aftur
til New York eftir að hafa ver-
ið þar í einn dag! En þú hang-
ir þar enn! Hvað er það, sem
er svona aðlaðandi við bank-
ann?“
Jerome brosti. „Það er nú sitt
af hverju. Annars eru banka-
störf leiðinleg. En jeg hefi ekki
í annað hús að venda“.
Þau heyrðu, að gengið var
niður stigann. Dórótea kom inn
í stofuna. Hún brosti framan í
hershöfðingjann og heilsaði
dætrum hans með kossi.
„Dórótea mín“, sagði hers-
höfðinginn, „Jeg vona, að við
sjeum ekki til óþæginda hjer“.
„Nei, öðru nær, hershöfð-
ingi. Pabbi kemur niður rjett
strax. Þið bíðið og drekkið með
okkur ,te?“
„Já, það var nú ætlunin“,
svaraði hershöfðinginn.
Dórótea sneri sjer að Jero-
me. „Viltu hringja fyrir mig?
Og jeg ætla að gera föður okk-
ar aðvart undir eins“. .
Eftir skamma stund kom
Lindsey gamli niður ásamt
Filip. Þegar hann hafði heils-
að gestunum, hrópaði hershöfð
inginn: „Jeg er loks orðinn á-
nægður með son þinn. Veistu
það, að hann ætlar að giftast
hemTi Sally minni?“
Jerome mundi, að Carlyle
hafði einhverju sinni sagt:
„Púðrið hefir gert alla menn
jafna“. En nýfengin reynsla
hans olli því, að hann bætti
við: „Múgmenskan gerir menn
aftur á móti að dvergum".
Hann fór varlega í að trúa
því, að múgmenskan væri að
hefja innreið sína í Ameríku.
Það var ekki fyrr en hann fór
að hugsa dálítið, að honum
varð ljóst, að verið var að
gera öfluga og víðtæka tilraun
til þess að gera alt athafna- og
framkvæmdalíf amerísku þjóð
arinnar að grárri og ömurlegri
flatneskju. Mönnum var ekki
einasta skipað að vera jafnhá-
ir — heldur voru þeir líka
lækkaðir.
Jerome hafði ætíð haft gott
vald á tilfinningum sínum —
hann hafði aldrei látið þær
ráða gerðum sínum. En nú var
hann allur í uppnámi. Það leit
út fyrir, að á ferðinni væri eitt
allsherjar samsæri gegn þeirri
fjölbreytni, sem alla tíð hafði
einkent líf Ameríkubúa. Það
átti að afmá litauðgina, fjörið,
lífsþróttinn, sem hafði verið
aðall þjóðarinnar frá öndverðu.
Og það versta var, að þetta
virtist gert með ráðnum hug.
Hvernig stóð á þessu?
Smám saman tók það að
renna upp fyrir Jerome, hver
ástæðan var, þótt hann væri
vantrúaður í fyrstu. Ný öld
var að renna upp 1 Ameríku —
vjelaöldin.
Jerome hafði aldrei tekið eft
ir áhrifum vjelanna á sitt eigið
líf — nje líf vina sinna. Fje-
laga hans grunaði ekki, að þess
j um skemtilega heimi, sem gerð
ur var af mannahöndum, væri
ógnað af vjelum. Ef þeir lásu
um það í blöðunum, að nýbú-
ið væri að finna upp vjel, sem
ynni, undir stjórn eins manns,
verk, sem hundrað menn hefðu
áður unnið, yptu þeir aðeins
kæruleysislega öxlum. Einn af
kunningjum Jerome, sem hafði
hlotið ímyndunarafl í ,ríkara
mæli en hinir — hvort sem það
var honum til blessunar eða
bölvunar — hafði samt sem
áður eitt sinn sagt við hann:
„Ef vjelin vinnur verkið hrað-
ar en mannshöndin, verður
framleiðslan ódýrari, svo að í
klæðnaði, húsakosti, þægindum
o. s. frv., verður í framtíðinni
ekki lengur hægt að greina á
milli hefðarmannsins og al-
múgamannsins“. ■
Þessi orð höfðu einhvern veg
inn festst í minni hans, og kvöld
eitt hafði hann farið að ræða
þetta við Jay Regan. Jerome
hafði hlegið að öllu saman, en
herra Regan hafði kinkað kolli
og sagt:
„Iðnaðurinn er framtíð Am-
eríku. Það er þegar farið' að
sýna sig. Afleiðingar styrjald-
arinnar. Ef Ameríka á að efl-
ast — ef öll þau geysimiklu
landflæmi, sem hún hefir yfir
að ráða, eiga að byggjast, verð
ur vjelin að koma í stað hand-
aflsins. Neuðsynin er ætíð móð
ir uppfinningarinnar, og vjelin
er Ameríku nauðsyn. Vjelarn-
ar verða og hljóta að verða
sjálft líf' þessa lan<Js“.
Jerome fór að eins og fje-
lagar hans, ypti kæruleysislega
öxlum og muldraði: „Leiðinda-
hjal“.
„Þetta er ekki‘ leiðinlegt!‘
hrópaði herra Regan. „Þvert á
móti mjög æsandi! Hugsaðu um
allar framfarirnar, hina geysi-
miklu framleiðslu — allan
auðinn, maður lifandi! Við
verðum voldugasta þjóð heims
ins — með hjálp vjelanna!“
Áhugi Jerome var vaknað-
ur, — þrátt fyrir alt. Hann
sagði: „En ef vjelarnar verða
sterkasti þátturinn í lífi Amer-
íkubúa, er maðurinn úr sög-
unni, sem einstaklingur“. .
Regan hafði einnig sjeð það
fyrir.
Stríðsherrann á Mars
2>
renyjaðaga
Eftir Edgar Rice Burroughj.
138.
Þaðan, sem jeg stóð á hásætispallinum, gat jeg sjeð
yfir höfuð hinna stríðandi manna, andlit vinar míns,
Kantos Kan. Það var hann, sem stjórnaði hinum litla
flokki, er ruðst hafði beint inn í höll Salensus Oll. w
Jeg sá undir eins, að með því að ráðast á Okarmennina
aftan frá, gat jeg ruglað þá svo í ríminu, að ipótspyrna
þeirra yrði skammæ, og með það sama stökk jeg niður
af pallinum, um leið og jeg kallaði til Dejah Thoris að bíða,
en leit ekki á hana.
Þegar jeg var sjálfur milli hennar og óvinanna, og þar
sem samherjar mínir voru að vinna á, gat engin hætta
verið fyrir hana, þótt hún stæði ein þarna á hásætis-
pallinum.
Jeg vildi láta mennina frá Helium sjá mig, og fá að
vita að hin elskaða prinsessa þeirra væri þarna líka, því
jeg vissi að þetta myndi hvetja þá til enn meiri dáða, en
þeir höfðu þegar drýgt, því vissulega hafði það kostað
mikil átök að ryðja sjer braut inn í höll konungsins í
Okar.
Um leið og jeg þaut yfir salinn, til þess að ráðast á Ok-
armennina aftan frá, opnuðust litlar dyr mjer til hægri
handar og mjer til undrunar sá jeg þar koma í ljós, Mathai
Shang, föður Þernanna og Phaidor, dóttur hans. Gægðust
þau inn í salinn.
Þau lituðust um í skyndi. Andartak hvíldu augu þeirra
á hinum dauða Salensus 011, og óttasvipur kom á and-
litin. Svo litu þau á mig og á hermennina úti við dyrnar.
Þau fóru ekki ihn í salinn, heldur lituðust aðeins um
þaðan sem þau stóðu, og þegar þau höfðu svipast um, kom
ógurlegur reiðisvipur á Mathai Shang, en kalt og lymsku-
legt bros á varir dóttur hans.
Svo voru þau horfin, en ekki fyrr enn Phaidor hafði
hlegið upp í opið geðið á mjer, storkandi hlátri.
Jeg skildi ekki þýðingu reiði Salensus Öll, nje hversu
vel lá á Phaidor, en vissi að hvorugt boðaði mjer nokkuð
gott.
Andartaki síðar var jeg kominn í bardagann, og þegar
SBBffilíUmÐUiEíiBBSiB
; íílíjaanúi jDhorla
'affnúó -^yfiorlaciuó |
hæstarjettarlögmaCur |
Aðalstræti 9. Sími 1875 1
iDiutuuiunmuuuHiuiuunitanuuiuiiinuummiiui
Ungur, sterklegur piltur var
dreginn fyrir rjett fyrir slags-
mál. Málsækjandinn fór mörg-
um smánarorðum um hann í
rjettinum, sagði hann þektan
slagsmálahund og lygara í
þokkabætur.
Loks reyndi hann að fá pilt-
inn til að segja frá því, hve
mikið hann hefði lumbrað á
andstæðingi sínum. Pilturinn
var ófáanlegur til að gera
þetta. Að lokum skoraði lög-
fræðingurinn á hann að sýna
rjettinum, hvað hann hefði
gert, og sagðist sjálfur skyldi
leika hlutverk andstæðingsins.
Vonaðist hann til þess, að sá á-
kærði væri orðinn svo gram-
ur, að hann kynni að slá til sín
fastar en góðu hófi gegndi og
koma sjer þannig í ónáð hjá
rjettinum.
Pilturinn fjelst á að sýna,
hverpig slagurinn hefði gengið
fyrir sig, og gekk hægt að lög
fræðingnum. Öllum til mikill-
ar furðu gaf hann honum rokna
kjaftshögg, sparkaði í magann
á honum og lyfti honum svo
upp og fleygði honum yfir tvo
fremstu áheyrendabekkina.
Hann sneri sjer að dómaran-
um.
„Herra dómari“, sagði hann,
„jeg beitti éngum af þessum
brögðum við andstæðing minn“.
Maður nokkur lenti í bílslysi
og fótbrotnaði. Hann fjekk sjer
þektan lögfræðing, fór í mál
við bíleigandann og fjekk 2000
kr. í skaðabætur. Bílstjórinn á-
frýjaði, en tapaði enn.
Að málarekstrinum loknum
fór sá, sem fótbrotnað hafði,
samkvæmt beiðni lögfræðings-
ins á skrifstofuna til hans. Lög-
fræðingurinn afhenti honum
krónuseðil.
„Hvað er þetta?“
„Þetta eru skaðabætur yðar
að frádregnum málfærslulaun-
um mínum og öðrum kostn-
aði“.
Maðurinn horfði á krónuseð-
ilinn, sneri honum við og skoð
aði hann mjög gaumgæfilega.
„Hvað er að þcssum krónu-
seðli?“ spurði hann. „Er hann
falsaður?“
— Kunnið þjer að skrifa á
ritvjel?
— Já, jeg nota biblíukerfið.
— Hvað er það?
— Leitið og þjer munuð
finna.