Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 6
6 MOBÖUNBLA9II) Fimtudagur 21. marz 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þaðan stafar hættan ÞAÐ varð breyting á stjórnmálaritstjórn Þjóðviljans nú fyrir skömmu. Alþingismennirnir tveir, þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson fóru frá blaðinu, en við tók Kristinn E. Andrjesson magister. Miklar tröllasögur gengu um það, að þessi ritstjóra- skifti boðaði stefnubreytingu hjá blaðinu. Hjer eftir yrði það Moskva-línan ein og ómenguð, sem rjeði stefnu blaðs- ins. Að vísu var þessi austræna lína í hávegum höfð í blaðinu undir ritstjórn Einars og Sigfúsar, en þó komu fyrir hliðarhopp, frá línunni, einkum þegar Sigfús hjelt á pennanum. Er mönnum sjerstaklega minnisstætt frá bæjarstjórnarkosningunum, þegar Sigfús afneitaði hinu „austræna lýðræði“, sem kommúnistar höfðu hafið til skýjanna. Sigfús hefir vafalaust mæít þetta af sannfær- ingu, því að hann er í eðli sínu lýðræðissinni. ★ Ekki er ósennilegt, að þessi bersögli Sigfúsar hafi verið orsök þess, að hann varð að víkja frá blaðinu. Svo mikið er víst, að breyting varð á Þjóðviljanum eítir að hinn nýi ritstjóri tók við. Er nú ekki annað sjáanlegt, en að hluti af ritstjórn blaðsins hafi beinlínis aðsetur austur í Moskva. Birtir Þjóðviljinn nú daglega greinar, sem einræðisherrarnir í Moskva búa í hendur blaðanna í Rúss landi og notað er þar í áróðursskyni. En austur í Rússlandi eru ekki leyfð önnur blöð en þau, sem túlka málstað ríkisstjórnarinnar. Prentfrelsi er þar bannfært. Stjórnarherrarnir eru algerlega einráðir um hvað sett er í blöðin. Ef eitthvert blað leyfði sjer að gagn- rýna ríkisstjórnina, yrði það tafarlaust gert upptækt og dauðarefsing biði þeim, er valdur væri. ★ Seinast í gær birtist stórletruð grein á fremstu síðu Þjóðviljans, þar sem því er haldið fram (og rússnesk blöð borin fyrir), að öryggi Sovjet stafi hætta frá Iran! Þetta minnir á aftburðina frá 1939, þegar rússnesk blöð voru lát- in ala á því látlaust, að Sovjet stafaði hætta af Finnum, og þetta síðan notað til árása á þessa smáþjóð. Það þýðir ekki að ætla að telja íslenskum lesendum trú um, að mesta herveldi heims stafi hin minsta hætta frá nágrönnunum. — Þessvegna verkar það blátt áfram hlægilega, að íslenskt blað skuli láta hafa sig til, að halda slíkri firru fram. Og almenningur í Rússlandi er aumkv- unarverður, ef hann tekur trúanlegan slíkan áróður í blöð- um, jafnvel þótt annað sje ekki borið á borð fyrir hann. ★ Þjóðviljinn talar um „heilagan rjett“ smáþjóðanna, þann rjett, að stórveldin hverfi brott með heri sína úr löndum þeirra. Þetta er vel mælt — það er að segja, ef af fullum heilindum er mælt. En einhvern veginn verka þessi fallegu orð í Þjóðviljanum þannig á lesandann, að hann hafi á tilfinningunni, að ekki sje af heilum hug mælt. Ekki minnist blaðið t. d. einu orði á Eystrasaltslöndin. Áttu smáþjóðirnar þar engan „heilag- an rjett“? Eða hvað er orðið af þeim rjetti í dag? Máske stafaði hinum stóra nágranna hætta af þessum smáríkj- um og það sje orsök þess, að hinn „heilagi rjettur“ þeirra þurkaðist út? ★ Við skulum vona, að þeir tímar sjeu skamt framundan, að smáþjóðirnar — allar með tölu — fái sinn „heilaga rjett“ viðurkendan af stórveldunum. Að bræðralag þjóð- anna eigi eftir að eflast og þroskast svo, að'þær geti búið saman í sátt og samlyndi — án alls ótta. — Þessa byggingu eru þjóðirnar nú að reyna að reisa. Tekst þeim að reisa bygginguna? Eða hrynur allt í rúst? Á þessu veltur tilvera smáþjóðanna. Morgunblaðið trúir því ekki, að það verði lýðræðis- þjóðirnar, sem láti upp á sig standa, að veita smáþjóð- unum tilverurjett og öryggi. Hættan stafar frá einræðis- ríkjunum. Það hefir sagan sýnt. Og það sannaði síðasta styrjöld greinilega. ÚR DAGLEGA LÍFINU Engar skíðaferðir skólabarna. ÞAÐ VERÐUR EKKI efnt til skíðaferða fyrir skólabörn bæjarins í vetur. Ástæðan er ofureinföld: Það er enginn snjór. En vafalaust verður þetta mörgum börnum hin mestu vonbrigði, sem von er. Skíða- ferðirnar undanfarna vetur frá barnaskólunum hefir verið til- hlökkunarefni í margar vikur áður en þær voru farnar og þegar loks hinn langþráði dag- ur kom var mikið um að vera. Það þótti nú heldur en ekki sport að fá að fara á skíði upp í fjöll. Alveg eins og fullorðna fólkið. ' • Hægt að veita uppbót. EN VÆRI EKKI hægt að veita skólabörnunum einhverja uppbót fyrir að þau missa af skíðaferð á þessum vetri. Vissu lega væri það hægt. Það þyrfti ekki annað en að efna til gönguferðar einhvern góðviðr- isdaginn upp í fjöll hjer í ná- grenninu. Það væri kanski ekki alveg eins gaman eins og fara á skíði, en það myndi samt verða nýjung fyrir börnin og það, sem meira er um vert, það yrði lærdómsríkt. Kennarinn, sem færi með börnunum gæti sýnt þeim fjallahringinn í kringum þau og kent þeim að þekkja fjöllin. — Hvað vita margir Reykvíking- ar, sem komnir eru til vits og ára um fjöllin í nágrenninu? Fæstir þekkja nema Esjuna og Snæfellsjökul, Akrafjall og Skarðsheiði. Væri það til of mikils mælst að veita börnunum þessa upp- bót? Varla. • . Smjörsögur. ÞAÐ ERU MARGIR, sem tala um smjör þessa dagana — eða öllu heldur smjörleysið. Flest heimili hafa notað smjör- skamtinn sinn og geta ekki fengið smjör keypt þó enn sje það til í mörgum verslunum. Við því er víst ekkert að segja, eða gera. Það verður að hafa sinn gang úr því smjörið er skamtað og hver verður að fá sinn afmælda skamt, hvorki meira nje minna. — En það er eins með smjörið og svo margt annað, sem ekki fást upplýs- ingar um, að það skapast um það alls konar sögur pg get- gátur. Þó er það svo ofurein- falt mál að kveða niður slíkar sögur, kæfa þær í fæðingu, eða fyrirbyggja að þær verði til. • Hver er sannleik- urinn um smjörið? HELSTU SÖGURNAR um smjörið, sem ganga um bæinn eru þessar: Það er til nóg af smjöri í landinu. Skömtunar- yfirvöldin vilja bara ekki láta það af hendi. Það hefir skemst mikið af smöri undanfarið í geymslu. Nýlega voru nokkur tonn látin fara í sápugerð vegna þess að það var orðið óætt. Sambandið á 20 smálestir af smjöri. Hversvegna kemur það ekki á markaðinn. — Það er til-nóg af íslensku smjöri í landinu, en það er verið að bíða með að setja það á markaðinn í von um hærra verð. Þetta eru sögurnar um smjör ið. Þær þurfa ekki að vera sannar og eru það vafalaust ekki allar og sumar eru ekki nema hálfUr sannleikur. En hvers vegna er almenn- ingi ekki, gegnum blöðin, sagð- ur sannleikurinn um smjör- ástandið? • Ofur einfalt mál. ÞAÐ VÆRI ofur einfalt mál, að segja sannleikann um smjör birgðirnar í landinu. Skömtun- aryfirvöldin hljóta að vita upp á gramm hvað til er af smjöri og geta sagt nokkurn veginn með vissu hvenær vænta má næsta skamts af smjöri. Það er ekki nauðsynlegt að fara með þessi mál eins og mannsmorð. Það er engin hætta á að al- menningur sætti sig ekki við það, að fá ekki smjör, ef ástæð- urnar fyrir því eru einhverjar, sem ekki verður ráðið við. Ef engu er að leyna, þá út með ;,sprokið“. Það er einfald- ast, jafnt í smjörmáli sem öðr- um málum, sem almenningur lætur sig skifta. FRÁ FRÆNDÞJÓÐUNUM Rmk og Grjefa Rabbað við danskan kunningja. ÞAÐ ER vika af febrúar, og miðmorgun í Kaupmannahöfn. Stokkhólms-lestin hökktir inn á Aðalstöðina og nemur staðar með miklum blástri. Það er sól- skin, en frost og stormur úr öllum áttum, reglulegur garri, sem ævinlega gerir allt um- hverfi ljótt og allar manneskj- ur ólundarlegar. Jeg fæ töskuna mína geymda í farangursdeildinni. og rölti niður á Ráðhústorgið, án nokkurs ásetnings. Þegar jeg var drengur komst jeg ein- hvernveginn að því, að Skúli Magnússon hefði einu sinni haldið því fram í fullri alvöru, að einn þriðji hluti Kaup- manhahafnar á hans dögum væri reistur fyrir íslenskt fje. Síðan finst mjer jeg eiga meira tilkall til Ráðhússtorgsins en nokkurs annars staðar í út- löndum. í svipmynd augans virðist hjer allt vera með kyrrum kjörum, allt eins og var: húsin, göturnar og torgið, — og spor- vagnarnir halda í sömu átt og áður — og þó er eins og allt sje eitthvað breytt. Og gömlu kunningjarnir? Hvar skyldu þeir nú vera nið- urkomnir? Hvar eruð þið nú Hans og Greta, Christian Peter, Jens og Elsa? Og blessuð gamla konan, hún frú Sörensen. Skyldi hún lifa enn? Hún bjó á 5. hæð undir ljósaauglýsing- unum hinum megin við „Scala“ og átti þrjá syni, sem allir voru uppkomnir og einhvers staðar úti í heimi. Það varð allt að ljúfu ævintýri, sem hún sagði —■ einnig það, sem einu sinni var bæði satt og ljótt. Hún var sáttust allra við alla, sem jeg hefi kynnst og hún átti gráan kött og kanarífugl í búri, og fuglinn söng þegar sólin skein inn um gluggann. Það þótti gömlu konunni gaman. Torgið er allt upphleypt og sundurgrafið annarlegum rang hölum og hlöðnum bungum með strompum upp úr hjer og hvar. Loftvarnarbyrgi? Skot- grafir? En allt ber verk þetta vott um mikla grjóthleðslu- menningu og smekkvísi. — Kannski er það líka af fagur- fræðilegum ástæðum, sem ekki er búið að sljetta þetta og jafna torgið. Hver veit? Eða ef til vill eiga þessar byggingar að fá að standa til minningar um strjðið, þegar allir verða ann- ars búnfr að gleyma því! Blaðsöluturninn er með sömu ummerkjum og áður, — nema hvað litla, ljóshærða afgreiðslu stúlkan, sem hjer var einu sinni, er farin. Auðvitað er hún farin. Jens hefir fengið beinberkla í mjöðmina og liggur á hæli. Elsa er gift, og mamma hennar segir að hún sje hamingjusöm. Vonandi er Elsa hamingjusöm. Christian Peter er fluttur úr mötuneytinu fyrir mörgum ár- um, og þegar menn flytja á burt úr mötuneytinu sínu, þá er eins og þeir hverfi úr heim- inum. Enginn veitt, hvert þeir fara. Og Guðrún Margarethe er dáin. Guðrún Margarethe var blóm vorsins, og ýmsum fanst , hún vera yndislegri en allt annað löngu, löngu fyrir stríð. Þannig breytist allt að ein- hverju, þó gömul hús standi og sporvagnar aki í ákveðnar átt- ir. Reynslan verður að minn- ingu, og minningin bliknar og máist fyr en varir. En svo kunnugur sem jeg þóttist einu sinni vera á þess- um slóðum, þá kannast jeg ekkert við þennan þrákelknis- lega sj álfspyntingarsvip, sem hjer bregður fyrir í öðru hverju andliti. Eru þetta Danir? Eftir mikið stímabrak get jeg fundið Hans vin minn. Hann tekur mjer eins og hvítum hesti, býður mjer koníak og spyr hæversklega, hvert jeg eigi ekki eina reglulega sígar- ettu. Hann er mikið breyttur, hefir elst fljótt og orðinn grár í vöngum. — Af hverju eru allir eitt- hvað svo önugir í dag, Hans, sp^r jeg í grandaleysi. — Vegna þess, að það hefir verið stríð, segir Hans og hnyklar brúnirnar. — Vissu fleiri, vinur, svara jeg. — Ekki þið á íslandi, segir Hans. — Þið hafið baðað í rós- um og grætt peninga, grætt á stríðinu. — Það er nú eins og á hvert mál er litið, svara jeg og hypja mig í varnarstöðu, því jeg þekki Hans og sá, að honum var mikið niðri fyrir. — Víst hafið þið grætt, og ekkert vitað af stríðinu til ann- ars en að græða á því, segir vinurinn. Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.