Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 6
MUKGO NBI(A0I» Laugardagur 23. marz 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Framsóknar-pestin MARGVÍSLEGIR kvillar eru það, sem ásækja mann- skepnuna og eru til kvalar og kvíða. En bót er í máli að aldrei hafa læknisdómar tekið slíkum framförum, sem nú á tímum og er því hættan minni en áður var. Fyrir alþingiskosningarnar gengur stundum yfir kvilli sá, er læknarnir kalla þingmannsylgju. Sest sjúkdómur- inn aðallega að í maganum og veldur spýju eins og Vest- firðingar mundu segja. Undangengna mánuði hefir verulega borið á þessum kvilla og einkum hefir hann gerst illkynjaður í liði Tíma- manna. Þórarinn ritstjóri hefir löngum íivalist af kvilla þessum, en sú er breyting nú á orðin, að í stað þess að spýjurnar hafa áður gengið yfir Kjós og Kjalarnes að ó- gleymdum Suðurnesjum, þá er þeim nú einna helst stefnt á Snæfellsnes. Þar mun eiga að leita lækninga á vori komanda. Halldór frá Kirkjubóli hefir lengi þjáningar haft af hinni sömu veiki og spýr í allar áttir. Einna þrálátastar eru sletturnar í vesturátt. Talið er þó af kunnugum, að mikið megi spýjan vaxa til þess að öðrum mönnum stafi hætta af. Daníel Ágústínusson hefir tekið veikina og spýr annað kastið í myrkri á fjörusteina Tímans. Mun hann til þess búinn að skemta Barðstrendingum og Gísla Jónssyni sjer- staklega, þegar sól hækkar og daga lengir. Gunnar Grímsson á Skagaströnd er sýnilega einn hinna veiku og mjög þungt haldinn, því hann byrjar á því, að ausa spýjunni yfir lífgjafa sinn Pál Kolka læknir Hún- vetninga. Gæti þess háttar austur boðað litla lækninga- von, ef trúa mætti fornum spásögnum. Gísli í Eyhildarholti er sýnilega búinn að taka þessa illkynjuðu pest. Spýr hann yfir land allt og lítur helst út fyrir, að af miklu sje að taka. Mundu gamlir Skag- firðingar ætla að hann hefði „jetið folald“, en hitt er af kunnugum talið líklegra, að annað verra sje í efni, því engu er líkara en nokkrir árgangar af Tímanum hafi sest að í maga mannsins. Þetta óföngulega gubbulið snýst í kringum Hermann foringja og leitar meðala sem ætlað er, að tilgangurinn skuli helga. Líklegt er talið, að ýmsir fleiri hafi þegar tekið sýk- ilinn, þótt ekki sje augljóst orðið. Þegar þess er gætt, sem hjer var áður talið, að fram- farir miklar hafa á síðustu árum orðið á sviði læknis- vísindanna, standa vonir til að læknum vorum og hjúkr- unarliði takist einnig það, að lækna þessa þjáðu menn áður en þeir æla lifur og lungum. Eru uppi getgátur margar um það, í hvaða líffærum upptök veikinnar eigi rætur sínar. Geta sumir þess til, að sýkillinn komist fyrst í augun, sjónin skekkist og allir hlutir snúi öfugt við það, sem rjett er, þegar sjúklingurinn horfir á þá. Þetta hefir þó eigi enn verið staðfest af augnlæknum, en ef rjett reynist, hefir sú stjett manna mikið og nytsamlegt verk að vinna á næstu mánuðum. Aðrir telja, að sýkillinn setjist fyrst að í heilanum, en berist þaðan með blóðinu til magans, þar sem sjúkdóm- urinn hefir einkum aðsetur. Ekki hefir þessi tilgáta held- ur fengið staðfestingu vísindanna. Lítur jafnvel helst út fyrir, að jafn illa ætli að ganga með sannanir um orsök eða orsakir veikinnar, eins og gengið hefir með hinar alkunnu Karakúlpestir í sauðfje voru. Er það eitt um þær pestir vitað, að Karakúlfjeð sem flutt var inn að ráðum og undir umsjá Tímamanna, kom með þær til landsins. En sýkillinn er ófundinn enn. Allt er þetta því nokkuð skylt hvað cðru, enda þótt önnur plágan ásæki sauðfje bændanna, en hin sje mögn- uðust í mönnum þeim, er telja sig best til þess fallna, að gerast forustumenn bænda og koma því í lag aftur, sem flokksbræður þeirra hafa aflagað á sínum langa valda- ferli. Fer og að vonum, þó bændum landsins fyndist það efamál, hvor plágan sje hættulegri. ÚR DAGLEGA LÍFINU Meinleg ævikjör. í FEBRÚ ARHEFTI Dýra- verndarans er greín eftir Rögn- vald Stefánsson, Syðri Bakka, með fyrirssögninni „Meinleg ævikjör“. Höfundur segir þar frá útigangshrossum, er hann sá. Tel jeg að menn hafi gott af að sjá lýsingu hans og tek því kafla hjer úr greininni: „Dapurleg mynd kemur fram í huga minn, mynd, sem aldrei mun þaðan mást, svo lengi, sem jeg skynja mun góðs og ills. Næstliðið vor átti jeg leið um nokkrar af sveitum Skaga- fjarðar ásamt fleira fólki. Urðu þar fyrir sjónum vorum tugir útigangshrossa, sum voru þol- anleg ásýndum, en önnur var hreinasta hrygðarmynd að sjá. Sjerstaklega tók jeg þar eftir einu tryppi, sem var svo illa farið að það drógst áfram með veikum burðum. Að líkindum ekki fásjeð fyrirbrigði þar vestra, en fyrir mjer var það einstakt. Samanburður á myndum. „SVONA ÁTAKANLEGA mynd af mannúðarleysi mann- skepnunnar gagnvart málleys- ingjunum hafði jeg eigi áður augum litið. En hliðstæða mynd fann jeg litlu síðar. Þegar blöð- in tóku að birta myndir næst- liðið sumar af föngum þeim, er nasistar höfðu mest kvalið og pínt í fangabúðum sínum, fest- ist myndin af skagfirska trypp- inu einnrar, sem sýndi tvo menn er nauðuglega gátu stað- ið hjálparlaust. Og sjá .... munurinn var nauðalítill, að- eins að önnur myndin sýndi málleysingja, en hin menn, sem gátu sagt sínar líkamlegu og andlegu kvalir í orðum . .. . “ • Ljót lýsing. LJÓT ER HÚN þessi lýsing, en því miður er það svo, að óskaplega ér farið illa með skepnur víða enn þann dag í dag. Verða ferðamenn um landið oft varir við það. En það er ekki nóg að birta grein- ar um þetta ástand. Dýravernd unarfjelagið ætti að láta rann- saka þetta mál og gera ráðstaf- anir til úrbóta ef frásögnin er á rökum reist. Hádegishlje og „krúska-át“. LESENDUR MÍNIR þekkja hann Björn L. Jónsson veður- fræðing. Hann hefir oft lagt ýmislegt gott til málanna, eink- um ef rætt hefir verið um eitt- hvað matarkyns, en hann er maður fróður í þeim efnum, þó ekki fái hann alla menn á sitt band, einku’m þegar hann tek- ur að sjer að verja Waerland hinn sænska. En hvað um það, hjer er skemtilegur pistill frá Birni um krúska át og hádeg- ishlje: „Kæri Víkverji! Úr því þú minnist enn á vinnutímann og matarhljeið í spjalli þínu, vil jeg ekki láta hjá líða að skýra frá reynslu, sem komin er á í þessu efni. Starfsfólk Veðurstofunnar hef- ir síðan um áramót tekið sjer hálftíma matarhlje um hádeg- ið. Sumir hafa með sjer smurt brauð og mjólk. En flestir borða „krúska“, sem er eldað sameiginlega að morgninum. Menn skiptast á um að elda það, kaupa mjólk og þvo upp matarálátin og eru í einskonar matarfjelagi. Hvað er „krúska'4? „EN HVAÐ ER „KRÚSKA“? Fjöldi manna þekkir þennan rjett, sem hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu um allt land. Það er grautur, sem er búinn til úr rúsínum, höfr- um, hveitihýði (klíði) og vatni og borðaður með mjólk út á. Uppskrift af þessum graut er í bókinni „Matur og megin“. Má vera, að sumir felli sig ekki við „náttúrulækningabragðið“ af honum og finni honum það til foráttu, að höfundur hans er Are Waerland. En flestir þeir, sem yfirstíga þá örðugleika, ljúka upp einum munni um, að þetta sje góður og hollur matur og að menn sjeu vel haldnir af pessari máltíð, ef þeir fá svo venjulega heita máltíð að kvöldinu. Kostnaðurinn. „OG KOSTNAÐURINN? —- Kr. 1,30 á mann á dag. Borði aðrir fyrir minni pening! Veð- urstofan lagði til rafsuðuplötu, skaftpott og matarílát, og hygg jeg, að hver stofnun eða vinnu- veitandi sje skaðlaus af þeim útgjöldum: engin óstundvísi, engin þyngsli í maga, slapp- leiki eða-svefnþörf eftir þunga og tormeltanlega kjötmáltíð, sem gleypt er í flýti; fólkið rabbar um daginn og veginn yfir ,,krúska“-diskunum og hefir þeim mun minna að segja, þegar vinnutíminn hefst á ný. I sambandi við kostnaðinn má auðvitað draga frá strætis- vagnaútgjöldin fyrir þá, sem þurfa að nota þau farartæki til þess að komast heim í mat. Þess skal getið, að sumt magaveikt fólk þolir illa „krúska“, en sumir þeirra geta þó þjálfað sig upp 1 að þola það með því að borða nógu lítið í einu og tyggja það vandlega, eins og raunar allir eiga að gera. Björn L. Jónsson.“ e Aðvörun um tundurdufl. Kæri Víkverji! Jeg undirritaður afgreiddi erlent skip, er kom frá Eng- landi í fyrri nótt. Skipstjórinn hafði orð á því við mig, hvort hjer á landi væri gefnar út til- kynningar í útvarp um tund- urdufl, er væri á reki með ströndum fram. Hann kvaðst hafa sjeð eitt ca. 80 sjómílur út af Vestmannaeyjum. Jeg sagði honum að það væri gert á íslensku. Hann bað mig um að koma því á framfæri við rjetta aðila, hvort ekki væri' hægt að útvarpa slíkum að- vörunum á einu erlendu máli til dæmis á ensku. Jeg lofaði skipstjóra að koma ósk hans um þetta nauðsynjamál til rjettra aðila. Jeg treysti þjer til þess. Þökk fyrir birtinguna. Virðingarfylst, Jónas Guðmundsson, tollvörður, Sjálfsögð ráðstöfun myndi jeg segja. i Á INNLENDUM VETTVANGI i .............. Þekkír þú Reykjavík! MIKIÐ HEFIR VERIÐ ritað um sögu Reykjavíkur. Tveir fræðimenn, er ólu hjer mestan aldur sinn, dr. Jón Helgason biskup og Klemens Jónsson landritari skrifuðu þykkar bækur um allt það helsta, sem menn vita rjettast og sann'ast um Reykvíkinga og Reykjavík frá dögum Ingólfs Arnarsonar fram á síðustu tíma. En Reykjavík breytist ört. Reykjavík fyrir 20 árum með 25 þúsund íbúum, er allt öðru vísi en Reykjavík í dag með 45 þúsund íbúum. Líf fólks hefir breyst, atvinna þess og hugs- analíf. Auk þess, sem komin eru upp ný bæjarhverfi og fjöldi nýrra fyrirtækja hafa verið stofnsett. ★ Væri ekki fróðlegt og skemti legt að fá ýtarlega og skemti- lega lýsingu á Reykjavík, eins og hún er í dag, með mátulegri hliðsjón af sögunni. Þetta þyrfti að vera vönduð bók, bæði að efni og frágangi. Þar yrði t. d. almenn lýsing á bæn- um, eins og hann kemur mönn- um fyrir sjónir hið ytra. En ekki er mikið sagt með því að lýsa útlitinu einu. Segja þyrfti frá öllum helstu stofn- unum bæjarins og atvinnufyr- irtækjum.. Lýsa því, sem helst er í frásögur færandi af hverju fyrir sig. Og þegar farið væri að sýna myndir af Reykjavík í dag, þá mætti ekki láta sjer nægja myndir af útliti hús- anna. Því byggingarlag þeirra segir ekki mikið um líf, smekk og dagfar bæjarbúa. Myndir þyrftu að fylgja af því hvernig sjálf heimilin líta út, hvernig fólkið hefir komið sjer fyrir innan við steinsteypuveggina eða bárujárnið. ★ Þegar jeg horfi á myndir frá Reykjavík liðinna tíma, af meira og minna lágkúrulegum húsum, sem staðið hafa meira og minna óreglulega meðfram götunum, þá sakna jeg þess á- kaflega mikið, að ekki skuli vera til myndir a.f vistarverum fólksins í þessum húsum, því áreiðanlega myndu þær gefa ljósari hugmyndir um bæjar- lífið en útimyndirnar. ♦ Yms heimildarrit eru fyrir hendi er gætu orðið til mikils stuðnings fyrir aðgengilega, áreiðanlega og skemtilega lýs- ingu á Reykjavík. T. d. árbæk- ur dr. Björns Björnssonar, sem fýrst kom út 1940 og nú aftur um síðustu áramót. í báðum þéssum árbókum er ákaflega mikill fróðleikur um líf og at- vinnu bæjarmanna settur fram í hagfræðilegum töflum. Þar er líka mikið efni tekið saman um stjórn og rekstur bæjarmál- anna. Margir hafa andúð á töl- um og töflum og líta helst ekki Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.