Morgunblaðið - 15.02.1946, Blaðsíða 6
6
M O R 0 (J N B L A f> I Ð
Föstudagur 15. febr. 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjeítaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Krístinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: Kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
<» • '
Oryggi sjömannsins
HIÐ MIKLA sjóslys, sem hjer varð um síðustu helgi,
er 20 sjómenn tíndu lífinu í fiskiróðri, hefir að vonum
verið aðalumtalsefni manna undanfarna daga. Hver var
orsök þessa stórfelda slyss? Hvað verður gert til þess
að koma í veg fyrir, að þettta endurtaki sig? Þannig
spyrja menn.
Á því getur ekki neinn vafi leikið, að höfuð orsök
þessa slyss á rætur sínar að rekja til hinna ófullkomnu
veðurfregna, sem sjómenn okkar eiga við að búa. Þetta
sjest best, ef menn kynna sjer veðurlýsingu og veður-
spána, sem send var út kl. 1 aðfaranótt laugardags og
bera'hana saman við það sem varð. Veðurlýsingin og
veðurspáin var svohljóðandi:
„Kl. 23 var sunnan og suðvestan gola vestan lands
og hiti um frostmark. Austanlands og norðan var breyti-
leg átt og hægviðri og 0—3 stiga frost með ströndum
fram. Allsstaðar er til frjettist var úrkomulaust. Há-
þrýsti svæði er yfir hafinu fyrir sunnan ísland og miðja
þess um 1700 km. SSW af Dyrhólaey. Lægð á norðan-
verðu Grænlandshafi á hreyfingu NA eftir. — Veður:
útlit til kl. 14.00: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður
og Vestfirðir: S og SW gola fyrst, síðar kaldi, dálítið
regn eða slydda á morgun. Norðurland, Austfirðir og
Suðausturland: Breytileg átt og hægviðri í nótt, en
sunnan gola á morgun, úrkomulaust“.
★
Hjer verður vitanlega ekki dregið í efa, að veður-
spáin hafi verið rjett, miðað við þau gögn, sem Veður-
stofan hafði í höndum, er spáin var send út. En hitt
dylst engum, að Veðurstofan hefir haft mjög ófull-
nægjandi gögn við að styðjast, þegar hún sendi þessa
veðurspá. Veðurstofan hlýtur að hafa komist að þeirri
raun síðar, að gögnin voru of ófullnægjandi, til þess að
senda út svona ákveðna veðurspá. En þar sem enginn
fyrirvari var um veðurspána, treystu sjómenn henni og
fóru því allir til róðurs um nóttina.
Fullyrt er, að veðurfræðingar ameríska hersins, sem
hjer eru, hafi sent út til sinna manna alt aðra veður-
spá, en Veðurstofan. Þeir hafi sagt fyrir um stórviðrið,
sem var í nánd. Þetta hafi m. a. verið orsök þess, að
einhverjir bátar hjer suður með sjó hafi snúið aftur
og hætt við róður, er þeir fengu vitneskju um veðurspá
hersins.
Morgunblaðið veit ekki um sönnur á þessu. En sje hjer
rjett hermt, er þetta svo alvarlegt mál fyrir Veðurstof-
una, að ekki verður við unað. Veíður að krefjast þess,
að þetta verði tafarlaust rannsakað.
Það verður að upplýsa, hvaða gögn Veðurstofan studd-
ist við, er hún sendi út veðurspána aðfaranótt laugar-
dags. Einnig verður að upplýsa, hvort veðurspá Veður-
stofunnar hafi verið í ósamræmi við veðurspá hersins,
og ef svo er, hver orsökin er. Þessi rannsókn verður að
fara fram strax og öll gögn lögð á borðið.
★
Öruggar veðurfregnir og gott samstarf við bátaflot-
ann, er eitt af því allra nauðsynlegasta. Ríður á að
þetta sje í góðu lagi og þannig skipulagt, að bátar geti
fengið aðvörun, ef skyndileg veðurbreyting er í nánd.
Annað öryggi á sjómaðurinn einnig heimtingu á. Það
er gott björgunarskip. Við fengum nýja sönnun fyrir
því á laugardag, hvað björgunarskip getur áorkað, þegar
það er til taks. Tiltölulega lítill bátur, „Freyja“, sem
annast björgunarstarf fyrir Sæbjörgu hjer í flóanum, gat
komið 3 nauðstöddum bátum til aðstoðar. Hvað myndi
fullkomið björgunarskip hafa getað áorkað?
Þetta minnir enn á björgunarbáta ríkisins, sem dóms-
málaráðherrann hefir bundið hjer við hafnargarðinn.
Hvað meinar ráðherrann með slíkri ráðsmensku? Hvenær
má vænta skýrslu skoðunarmanna um þessi skip? Og
hvað ætlar ráðherrann að gera við þessi skip, ef þau
dæmast óhæf til þess starfs, sem þau voru ætluð?
'Jíli/erji slrij'Cir:
tJR DAGLEGA
LÍFINU
„Best klædda
fólkið“.
í VIÐTALI við breskan
mann, sem birtist í Morgun-
blaðinu í gærmorgun, er það
haft eftir honum, að hvergi í
heiminum hafi hann sjeð betur
klætt fólk en hjer á Islandi, kon
ur sem karla. Það má ganga út
frá því, að átt sje við að al-
menningur sje hjer snyrtilegar
og smekklegar klæddur, en að
ekki sje átt við, að það klæð-
ist hlýrri og hentugri fötum en
gengur og gerist. alment úti í
löndum.
Þessi ummæli kunna að vera
að einhverju leyti kurteisi af
hendi hins erlenda gests, en
varla þó alveg út í loftið. Það
er ábyggilega satt, að klæða-
burður almennings hjer á landi
hefir tekið miklum stakkaskift
um síðustu ár og er gott eitt um
það að segja. Það bendir til vel
megunar og menningar.
Það þykir vafalausf mörgum
gaman að heyra hól um þjóð
sína af vörum útlendinga, en
um leið verðum við að taka öll
um slíkum ummælum með var
úð og gæta þess að ofmetnast
ekki.
Miljónir manna eru nú klæða
lausir um allan heim. Vafa-
laust er ein algengasta dánar-
orsökin í heiminum klæðleysi
og fæðuskortur. Það þarf því
ekki mikið til að vera betur
settur hvað fæði og klæði snert
ir, en aðrar þjóðir. Við þurf-
um aðeins a'ð gera okkar til —■
hver einasti einstaklingur —
svo að velmegun og framfarir
geti haldið áfram hjer á landi.
•
Margir vilja' til
Islands.
• Á ÖÐRUM STAÐ hjer í blað
inu er sagt frá því, samkvæmí
fregn frá Winnipeg, að mikill
áhugi sje hjá -mönnum fyrir að
ferðast til íslands. Gera má ráð
fyrir, að margt þeirra manna,
sem gert hafa fyrirspurnir um
Islandsferðir, sjeu af íslensku
bergi brotnir.. Það sjeu menn,
sem langar til að heimsækja
átthaga forfeðra sinna. En þó
það sje ekki tekið fram, eru
sennilega margir ferðafúsir
menn þar vestra, sem vilja sjá
landið, vegna þess að áhugi
þeirra hefir vaknað fyrir því á
styrjaldarárunum.
40 manns hafa þegar snúið
sjer til ræðismannsskrifstofu
íslands í Winnipeg, sem ætla
til Islands undir eins og þeir
fá ferðaleyfi.
Winnipeg er tiltölulega lítil
borg og örlítill hluti Vestur-
heims. Ef áhugi manna annars
stáðar fyrir Islandsferðum
stendur í einhverju hlutfalli
við Winnipeg, þá erum við í
vanda stödd. Hvernig á að hýsa
alt það fólk, fá því farartæki
til að ferðast um landið og svo
framvegis.
15 miljóna gistihúsið á vafa
laust langt í land, en vonandi
að byggingu þess verði hraðað
eins og frekast er unt. Því við
þurfum á því að halda fyrr en
varir.
- •
Utlendinga-
eftirlit.
Á DOGUNUM var auglýst,
að útlendingar, sem hjer
dvelja, ættu að gef-a sig fram
við útlendingaeftirlitið hið
fyrsta. Þetta er þörf ráðstöfun
og sjálfsögð.
Okkur er nauðsynlegt að
hafa strangt eftirlit með öllum
erlendum mönnum, sem til
landsins koma. Flestir koma í
góðum og gildum erindagjörð-
um, þá bjóðum við velkomna.
En hætta er á, vegna ástands-
ins í heiminum, að hingað flytj
ist allskonar landshornalýður
og flakkarar, sem ekkert hafa
hingað að vilja og síst til dval-
ar.
Þess er sannarlega að vænta,
að yfirvöldin hafi hið strang-
asta eftirlit með slíku fólki. Við
höfum ekki ráð á að taka á móti
því nje hýsa það.
Það hefir jafnan verið auð-
velt fyrir útlendinga að flytj-
ast hingað og setjast hjer að,
án alls eftirlits. En nú höfum
við lagafyrirmæli um dvöl er-
lendra manna hjer á landi og
þeim þarf að framfylgja út í
ystu æsar.
Ljósaútbúnaður
bifreiða.
UMFERÐARMÁLIN eru þau
mál, sem stöðugt þarf að hafa
vakandi auga á. Nýtísku farar-
tæki með sterkum vjelum, eru
hættuleg, ef með þau er farið
af vanku'nnáttu og ef ekki er
gætt fylstu varúðar. Það verð-
ur að gæta þess, að öryggis-
reglur, sem settar eru, sjeu
ekki brotnar.
Á þessu hefir. verið stagast
hjer aftur og aftur, en það virð
ist ekki vanþörf á að halda
nuddinu áfram.
Nokkrum sinnum hefir verið
minst á hættulegan Ijósaútbún
að bifreiða. Sjerstaklega það,
að ljósin eru of há og sterk,
þannig, að þau blinda þann,
sem kemur á móti farartæki
með of há og of sterk ljós.
En það er fleira, sem þarf
aðgæslu við. Ef menn vilja
taka eftir því hjer á götunum,
þá sjá þeir, að mjög er það al-
gengt, að bílar hafi aðeins eitt
framljós. Þetta eina ljós villir
og getur valdið stórslysum.
Maður, sem kemur á móti ,,ein-
eygðum“ bíl í myrkri, á bágt
með að átta sig á, hvoru meg-
in á bifreiðinni þetta eina Ijós
er. Ef hann reiknar það skakt,
getur það orðið honum að fjör-
tjóni, eða kostað alvarlegar
limlestingar.
Svar lögreglu-
þjónsins.
FYRIR NOKKRU gekk jeg
með lögregluþjóni að kvöldlagi
dálítinn spöl hjer í borginni.
Við mættum hvað eftir annað
bifreiðum, sem aðeins höfðu
eitt ljós að framan og stund-
um ekkert að aftan. Lögreglu-
þjónninn ljet sem hann sæi
þetta ekki, og loks gat jeg ekki
stilt mig, ér bifreið hafi komið
brunandi á móti okkur með
eitt ljós, og spurði hann, hvern
ig stæði á því, að hann stöðv-
aði ekki bílinn og kærði bif-
reiðarstjórann fyrir alvarlegt
brot á umferðarreglunum.
„Það er ekki til neins“, svar-
aði lögregluþjónninn. „Þeir
bera því bara við, að það fáist
ekki varaperur í luktirnar“.
Dálagleg afsökun að tarna!
— Ekki skulum við ásaka lög-
regluþjóninn. Þetta var hans
reynsla og ekki er það hans að
dæma menn, heldur yfirmanna
hans, dómaranna.
En af þeim ætti að vera kraf
ist, að þeir tækju slíka bíla úr
umferð, þar til eigendurnir
hafa komið þeim í lag, eins og
þeir eiga að vera samkvæmt
lögum.
Fáist ekki þau öryggistæki,
sem nauðsynleg eru á farartæk
in, þá eru þau ekki 1 ökuhæfu
standi og eiga ekki að vera í
umferð.
! Á ALÞJÓÐA' VETTVANGI I
* . ■
■ •
- ■ ■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■^■■■■•■■■■laKRflfö&ðCWXffttasæ ■
Á ssmíökum launastjettsnna hvílir mikil ábyrgð
VIÐ 2. umræðu fjárlaganna
(eldhúsdagsumræðu) í danska
þinginu 17. janúar 1946, kvaddi
Bertel Dahlgaard, þingmaður
radikala flokksins, sjer hljóðs
um verkamannamálefni og
sagðist á þessa leið, að þvj er
Politiken hermir, 18. janúar:
Bertel Dahlgaard tók í sama
streng og fjármálaráðherrann.
Ef tilkostnaður hjá oss er hærri
en í þeim löndum, er máli
skifta fyrir oss, mun af því
leiða stórkostlega viðskifta-
kreppu, sem enda mun annað-
hvort með verðsamdrætti (de-
flation), ásamt hruni og at-
vinnuleysi, eða með verð-
þenslu (inflation), sem grefur
undan öllu verðgildi og lýkur
með skelfingu.
I. fyrsta lagi snertir þetta
verslunarjöfnuðinn. Allir, sem
nú hafa eitthvað á boðstólum,
eru einokunarsinnar. Vjer höll
umst í þá átt hvað njatvæli
snertir. Vjer höfum fallið frá
einokunaraðstöðu vorri, en ó-
hjákvæmilegt skilyrði er það,
að vjer sætum sömu meðferð af
hálfu viðskiftavina vorra, ann
ars mun innflutningur vor tak-
markast, hráefni til framleiðslu
vörrar verða dýrari, vöruskort
ur hamla verðlækkun, tilkostn
aður hækka og atvinnuleysi
breiðast út.
Því næst er það staðreynd,
að venjuleg hækkun tilkostn-
aðar, sem orsakast kann af
þeim launasamningum, er nú
standa yfir, mun skaða fram-
leiðsluna, atvinnulífið og verka
■ mennina sjálfa. Ef ekki er a<
gætt, mun í stað þeirrar verð-
lækkunar, sem hafin er, koma
verðhækkun á ýmsum sviðum,
er leiða kann til kreppu 1947
eða 1948.
Guð forði oss, ef verð-
lag verður of hátt.
Vöruþurð sú, sem nú ríkir, er
því að kenna, hversu erfitt er
að breyta stríðsframleiðslu í
framleiðslu friðartíma. En að
2 árum liðnum munu margar
vörur flæða um löndin og þá
hefst þáttur verðlækkunarinn-
ar.
En ef vjer höfum hjer á landi
komið verðlaginu of hátt inn-
an þess tíma, þá forði oss guð.
Það er rjett hjá fjármálaráð-
herra, að kostnaður, verðlag
Framh. á bls. 7.