Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 7
* Fimtudagur 21. marz 1946 MOKGUftBLA®!* T - NJÓSNARAR í STOKKHÓLMI LJÓSIÐ frá hinni stóru Ijósakrónu uppi undir loft- hvelfingunni speglaðist í borðbúnaðinum og glamp- aði á myndinni andspænis mjer. Fyrir utan ók járn- brautarlest tram hjá Hin- um megin matborðsins sat gestgjafi minn — þekktur lögfræðingur — við vinstri hlið mína sat enskur höfuðs maður. Það var ekki meira en svo að jeg hefði tekið eftir nafni hans, er við vor- um kynntir: Victor Hamp- ton höfuðsmaður hjet hann. Hampton var um fimmtugt, hár hans var farið að grána, en framkoman var frjáls- mannleg og litlar hrukkur voru við augu hans. Augun vöktu raunar mesta eftir- tekt manns, þau voru grá- blá, skörp en glaðleg. Hann leit út eins og aðalpersón- an í Indlandsæfintýrum Kiplings. Hann lyfti vínglasinu. „Skál, herra skemdar- verkamaður,“ sagði hann. ,,Lítið inn til mín á morgun á bresku vegabrjefsskrif- stofuna. Það getur verið, að jeg geti hjálpað yður “ Jvá, þetta var rjett. Jeg var skemdarverkamaður. Jeg hafði gleymt því eitt augnablik. Fyrir tveimur dögum síðan hafði jeg vað- ið út í fiskibátinn við strend ur Danmerkur, fyrir viku hafði jeg verið einn af þeim, sem sprengdu í loft. upp verksmiðjuna, sem fram- leiddi gögn fyrir Þjóðverja. Nú var jeg á flótta undan Gestapo, og aðeins gestrisni sænska lögfræðingsins — jeg bjó hjá honum — gerði það að verkum, að jeg var ekki á götunni, Jeg hafnaði tillögunni um að halda á- fram ferð rninni til Eng- lands og ganga í herinn þar, og það var af þeim orsök- um, að gestgjafi minn hafði boðið nokkrúm breskum vinum sínum heim til sín. Meðal þeirra var Hampton höfuðsmaður, og ritari Við bresku sendisveitina, David McHewin að nafni — eða, eins og jeg lj;omst síðar að raun umr ' forustumenn bresku leyniþjónustunnar í Stokkhólmi, Njósnamiðstöðin. VIÐ Birger Jarlsgötu 12, í hjarta borgarinnar, er vegabrjefadeild breska kons úlatsins, og það var þar, sem Hampton hafði sagt mjer að hitta sig Um þetta leyti •— haustið 1943 — þegar varla eitt einasta vegabrjef til Bretlands var gefið út, unnu þarna tólf manns. Ef einhver var svo barnalegur að snúa sjer til skrifstofunn ar í því augnamiði, að reyna að fá vegabrjef, vissi eng- inn neitt, og umsækjandinn var undantekningarlaust sendur á aðalskrifstofu sendiráðsins. Þegar jeg daginn eftir kom á skrifstofuna, tók Hampton höfuðsmaður mjög vingjarnlega á móti mjer. „Við skulum koma inn Dönsk frelsishetja skýrir frá starfsemi bresku leyniþjónustunnar í Svíþjóð á styrjaldarárunum Fyrri grein hjerna, svo við getum talað saman ótruflaáir,“ sagði hann, um leið og hann fvlgdi mjer inn langan gang og inn í lítið herbergi, sem í var eitt borð, fjórir stólar og tæki til að hita á kaffi. Jeg komst að því síðar, að hurð- in fjell sjálfkrafa í lás, svo að aðeins var hægt að opna hana innan frá. Hampton bauð mjer sæti og byrjaði siðan að tala, en hin skörpu augu hans hvíldu ætíð á andliti mínu. Hann reyndi ekki að dvlja mig neins. Hann sagðist vera í leyniþjónustunni og hafa óskað eftir þessu við- tali, til að fá mig til að ger- ast meðlimur þjónustunnar. Málin stæðu nú þannig: vildi jeg leggja. mig í þá hættu, að snúa aftur til Danmerkur og ferðast svo til Þýskalands, þegar að því kæmi. Áður en jeg legði í ferð mína, átti jeg að und- irgangast að minnsta kosti 6 vikna þjálfun. Jeg hugs- aði málið. Áhættan var mikil, en í Stokkhólmi mundi jeg vera neyddur til að lifa á velgerðum annara. Jeg sló til. „Á morgun byrjar þjálf- un yðar,“ sagði Hampton, er hann kyaddi mig og fylgdi mjer td dyra. Hugrekki og gáfur. Megintilgangur þessarar greinar, er að gefa lesand- anum kost á, að kynnast starfsaðferðum leyniþjón- ustunnar í Svíþjóð, meðan á styrjöldinni stóð. Það er því best að byrja á því að segja það, að njósnari raun- veruleikans er, hvað flestu viðvíkur, nauðaólíkur njósn urum kvikmyndanna og reifaranna. Jeg hvorki kýnt ist nje heyrði talað um neina undurfagra kvennjósn ara. I stað þess mætti jeg mönnum, sem litu alvar- legum augum á starfsemi sína, hugrökkum og gáfuð- um mönnum, sem svifust einskis. „Það þýðir engin við- kvæmni við þessa vinnu,“ sagði Hampton höfuðsmað- ur, og hann vissi, hvað hann sagði. Sjálfur var hann Ijósasta dæmi þess, hvernig njósnarar eru bestir. Eins og margir hinna njósnaranna, hafði hann fyrst verið í breska hernum þar til hann fyrir 25 áram síðan var skípaður í leyniþjónustuna. Hann hafði barist í heims- styrjöldinni fyrri, og eftir það hafði hann verið í her- þjónustu í Indlandi, Kína og Litlu Asíu. Hann talaði mörg tungumál, meðal ann- ars rússne^ku, arabisku, persnesku og dönsku — og að öllum líkindum var það kunnátta hans í dönsku, sem gerði það að verkum, að hann hafði verið skipaður í þessa deild leyniþjónust- unnar. Opinberlega starfaði hann á vegabrjefaskrifstof- unni, en í raun og veru var hann einn af yfirmönnum bresku leyniþjónustunnar í Svíþjóð, og hafði það með höndum, að útvega og koma áleiðis öllu markverðu í Dammörku og Þýskalandi. Þá rjeði hann vfir mörgum þeim njósnurum, sem send- ir voru til meginlandsins með fölsuð skilríki og dul- búnar myndavjelar. Vicky, eins og við kölluð- um hann, var glaðlyndur, þægilegur í viðmóti og ó- hemju duglegur. Sem Breti var hann umgangsþýður og hið vingjarnlega viðmót í, 5 , Stórkirkjan í Stokkhólmi. hans vilti flestum þeim sýn, sem ekki þekktu hina raun- verulegu hörku hans. Slunginn njósnari. Vicky Hampton sýndi mikla hæfni. í starfi sínu. Dag einn hitti hann t. d. Svía nokkurn, sem nýkom- inn var frá einni af borg- um þeim í Þýskalandi, sem orðið hafði fyrir sprengju- árásum. Hampton var góð- ur samkvæmismaður, og Svíinn þáði glaður boðið, er hinn nýi breski vinur hans bauð honum til kvöldverð- ar í íbúð sinni. Hampton hjelt þessa k.völdverði jafn- an í íbúð sinni við Wittsto- cksgötu 3 — á hurðinni stóð Lundgren — og veitti óspart bæði mat og drykk. Eftir að kaffi hafði verið drukk- ið, sneri Hampton talinu að Þýskalandi og borg þeirri, sem gestur hans .var n.ýkorn inn frá. Hampton sýndi á- huga fyrir umræðuefninu, hann hafði sjálfur verið í þessari borg og engum var meiri harmur af því en hon- um, að styrjaldarnauðsynin hafði leikið borgina svo illa o. s. frv. Höfðu orðið miklar skemd ir? Hvaða borgarhverfi höfðu orðið verst úti? Verk smiðjuhverfið, já. Voðalegt, voðalegt! Loftvarnabvssun- um var ef til vill illa komið fyrir? Samræðurnar urðu fjörugri. Svo vildi til, að Hampton átti sjálfur kort yfir borgina Ef hann væri í sporum Þjóðverja, mupdi hann koma loftvarnabvssun um og loftbelgjunum fyrir á þessum stöðum. Gestur- inn varð hrifinn og gaf Hampton ýms ráð. Hann sá nú, að Þjóð' erjarnir höfðu farið rangt að, er þeir settu byssur sínar á allt aðra staði, en höfuðsmaðurinn áleit besta. Hann benti á þá á kortinu og kvaddi nokkru seinna þenna við- mótsþýða vin sinn. Hann varð hálf undrandi, ér hann nokkrum dögum seinna hringdi upp og stakk upp á því, að þeir hittust aftur. Hampton sagði þvert nei. Það var ekki meira upp úr honum að hafa Unnu nokkrir saman. Meðan á þjálfun minni stóð, hitti jeg nokkra aðra af meðlimum leyniþjónust- unnar, enda þótt það sje venjan í þessu starfi, að láta ekki vinstri hendina vita, hvað sú hægri gerir — never cross the lines, eins og Vicky Hampton komst að orði. í Stokkhólmi unnu venjulega þrír eða fjórir menn saman. Sem dæmi má geta þess, að yfirmaður eins flokksins var starfsmaður hjá breska sendiráðinu og með honum unnu svo tveir frjettamenn bandamanna, sem báðir störfuðu í frjetta stofunni í Grand Hotel. Frjettamennirnir báðir áttu auðveldara með að fara ferða sinna en starfsmaður sendiráðsins, sem varð að koma fram í samræmi við hina diplomatisku stöðu sína. Hann var höfuðið, frjettamennirnir haukar hans. Þeir gátu auðveldlega átt blaðaviðtal við ferða- menn frá Þýskalandi, og lagt fyrir þá spurningar, sem ekki þurftu að vekja neina grunsemd. Það má nefna það sem dæmi, að það var einu slíku frjettaviðtali að þakka, að Bretar kom- ust að því, að verksmiðja ein í Brúnsvík framleiddi sjónpípur í kafbáta. Nokkr- um vikum seinna, var verk- smiðja þessi gereyðiiögð í sprengjuárás. Venjulega er tekið á móti njósnurunum í íbúð Hamp- ton sem, eins og áður er greint, var við Wittstocks- götu. Allmikil leynd var samfara þessum heimsókn- um. Ef einhverjir áttu í samræðum í ganginum, eða ef maður rakst á einhvern í húsinu, var manni venju- lega sagt að fara til ein- hvers annars staðar í Stokk hólmi. Þótti sopinn góður. Eini ‘gallinn á Vickv var sá, að hann drakk of mikið og fyrir gat komið, er líða tók á kvöldið, að hann byrj aði að tala um málefni, sem hann hefði ekki átt að minn ast á. Einu sinni gaf hann t. d. manni, sem hann var nýbúinn að kynnast, mynd af sjer. Þá kom það ósjald- an fyrir, begar svona stóð á, að hann sneri samræð- unum að uppáhaldsmálefni sínu, því, að Svíar væru ó- áreiðanlegir og vrðu brátt að hefja þátttöku í styrjöld inni, svo að veröldin liti ekki á þá smánaraugum. Þó efast jeg ura það, að hann hafi í raun og veru hugs- að um mikið annað en sjálf- an sig og Bretland — og svo ef til vill hina tjekkn- esku vinkonu sína og sam- verkamann, ljóshærða stúlku um þrítugt, sem köll uð var Kay. Jú, og ef til vill húsfreyjuna, sem hjet Elma og var mjög góður kokkur. Vicky tók hana stundum með sjer í boð til kunningja sinna og kallaði hana „poka dýrið sitt.“ Grunnvíkiiigafjelag sfofnað á ísafirði , Isafirði, miðvikudag. í GÆRKVÖLDI var stofnað hjer Grunnvíkingafjelag. Stofn endur eru 30. Stjórn þess skipa Guðmundur Hrafnfjörð, vjel- stjóri, formaður, Guðfinnur Sigmundsson, vjelsmiður, rit- j ari og Indriði Jónsson, skip- stjóri, gjaldkeri. Meðstjórnandi , er frú Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.