Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 1
RIJSSAR VILJA FRESTA, BANDARÍKJA- MENN HRAÐA PERSÍUMÁLUNUM Kolaframleiðsla í Ruhr sfórminkar Vegna minkaðs matarskamts. LONDON: Fregn frá Essen hermir, að kolaframleiðsla í Ruhrhjeraðinu 1 Þýskalandi fari nú stórminkandi, sökum þess að matarskamturinn á hernámssvæði Breta var mink aður að miklum mun á dög- unum. Frjettar'itari The Daily Telegraph, sem hefir kynt sjer ástandið, telur, að framleiðslan minki allt upp í 18000 smálest- ir á degi hverjum, á kolanámu svæðunum umhverfis borgina Essen. Sjerfræðingar eru mjög á- hyggjufullir vegna þessa á- stands, ekki síst vegna þess, að þeir telja, að kolaframleiðslan í Ruhr sje eitt af allraþýðing- armestu atriðunum til þess að fjárhagsleg viðreisn getL átt sjer stað á meginlandi Evrópu. Verkstjórar við námur, en við nokkra þeirra ræddi frjetta ritarinn, segjast vera hræddir um, að framleiðslan minki enn meira, en þegar er orðið, þeg- ar áhrifin af hinu minkaða fæði koma greinilegar í ljós. (Daily Telegraph). 10 þúsund liðsfor- ingjar aivinnu lausir London í gærkveldi: ÞAÐ var upplýst á þingi Breta í dag, að í Bretlandi væru nú 10.000 liðsforingjar af þeim sem tekið hafa þátt í ný- <* afstaðinni styrjöld, atvinnu- lausir, margir þeirra hafa ver- ið mjög lengi í hernum. Þegar þetta kom í ljós, hróp uðu margir þingmenn: „Sví- virÖing!“ — Atvinnumálaráð- herrann lofaði að ■ gera hvað hann gæti til þess að menn þessir fengju vinnu. —Reuter*. 20 ára vínáifusamn- .* ingur London í gærkveldi: I GÆR var undirritaður í Varsjá 20 ára vináttu- og bandalagssamningur milli Pól- verja og Jugoslafa. Var sagt opinberlega, eftir að samning- arnir höfðu verið undirritaðir, að þeir hefðu verið gerðir vegna hins breytta viðhorfs og aðstöðu, sem skapast hefði í Suðaustur Evrópu eftir styrj- öldina. —Reuter. Frægf orusfuskip riiið BRESKA flotamálaráðuneytið hefir nú ákveðið að rífa skuli hið fræga orustuskip Warspite, sem tók þátt í mörgum viður- eignum í nýafstaðinni styrjöld og nýbygt í sjóorustunni miklu við Jótland í fyrri heimsstyrjöhl. Skipið var m. a. í orustum við Narvik, og síðast í hardögunum um hollensku eyna Wal- cheren. — Skipið sjest hjer að ofan. Hunguróeirðir í Hamfaorg Skyndidómsiólar sefiir á stofn Hamborg í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgbl. FYRSTU hunguróeirðirnar, sem orðið hafa síðan matarskamt- urinn nýlega var minkaður á hernámssvæði Breta í Þýskalandi, urðu í gær hjer í borginni. Víða um borgina rjeðust hópar af fólki inn í brauðbúðir og hrifsuðu til sín brauð. Á einum stað reyndi 150 manna hópur að ryðjast inn í verslun eina, og kom þá lögreglan til skjalanna. Skyndidómstólar hafa verið settir á stofn til að dæma þá, sem taka þátt í slíkum óeirðum sem þessum. Atlögur að vörubifreiðum. Víða rjeðist hungrað íólk að vörubifreiðum, sem voru í mat- vælaflutningum um borgina. Voru bifreiðarnar stöðvaðar og teknir af þeim allmargir sekkir með hafragrjónum. Eftir að lög reglusveitir hófðu komið á vett vang og handtekið margt af fólki þessu, var tilkynt, að sjer stakir dómstólar myndi verða settir á stofn bá þegar, til þess að fjalla um mál þeirra, sem reyndu að taka matvæli ó- frjálsri hendi Hafa þegar ver- ið handteknir um 450 manns, vegna þjófnaða úr vörugeymsl- um. Einnig hefir vopnaður vörð- ur verið settur um vöruskemm ur í borginni. Skipað að skjóta. Hersveitum þeim, sem eru á verði í borginni hefir verið skipað að skjóta á fólk, sem er að reyna að stela á næturþeli, í stað þess að skjóta púður- skotum. Síðan þessi hersveit kom til borgarinnar úr Ruhr- hjeraðinu, hefir hún skotið 4 Þjóðverja, þar á meðal gamla konu, sem var að taka kol í óleyfi. •— Reuter. Síamsfjórn segir a! sjer London í gærkvöldi. STJÓRNIN í Síam (Thai- land) hefir sagt af sjer, eftir að hafa beðið lægri hlut í at- kvæðagreiðslu í þjóðþinginu. Hafði stjórnin borið fram frum varp um verðfestingu fram- færslukostnaðar, og var það felt með tveggja atkvæða meiri hluta. — Óvíst er um myndun nýrrar stjórnar og ríkir all- mikið öngþveiti í landinu. — — Reuter. Trygve Lie fjekk tvö brjef í gærkveldi New Yörk í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. TRYGVE LIE, aðalritari Hinna sameinuðu þjóða til- kynti seint í kvöld, að Rússar hefðu beiosi þess í venju- legu brjefi, sem sett var í póst í New York og undirritað af Gromiko, sendiherra Sovjetríkjanna í Bandaríkjunum, að Öryggisráðið frestaði að taka Persíumálin fyrir þar til 10. apríl næstkomandi. Nákvæmlega klukkustundu eftir að Trygve Lie fjekk þetta brjef, fjekk hann annað brjef frá Edward Stettinius, þar sem beðið er um að Persíumálin verði tekin fyrir fyrst á dagskrá Öryggisráðsins. — Var brjef Stettiniusar dag- sett í dag, en brjef Gromikos í gær. Öryggisráðið ákvarðar. Lie sagði blaðamönnum, Uppþoi Kúrda í Persíu að spurningin um það, hvorri beiðninni ætti að verða við, væri ekki fyrir hann að ráða fram úr, held- ur fyrir Öryggisráðið sjálft. Persíumálin væru aðeins mótmæli frá einum af með- limum sameinuðu þjóðanna og yrði málið fyrst og fremst að samþykkja að taka þau fyrir, þegar ráðið kemur saman þann 25. þ. mán. Lengri undirbúningstími. Gromiko færði fram sem ástæðu fyrir beiðni sinni um frestun málsins, að hann þvrfti lengri tíma til þess að búa sig undir málið, og þar á meðal þyrfti hann að fá London í gærkvöldi. FREGNIR frá Teheran herma í kvöld, að flokkar af ætt Kúrda hafi byrjað vopnaða upp reisn gegn stjórninni í Persíu. Er meginliðsafli. uppreisnar- manna nú að þjarma að þrem landamæravarðsveitum Persa nærri landamærum Iraq. Eru þar bardagar allmiklir. — Mun stjórnin í Teheran reyna að senda liði sínu á þessum slóð- um hjálp, svo það verði ekki umkringt. Þá berast fregnir um það seint í kvöld, að Kúrdar víðar í Persíu hafi gert uppsteyti. Persneska stjórnin hefir sett i eins miklar upplýsingar og vörð um fyrverandi forsætis- ráðherra landsins þar sem hún óttast um líf hans. Hann ljet svo um mælt í morgun, ,,að miljónir af löndum sínum væru fangar í Azerbeijdan". — Rússar og stuðningsmenn þeirra hafa oft kallað hann „versta afturhaldssegg Persíu“. —Reuter. Anglía fundur ANGLIA heldur skemtifund í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 8,45. Er það fimti fundurinn á þessum vetri. Að þessu sinni mun fulltrúi British Council hjer á landi, hr. A. C. Cawley, flytja fyrirlestur um skáldkon una Charlotte Bronte og sögu hennar, Jane Eyre. Að erind- inu loknu syngur Elsa Sigfúss nokkur ensk og íslensk lög og að lokum verður dansað til kl. 1. Meðlimir Anglia mega taka með sjer gest. mögulegt væri frá Sovjet- ríkjunum. Times ræðir mal- mælaáslandlð Londoh í gærkveldi: BRESKA blaðið „T’ne Times“ ræðir í forustugrein sinni íYlag um matvælaástandið í heimin- um, og fer fillhörðurn orðum um það, sem &ert er til þess að bæta úr neyðinni. Farast blað- inu þannig orð, að ekki sje hægt að haldu áfram á þeirri braut, að láta stjórnmálalegar og fjárhagslegar ástæður hindra það, að hjálp þeirra ber- ist til fólks sem hungur vofir yfir. — Segir blaðið að ekki sje álitlegt um samvinnu þjóð- anna í öðrum málum, ef þær geti ekki unnið saman að eins einföldu og aðkallandi málefni eins og því, að varna að miljónir deyi úr hungri. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.