Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1946, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBÍíAÐÍö Fimtudagur 21. marz 1946 jHiHiiiiiiummi aiiiiiiiiiiiiuiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiMuiiiiiiiiiiiiiiiiiiu ÁST í MEINUM £ftir JJatjlor (JaIdiue// iimiiiiiiiMiiiiuiuiiiiiir 47. dagur Við eigum honum margt að þakka. Honum þótti mjög vænt um hana“. Jerome barði í borðið. „Það kemur ekki málinu við!“ hróp- aði hann. „Filip er óvitlaus. Hann skilur afstöðu mína. Svo tölum við ekki meira um það“. Hann reis á fætur. „Jeg vil ekki heyra minnst á þetta framar — skiljið þið það?“ Mary reis þegjandi á fætur og fór út úr herberginu. Jerome horfði á eftir henni. Svo sneri hann sjer að Amalíu. „Þjer hefir þá loksins tekist að snúa dóttur minni gegn mjer! Þú hefir rægt mig við hana í mörg ár — gert allt, sem þú hefir getað, til þess að stía okkur í sundur. Ertu ekki ánægð?“ Amalía reis einnig á fætur. Hún studdi sig við borðið. „Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta, Jerome? Hvern- ig geturðu verið svona misk- unnarlaus? Jerome var frávita af reiði. „Ætlarðu að neita? Ætlarðu að neita því að þú hafir eitrað hug dóttur minnar gegn mjer? Það eru mörg ár síðan jeg tók fyrst eftir því!“ Amalía var orðin mjög föl. En hún sagði föstum rómi: „Föður þínum myndi falla þungt, ef þú yrðir ekki við jarðarför systur þinnar". „Talaðu ekki eins og kjáni!“ Amalía hjelt rólega áfram: „Þú getur ekki vammlaust brotið í bága við rótgrónar siðavenjur þjóðfjelagsins11. „Siðavenjur!“ hrópaði Jer- ome, og röddin var þrungin fyrirlitningu. „Þú ættir nú held jeg að tala sem minnst um slíka hluti. Ef þú æt.tir einhvern' snefil af siðferðiskennd, mynd- ir þú ekki hafa farið á bak við mig og snúið dóttur minni gegn mjer“. „Þú hefir á röngu að standa", svaraði Amalía. Rödd hennar titraði örlítið. „Jeg hefi ekki snúið Mary gegn þjer, eins og þú kemst að orði. Ef tilfinn'- ingar hennar í þinn garð hafa eitthvað breytst er það þjer sjálfum að kenna. Ekki mjer“. Hún var forviða. Var þetta Jerome, eiginmaður hennar —- maðurinn, sem hún unni? Var það í raun rjettri hatur, sem hún sá loga í augum hans? Hafði hún ekki vitað fullvel, að hann var grimmur — misk- unnarlaus? Auðvitað hafði hún vitað það — þótt hún hefði ekki viljað viðurkenna það fyrir sjálfri sjer. En nú hlaut hún að gera það. Rödd hennar skalf ekki leng- ur. „Þú ert miskunnarlaus, Jerome. Jeg held, að jeg hafi aldrei viljað gera mjer það fýllilega ljóst fyrr en nú. Jeg get fyrirgefið allt, nema grimmd. Allt!“ Einmitt það, já. Svo að jeg er grimmur“. Hann kipraði saman augun. „Það er senni- lega þetta, sem þú hefir inn- rætt Mary, öll þessi ár“. Amalía gat ekki komið upp nokkru orði. Hve jeg hefi verið barnaleg! hugsaði hún með sjer. Hve jeg hefi haft litla hug- mynd um allt það, er í manns- sálinni getur búið! „Án efa“, hjelt Jeröme áfram, „hugsar þú nú með söknuði til fyrra eiginmanns þíns, sem var svo blíður og góður! Undarlegt, að þú skyld- ir geta dregið hann svo sví- virðilega á tálar og yfirgefið hann síðan. Jeg held þú ættir að segja honum þessar frjettir — að jeg sje svona grimmur, á jeg við. Jeg er handviss um, að það myndi gleðja hann mjög“. Allt í einu rann upp ljós fyrir Amalíu. Hún fjekk tár í augun. Oll þessi ár hafði Jerome þjáðst af ótta og óvissu! Enginn mað- ur, sem treysti sjálfum sjer, gat verið grimmur. Þegar mað- ur rjeðist af slíkum ákafa gegn þeim, sem hann unni, var það vegna þess, að hann átti ekki frið í sálu sinni. Amalía hafði ætíð haldið, a? það væri Alfreð, sem þjáðist aí vanmáttarkennd. Nú sá hún, að henni hafði skjátlast. Van- máttarkennd Alfreðs hafði átt rót sína að rekja til þess, að hann hugði sig standa í þakk- arskuld við William frænda sinn. Annars hafði hann verið sterkur. Og hann hafði orðið hyggnari og vitrari með árun- um. Það hafði Filip sagt henni. Jerome myndi aldrei verða hygginn. Hann stæði á önd- verðum meiði við heiminn meðan hann lifði. Hann hataði af því að hann óttaðist. Hann hataði, vegna þess að hann treysti engu. Svipur Amalíu var orðinn mildur og hlýr. Hún rjetti fram hendurnar ,og sagði blíðlega: „Mjer þykir svo fyrir þessu, ástin mín. Eigum við ekki að reyna að gleym^ þessu?“ Jerome svaraði engu. Hann horfði andartak á hana, þung- 'búinn á svip, og snerist síðan á hæl og fór út úr herberginu. ★ Dórótea var grafin í fjöl- skyldugrafreitnum 7. janúar. Jarðarförin var mjög fjölmenn. Sumir hvískruðu um, að Al- freð væri óvenju rólegur, en' aðrir sögðu, að hann myndi al- veg óhuggandi. Filip stóð hjá honum við gröfina. Vesalings vanskapningurinn, hugsuðu vinirnir. Vesalings Alfreð. ‘Hann hafði reynt sitt af hverju um dagana. Fyrri kona hans dáið, sú síðari hlaupið frá hon- um. Hann átti hvorki hrausta syni nje fallegar dætur, er gætu huggað hann í þessum raunum hans. Presturinn hafði lokið bæn- inni. Allt í einu ókyrrðist fólk- ið. Hávaxin, ung stúlka, klædd í loðkápu, gekk í gegnum hóp- inn. Hún var með fangið fullt af blómum. Mary Lindsey! Hún hjelt beina leið til Alfreðs og Filips. Hún brosti til þeirra, eins og enginn væri þarna ná- lægur, nema þeir og hún. „Mary!“ muldraði Alfreð. „Ástin mín“, hvíslaði Filip. Þau horfðu ástaraugum hvort á annað. Mary beygði sig niður og lagði blómin á kistuna. „Vertu sæl. Dórótea frænka“, sagði hún hátt og skýrt. Svo kyssti hún feðgana og hjelt aftur á brott. Það hafði oft slegið í brýnu milli Jerome og Amalíu. Þau höfðu þá venjulega sagt það, sem þeim bjó í brjósti, og orðið innilega sátt á eftir. En í þett^a sinn var því öðru vísi farið. Amalía vissi, að Jerome hafði sárnað það mjög, þegar hún bar honum á brýn, að hann væri grimmur og miskunnar- laus. Hann gat ekki fyrirgefið henni af því að hann vissi, að hún hafði sagt sannleikann. Það djúp, sem nú hafði mynd- ast á milli þeirra yrði aldrei brúað. Snemma í febrúar fór Jer- ome til New York í verslunar- erindum. í þetta sinn bauð hann Amalíu ekki með sjer. Will fór með föður sínum. Hann átti að fara í skóla í’New York. „Þú hefir þá að minnsta kosti ekki tækifæri til þess að snúa William gegn mjer“, sá"gði Jer- :me við Amalíu að skilnaði. Hún svaraði engu. Hún var þreytt, og döpur í bragði þessa dagana. Hún saknaði Williams. En það var annað, s^m hún saknaði enn meir. Hún saknaði mannsins, sem hún hafði ætlað að væri Jerome. Það skifti engu máli, þótt hún vissi, að hann hefði aldrei verið til. Hún saknaði hans eins sárt og hann hefði dáið, og einhver ókunn- ugur maður komið í hans stað. Hið eina, sem veitti henni ánægju, var að virða fyrir sér Filip og Mary. Þau ljómuðu af slíkri hamingju, að unun var á áð horfa. Þau höfðu nú ákveð ið að segja Jerome írá trúlofun sinni, þegar hann kæmi heim. Kvöldið áður en von var á honum sagði Amalía við Mary: „Við skulum ljúka því af sem fyrst, barnið gott. Jeg viðUr- kenni, að jeg þoli þetta ekki öllu lengur“. Mary brosti. „Það er ekkert að óttast. Jeg mun aðeins segja pabba, að jeg ætli að giftast Filip. Það er allt og sumt“. Allt og sumt. Það var nú ekki svo auðvelt. En Mary vissi auðvitað ekki, hð hún yrði að vinna bug á nær hálfrar aldar gömlú hatri og fjandskap, áður en hún fengi samþykki föður síns. Jerome var í óvenju góðu skapi þegar hann kom heim frá New York. Hann færði Amalíu fallega demantsælu og Mary fallega demantsnælu og Mary skinnum. Hann bar þeim kveðj ur Williams. Hann sagði þeim frá öllum samkvæmunum, sem hann hafði verið í. Amalía og Mary hlýddu kurteislega á hann. Lítil íbúð = í Austurbænum óskast til |§ 3 leigu, má vera í Laugar- = 1 neshverfi. Allt að eins árs § 1 fyrirframgreiðsla. Tilboð = I með upplýsingum sendist | § blaðinu fyrir mánudags- s fj kvöld merkt: „Ábyggilegt = | — 470“. Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 8. — Jeg vissi það, þó jeg væri sofandi, að það yrði eitt- hvað gaman í dag, þó jeg gæti ekki komið fyrir mig hvað það yrði, sagði hann og fór úr náttjakkanum. Svo böðuðu þau sig bæði. Þau þvoðu sjer og burstuðu tenn- urnar miklu fljótar en þau voru vön, voru snör að klæða sig, og heilli klukkustundu fyrr, en mamma þeirra hafði búist við þeim, voru þau komin niður og setst við borðið, og farin að kalla að þau vildu fá kakóið sitt strax. — Hvað ætlið þið að fara að gera spurði mamma þeirra, fyrst ykkur liggur svona á. — Við ætlum að fara og finna nýju stúlkuna hjerna í húsinu næst við, sagði Tumi. — Við verðum kannske allan daginn. sagði Anna. Einmitt þenna morgunn var Lóa að baka piparkökur. Hún hafði hnoðað ógurlega mikið deig á miðju eldhús- gólfinu. * — Það þýðir nefnilega ekki, sagði hún við apann sinn, að hafa deigið einhverja óveru, þegar maður ætlar að baka fimm .hundruð piparkökur. Og þdTrna lá hún nú á gólfinu og skar út kökur úr deiginu, eins og hún ætti lífið að leysa. —- Vertu ekki að káfa á deiginu, herra Nilson, sagði hún í ávítunartón, rjett um leið og barið var að dyrum. Lóa stökk fram og opnaði. Hún var hvít af mjöli hæla og hnakka á milli og þegar hún tók hjartanlega í hendina á Tuma og Önnu, stóð mjelið í mekki umhverfis þau. — Mikið var gaman að þið lituð inn, sagði hún og dustaði svuntuna sína, og það kom nýtt mjelský. Það fór svo mikið af mjeli upp í systkinin, að þau fengu hósta. — Hvað ert þú nú að gera, spurði Tumi. — Ja, ef jeg segi, að jeg sje að hreinsa reykháfinn, þá trúið þið mjer líklega ekki. En jeg er nú að baka, svo jeg segi eins og er. En jeg verð nú ekki lengi að því. Þið getið setið þarna á eldiviðarkassanum á meðan. Já, hún Lóa var ekki handsein við það sem hún var að Kínverji kom inn í skraut- gripaverslun í Liverpool og bað um að fá að líta á góð úr. Eig- andinn, Gyðingur nokkur, var ekki viðstaddur, og dóttir hans afgreiddi því viðskiftavininn. Hún lagði fyrir framan hann þrjú úr, sem kostuðu 5, 4 og 3 pund hvert. Eftir að Kínverjinn hafði lit- ið um stund á úrin, beindi hann athygli stúlkunnar atS einu, sem lá uppi í hillu; en á meðan hún sneri við honum bakinu, skifti hann um verðmiða, þannig, að hann festi miðann á ódýrasta úrinu á það dýrasta. Er hann hafði skoðað úr það vandlega, sem legið hafði á hillunni, hristi hann höfuðið og sagði: „Nei, ég held ég kæri mig ekki um þetta. Jeg ætla að kaupa þetta hjerna, sem kostar 3 pund.“ Að því loknu borgaði hann andvirðið og fór. Gyðingurinn var ekki fyr kominn í búðina en hann tók eftir brögðum Kínverjans. — Hann ávítti dóttur sína fyrir hirðuleysi hennar, en sagði, er hann sá hversu sárt hana tók þetta: „O, þetta gerir ekkert til dóttir sæl. Þau eru öll jafn dýr — tvö pund; en mikill skelfilegur óþokki hefir þessi Kínverji verið. Vitfirringurinn gægðist var- lega yfir hælisvegginn og sá mann, sem stóð á bakka fljóts nokkurs og var að veiða. Það var haugarigning og versti stormur. „Hefurðu veitt nokkuð?“ kallaði vitfirringurinn til veiði mannsins. Maðurinn á fljótsbakkanum leit dapurlega upp og hristi höfuðið. „Hvað lengi ertu búinn að standa þarha?“ var næsta spurning þess vitfirrta. „Þrjár klukkustundir“, var svarið. Vitfirringurinn brosti góðlát- lega og stundi. „Þjer er óhætt að fara að koma inn fyrir múrinn“, sagði hann. ★ — Hvað heitið þjer? — Marsibil Sophus Töns- berg. — Hvernig stafið þjer það? — Með erfiðleikum. ★ — Mjer er sagt að Kalli hafi fallið á lokaprófinu. — Já, hann fjell. — Hvað kom fyrir? — Hann hnerraði í rúss- neskuprófinu og var feldur fyr ir ranga nafnorðsbeygingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.