Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 1
33. árgangur. 68. tbl. — Laugardagur 23. marz 1946 ísafoldarprentsmiðja h.L BYRNES MÆTIR SJÁLFUR FYRIR ÖRYGGISRÁÐINU Bandaríkjamenn lána Pcrsum, Finnum oy Tyrkjum stórfje Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PERSAR eru meðal sex þjóða, sem fá stórlán hjá Bandaríkjamönnum, til þess að kaupa afgangs-hernaðar- tæki Bandaríkjamanna erlendis. Var þetta tilkynt hjer í Wash'ington í kvöld seint af sölustjórn hergagna og ann- ara eigna Bandaríkjanna erlendis. Önnur lönd, sem nefnd eru í þessu sambandi, eru Finn- land, Libanon, Filipseyjar, Tyrkland og Abbyssinía. — Filipseyingar, Finnar og Tyrkir fá tíu miljón dollara lán hver þjóðin fyrir sig, Libanonmenn fimm miljónir, Pers- ar þrjár miljónir og Abbysiníumenn eina miljón dollara. Þýskur kommúnida- foringi sekur um K.HÖFN: — Fregnir frá Wiesbaden í Þýskal. herma, að leiðtogi kommúnistaflokks ins þar í borginni, Hans Hart- mann, hafi verið tekinn hönd- um af herlögreglunni, eftir að upp hafi komist um það, að hann hefði rekið leyni- verslun í stórum stíl. Þegar lögreglan kom í hús Hart- manns, var þar alt fullt af vörum, sem hann hafði keypt af amerískum hermönnum, til þess að selja þær aftur. Þar að auki fannst þar mikið af kommúnistiskum áróðursrit- um, sem ekki höfðu verið lát in ganga gegnum ritskoðun. Handtaka Hartmanns kom enn meira flatt upp á menn vegna þess, að enginn hafði haldið eins hatramar ræður gegn launversluninni og hann og ennfremur var hann með- limur í ráðgjafanefnd her- námsliðsins um þýsk málefni. Þriðja orðsending London í gærkveldi: FRAKKAR ætla auðsjáan- lega ekki að gefast upp í Spán- armálunum, og hafa nú sent Bretum og Bandaríkjamönn- um þriðju orðsendinguna um þessi mál, en þau stórveldi1 hafa sem kunnugt er neitað að fara eftir hinum fyrri orðsend ingum Frakka varðandi Franco stjórnina. I þessari síðustu orð- sendingu munu Frakkar biðja stórveldin að endurskoða svör sín og afstöðu sína til Franco. Talið er að Frakkar muni jafn- vel biðja Vesturveldin að sker- ast í leikinn á Spáni með valdi, en ólíklegt talið að þau sjeu fús til slíkra hlúta. Talið er að franska stjórnin geri þetta vegna hins sífelda nöldurs kommúnista í stjórninni um að gera atlögur að Franco. Bi- dault utanríkisráðherra er tal- inn af mörgum ábyrgum stjórn málamönnum að hafa komið sjálfum sjer í leiða klípu með því að láta ginna sig af kom- múnistum, til þess að loka landamærunum milli Spánar og Frakklands. —Reuter. Dalerus settur í Þjólverjar liníga niður af hungri vil vinnu sína London í gærkvöldi. ÞRJÁTÍU OG ÞRÍR þýskir verkamenn í verksmiðju einni í Hamborg, hnigu niður við vinnu sína í dag, vegna hung- urs. — Fylgir það frjett þess- ari, að nú sje það orðið dag- legt brauð, að þýskt fólk á hernámssvæði Breta, hnigi niður bæði við vinnu sína og úti á víða vangi af hungri. Kaupmenn hafa verið var- aðir við því að hafa ekki j glugga búða sinna þannig, að , auðvelt sje að brjótast inn í Ibúðirnar. Er þeim ráðlagt að setja.hlera fyrir gluggana, og hafa þá sem vandaðasta, til þess 'að hungrað fólk fái ekki Jrrotist inn í búðirnar. Yfir- leitt verður ástandið á her- námssvæði Breta í Þýskalandi siöðugt ískyggilegra, eftir því sem hungrið sverfur meira aö fólkinu. — Reuter. STOKKHOLMI: — Þegar sænski iðjuhöidurinn Dalerus sem að undanförnu hefir ver ið að bera vitni í máli Gör- ings í Nurnberg, kom til borg rainnar fyrst þessara erinda, var hann handtekinn og sett- ur umsvifalaust í varðhald. Leið þó ekki á löngu þar til hann gat sannfært menn um, það, að hann væri vitni, en ekki ákærður. Þingmaðurinn rjeði njósnarana London í gærkvöldi. KANADISKI kommúnista- þingmaðurinn Fred Rose, sem bandtekinn var nýlega, ákærð ur fyrir njósnir fyrir Rússa, hefir nú játað, að Kommún- istaflokkurinn í Kanada hafi algerlega staðið fyrir njósn- um þeim, sem þar voru hafð ar í frammi. Bar 1 vitnið það i'ð Rose hefði ráðið njósnar- ; na og borgað þeim fyrir verk þeirra, auk þess sem hann hefði sjálfur komið upplýs- ingunum á framfæri við Rússa. — Reuter. Konumar aigreiddu OSLO: Nýlega kom skip til hafnar einnar í Noregi með óvaxtafarm frá Spáni og vegna þess hvaðan skipið kom neituðu verkamenn á staðn- um að afferma það. — Hús- mæður staðarins tóku þá ráð- in í sínar hendur, þær vildu heldur fá ávexti en að sýna Franco andúð, og skipuðu þær upp ávöxtunum. Ljetu þær ekki hlut sinn að heldur, þótt lögreglan skærist í leikinn, en losuðu skipið algjörlega. Rússar verða ákærð- irfyrir samningsrof London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkjanna, James Byrnes, ætlar sjálfur persónulega að bera fram álit Bandaríkja- manna í Persíumálunum, er Öryggisráo hinna sameinuðu þjóða kemur saman á mánudaginn kemur. Þetta tilkynti utanríkismálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberlega í dag. Bretar telja, að Rúsar verði ákærðir fyrir að hafa rofið samninga á Persum. Fregnir um rúss- neska kafbála við Java London í gærkveldi: FREGNIR hafa borist af því fyrir nokkru, að sjest hefði til rússneskra kafbáta við Java, einkum við suðurodda eyjar- innar. Ekki hefir þetta feng- ist staðfest, og er talið dular- fult. — Ljósmyndir, sem tekn- ar hafa verið af kafbátunum úr breskum Spitfireflugvjel- um, sem voru í könnunarflugi, sýna ekki bátana ofansjávar, að því er hollenska frjettastof- an á Java segir frá. Spitfire- flugvjelarnar voru sendar í rannsóknarferðir sínar eftir að opinberlega hafði verið neitað fregnum um að rússneskir kaf- bátar hefðu sjest við Java. — Hafa fregnir þessar verið rakt- ar til óábyrgra Javamanna. —Reuter. Kúrdar halda áfram árásum í Persíu London í gærkveldi: EINN af leiðtogum Kúrda, sem kom til Teheran í dag, sagði að orustur stæðu yfir milli flokka af ætt Kúrda og persneskra hersveita nærri landamærum Iraq. Kvað leið- togi þessi Kúrda frá Iraq einn- ig taka þátt í baráttunni gegn hinum persneska stjórnarher. Er þetta á landamærasvæðinu milli Iraq og Iran. Maður þessi kvað svo á að stjórnin 1 Iran væri mjög ill viðureign- ar fyrir Kúrda og þröngvaði kjörum þeirra. Væri það þess- vegna, sem þeir hefðu gripið til vopna. Leiðtogi þessi var spurður, hvort hann og fjelag- ar hans væru hlyntir kommún ismanum. Hann svaraði: — „Jeg er andvígur kommúnist- um og svo eru allir mínir ætt- menn. Enginn Kúrdi gengur nokkru sinni þeirra stefnu á hönd. •—Reuter. Verður aðeins fyrst í stað. Annars vorður það falið hinum venjulega fulltrúa Bandaríkjamanna, Edward Stettinius, að fara með mál Bandaríkjanna á þessum fundi Öryggisráðsins. Byr- nes verður vissulega á fundi Örvggisráðsins á mánudaginn — Hann mun ekki einungis halda þar ræðu til Öryggisráðsins og bera því persónulegan boð- skap frá Trttman forseta, heldur mun hann einnig bera fram formlega yfirlýs- ingu af sinni eigin hálfu. Cadogan gegn Rússum. Víst er það talið hjer, að Alexander Cadogan, fulltrúi Breta í Öryggisráðinu, hafi fengið fyrirskipun um það frá stjórn sinni, að greiða at- kvæði með því, að Öryggis- ráðið taki Persíumálin fyrir strax og það kemur saman. Mun því verða haldið fram af hálfu Breta og Banda- ríkjamanna, að Rússar hafi gerst sekir um bein samn- ingsrof við Persa, er þeir rufu samninga þá um það, að fara með heri sína úr Persíu þegar. Mikil eftirvænting. Fundi Öryggisráðsins er beðið með mikilli eftirvænt- ingu, og eru margar getgát- ur meðal manna uppi um það, hvernig fari á fundi þessum. Fulltrúar eru þeg- ar komnir sumsstaðar að, en flestir munu þeir koma hing að um helgina. Talið er einn ig að kjöldi manna muni koma til New York. HLJÓMSNILLINGUR í BANNI LONDON: Hinn heimsfrægi þýski hljómsveitarstjóri Fúrt- wangler hefir verið settur í bann af bandamönnum. Hon- um var fyrst hannað að stjórna hljómsveit í Wien, og nú hefir honum verið bannað að stjórna symfóníuhljómsveitinni í Ber- lín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.