Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 8
 SORÖUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. marz 1946 I U :i i.:| X *.K‘ 2) anó (eiL ur verður í samkomuhúsinu Röðli í kvöld ug heíst kl. 10 -j> Aðgöngumiðar seldir á staðnum. Hljómsveit hússins % leikur. — Símar: 5327 og 6305. ,*M»*í***K**WKKK**«**M**?*t**«M*K**t**t**t*4t**IH****HI**t**?4***?****tH«**?**4**M*H****,*»H»M*4*«***H*w* í I F. E. H. Dansleikur % verður í köld kl. 10 í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- | arfirði. — Gömlu og nýju dansarnir. NEFNDIN. F. I. A. Dansleikur í Samkomusal Mjólkurstöðvarinnar í kvöld, klukkan 10. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins í dag I frá kl. 5—7. Arnolci Byvoet: Holland á hernámstímanum Fyrirlestur með skuggamyndum n.k. sunnudag, 24. t, þ. m. kl. 1,30 e. h. í Nýja Bíó. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í dag og við innganginn frá kl. 1 e. h. á morgun. | Allur ágóðinn rennur til nauðstaddra hol- lenskra barna. 2. kynnikvöld Guðspekifjelags íslands verður annað kvöld hefst kl. 9. Gretar Fells flytur erindi er nefnist: „Hulduhvammur^ Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. <ix»<»«><»<»<»<»»-»»»«x»<»«:«3x3x»»<»»<»»»»»<»«<»»»»»»»<»»»»»»»<Kx»»<l ‘ Briefsefnamöppur í með fóðruðum umslögum, gott og ódýrt úrval. Páskaborðrenningar með servíettum, Reiknistokkar, mjög vandaðir, Teiknipappír í rúllum, Watermans lindarpennar, gott úrval. Sænskar - danskar - enskar - íslenskar bækur. BÓKABÚÐIN í Austurstræti 14. Haraldur Viggó Björnsson BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU H. VIGGÓ BJÖRNSSON, bankastjóri í Vestmannaeyj- um, andaðist að heimili sínu í Eyjum þ. 14. mars s. 1., eftir langa og stranga sjúkdóms- legu. Frá því að íslandsbanki setti upp útibú í Eyjum stjórn aði hann því útibúi bankans með stakri kostgæfni. En starfsmaður íslandsbanka varð hann í júlí 1904, þegar banki þessi var nýstofnaður og síðan Útvegsbankans ó- slitið alt til dauðadags. Viggó Björnsson var fædd- ur hjer í Reykjavík þ. 30. október 1889. Hann var son- ur merkishjónanna Björns Jenssonar, yfirkennara og konu hans Lonise f. Svendsen. Þegar hann var í fyrsta bekk Latínuskólans andaðist faðir hans, Björn Jensson. Þótti þá tyísýnt hvort efni móður hans myndi hrökkva til þess að kosta hann við nám. — Bauðst honum þá ritarastarf við hinn nýstofnaöa banka. Þó að hann væri ungur, ekki nema 14 ára, varð hann fljótt lið- tækur starfsmaður, ekki síst vegna þess hve öll reglusemi og nákvæmni var honum í blóð borin. Árið 1918, var honum falin forstaða útibúsins á ísafirði. En þar var hann ekki nema til næsta árs. Því að haustið 1919 stofnaði bankinn nýtt útibú j 'Vestmannaeyjum. Var Viggó heitnum falin forstaða þess. Var það einmitt á af- mælisdegi hans, þ. 30. okt., sem útibú þetta tók til starfa. .Stjórn þess hafði hann síðan á hendi til dauðadags. í Vestmannaeyjum vann hann merkasta þáttinn af æfi starfi sínu. Starfsemi bankans reisti hann þar af grunni, með hagsýni fyrir bankans hönd og rjettsýni gagnvart við- skiftamönnunum. Þó að hann hefði lengst af æfinni setið á skrifstofustólnum kom það strax í ljós, þegar til Eyja kom að hann hafði hina glegstu yfirsýn yfir atvinnumál og beitti áhrifum sínum til stuðnings hverju því fram- faramáli, sem þar kom á dag- skrá. Oft var fjármagnið tak- markað, sem hann hafði yfir að ráða, samanborið við láns þörf hinna framtakssömu Vestmannaeyinga. En fyrir | bankastjóranum vakti það sí- felt, að lánsfje því, er hann hafði yfir að ráða yrði miðlað milli manna með hinni fylstu sanngirni, og þá jafrtan fyrst cg fremst til þeirra fyrir- tækja og framkvæmda sem mið uðu að umbótum og framför- um í atvinnurekstri manna. Þegar samtaka var þörf til þess að hrinda umbótamáli af J stað, beitti hann sjer fyrir þeim fjelagsskap, af miklum áhuga og lægni, svo sem t. d. er efnt var til samlags meðal útvegsmanna um bætta hag- nýting lifrar og sölu á lýsinu. Hann ljet sjer ekki nægja að sitja innan við sitt banka- stjóraborð og segja já eða nei við þá, sem til hans leituðu. Hann gerðist forgöngumaður í atvinnulífinu, í því skyni að tryggja það sem best að það bankastjóri MIINIIMINGARORÐ fje, sem honum var trúað fyr ir, kæmi að sem bestum not- um. En það varaðist hann að hafa sjálfur nokkra hagsmuni sína tengda frekar við eitt fyr- irtæki en annað. Hann hugs- aði fyrst og fremst um hag heildarinnar. Viggó heit. var um skeið í bæjarstjórn Vestmannaeyja. — Formaður í fjelagi útvegs- bænda var hann lengi, og vann þar mikið. Hann var og einn af forgöngumönnum Björg f unarfjelags Vestmannaeyja, og átti lengi sæti í stjórn þess. — I Hann var og einn aðalforgöngu- j maður að stofnun Odc'fellow- j stúku í Eyjum og einn sterkasti. stuðningsmaður þess fjelags- j skapar þar.' Vararæðismaður Breta var hann frá 1931. Þegar Viggó Björnsson var ungur maður hjer í Reykja- vík, fanst þeim sem þektu hann, að hann væri einn þeirra Reykvíkinga, sem aidrei myndi una sjer annars staðar en einmitt hjer. Hann væri svo samgróinn bænum! og bæjarlífinu. Bæjarlífið var. að vísu ekki fjölskrúðugt í þá j daga. En hann var einmitt! rneðal þeirra, sem eyddi deyfð j inni og drunganum, þegar cinangrunin og skammdegis-j myrkrið ætlaði alt að kæfa.1 Þegar unga fólkið kom saman til að skemta sjer, þá var ckemtunin best trygð með því, að kvartettinn Fóstbræð- ur, væri þar nærstaddur, Pjet ur heit. Halldó>-sson og Jón bróð ir hans, Eina>- Viðar og Viggó Björnsson. Þeir höfðu þekst og verið saman frá barnæsku. Þeir höfðu allir þá söng ,,kúltúr“, sem nauðsynleg er til þess að fága alla meðferð á hverju sönglagi. Þeir voru allir frá heimilum, sem áttu rikan þátt í menningarlífi bæjarins. Fyrst varð Viggó Björnsson að slíta þann fjelagsskap, vegna þess að störf kölluðu á hann annars staðar. Nokkru síðar hvarf Einar. Og nú er Jón Halldórsson einn lifandi þeirra fjögurra söngvina, er mestan fögnuð vöktu meðal reykvískra áheyrenda fyrir 30—35 árum. En þó manni sýndist banka- stjórinn úr Vestmannaeyjum altaf vera hálft í hvoru að koma heim til sín, er hann kom til Reykjavíkur, var hann ekki síður heima, þar sem störfin biðu hans dag- lega í 26 ár. Þar undi hann sjer vel á ágætu heimili. Þar giftist hann þ. 2. sept. 1922 eftirlifandi konu sinni, Rann veigu Vilhjálmsdóttur. — Var hjónaband þeirra hið ástúð- legasta. Þau eignuðust ekki börn, en sonur hennar af fyrra hjónabandi, Gísli Gísla- son ólst upp á heimili þeirra. Hann er nú kaupmaður í Eyjum. H, Viggó Björnsson var fjölmentaður maður þó að honum gæfist lítið tækifæri til skólamentunar. Mesta stund lagði hann á þau fræði er snertu bankastarf hans. Hann var ágætur málamað- ur, las og talaði bæði ensku og frönsku, auk Norðurlanda- málanna. Var hann víðlesinn mjög. H. Viggó Björnsson eignað ist vini hvar sem hann fór. Hann var framúrskarandi reglumaður við öll störf, víð- sýnn og vandaður í orði og gerðum, gætinn og stiltur. Hann var hógvær gleðimaður í vinahópi, hlýr í viðmóti, en fastur á sínu máli, þegar hann hafði tekið ákvörðun sína. Sæti hans í Útvegsbankan- um verður vandfylt. Og Vest- mannaeyingar eiga hjer á bak að sjá einum einlægasta og besta framfaramanni, er þar hefir starfað. V. St. Framh. af bls. 6. í bækur, sem eru ekki annað en töflur og talnaregistur. Þeim finst slíkur lestur vera þurr og leiðinlegur. En margfalt líetra er að leita sjer fróðleiks í slík rit, en grautarlega samdar frá- sagnir, þar sem öllu ægir sam- an, aðalatriðum og aukaatrið- um. Þeir, sem vilja fá að kynn- ast staðreyndum um lífið í Reykjavík í dag fá í engri bók meiri fróðleik en í Árbókum Reykjavíkur eftir dr. Björn Björnsson hagfræðing bæjar- ins. * Framtakssamir bókúatgef- endur ættu að tatka það mál til athugunar, hvort þeir teldu sjer ekki fært að verja veru^ legri fjárhæð til þess að samin ,yrði vönduð lýsing á Reykja- vík eins og hún var á því herr- ans ári 1944, þegar hún varð höfuðstaður hins íslenska lýð- veldis. Þá kæmi það í ljós, að eng- inn maður er svo kunnugur bænum, þó hann hafi dvalið hjer langa ævi, að hann lærði ekki mikið af slíkri lýsingu. Og þeim mun meira, sem menn vita um Reykjavík og þeim mun betur. sem þeir þekkja bæinn, þeim mun vænna myndi þeim þykja um hina vönduðu lýsingu. í leiðinni mætti gefa út stutt- an leiðarvísi á ýmsum tungu- málum fyrir útlendinga, sem hjer bera að garði og staðnæm- gst 1 klst., 1 dag, viku eðá mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.