Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBIíAJÐSb Laugardagur 23. marz 1946 jniiimmiiiimiii ÁST I MEIIMUM (Dftir Datjtor daIdweIt ■iiiiiiiiiimani »««iinMiinwaniiniiifiiiiiiiiiingiiniiimMiii llllllllllll■l■uMlllll•lf•llllr fi '!lí 0 Lóa Langsokkur 49. dagur Eftir andartak opnuðust dyrnar aftur og Jerome kom inn í herbergið. Hann leit ekki á Filip. Hann horfði á Alfreð. Hann lokaði dyrunum á eftir sjer. Þeir horfðu þegjandi hvor á annan, frændurnir. Filip, sem alltaf var vanur að vera kaldur og rólegur, þegar í harðbakk- ann sló, gat ekki komið upp nokkru orði. Hann hafði aldrei sjeð neitt eins skelfilegt og andlit Jerome á þessu andar- taki. Það var afskræmt af bræði og í augnaráði hans var brjálkenndur glampi. Þar var ekki framar til snefill af viti nje skynsemi. Alfreð horfði rólegur á hann. Það var gráleitur blær á and- liti hans. Svo tók Filip eftir því, að faðir hans starði á örin á andliti Jerome. Hann sá, að hann lokaði augunum snöggt, eins og hann þyldi ekki að horfa á þau. Svo leit hann aft- ur upp. Jerome hallaði sjer upp að dyrastafnum. Hann dró and- ann ótt og títt. Hann sagði: „Það er aðeins eitt orð, sem jeg þarf að segja við ykkur. Það er ,,Nei!“ Nei. Nei. — Það er allt og sumt“. Filip bærði á sjer. Jerome sneri sjer leiftursnöggt að hon- um. ,,Þú — þú, þessi viðbjóðslegi og andstyggilegi krypplingur!“ hrópaði hann. „Ef þú verður framar á vegi mínum, þá drep jeg þig! Heyrirðu það! Hvernig dirfist þú að líta á dóttur mína? Hverhig dirfist þú að hugsa um hana? Þú! Þú!“ Alfreð sá Filip hörfa undan. I fyrsta sinn sá hann örvænt- ingu í augum hans. Hann gleymdi öllu öðru ’en því, að sonur hans hafði orðið fyrir svívirðilegri árás. Hann reis á fætur og gekk í áttina til Jer- ome. Hann staðnæmdist aðeins fáein skref frá honum. „Hlustaðu á mig, Jerome Lindsey11, sagði hann. „Jeg ætla aðeins að segja þjer, að jeg banna syni mínum að kvæn- ast dóttur þinni. Jeg vil ekki sjá afkomanda þinn á mitt heimili!“ Hann sneri sjer að Filip og sagði stranglega: „Jeg banna þjer að kvænast dóttur þessa manns. Ætlarðu að hlýða því?“ "* Filip hjelt dauðahaldi um borðröndina. „Já. Jeg mun hlýða þjer, faðir minn“, muldr- aði hann. , Jerome leit af Filip á Alfreð. Svo rak hann upp hlátur. Eina hljóðið, sem heyrðist í herberg- inu, var þessi ruddalegi kulda- hlátur. ..Þá er það í lagi“, sagði hann því næst, og rödd hans var nærri því vingjarnleg. „Mjer geðjast alltaf vel að því, þegar fólk breytir skynsam- lega“. Hann starði á Alfreð og svipur hans myrkvaðist aftur. „Jeg hefi lengi beðið eftir þessu“, sagði hann. „Þú ætlað- ir að nota þennan vanskapaða son þinn til þess að ná aftur yfirráðum á Uppsölum — var ekki svo? En það mistókst! Það var heimskulegt af þjer, að láta þjer detta það í hug“. Alfreð var forviða. „Jeg| hirði ekki um að svara þessum þvættingi“, sagði hann loks. „Jeg kæri mig ekki um að sjá Uppsali framar, þig nje neitt, sem þjer heyrir til“.. Hann þagnaði o'g bætti svo við: „Jeg held, að við eigum ekkert van- talað hvor við annan. Mig lang- ar aðeins til þess að biðja þig að sýna Mary miskunn. Hún er ung. Þetta — þetta var mis- skilningur. Láttu hana gleyma því“. Jerome svaraði engu. Alfreð horfði í augu hans, en gat ekki ráðið neitt af því, sem hann sá þar. Hann hristi höfuðið og andvarpaði. Jerome fór út úr herberginu og lokaði dyrunum hægt á eftir sjer. Filip hafði sest niður. Hann huldi andlitið í höndum sjer. Alfreð horfði á hann, örvænt- ingarfullur á svip. Þetta vt þyngsta raunin, sem hann hafði nokkru sinni orðið að þola. ★ Jim sat úti í sleðanum og beið eftir Jerome. Honum var sárkalt, þótt hann væri klædd- ur í þykkan loðfeld og hefði vafið teppi um fætur sjer. Það er ekki fyrir nokkra lifandi veru að vera úti í þessu voða- veðri, hugsaði hann með sjer. Veðrið var enn verra en kvöld- ið góða, þegar húsbóndi hans hafði snúið aftur heim. Það var orðið nær aldimt, þó að klukk- an væri enn ekki orðin tvö. Jim var órótt í skapi. Hvað var Jerome að gera þarna inni? Hann hafði ekki mælt orð af munni alla leiðina frá Uppsöl- um. Hann hafði setið hræring- arlaus og starað fram fyrir sig. Það var eitthvað bogið við þetta allt saman. Svo sá hann að Jerome kom út úr bankanum. „Við höldum heim“, sagði hann, og klifraði upp * sleðann. „Ágætt“, svaraði Jim. „Veðr- ið er slæmt yiúna, og versnar áreiðanlega með kvöldinu“. Jim sneri sleðanum við. Þeir höfðu veðrið á móti sjer. Það sá varla út úr augunum. Jim Hann myndi biðja Amalíu að finna sig og hann myndi segja við hana: „Fyrirgefðu mjer - ef þú getur, allt það sem jeg hefi gert á hluta þinn“. Svo myndi Amalía kyssa hann og segja — hvað myndi hún segja? En hann þekti Amalíu. Hún hafði verið þreytuleg og döpur í bragði upp á síðkastið, og hann vissi, að það var honum að kenna. Myndi hýrna ofur- lítið yfir' henni, þegar hann hefði talað við hana? Myndu bláu augun hennar ljóma á ný? Þau myndu sitja við arin- inn í rökkrinu, hann, Amalía og Mary, og ræða saman. Og hann myndi segja: „Mary, ef þú vilt giftast Filip, hefirðu blessun mína“. Filip. Hann sá Filip hörfa undan og snúa sjer frá honum. Filip, sem hafði verið besti vin- ur hans. Filip, sém var svo líkur Villiam, föður hans. Hvernig í ósköpunum gat jeg sagt þetta við Filip? Hvað gekk að mjer? Jeg hlýt að hafa verið viti mínu fjær. Á morgun ætla jeg að skrifa Alfreð. Það getur vitan- lega aldrei orðið um neina vin- áttu að ræða okkar á milli. En jeg get skrifað honum: „Reyndu að gleyma því, sem jeg hefi sagt og gert. Sendu son þinn til mín eins fljótt og unnt er“. Hann var orðinn stirður af kulda. Sleðinn hristist ógur- lega. Hann heyrði Jim bölva. Þeir voru að leggja af stað upp hæðina. Jerome leit upp. Voru þetta ljósin á Uppsölum, sem hann sá — þessi daufa, gulleita glæta, þarna lang:: uppfrá? iiuiiiiiMinniiiiiiiiiiiiiniiimiiimiiiMiuniiiiiiiimnup = Enskar ÞVOTTfl VINDUB ljet hestana ráða ferðinni. Þeir myndu fremur rata heim en hann. Jerome hnipraði sig saman í aftursætinu. Amalía. Mary. Mary. Amalía. Hann þurkaði snjóinn framan úr sjer og hróp- aði til Jim; „Getum við ekki farið örlítið hraðar?“ „Nei!“ æpti Jim. „Það er ó- gjörningur. Hestarnir fara eins hratt og þeir geta“. „Jeg verð að komast fljótt heim“, muldraði Jerome. Já, jeg verð að komast heim, hugsaði hann með sjer. Amalía. Mary. Jeg verð að tala við Amalíu. Hvað get jeg sagt henni? Jeg get aðeins beðið hana fyrirgefningar. Mary •— elsku litla stúlkan mín! Jeg hefi alltaf verið kjáni, Mary. Faðir þinn hefir alla tíð verið heimsk ingi. „Hvað er nú að?“ hrópaði hann, þegar sleðinn nam allt í einu staðar. ^ „Snjóskafl!“ öskraði Jim. „Hestarnir komast ekki áfram. — Jú — nú er allt í lagi“. — Það myndi vera hlýtt og notalegt í húsinu. Eldur myndi loga í arninum í herbergi hans. — ciorctciVlDöa XTQnrlcirSQV Ha. M.s. Dronning Alexandrine fer til Kaupmannahafnar og Færeyja mánud. 25. þ.m. kl. 6 síðd. Farþegar, munið að taka enga pakka til annara. Farmskírteini yfir vörur komi í dag. Skipaafgrciðsla Jes Zimsen. Erlendur Pjetursson. Eftir Astrid Lindgren. 11. — Yfirleitt, sagði hún en svo getur það líka verið þvert á móti. Jeg man eftir einu sinni þegar jeg var að leita í frumskógunum á Borneo. Og langt inni í skóginum, þar sem enginn maður hafði stigið fæti áður, hvað haldið þið að jeg hafi fundið þar? — Trjefót. ágætis trjefót. Jeg gaf hann gömlum einfættum manni, og hann sagði að slíkan trjefót væri ekki hægt að kaupa fyrir peninga. Anna og Tumi horfðu á Lóu, til þess að geta lært hvernig leitandi sál fer að. Og hún var altaf á þönum, bar hönd fyrir auga og leitaði og leitaði. Stundum kraup hún á knje- og .stakk hendinni inn milli limianna í ein- hverri girðingu, og sagði svo vonsvikin: — Þetta var skrítið. Mjer sýndist endilega jeg sjá gullmola þarna fyrir innan. — Og á maður svo allt, sem maður finnur, spurði Anna. — Já, allt sem máður finnur liggjandi úti á víðavangi, svaraði Lóa. Nokkru síðar komu þau þar að, sem roskinn maður lá og svaf í grasinu fyrir utan hús sitt. ' — Þessi þarna liggur úti á víðavangi, sagði Lóa, og við höfum fundið hann. Við tökum hann þessvegna. Tumi og Anna urðu alveg dauðhrædd — Nei, nei Lóa, við getum ekki tekið menn, þó við finnum þá, sagði Tumi. Og hvað ættum við svo sem að gera við hann? — Hvað við ættum að gera við hann? Maður gæti nú fundið upp á ýmsu. Við gætum sett hann í búr og haft hann fyrir Kanínu, og gefið honum kálblöð að jeta. En ef þið ekki viljið það, þá er mjer sama. Það getur svo sem komið einhver önnur leitandi sál og tekið hann. Þau hjeldu áfram. Allt í einu rak Lóa upp ógurlegan skræk. — Nei, nú hef jeg aldrei vitað aðra eins hepni, hrópaði hún og tók gamla ryðgaðan blikkbauk upp úr grasinu. — Þvílíkt happ, Jpvílíkt stórhapp. Maður getur aldrei átt of marga bauka. Læknirinn: — Hvernig kom- ist þjer að raun um það, hvort baðið sje mátulega heitt handa ungbarninu? Hjúkrunarneminn: — Maður fyllir baðkarið af vatni og læt- ur barnið niður í það. Ef barnið verður rautt, er vatnið of heitt; ef barnið verður fjólublátt, er það of kalt; og ef barnið verð- ur hvítt, þá hefir það þarfnast baðsins. ★ Kennarinn: — Hvað er kon- ungsdæmi? Nemandinn: — Ríki, þar sem æðsti maður landsins er kon- ungurinn. Kennarinn:— Ef konungur- inn ljetist, hver mundi taka við völdum? Nemandinn: — Drottningin. Kennarinn: — Og ef hún ljeti lífið? Nemandinn: ■— Gosinn. ★ Eftirfarandi brjef þarf engr- ar skýringar við: Hxiðraði hxrra: Við höfum móttxkið ritvjxl þá, sxm við pöntuðum hjá yð- ur, xn nxyðumst því miður til að skila hxnni aftur. Ritvjxlin xr í, góðu ásig- komulagi að öllu lxyti nxma xinu, af xinhvxrjum ástæðum hxfir glxymst að sxtja á hana stafinn ,,x“, fimta stafinn í stafrofinu (a, b, c, d, x). Okkur þætti vænt, xf þjxr gætum sxnt okkur aðra vjxl í stað þxirrar, sxm við xndur- sxndum. Virðingarfylst, Xiríkur Xiríksson, Xiríksgötn 15. ★ „Segðu forstjóranum rað jeg vilji fá að tala við hann“, urr- aði þrekvaxni maðurinn fram- an í freknótta skrifstofudreng- inn. „Jeg heiti Jón Jónsson“, bætti hann við. Drengurinn horfði undrandi á gestinn. „Svo þjer eruð Jón Jónsson“, stamaði hann. „Það er ekki laust við að jeg sje í hálfgerðum vandræðum“. „Hvað meinið þjer?“ hvæsti maðurinn. „Forstjórinn lagði fyrir mig að fleygja yður út“. * Kennarinn: — Og hvernig í ósköpunum gátuð þjer fengið yður til að skrifa annað pins rugl og þetta? Nemandinn: — Jeg tók það upp úr Passíusálmunum. Kennarinn: — Fallegar ljóð- línur, finnst yður ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.