Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Hæg V. eða NV átt — Úr-
komulaust og víða Ijettskýjað.
Laagárdagur 23. marz 1946
HraMreiSasla skip Norðurlanda
KRONPRINS FREDERIK heitir nýjasta farjjegaskip Dana og
var jjað bygt í Helsingör skipasmíðastöðinni og á að sigia á Es-
bjerg-Harwich-leiðinni. Þetta nýja skip gengur 22 sjómílur á
klukkustund og er því hraðskreiðasta farþegaskip á Norður-
löndum. Mvndin var tekin, er liið nýja skip kom til Kaupmanna-
hafnar á afmælisdegi Friðriks krónprins, fyrir skömmu.
Bandaríkjamenn vara við minkun
matarskamts í Þýskalandi
Washington í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg-
unblaðsins frá Reuter.
AÐVARANIR um óskaplegar afleiðingar, ef matvælaskamt-
urinn er minkaður í hinu hernumda Þýskalandi, hafa dunið yfir
stjórnardeildir Bandaríkjanna í Washington og hafa aðvaranir
þessar komið frá hernámssvæði Bandaríkjanna í Þýskalandi.
Ekkert verk-
fall hjá Eim-
skip og Rík-
isskip
SAMNINGAR voru í gær
undirritaðir milli Eimskipafje-
lag íslands og Skipaútgerðar
ríkisins annars vegar og Mat-
sveina- og veitingaþjónafje-
lags Islands hinsvegar, um kaup
og kjör matsveina og veitinga-
þjóna á skipum Eimskipafje-
lagsins og Skipaútgerðarinnar.
Fór undirritun þeirra fram kl.
11 í gærmorgun í skrifstofu
sáttasemjara ríkisins.
Samningur þessi gengur í
gildi 1. apríl n. k. og kemur
þvl ekki til verkfalls á skip-
um aðila, sem boðað hafði ver-
ið, ef samningar hefðu ekki tek
ist. Samningurinn er gerður til
1. nóv. n. k.
A fundi Matsveina- og veit-
ingamannafjelagsins, er hald-
inn verður kl. 12 á miðnætti á
miðvikudag, verður samningur
þessi birtur felagsmönnum.
Ungur sjómaHur
missir annan
fótinn
ÞAÐ HRYLLILEGA slys
vildi tii á botnvörpungnum
Forseti í fyrradag, að ungur
maður missti annan fótinn.
Maður þessi er Gunnar Guð-
jónsson háseti til heimilis á
Kárastíg 1, hjer í bae..
Slysið varð um kl. 7. árd. Var
þá verið að draga vörpuna
vestur undir Jökli. Gunnar
var á þilfari. Honum skrikaði
fótur og fjell á þilfarið, en
annar fótur hans varð milli
vírsins og „masturspollans",
og tók hann af.
Skipinu var þegar siglt hing
að til Reykjavíkur og var
Gunnar fluttur í Landsspítal-
ann. Honum leið vel eftir at-
vikum í gærkveldi, er blaðið
spurðist fyrir um líðan hans.
Má ekki aaonrvna
a J
rjeiiinn
London í gærkvöldi.
RJETTARHÖLD hófust í
Niirnberg í dag yfir Rudolf
Hess, eftir að lokið hafði ver-
ið að yfirheyra Göring. Verj-
andi Rudolfs Hess tók það
fyrst af öllu fram, að hann
og Rudolf Hess álitu að rjett-
ur þessi væri algjörlegá ó-
löglegur að alþjóðalögum. —
Dómarinn svaraði að það væri
ekki leyft að segja slíkt um
þenna rjett. — Rudolf Hess
var sagður taka á sig fulla
ábjTgð á öllu sem hann hefði
aðhafst.
— Reuter.
Hershöfðingjar áhyggjnfullir.
Hershöfðing’ar ameríska her-
námsliðsins .í Þýskalandi, háfa
sagt blaðamönnum í viðtölum
við þá, að svo geti farið, ef
matarskamtur yrði minkaður í
Þýskalandi, að drepsótt'r komi
upp þar. Þeir halda því einnig
fram, að ef skamturinn sje
minkaður, sje enginn mögu-
leiki fyrir Þjóðverja að auka
iðnað sinn í náinni framtíð, auk
þes sem þeíla muni stórum
tefja fyrir því, að Þjóðverjar
verði lýðræðissinnaðir.
Slæmt fyrir viðskifti.
Þá nalda hershöfðingjarnir
því fram, að ef matarskamtur-
inn verði minkaður, muni verða
ákaflega erfit: að afnema laun
verslunina, sem nú er svo mik-
ið um í Þýskalandi. Þeir telja
og að þetta muni hafa þau áhrif
að nauðsynlegt verði að senda
meira af ameúskum hermönn-
um til Þýskalands, til þess að
eiga við óeirðir þær, sem skap-
ast hljóti af hinum rrinkaða
matarskamti.
Ekki betra í Japan.
Kvartanir hafa einnig borist
frá Tokio um bað, að matvæla-
ástandið í Japa.n væri slíkt, að
óvíst væri að þjóðin lifði það
af, nema mikið væri að gert.
Var farið fram á það af hálfu
hernámsstjórnarinnar, að mat-
arskamturinn yrði stórum auk-
inn, en ekkert svart hefir kom-
ið frá stjórninni í Bandaríkj-
unum við þeirri málaleitan.
Sendlráðið í París
útvegar ekki her-
hergi
SENDIRÁÐ ÍSLANDS í
París biður þess getið, að á-
stæðulaust. sje að biðja það
að panta hótelherbergi í París
fyrir flugfarþega frá íslandi,
með því að afgreiðsla amer-
ísku flugvjelanna annast um
útvegun húsnæðis fyrir far-
þegana og lætur aka þeim frá
ílugvellinum til hótelsins.
(Frá ríkisstjórninni).
Gunnlaugur Þor-
steinsson hjeraðs-
iæknir látinn
GUNNLAUGUR ÞORSI’EINS-
SON hjeraðslæknir á Þingeyri,
andaðist aðfaranótt föstudags,
rúmlega 61 áic. að aldri. Bana-
mein hans var heilablóðfall.
Gunnlaugur hafði þjónað
Þingeyrarhjeraði í 36 ár og átti
þar miklum vinsældum að
fagna, því að hann var ekki að-
eins ágætur' læknir, meðan
hann hjelt fuliri heilsu, heldur
var hann svo einstakur mann-
kosta- og drengskaparmaður,
að öllum, sem kyntust honum
Jþótti vant um hann.
NJÓSNARAR í Stokkhólmi.
Sjá grein á bls. 7.
Skíðamót ísiands:
Cuðm. Gubmundsson 11.1
varð göngumeistari
Þórarinn Guðmundsson, MA, vann
yngri ilokkinn.
ÚRSLITIN urðu annars sem
hjer segir:
A-flokkur:
1. Guðm. Guðmundsson, ÍBA,
1 klst. 19:59.0 mín.
2. Jón Þorsteinsson, ÍBS, 1
klst. 24:39,0 mín.
3. Jón Jónsson, HSÞ, 1 klst.
27:18,0 mín.
4. Steinn Símonarson ÍBS, 1
klst. 28:36,0 mín
5. Rögnvaldur Ólafsson, ÍBS,
1 klst. 30:59.0 mín.
6. Ásgrímur Stefánsson, ÍBS.
1 klst. 33:59,0 mín.
B-flokkur:
1. Valtýr Jónasson, ÍBS, 1
klst. 22:06,0 mín,
2. Sigurður Björgvinsson, H
SÞ, 1 klst. 26-33,0 mín.
3. Helgi V Helgason HSÞ,
1 klst. 28:38,0 mín.
4. Steingrímur Jóhannesson,
HSÞ, 1 klst. 29:33,0 mín.
5. Jón A. Jónsson, HSÞ, 1
klst. 29:42,0 m:n.
A- og B-flokkarnir í göng-
unni voru „ræstir“ saman. Sex
keppendur voru í hvorum
flokki, en einn B-flokksmað-
urinn kom ekki að marki. Guð-
mundur Guðmundsson lagði 9.
af stað og kom í mark. Valtýr
Jónasson lagði 4. af stað og kom
1. í mark. Jón ÞorsteinEson
lagði 8. af stað og kom 5. í mark
Jón Jónsson lagði fyrstur af
stað og kom 2. í mark.
í sveitakv'ppni (þriggja-
manna sveitir) í A- og B-flokki
um bikar, sem KEA hefir gef-
ið, bar sveit ÍBS sigur lir být-
um. I henni voru Valtýr Jón-
asson, Jón Þorsteinsson og
Steinn Símonanson. Tími sveit-
arinnar var 4 klst. 15:23.0 mín.
Onnur var sveit Hjeraðssam-
bands Þingeyinga með 4 klst.
22:29,0 mín.
Úrslit í yngri flokk.
Seint í gærkvöldi símaði
frjettaiitari Morgbl. á Akur-
eyri, úrslit í g-ingu yngri flokks
17—19 ára. Flokkurinn var
ræstur kl. 6.05 síðd. og var
gengin sama braut og A- og B-
flokkar gengu, en nokkuð stytt.
Færi og veður var svipað. Úr-
slit urðu þau sem hjer segir:
1. Þórarinn. Guðmundsson,
MA á 1 klst. 08 mín. og 04 sek.
2. Matthías Einarsson IBA á
1 klst. 09:42 mín.
3. Kristinn Jónsson HSÞ 1
klst. 09:44 mín.
4 Ingvi B. Baldvinsson HSÞ
1 klst. 10:23 min.
5. Einar Sigurðsson MA 1
klst. 11:49 mín.
6. Jóhann Indriðason .IBA 1
klst. 13’:18 mín.
7. Benóný Arnórsson HSÞ 1
klst. 14:06 mín.
8. Ari Brynjólfsson MA 1
klst. 25:35 mín.
Þriggja marna sveitakeppnii
vann HSÞ. Tími hennar var 3
klst. 34 mín. eg 13 sek. í sveit-
inni voru þessir menn: Krist-
inn Jónsson, Ingvi B. Baldvins-
son og Benóný Arnórsson. Önn-
ur varð sveit MA. Tími henn-
ar var 3 klst. 45:38 mín.
Þungt færi.
Gangan hófst niður i Akur-
eyrarbæ við íþróttahús Menta-
skólans og lauk henni þar. —<
Var brautin mestmegnis á lág-
lendi. Gengið var í tvo hringi,
og voru þeir tvígengir. — Færi
var mjög þungt og gerði það
gönguna að sjálfsögðu roun erf
iðari en ella hefði orðið. Norð-
an kalsi var og komið dálítið
fjúk af norðri á meðan ganga
yngri flokkanna stóð yfir.
Útvarpað frá keppninni.
Útvarpað vt.r frá keppninni,
og tókst það útvarp, ef tekið
er tillit til allra aðstæðna, mjög
vel Þulur á Akureyri var Her-
mann Stefánsson, íþróttakenn-
ari. Lýsti hann keppninni,
kynti keppendur og átti þar að
auki tal við fararstjóra hinna
ýmsu aðkomuflokka. •— Dr.
Sveinn Þórðarson lýsti göngu-
brautinni. — í hljeum, sem
voru á útvarpinu að norðan,
ljek útvarpsstöðin hjer ljett
lög, en áður höfðu komið þar
fram þeir Helgi Hjörvar, Stein
þór Sigurðsson og Jónas Ás-
geirsson. . j
Strandamenn sitja heima.
Ýmsir örðugleikar virðast
hafa verið á því fyrir aðkomu-
keppendur, að komast til Ak-
ureyrar. Þannig sitja nú t. d.
keppendur frá íþróttabandalagl
Strandamanna heima, vegna
þess að farkost vantaði. Reyk-
víkingar urðu að ganga yfir
Öxnadalsheiði og Þingeyingar
yfir Vaðlaheiði.
Keppendur í mótinu.
Alls eru skráðir til keppnl
101 keppandi. 26 frá ÍBA 21 fra
ÍMA (lþróttafjel. Mentaskólans
á Akureyri), 19 frá ÍBR, 13 frá
ÍBS, 11 frá HSÞ, 5 frá íþróttab.
Strandasýslu, 4 frá Sameiningu
í Ólafsfirði og 2 frá íþróttafje-
laginu Magna í Höfðahverfi.
Keppnin í dag.
Mótið heldur áfram í dag.
Kl. 9 árg. hefst svig karla í C-
flokki (38 keppendur). Kl. 11'
hefst svig karla í B-flokki (24
keppendur). Kl. 2 e. h. hefst
sveitakeppni um Slalómbikar
Litla Skíðafjelagsins og kl. 5
e. h. hefst keppni í stökki karla.