Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 2
2 MORaUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. marz 1946 Andúð Þjéðverja eykst London í gærkveldi: EINN af yfirrnönnum her- námsliðs Bandaríkjamanna í I’ýskalandi hefir látið svo um rnælt, að andúð gegn hernáms iiðinu aukist og sömuleiðis flokkar nationol-sosialista. — Bann kvaðst hafa fyrirskip- að mönnum sínum að vera á verði gegn þessu, sem reynst geti mjög hættulegt fyrir her námsliðiðin. Yfirmaður þessi sagðist finna að hægt væri að bæta ástandið í Þýskalandi, en til þess þyrfti að hafa eina alls- herjar stjórn. Að vísu væru Frakkar þessu mjög artdvíg- ir, en samt sagðist hann viss um að þetta væri eina lausnin — Reuter. Hoover ræðir við de Gasperi London í gærkvöldi. HOOVER forseti nefndar í Bandaríkjunum, sem fjall- ar um hvernig best megi hjálpa hinum sveltandi þjóð- um á meginlandi Evrópu, kom í dag til Rómaborgar og ræddi þar við forsætisráðherra ítala De Gasperi. Talið er að Páf- inn muni einnig veita Hoover viðtöku, en þó er það alls ekki víst. — Hoover er á þessu ferðalagi til þess að athuga hvernig Bandaríkjamenn geti best hjálpað hinum hungr- uðu miljónum Evrópu. Mun hann fara frá Rómaborg á mánudag eða þriðjudag til einnar af höfuðborgum Balk- an. — — Reuter. Samsæli fyrir próf. dr, Ágúsi H. Bjama- son REKTOR HÁSKÓLANS gengst fyrir samsæti til heið- urs dr. Ágústi H. Bjarnasyni í tilefni þess, að hann ljet síð astliðið haust af embætti við Ráskólann, er hann hafði gegnt í 34 ár eða síðan Háskól inn var stofnaður. Þeir, sem vilja taka þátt í samsætinu, geta ritað sig á lista í skrif- síofu Háskólans eða í Bóka- vcrslun Sigfúsar Evmunds- sonar. Samsætið verður miðviku- claginn 3. apríl í Tjarnarcafe. Siúdeniafjelag Reykjavíkur ræðir stjérnarskrármálið STÚDENTAFJELAG Reykjavíkur boðaði í fyrra- kvöld til fundar í háskólan- um. Var umræðuefni stjórn- arskrármálið. Gunnar Thor- oddsen prófessor framkV.stj. stjórnarskrárnefndar hafði framsögu í málinu.'Var ræða hans löng og ítarleg og vakti óskifta athygli fundarmanna. Ræddi prófessorinn m. a. um þau nýmæli, sem komið hef- ir til orða í stjórnarskrárnefnd inni að tekin yrði upp í hina nýju stjórnarskrá lýðveldis- ms. Umræður urðu allmiklar og tóku þeir Halldór Jónasson, Jónas Haralz, Jónas Guð- mundsson og Þorvaldur Þór- arinsson til máls. i Fundurinn var mjög fjöl- mennur. lus viínar í Hurnberg Sfalin ræðir frið- arhorfur London í gærkveldi: EINN af frjettamönnum Associated Press í Moskva átti í dag tal við Stalin, og spurði hann að ýmsu, sem viðkemur stríði og friði. Spurði frjetta- ritarinn Stalin fyrst, hvað væri hið mikilvægasta til þess að vernda friðinn. — Stalin svar- aði þessu þannig, að það mikil- vægasta væri það, að allar þjóð i-r hefðu jafnan rjett, stórar og smáar, þanr.ig að engin þjóð gæti drotnað yfir annari. Næst spurði frjettaritarinn, hver væri undirrót þess styrj- aldarótta, sem svo mjög bæri á í heiminum. Stalin svaraði því, með því að segja, að eng- inn vildi aðra styrjöld, en ótt- inn við stríð væri upp, kominn vegna vissrá stjórnmálamanna, sem reyna að sundra þjóðun- um. Frjettaritarinn spurði Stalin þá, hvað hægt væri að gera í þessu máli. Stalin svaraði að allir yrðu að leggast á sömu s.veif um það að vinna gegn ófriði. Menn yrðu að hrekja fjarstæður stríðsæsingamann- anna. Hvorki herir þjóðanna, eoa þjóðirnar sjálfar vilja stríð. Það er nauðsynlegt, sagði Stal- in að allir taki höndum saman gegn stríðsæsingamönnum. . Sýning Svíþjéðarfar- anna í gær ÖNNUR SÝNING Á MORGUN FIMLEIKAFLOKKUR kvenna úr Ármanni hjelt sýningu í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi Er þetta flokkur sá, sem fer með „Drotningunni,1 núna á mánudaginn á fimleikamót í Gautaborg. — Tókst sýningin: með ágætum. Reykvíkingum mun á morg- un aftur gefast tækifæri til að sjá Ármannsstúlkurnar sýna áður en þær leggja af stað ut- an. Verður sú sýnipg í Iþrótta- húsi ÍBR við Hálogaland, og hefst kl. 4,30. Verður áreiðan- lega mikil aðsókn að sýningu þeirri. Aðgöngum. er seldir í Bókaverslun Isafoldar og Bóka- búð Lárusar Blöndal í dag. Fimleikaflokkar frá ÍR fara fil Akra- ness FIMLEIKAFLOKKAR karla og kvenna frá íþróttafjelagi Reykjavíkur fara í sýningarför til Akraness í dag. Verður sýnt þar í hinu nýja íþróttahúsi, er íþróttafjelög bæjarins hafa komið sjer upp. Með flokku.ium fer kennari þeirra, Davíð Sigurðsson, og stjórnar hann sýningunni. FRIEDRICH PAULUS hers- höfðingi, sem var yfirmaður C. þýska hersins, sem gafst upp við Stalingrad, hefir vcrið leiddur sem vitni í Niirnberg- rjetarhöldunum. Hann sagði, að Hitler hefði talað um það árið 1938 að ráðast á Rússland. — Sagði hann að m. a. hefðu þeir Keitel, Jodl og Göring staðið að þessum „glæpsamlegu ráða- gerðum“, eins og hann orðaði það. Jón Engilberts afsalar sjer listamannastyrk Hr. ritstjóri! MEÐ ÞVÍ að jeg hefi lesið í blöðunum, að mjer hafi verið úthlutað styrk að upphæð kr. 1200,00 af fje því, sem veitt er til skálda og listamanna, óska jeg að tilkynna úthlutunar- nefnd, að jeg mun ekki taka við „styrk“ af eftirgreindum ástæðum. _____________________________ Úthlutunin ber það með sjer — og lasta jeg það ekki út af fyrir sig — að ekki hefir ver- ið farið eftir efnahag eða af- komu listamanna eða fjárhags legum þörfum þeirra, enda aug ljóst, að upphæðirnar eru ekki slíkar, að þær komi að neinu gagni, sem þurfamannastyrk- Hollendingur held- ur fyrirlesfur um blómarækt Handknattleiksmótið: Haukar imnu Ár- mann i HANDKNATTLEIKSMÓT IÐ hjelt áfram í gærkveldi, og vann sveit Hauka sveit Ár manns í meistarafl. kvenna með 2 mörkum gegn einu. í 3. fl. karla A-riðli, vann flokk ur Hauka flokk Í.R. með 6 gegn 3. í B-riðli 3. fl. vann K.R. Ármann með 5 mörkum gegn einu. í 1. fl. karla, A-riðli vann Víkingur Hauka með 20 gegn 12 og Í.R. vann Ármann með 12 gegn 11. Mótið heldur áfram á mánu daginn kemur, og keppa þá í meistaraflokki kvenna Fram og K.R. og Haukar og Í.R. í 3. fl. karla, A-riðli keppa Haukar B og Ármann A. í 1 fl. B-riðli keppa K.R. og F.H. og í sama riðli Fram og V'alur. — Skipafrjettir. Brúarfoss fór frá Reykjavík 13. mars til New York. Fjallfoss er í Reykjavík. Lagarfoss er í Reykjavík, fór kl. 8 í gær til Leith, Kaup- mannahafnar og Gautaborgar. Selfoss er í Leith, lestar í Hull í byrjun apríl. Reykjafoss fór frá Leith á þriðjudag (19. mars) til Ieykavíkur. Buntline Hitch er að lesta í Halifax (kom 18. mars) fer væntan- lega um helgina. Acron Knot hleður í Halifax síðast í mars (28.—29. mars). Salmon Knot hleður í New York í byrjun apríl (4.—6. apríl). Sinnet fór frá New York 20. mars tl Ieykjavíkur. Empire Gallop fór frá New York 6. mars til Reykjavíkur með viðkomu 1 St. Johns, væntanlegur árdegis í dag. Anne er í Gautaborg. Lech fór frá Stykkishólmi í gær til ísafjarðar. Lublin hleður í Leith um miðjan apríl. Maure- ta fór frá Porsgrunn í Noregi 15. mars með tilbúinn áburð til Reykjavíkur, væntanlegur á laugardag. Sollund byrjar að lesta tilbúinn áburð í Menstad í Noregi 5. apríl. MEÐAL farþega með Dr. Al- exandrine, ec kom hingað í fyrrakvöld, var hollenskur stór kaupmaður, nð nafni Arnold Byvoet. Hann er einn af eig- endum elsta blómasölufyrirtæk is í Hollandi. Kom hann hing- að til lands að áeggjan Hendrik Berndsen, eiganda verslunar- innar Blóm og Ávextir, og flutti í gær ítarlegt erindi um lauka og laukarækt Á sunnudaginn kemur mun hann halda fyrirlestur í Nýja Bíó um Holland á hernámsár- unum. Verði einhver hagnaður af þeim fyrirlestri, rennur hann til bágstaddra barna í Hol landi. Hr. Byvoet mun halda aftur áleiðis til Danmerkur með Dr. Alexandrine eftir helgina og heldur þv í ekki fleiri fyrir- lestra hjer að sinni. Hann hefir aldrei komið til íslands áður, en hann gat þess við blaðamann frá Morgunbl. í gær, að hann hefði fullan hug á því, að koma hingað til lands næsta sumar, ásamt konu sinni, því að hjer væri margt fallegt að sjá og s-koða. — Jeg var undrandi, þegar jeg sá, að Reykjavík var ný tísku borg, saagði hann. Jeg var svo fáfróður, að jeg hjelt, að Island væri bara einn ís klumpur! Mjer hefir skjátlast heldur betur þar. Jeg hefi því miður svo stutta viðdvóld hjer að þessu sinni, að jeg hefi eng- in tök á því, að skoða mig neitt um að ráði, en jeg hlakka- til þes að koma hingað aftur og kynnast landi og þjóð betur. VILDU VERÐA ÞYSKIR LONDON: Skjöl, sem fund- ist hafa í fyrrverandi aðalbæki stöðvum Þjóðverja í París, hafa sýnt, að á hernámsárunum hafa 24.000 Frakkar sótt um að verða þýsk.r borgarar. ur. Verður því að líta á úthlut- unina, sem mat nefndarmanna, eða meirihluta þeirra á ís- lenskri myndlist. Það er hinsvegar alkunnugt að þeir menn, sem úthlutunina framkvæmdu, að þessu sinni hafi enga þekkingu til að dæma um myndlist, hvað þá heldur til þess að flokka íslenska myndlistarmenn í fjóra flokka, eftir verðleikum þeifra, sem listamenn. Jafnvel nefndar- menn sjálfir munu ekki geta haldið því fram, að þeir hafi nokkra sjerþekkingu á .m^md- list, er gefi þeim siðferðilegan rjett til að meta af nýju verð- leika myndlistamanna og flokka þá eftir mati. Jeg hefi sætt dómum skyn- bærra manna á Norðurlöndum og hjer á landi um list mína og get sætt mig við þá. Hefði meira að segja ekki nema gam an af, ef Stefán Jóh. Stefáns- son forstjóri, Þorkell Jóhann- esson prófe^sor í sögu og Þor- steinn Þorsteinsson Dalasýslu- maður gerðu rökstudda grein fyrir skoðuum sínum á nútíma- list með blaðadómum um myndlist mína og annara. En hinu neita jeg, að viðurkenna dóm þessara manna, sem hæstarjett í nafni þjóðarinn- ar um íslenska mynlist. Læt jeg aðra myndlistarmenn um það, hvort þeir viðurkenna slíkan hæstarjett, með því að ta:ka á móti „styrkjum" sínum úr hans hendi, en jeg vil ekki sætta mig við þá skipun þess- ara mála, sem jeg tel ósam- boðna menningarþjóðfjelagi, og á sjer engin dæmi í siðuð- um löndum. Að síðustu leyfi jeg mjer að benda úthlutun- arnefnd á, vilji hún verja þeim krónum, sem henni þókn- aðist að ætla mjer, svo að þær komi að meira gagni, en þótt þær væru veittar einhverjum miðaldra fúskara hjer, að um þessar mundir er fátækur en efnilegur verkamannssonur hjeðan úr Reykjavík við mynd- listanám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn, Veturliði Gunnarsson að nafni. Kemur mjer hann í hug meðfram vegna þess, að jeg galt þess á mínum námsárum, að jeg hafði ekki borið gæfu til að fæðast í sveit, og þótti því ald- ei námsstyrksverður hjeðan, enda aldrei þjónað neinum pólitískum flokki svo að gagni væri talið. Reykjavík, 22. mars. Jón Engilberts. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.